Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULÍ 1975 13 Sr. Heimir Steinsson: Lítil leiðarvísun handa Ævari Kvaran, Bjartmari Kristjánssyni og fleirum Fyrir fáum dögum skrifaði Ævar Kvaran í Morgunbiaðið, og veittist hann þar að ritsmíð þeirri, er ég fékk birta iKirkju- riti, 4. tbl. 1974. Hið sama gerir Bjartmar Kristjánsson í Morg- unblaðinu í dag 3. júlí. Sá er helztur ljóður á ráði þeirra tvímenninga, að þeir virðast ekki hafa fylgzt með deilu þeirri, er staðið hefur um téða kirkjuritsgrein. Af- leiðingin verður sú, að allt það, sem þeir hafa um málið að segja, er í alrangan tíma fram borið. Sérhverri þeirri fullyrðingu Ævars og Bjartmars, sem talizt getur bragð að, hef ég þegar svarað, en sumum staðhæfing- anna margsinnis. Þar eð þetta virðist hafa farið fram hjá greinarhöfundum, leyfi ég mér að benda þeim á það, að ég hef nú gert umræðuefninu skil í eftirtöldum blöðum og tímarit- um, — meðal annarra: Morgunblaðið 24. maí Morgunblaðið 5. júní Morgunblaðið 19. júni Morgunblaðið 26. júní Kirkjuritið, 1. tölubl. 1975. Ég mun ekki hafa fyrir því að endurtaka neitt það, sem fram er komið á ofangreindum vett- vangi, enda gefur írafár Ævars Kvaran ekkert tilefni til þess, né heldur þeir vísvitandi útúr- snúningar, sem Bjartmar Kristjánsson étur upp eftir öðr- um, en þeir útúrsnúningar voru raunar sér á parti gerðir að umtalsefni í grein minni hinn 5. júní s.l. Greinar þeirra Ævars og Bjartmars eru a.m.k. hálfum öðrum mánuði of seint á ferð- inni. Hvað það er, sem valda kann svo kynlegum viðbröðg- um, læt ég mér i léttu rúmi liggja. Satt að segja er nú svo komið, að mér stendur á sama um það, hvað sagt kann að verða fram- vegis um margnefnda grein mfna í 4. tölublaði Kirkjurits 1974. Allir kveinstafir andstæð- inga minna verða nefnilega héðan í frá skoðaðir i ljósi þeirrar staðreyndar, að grein þessi hefur nú þegar rikulega borið þann ávöxt, sem henni { öndverðu var ætlað að bera. Um það fá eymdarstunur anda- trúarmanna eða annarra alls engu breytt. Með þökk fyrir birtinguna, Heimir Steinsson. ÍLÝSINOASÍMINN EK: 22480 ■■ > ' %v- Ódýr starfskraftur"frá r Á F // A T FIAT 238 VAN ER: Framhjóladrifinn, með burðar- þol upp að 1000 kg., rúmmáli 6.5 cubic metrum, 46 din vél og umfram allt SPARNEYTINN. VERÐIÐ m/ryðvörn er AÐEINS KR. 660.000.00. TIL AFGREIÐSLU STRAX. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR 'F/I/A/Ti EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON HF. Síðumúla 35 símar 38845 og 38888 TÓMSTUNDAHÚSIÐ Glæsilegt úrval af sólstólum, sólbekkjum og sólskýlum. Einnig stök borð og stólar. IIAGS I E r r VERí) GLÆSIEEG VARA No. 1 Ferðabarnarúm verð kr. 6385.- No. 9 Stillanlegur stóll m/5 cm. svampi verð kr. 10.575. No. 3 Óstoppaður stóll verS kr. 2810.- No. 4 BarnabörS verð kr. 3665.- No 5 Tjaldkollur verð kr. 815.- No. 6 Kollur með baki verð kr. 1185.- No. 2 Sólskýli 3840-4650.- verð No. 10 Sól- eða svefnbekkur verð kr. 6690.- No. 8 Stóll m/5 cm svampi 5 stillanlegar stöSur verð kr. 7085.— No. 12 Tjaldborð 60x80 cm. Verð kr. 4265,- No. 11 Sól- eða svefnbekkur m/5cm. svampi verð kr. 7.135.- No. 7 Stóll m/2 cm svampi verð kr. 3385 — No. 7 Stóll m/2,5 cm svampi verð kr. 3835 — Glæsibæ — sími 30350 __Póstsendum um land allt. =GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA= Laugavegl 164 Sími 2Í901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.