Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 3 Árni Friðriksson far- inn til loðnurannsókna Kolmunni úti fyrir Austfjörðum? Ljósm. Mbl. Öl. K. Mag. Frönsku leiðangursmennirnir frá vinstri: Constantin Brive, Christian Gallissian, Paul Bordes, Pierre Zanone og Dominique Guicharnaud. Náttúruverndarráð bað dómsmálaráðu- neytið að stöðva franskan leiðangur Vinnum ekki náttúruspjöll, segja Frakkarnir RANNSÓKNASKIPIÐ Arni Friðriksson heldur til loðnuleitar og rannsókna úti fyrir Norður- landi eftir hádegi í dag. 1 fyrstu mun skipið að líkindum leita eft- ir loðnu úti fyrir vestanverðu Norðurlandi og halda slðan austur með. Þá mun skijrið reyna að kann lóðningar úti fyrir Aust- fjörðum, sem fundizt hafa síðustu daga, og jafnvel er haldið að sé kolmunni. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, sem verður leiðangurs- stjóri á Árna Friðrikssyni í þessari ferð, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir á Árna héldu af stað eftir hádegi í dag og myndu fyrst sigla vestur og norður með landi. Reynt yrði að byrja að kanna loðnumagnið og 338 manns atvinnulausir í Reykjavik ATVINNULAUSIR á skrá f Reykjavfk 7. júlí voru 338 manns, 163 karlar og 173 konur. Þetta var fyrsti dagurinn, sem eitthvað var að gera í frystihúsum borgar- innar, þar eð togarar höfðu hafið löndun eftir verkfallið. Af þessum f jölda voru 52 verkamenn og 47 verkakonur, 49 skólapiltar 16 ára og eldri og 82 skólastúlkur 16 ára og eldri. Þá eru og atvinnu- lausir rúmlega 100 unglingar, sem verða 16 ára á þessu ári en hafa ekki náð þvf enn. Til samanburðar má geta þess að alls voru atvinnulausir 8. júlí 1974 37 manns, 13 karlar og 24 konur. Þar af voru 2 verkamenn og 16 verkakonur, 3 skólapiltar og 3 skólastúlkur. Samkvæmt upplýsingum, sem birtust í Hagtölum mánaðarins, sem Seðlabanki Islands gefur út, var atvinnuleysi á Islandi i maímánuði 1,4% af framboði vinnuafls, Þessi prósenta var 0,6 í apríl og á fyrsta ársfjórðungi 1975 0,8 Grímsey: 100 sóttu leiksýningu — íbúarnir aðeins 86 Grímsey, 7. júll. KARLAKÓR Dalvíkinga bauð okkur eyjaskeggjum til ókeypis söngleiks sl. sunnu- dag. Söngstjóri var Bjartur Hjörleifsson, undirleikari Guðmundur Jóhannsson og einsöngvarar Halla Jóns- dóttir og Jóhann Danielsson. Kórnum var tekið af mikilli hrifningu og aðdáun áheyr- enda. Þá sýndi Leikfélag Dalvík- ur Hart í bak eftir Jökul Jakobsson og var Jóhann Ögmundsson leikstjóri. Rif- lega 100 aðgöngumiðar seld- ust að leiksýningunni og þykir það mjög gott þar sem ibúar Grímseyjar eru 86. Hér er nokkuð af aðkomu- fólki, aðallega Grindvík- ingar, sem hér fengu nokkra uppbót á menningarneyzlu sina norður við heimskaut. Þetta er fyrsti flokkurinn sem heimsækir Grímseyinga til að skemmta þeim og verður þeirra Dalvíkinga lengi minnzt fyrir sitt ágæta framlag, sem ekki gat borgað sig fjárhagslega. — Alfreð. ástand loðnunnar úti af norðan- verðum Vestfjörðum, en þar gæti orðið erfitt um vik, þar sem ís hefði verið á því svæði að undan- förnu, en síðan yrði haldið austur með Norðurlandi. Þá sagði Jakob, að sjómenn á bátum frá Austfjörðum hefðu hringt í Hafrannsóknastofuna og tilkynnt um sæmilegar lóðningar 40—50 mílur úti af Austfjörðum. Eftir lýsingum á lóðningunum að dæma benti margt til að hér væri kolmunni á ferðinni. Kolmunni var mikið á þessum slóðum á síldarárunum og þá kom fyrir að síldveiðiskipin fengu stór kol- munnaköst. Síðustu ár hefur minna borið á honum á þessum slóðum, en menn eru farnir að vona að þessi fiskur fari að láta sjá sig þar aftur. Jakob sagði, að ef tækist að veiða kolmunna úti fyrir Aust- fjörðum þyrftum við að stefna að þvi að nýta hann til manneldis, enda væri fiskurinn mjög bragð- góður. Þeir hefðu t.d. borðað hann um borð í Árna Friðrikssyni og allir kunnað að meta bragðið. Sennilega væri heppilegt að flaka fiskinn i sildarflökunarvélum, og verka flökin. Gert er ráð fyrir að Arni Frið- riksson verði tvær vikur i þessari ferð. Islendingar með ólögleg veiðar- fœri en Bretar ekki —EG fór um borð (16 skip, þar af 15 togara, og eftir á kom í Ijós að 18,6% af afla togara á þessum slóðum reyndist vera undirmáls- fiskur og hér á ég við fjölda, en ekki þyngd. Smáfiskur var 32.3%, millifiskur 47.9% og stórfiskur aðeins 2.5%, sagði Ólafur Pálsson fiskifræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann fór um miðin úti fyrir Norður- og Norðvesturlandi f sfðustu viku og gerði ýmsar mælingar um borð í íslenzkum og brezkum togurum. Kom í ljós, að íslendingar veiddu heldur meira af smáfiski og undirmálsfiski en Bretar og Bretar voru með stærri möskva á sínum vörpum en Islendingar. Ennfremur stóðu varðskipsmenn einn íslenzku togaranna að því að vera með ólöglega pokahlif, þann- ig að undirmálsfiskurinn slapp ekki eins út og hann átti að gera og hefur Landhelgisgæzlan nú kært skipið fyrir viðkomandi dómstólum. FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuvcitendasambands tslands, VSl, hefur lýst yfir þvf að hún geti ekki samþykkt nýgerða kjarasamninga Flugleiða h.f. og Flugvirkjafélags Isiands og Félags fslenzkra atvinnuflug- manna. I ályktun stjórnarinnar segir m.a., að ýmsir hópar flug- liða hafi ftrekað viðhaft valdbeit ingu til þess að knýja fram óeðli- legar kauphækkanir og hafi Flug- leiðum reynzt nauðugur einn kostur að gera kjarasamninga, sem ganga þvert gegn stefnu f kjaramálum. Þó mun fram- kvæmdastjórn VSt með hliðsjón af erfiðri aðstöðu Flugleiða, ekki standa gegn þvf að cftir samn- ingunum verði unnið. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá VSt, sem er svohljóðandi: „Tilgangur okkar er ekki að stunda hér torfæruakstur og vinna þannig spjöll á fslenzkri náttúru, heldur langar okkur til að kynna Island f Frakkiandi," sagði franski blaðamaðurinn og Ólafur sagði, að i fyrstu hefðu þeir farið á Skagagrunn, siðan á Kolgrunn, Kornbanka, Reykja- fjarðarál, Skjálfandafljótsdjúp og á Grímseyjarsvæðið. Ástandið hefði verið mjög breytilegt á þess- um veiðisvæðum, en þó öllu verst á Skagagrunni. Þar hefði 25.2% fiska verið undirmálsfisk- ur og 29.1% smáfiskur. Á Gríms- eyjarsvæðinu hefði ástandið einn- ig verið slæmt, 14.6% hefði verið undirmálsfiskur og 34% smáfisk- ur. —Ég fór um borð i brezka togara á Hornbanka og í Reykja- fjarðarál, sagði Ólafur.' Hjá þeim reyndist 14.9% vera undirmáls- fiskur og 44.3% smáfiskur. Hitt var mest millifiskur. Varðskips- menn mældu einnig veiðifæri þau sem Bretarnir notuðu og kom í Ijós, að þeir notuðu stærri möskva en þeir þurftu samkvæmt alþjóða- reglum. Islendingar voru ekki eins góðir á þessu sviði. T.d. var einn íslenzku togaranna með ólög- lega pokahlif og um borð í þeim togara var meira um smáfisk en hja öðrum togurum á sömu slóðum eða 25.3% á móti 9.9%, en Framhald á bls. 18 ,,Á fundi framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands Islands i dag, 8. júlí 1975, var eftirfarandi samþykkt samhljóða: „Að undanförnu hafa ýmsir hópar flugliða ítrekað viðhaft valdbeitingu til að knýja fram óeðlilegar kauphækkanir. Með skæruhernaði og alls ólögmætum truflunum á flugsamgöngum hefur verið stefnt i voða við- kvæmri atvinnuuppbyggingu og röskun og valdið milljónatjóni á starfsemi islenzku flugfélaganna. Undir slíkum kringumstæðum hefur Flugleiðum reynzt nauðug- ur einn kostur að gera samninga um kaup og kjör, sem ganga þvert gegn þeirri stefnu í launamálum, sem fylgt hefur verið við gerð annarra kjarasamninga síðustu mánuði og taka ekkert mið af erfiðri afkomu þjóðarbúsins og stöðu atvinnurekstrar i landinu i rithöfundurinn Christian Gallissian f samtali við Morgun- blaðið f gær. Gallissian er hér staddur ásamt 4 löndum sfnum og ætla þeir að ferðast um landið og þá sérstaklega miðhálendið, og ganga þar á jökla eða öllu heldur aka, þvf meðferðis hafa þeir tvö mótorhjól. Nokkur gagnrýni hef- ur komið fram á ferðalag Frakk- anna, meðal annars f Þjóðviljan- um, og Náttúruverndarráð lítur það mjög alvarlegum augum og telur það geta orðið náttúruspill- andi. Mun ráðið hafa farið fram á það við dómsmálaráðuneytið að það stöðvaði þessa ferð Frakk- anna, áður en þeir komast út f fslenzka náttúru með vélhjól sfn tvö. Morgunblaðið hafði þvf sam- band við Baldur Möller, ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, og sagði hann að ráðuneytið sæi ekki ástæðu til að banna Frökkunum frekar en öðrum að ferðast um fjöll að eigin vild. Hins vegar ætlaði ráðuneytið að taka af þeim skýrslu og gera þeim grein fyrir gildandi lögum um náttúruvernd og viðurlögum við brotum á þeim. Gallissian sagði, að þeir félagar væru mjög sárir yfir skrifum Þjóðviljans, þar sem segir um ferð þeirra að hún sé farin i þeim tilgangi að auglýsa erlend fyrir- tæki og að farartæki þeirra muni valda náttúruspjöllum. „Ég er hvorki að auglýsa mig né aðra, nema þá helzt lsland,“ sagði hann. „Ég hef farið i svipaðar ferðir, meðal annars á Indíána- slóðir i Amason og á Kilimanjaro i Afríku og skrifað um þær nokkr- ar bækur. Nú langar mig til að skrifa bók um tsland. Frakkar eða greiðslugetu Flugleiða sér- staklega. Því lýsir framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambands Islands yfir, að hún getur ekki samþykkt nýgerða kjarasamninga Flugleiða og Flugvirkjafélags Is- lands og Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna. En með hliðsjón af erfiðri aðstöðu Flugleiða og með stoð í E.-lið 10. greinar laga Vinnuveitendasambandsins mun framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins þó ekki standa gegn því, að eftir samningunum verði unnið. Jafnframt bendir framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambands- ins á þá brýnu nauðsyn, sem nú ber til endurskoðunar áratuga gamallar og úreltrar vinnulög- gjafar, þar sem lögverndaður er réttur fámennra hópa i lykilstöð- um til takmarkalausra kaup- þvingana.“ tala mikið um ísland og sjá það f miklum ævintýraljóma. Það á sér- staklega við um ungt fólk, sem lesið hefur bók Pierre Luti um franska sjómenn við ísland. Þetta fólk dreymir um að koma hingað, en hefur oft mjög rangar hug- myndir um Island og okkur lang- ar til að sýna þeim landið í réttu ljósi, bæði út frá náttúrusjónar- miði og eins hvernig fólk lifir." En af hverju að nota mótorhjól? „Jú, sjáðu til,“ sagði Gallissian, „venjulegar ferðabækur ná aldrei nema mjög lítilli útbreiðslu. Þess vegna þarf að reyna að gera ferða- Iagið óvenjulegt á einhvern hátt til að auka lesendahópinn og ég geri það á þennan hátt. Það er hins vegar ekki svo að skilja að aksturinn sé eitthvert aðalatriði í mínum bókum. Þvert á móti þá er hann algjört aukaatriði og er lát- inn vikja fyrir þjóð- og staðhátt- um. Með mér er svo blaðamaður frá bílablaðinu Auto Journal Constantine Brice, sem er stærsta bilablað Frakklands, en hluti þess er jafnan helgaður ferðamálum. Hann ætlar að skrifa grein um ferðalög til Islands. Þá eru með mér tveir kvikmyndatökumenn, sem ætla að taka fyrir mig kvik- mynd, sem ég ætla að sýna með fyrirlestrum, sem ég held víða um Frakkland. Tilgangurinn er að sýna að ævintýri mín geta verið ungling- um fordæmi og að ferðalög hjálpa þeim til að lifa starfsömu lífi og Framhald á bls. 18 Borgarfulltrú- ar frá Moskvu í heimsókn hér TVEIR fulltrúar Moskvuborgar hafa dvalizt hér í Reykjavík und- anfarið f boði borgarstjórnar Reykjavfkur. Þeir eru N.J. Sytchew og B.V. Pokarshevskij, og er annar ritari borgarinnar en hinn formaður menningarnefnd- ar borgarráðs Moskvu. Borgarfulltrúarnir sovézku komu til landsins sl. fimmtudag og fara utan í dag. Hafa þeir á þessum tíma skoðað ýmis mann- virki Reykjavíkur og kynnt sér starfsemi ýmissa borgarstofnana, auk þess sem þeir hafa farið i ferðalag til Gullfoss og Geysis. Með þessari heimsókn hafa borgarfulltrúarnir frá Moskvu verið að endurgjalda för reykvískra borgarfulltrúa til Moskvu en þeir Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, Olafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, og Sigurjón Pétursson, borgar- ráðsmaður, voru þar í boði borgarstjórnar Moskvu í október í haust sem leið. 50% aflans undir- máls og smáfiskur Stjórn VSÍ samþykkir ekki samn- inga við flugmenn og flugvirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.