Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULl 1975 23 Dýrfínna Guðjónsdótt ir — Minningarorð F.: 19. júní 1901 D.: 3. maí 1975. Þú ert komið nóttlausa vor, ég sé birtu þína, en ylinn vantar til að veita útrás þeirri allífsfæðingu er fylgir nærveru þinni, það er enn frost og nepja. Ég varð líka vör við að dauðinn var á ferð, hann kom til að sækja nána vin- konu fjölskyldu minnar. Langar mig til að helga henni stund einnar næturvöku. Þessi kona hét Dýrfinna Guðjónsdóttir frá Holti undir Eyjafjöllum, en þar ólst hún upp i æsku hjá fósturforeldr- um, Kristfnu Sveinbjarnardóttur Hallgrimssonar ritstjóra Þjóðólfs og manna hennar Kjartani Einars- syni prófasti í Holti afa mínum. Til þeirra kom hún fátækt barn. Þau voru mörg fátæku börnin fyrir rúmum sjötíu árum. En hún minntist veru sinnar og velgjörð- ar fósturforeldranna með þökk í huga. Ég get ekki hugsað mér betri fósturdóttur en Finnu, en það var hún ætíð kölluð f fjöl- skyldu og vinahópi og ávallt var hún hljóðlát, ljúf og hög til allra verka. Ég man ekki fyrr eftir mér en ég man hana leiða okkur börn- in svo vel ef hún gaf sér stund til að líta inn á æskuheimili mitt. Hún var bezt er sorgin kvaddi dyra og glöðust er gleðin sat í öndvegi. Eitt er víst að hún særði aldrei nokkurn mann. Lítil börn áttu hana að vini, enda hefur hún um skeið hlúð að afkomendum þriðju kynslóðar fjölskyldunnar og hlotið ást og virðingu barn- anna og foreldra þeirra, Lfsu Weishappel og Jóns Arnþórsson- ar Þorsteinssonar, fyrrum for- stjóra Gefjunar, en móðir Jóns er Guðbjörg Sveinbjarnardóttir sonardóttir Kjartans afa mín og fóstursystir Finnu. Með þeim var ætíð mjög kært, enda mun Finna hafa verið oft hin fórnfúsa og góða stóra systir. Um skeið bjuggu þær í sama húsi í Reykja- vfk. Átti Jón þá sem barn margar glaðar stundir með Finnu, en þær hefur hann ríkulega endurgoldið, meðal annars falið henni umsjá barna sinna í daglegri önn og fjar- veru þeirra hjónanna. Ræddi hún oft um hve elskulegt væri með þeim báðum að dvelja. Þau vissu lika hve gott var að treysta Finnu, en börnin öðluðust kyrrð í nær- Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinú með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsbiaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibrcfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. veru hennar. Eftir andlát afa míns fluttist Finna burt frá Holti ásamt fóstru sinni og dvöldu þær æ síðan í Reykjavík á sama heimili. Lifibrauðið V tr matsala, sem þá var algengt, einnig þar var Finna hugheil og trú og fóstru sína yfirgaf hún aldrei þar til frú Kristín lagðist á sjúkrahús og andaðist þar eftir uppskurð. Alltaf var Finna bezt er mest lá við. Hennar mun ég ætíð minnast er ég heyri góðs manns getið. Finna starfaði um árabil hjá Vinnufatagerð Islands og hlaut þar tiltrú sem umsjónarkona saumastofunnar. Finna var komin af merku fólki undir Eyjafjöllum, en það ein- kenndist af ráðvendi og myndar- skap. Listrænt handbragð hlaut hún og systkini hennar að erfðum sem vöggugjöf, en skólaganga var nánast lítil, það tíðkaðist ekki að alþýðufólk eyddi lífsstundunum á skólabekk. En margur átti um sárt að binda er átti nægán auð til Ifkama og sálar, en mætti hvergi skilningi og þar að auki févana. Finna giftist ekki, en hún greiddi götu systurdóttur sinnar. Jónu Sigurðardóttur, er hún kom til höfuðborgarinnar til dvalar og náms. Síðan hafa þær naumast skilið og hafði Finna ætíð í huga velferð fjölskyldu frænku sinnar, og veit ég að hennar heili hugur hefur verið blessun fyrir þau öll í Safamýri 87, en þar átti hún litla íbúð í sama húsi og hjónin Jóna og Kristinn Auðunsson, pípulagn- ingameistari. Þar undi hún þakk- lát og glöð hin síðustu æviár. Vil ég þakka þessum góðu hjónum skilning þeirra á einu og öllu er Finnu varðaði þá er halla tók Við afgreióum litmyndir yðará 3 dögum Allar myndir okkar eru fram- leiddar á úrvals Kodakpappír meö silkiáferö Myndirnar eru afgreiddar án hvítra kanta Höfum þrautþjálfað starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru Þér greiðið aðeins fyrir myndir sem hafa heppnast hjá yður Notið einungis Kodak-filmur svo þér náið fram sem mestum gæðum í myndum yðar Munið: Það bezta verður ávallt ódýrast Umboösmenn um land allt — ávallt feti framar HANS PETERSENN BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590 y degi, og vinsemd í strangri sjúk- dómslegu. En Finna varð fyrir slysi á síðastliðnum vetri. Eftir það varð hún að dvelja á Borgar sjúkrahúsinu og fannst batinn koma seint. Hans var heldur ekki að vænta, önrrur og alvarlegri veikindi höfðu tekið sér bólfestu í líkama hennar, þeim fylgdi til- kynning um að löngum starfsdegi og jarðvistardvöl væri að ljúka. Finna okkar fæddist á júní inn í mannlífsvorið. Hún bar líka ætíð birtuna til okkar. Nú hefur hún kvatt vini og ættingja, sátt við allt. Ég veit að sál hennar mun hverfa í hina „Nóttlausu voraldar veröld, þar sem víðsýnið skfn“. En líkaminn hverfur til jarðar- innar að fósturlaunum með hljóðri þökk. Þessa horfnu vinu mina blessi allt sem gott er. Ég kveð hana einlæglega. Guðrún Jakobsdóttir Víkingavatni Nýkomin Bambus-húsgögn Ruggustólar 2 gerðir Bambus-stólar klæddir leðri og borð m/glerplötu Bambus-hjónarum og einstaklingsrúm með náttborðum Stakir lágir stólar með og án pullu. Bambus-borð, Bambus-vöggur. Hár bambusstóll Sérkennileg og glæsileg húsgögn. Birgðir takmarkaðar. Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.