Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐiÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLt 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen því öllu saman, því hrökklaðist ég hérna út í skemmuskriflið með rúmbólið mitt og reyturnar mínar, sem eru orðnar litlar, því skepnurnar og hin fáu búsáhöld, sem til voru, fékk ég honum Gvendi mínum í vor, þegar hann byrjaði þenna merkilega búskap; og hér held ég láti fyrirberast meðan ég tóri, og vildi deyja hérna, ef ég hefði frið til þess. Þegar Bárður karl hafði flutt þessa tölu, stendur hann upp, tekur lyklakippu úr vasa sínum og gengur síðan að kúfforti einu, er stóð gagnvart rúmi hans og ekki langt frá sánum mikla, lýkur þvf upp og baukar í því um stund, dregur síðan upp úr því gamalt kjallaraglas og tinstaup; sýpur hann sjálfur á glasinu, og skenkir hann síðan á staupið og býður Indriða að bergja á. Indriði tekur við staupinu og sýpur á; tekur Bárður við því aftur og lætur niður í koffortið og sezt á, en segir: Svona er nú það, og svona er nú það. Ætlaðir þú nokkuð að finna mig, Indriði sæll? Já, lítilfjörlega, sagði Indriði, en þó fór ég hingað til þess að bjóða þér, Bárður Sást þá, að þetta var Gróa og reið brúnum. minn, að koma álaugardaginn, sem kem- ur, fram að Hóli, því þá er svo til ætlað, að við Sigríður Bjarnadóttir höldum brúðkaup okkar. Já, það var gæfumunurinn. Ég hef frétt, að búið sé að lýsa með ykkur. Fara þau hjónin héðan? Svo er til ætlað, sagði Indriði. Nei, sagði Bárður, ekki fer ég þangað. Ég hírist heima í kofahróinu mínu, ef ég verð ekki dauður. Ég þakka þér samt fyrir tilboðið; ég er ekki fyrir útreiðarn- ar; en hún Rósa þiggur það, vona ég. Eftir það stendur Bárður upp, tekur aftur hrosshársfléttuna, er áður var um Pési hrekkjalómur „Það væri eftir þér Pési“, sagði systir hans. Þegar allt, sem þau áttu, var búið, lagði Pési af stað Hann gekk og gekk og kom til konungshallar. Þar stóð konungur úti, og þegar hann sá Pésa, sagði hann. „Hvert ætlar þú í dag, Pési sæll?“ „Æ, ég var að hugsa um, hvort ég gæti leikið á nokkurn“, sagði Pési. „Geturðu ekki reynt við mig?“ sagði kóngur. „Nei, það get ég ekki því ég hefi gleymt öllu heima, sem ég kann“. „Geturðu ekki farið og lært þessar listir þínar“, sagði kóngur. „Mig langar að sjá hvaða skálkastrik þú getur gert“. „Æ, ég get ekki gengið lengur“, sagði Pési. „Ég skal lána þér hest og hnakk“, sagði kóngur. „Ég get heldur ekki riðið“, sagði Pési. „Við skulum láta þig á bak“, sagði Maigret og guli hundurinn Eftir Georges Simenon ÞýSandi Jóhanna Kristjónsdóttir 31 Allt var á rúi og stúi í kaffistof- unni. A öiium horðum lágu blöð, tóm glös og Ijósmyndari var að þurrka myndir sfnar á ofninum Leroy kom á móti húsbónda sfnum. — Það er frú Servieres, sagði hann hljóðlega og leit á feitlagna konu sem hafði kastað sér þyngslalega niður f stól. Hún reis upp og þurrkaði sér um augun. — Ó, góði bezti lögregluforingi, er þetta satt?... Ég veit ekkí leng- ur hverju ég á að trúa?... Er Jean þá á Iffi, þegar allt kemur til alls? Já, en hvernig getur þá staðið á þvf að hann hefar verið að setja þetta á svið...? Hann gæti aldrei gert mér slfkt...! Valda mér ótta og óróa! Ég... ég... mér finnst ég vera að missa vitið... Hvers vegna hefði hann átt að fara til Parfsar. Segið mér það...! Og án þess að láta mig vita... Hún grét, grét á þann hátt sem sumar konur gráta, með miklum táraflaumi, sem runnu niður kinnarnar, niður eftir hökunni og hún hélt annarrí hendinni fast að barmi sér. Svo komu ekkasogin. Hún fáim- aði eftir vasaklútnum sfnum. Og reyndi að tala lfka. — Ég fullvissa yður um að þetta getur ekki átt sér stað... Ég veit hvernig hann er f kvenna- málum... Það þarf ekkert að gera sig tíl fyrir mér að þvf leyti... En þetta og annað eins... nei, þvf hefði ég aldrei trúað á hann... Þegar hann kom heim bað hann mig alltaf fyrirgefningar. Skiljið þér mig. Og getið þér skilið þetta. Þeir segja mér... Hún benti f áttina að blaða- mönnunum... að hann hafi sjálf- ur sett blóðblettina f vagninn, tit að ailir myndu halda að glæpur hefði verið framinn... En það hlýtur að þýða, að hann hefur ekki ætlað sér að koma heim aft- ur!... Hann hefði aldrei verið á þessu útstáelsi ef hinir hefðu ekki sffellt verið að tæla hann með sér... Le Pommeret... og læknirinn og bæjarstjórinn er ekki barnanna beztur. Enginn þeirra vill heilsa mér af þvf að ég er ekki nógu ffn að þeirra dómi! Mér er sagt að hann hafi verið handtekinn... En ég neita að trúa þvf... Hvað gæti hann hafa gert rangt... Við höfðum nóg fyrir okkur að leggja... Við vorum ósköp ánægð þó svo hann tæki stöku sinnum túra og færi á fjör- ur við annað kvenfólk, ég ætla ekki að bera á móti þvf... Maigret leit á hana, andvarpaði, tók glas sem stóð á einu borð- anna, hvolfdi þvf f sig f einum sopa og tautaði: — Þér verðið að hafa mig afsak- aðan frú, en ég verð að fara að hvíla mig. — Haldið þér að hann sé sekur um eitthvaö ódæði? — Ég held aidrei neitt... Farið að mfnu dæmi, kæra frú og hvflið yður... á morgun er nýr dagur... Svo gekk hann þungstfgur upp stigann og blaðamaðurinn sem var enn að tala f sfmann, notaði sfðustu orð hans og sagði: — „Eftir sfðustu fregnum að dæma reiknar Maigret Lögreglu- foringi með þvf að leysa gátuna endaniega á morgun...“ Svo bætti hann við f myndug- legri tón: — Þá er það komið fröken ... Segið ritstjóranum að hánn megi ekki breyta staf í greininni minni... Það getur hann kannski ekki skilið. Til að geta skilið það verður fólk að vera hér... Þegar hann hafði lagt tólið á og stungið skriffærum sfnum f vas- ann, pantaði hann sér toddf. — Og mikið af rommi og fáeina dropa af sjóðandi vatni... A meðan hafði frú Servieres þegið boð annars blaðamanns um að láta aka sér heim. Og á leiðinni hóf hún að segja honum i trúnaðartóni: — Ég segi ekki að hann hafi ekki haft náttúru til kvenna... En það hljótið þér nu að skilja... Karlmenn eru nú einu sinni svona gerðir... IX. KAFLI. Morguninn eftir lá svo vel á Maigret, að Leroy vogaði sér að ávarpa hann og iagði meira að segja fyrir hann eina spurningu. An þess að hægt væri, að út- skýra það mjög rækilega eða skil- greina það betur, rfkti annar og léttari andi nú en kvöldíð áður. Kannski stafaði það af þvf hve veðrið var gott. Ifiminninn var eins og hann hefði verið þveginn hátt og lágt... Sjóndeildar- hringurinn lengst f fjarska hafði þanizt út sfðan f gær. Sjávarflöt- urinn minnti á skyggðan spegil, sem á var stráð fjölda af ofurlitl- um bátum með hvftum seglum. Blaðamennirnir niðri sem höfðu verið fjarska þreytulegir sfðustu þrjá dagana og verið á stöðugum þreytingi fram og aftur, sátu glaðir yfir morgun- verði sfnum og sögðu hver öðrum gamansögur og éinn þeirra hafði mcira að segja komið niður f slopp og inniskóm. Maigret hafði farið inn f herbergi Emmu„sem var undir súð að nokkru leyti svo að það var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.