Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1975 RISARNIR IINCU TIL GRIKKLANDS Islandsmótið 3. deild Víðir — Stjarnan 3-2 LEIKUR þessi baurt ekki upp á mikil knattspyrnutilþrif, enda var veður fremur óhagstætt er hann fór fram. Baráttan var hinsvegar meiri og töluverð harka I leiknum. Stjarnan var betri aðilinn I fyrri hálfleiknum og hafði þá yfir 2—1, en Víðismenn mættu ákveðnir til seinni hálfleiks, tókst að jafna og gera betur. Einn leikmaður var rekinn af velli: Guðmundur Knútsson leikmaður með Víði. Mörk Vfðis: Einar Björnsson, Hafsteinn Ingvarsson og Guðmundur Knútsson. Mörk Stjörnunnar: Guðbrandur Sigurbergsson og Ólafur H. Jónsson. Grindavík — UMFN1-1 Flestir áttu þarna von á góðum sigri Njarðvíkinga, en Grindvík- ingar komu á óvart og börðust mjög vel f leiknum. Var hann jafn framan af. og skoruðu Grindvlkingar mark sitt f fyrri hálfleik. I seinni hálfleiknum voru Njarðvfkingar meira með knöttinn en gekk illa að nýta vallarbreiddina, þannig að vörnin var auðveldari hjá Grindvfkingum fyrir bragðið. Var það ekki fyrr en 10 mfnútur voru til leiksloka að Njarðvíkingum tókst að jafna mest fyrir mistök markvarðar Grindavíkur. Mark Grindavfkur: Einar Jón Olafsson Mark Njarðvíkur: Þórður Karlsson. ÍSLENZKA unglingalandsliðið í körfuknattleik heldur í næstu viku til Grikklands þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti unglinga. Með tslendingum í riðli eru Sovétríkin, Pólland, Tékkósló- vakía, Skotland og Austurríki. Eru lið þessara þjóða flest mjög sterk og verður róðurinn því eflaust þungur hjá hinum hávöxnu unglingalandsliðsmönn- um okkar. Með piltunum í förinni til Saloniki í Grikklandi verða þeir Gunnar Gunnarsson, Páll Júlíus- son og Sigurður V. Halldórsson. Auk þeirra mun svo milliríkja- dómarinn Kristbjörn Albertsson dæma á mótinu. Meðfylgjandi mynd tók Frióþjófur Helgason af unglingalandsliðsmönnum á æf- ingu á dögunum og eru þeir Þor- valdur Geirsson, Óskar Baldurs- son, Þorkell Sigurðsson og Pétur Guðmundsson í aftári röðinni, en fyrir framan eru Ómar Þráinsson, Eriendur Markússon, Bjartmar Bjarnason, Ríkharður Hrafnkels- son og Ómar Sigurðsson. Erlendur og Pétur hafa leikið flesta unglingalandsleiki þessara leikmanna eða 6. Þeir Óskar og Ríkharður hafa leikið 5 leiki hvor, en aðrir leikmenn liðsins eru nýliðar með unglingalands- liði. Þess má geta að Þorkell Sig- urðsson er bróðir hins kunna körfuknattleiksmanns Jóns Sig- urðssonar í Armanni, og Þorvald- ur Geirsson er bróðir annars kunns íþróttamanns, Marteins Geirssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Stórsigur Sovétmanna yfir skrapliði Bandaríkjamanna SOVÉTMENN unnu stórsigur yf- ir Bandarfkjamönnum í lands- keppni í frjálsum íþróttum sem fram fór f Moskvu um sfðustu helgi. Hlutu Sovétmenn samtals 225 stig gegn 138 stigum Banda- rfkjamanna, og skiptust stigin þannig að í karlakcppninni hlutu Sovétmenn 129 stig gegn 89 og í kvennakcppninni 96 stig gegn 49 stigum Bandaríkjamanna. Búlgarfa var þriðji aðilinn í kvennakeppninni og tapaði 50—95 fyrir Sovétríkjunum og 70—74 fyrir Bandarfkjamönnum. Landskeppni þessi sætti tölu- verðri gagnrýni i Bandaríkjunum og þá ekki sízt fyrir þá sök, að þeir gátu ekki teflt fram neinum af sínum beztu mönnum. Lands- keppnin hafði verið ákveðin með löngum fyrirvara, en síðan var hætt við hana, þegar ekki náðist samkomulag um sjónvarpssend- ingar til Bandarfkjanna frá keppninni. Á síðustu stundu var hins vegar samið, en þá voru flest- ir bandarísku landsliðsmennirnir búnir að binda sig í öðrum mótum, og aðrir höfðu engan áhuga á Sovétferðinni. Óskuðu Bandaríkjamenn eftir því að keppni þessi yrði ekki skráð sem opinber landskeppni en því höfn- uðu Sovétmenn. Þó svo færi náðist frábær árangur í mörgum greinum í keppninni, og áttu þar sérstak- lega Sovétmennirnir i hlut. Olympíumeistarinn i 100 og 200 metra hlaupum, Valerij Borsov, sannaði hæfni sína með því að hlaupa 100 metrana á 10.0 sek. og var hann þvi aðeins sekúndubroti frá heimsmetinu, sem sex Banda- ríkjamenn eiga. Hinn lágvaxni landi hans, Aleksander Korneljuk varð annar í hlaupinu á 10,2 sek. Meðal úrslitaí öðrum greinum má nefna eftirtalin: KARLAR: Spjótkast: Alexander Makarov, Sovétríkjunum, 80,48 metrar. 400 metra grindahlaup: Mike Shine, Bandaríkjunum, 50,0 sek. 10.000 metra hlaup: Vladimir Merkushin, Sovétríkjunum, 28:44,0 mín. 1500 metra hlaup: Ken Popejoy, Bandarikjunum 3:42,6 mín. 110 metra grindahlaup: Viktor Myasnikov, Sovétríkjunum, 13,5 sek. Sleggjukast: Djumber Pakha- daze, Sovétríkjunum, 74,76 metrar. 200 metra hlaup: Ed Preston, Bandaríkjunum, 20,7 sek. 800 metra hlaup: Mark Enyeart, Bandaríkjunum, 1:46,1 mín. • Kúluvarp: Terry Olbritton, Bandarikjunum, 19,98 metrar. 3000 metra hindrunarhlaup: Mike Smith, Bandaríkjunum, 8:26,2 mín. 4x400 metra boðhlaup: Sveit Sovétríkjanna 3:08,0 mín. Kringlukast: Viktor Penzikov, Sovétrikjunum, 60,04 metrar. Stangarstökk: Scott Wallick, Bandaríkjunum, 5,00 metrar. Hástökk: Alexander Grigoryev, Sovétríkjunum, 2,15 metrar. KONUR: Kringlukast: Faina Melnik, Sovétríkjunum, 65,88 metrar. 4x400 metra boðhlaup: Sveit Sovétrikjanna, 3:29,0 mín. 3000 metra hlaup: Rositsa Peh- livanova, Búlgaríu, 9:07,4 mín. Langstökk: Lidia Alfeeva, Sovét- ríkjunum, 6,49 metrar. 200 metra hlaup: Svetlana Be- lova, Sovétríkjunum, 23,1 sek. 800 metra hlaup: Madelaine Jack- son, Bandaríkjunum, 2:00,3 mín. 400 metra hlaup: Nadezhda Ilyina, Sovétríkju'num, 51,8 sek. 1500 metra hlaup: Tatyana Kazankina, Sovétríkjunum, 4:09,6 mín. Hástökk: Jonie Huntley, Banda- rikjunum, 1,84 metrar. Spjótkast: Svetlana Babich, Sovétríkjunum, 61,28 metrar. 4x100 metra boðhlaup: Sveit Sovétrikjanna 43,4 sek. Snœfell — UMFB1-2 Bolvfkingar komu á óvart með sigri sínum yfir Snæfelli I Stykkis- hólmi. Urslitin voru ekki I samræmi við gang leiksins. Bolvfkingar skoruðu sfn mörk í fyrri hálfleik undan vindi, það fyrra beint úr aukaspyrnu, en hið sfðara eftir þvögu fyrir framan markið. I seinni hálfleik sóttu Hólmarar látlaust en Bolvíkingar lögðust allir sem einn f vörn. Þrátt fyrir sóknina náði lið Snæfells aldrei almennilega saman. Örvænting greip um sig og leikið var meira af kappi en forsjá. Eina mark Hólmara kom þegar 10 mfnútur voru eftir af Ieiknum. Það skoraði Kristján Ágústsson, sem reyndar er þekktari sem körfuknattleiksmaður. Leikurinn var lélegur og átti hvassviðrið stóran þátt f því. Guðjón Finnbogason dæmdi leikinn ágætlega, þó orkaði tvfmælis dómur hans, þegar markvörður Bolvfkinga varði rétt fyrir innan marklfnu en Guðjón var ekki nægilega vel settur til að sjá hvað fram fór. Mörk UMFB: Kristinn Gunnarsson og Jóhann Kristjánsson. Mark Snæfells: Kristján Ágústsson. Grindavík — Leiknir 5-0 GRINDVlKINGAR höfðu talsverða yfirburði f þessum leik, og hefði ekki verið ósanngjarnt þótt sigur þeirra hefði verið helmingi stærri. Staðan í hálfleik var 0—0, þrátt fyrir stöðuga sókn Grind- vfkinga, en lánleysi þeirra við mark Leiknis var algjört. 1 seinni hálfleiknum breyttist gangur leiksins á þá leið að nú tóku Grind- víkingar að skora og lauk leiknum með 5—0. Mörk Grindavíkur: Pétur Pálsson 2, Þorsteinn Sfmonarson 1, Sigurgeir Guðjónsson 1, Einar Jón Ólafsson 1. Heimsmet í snörun BÚLGARSKI lyftingamaðurinn Khristo Plachkov setti ótrúlega gott heimsmet f snörun, yfirþung- vigtar á lyftingamóti sem fram fór f Sofíu um hlegina. Lyfti hann 192,5 kg og bætti þar með eldra metið, sem sovétmaðurinn Vasilij Alexejv átti, um fimm kíló. Plachkov lyfti svo 230 kg I jafn- hendingu, þannig að samanlagður árangur hans var 422,5 og bætti hann þar með búlgarska metið um 27,5 kg, en náði ekki að slá heimsmet Alexejevs. Ragnhildur hljóp á 4:38,3 mín. LILJA Guðmundsdóttir er ekki millivegalengdahlaupum um ein um að stórbæta árangur sinn í þessar mundir, en sem kunnugt MÖRG ST0RLH) SYNA AHUGA ISLENZKIR knattspyrnumenn eru án efa vfða til umræðu þcssa dagana. Ekki aðeins hjá óánægðum Norðmönnum, Frökkum eða A-Þjóðverjum. Heldur einnig hjá forráða- mönnum ýmissa af þekktari knattspyrnuliðum í Evrópu. Þannig barst t.d. Guðgeiri Leifssyni tilboð um atvinnu- mennsku f sfðustu viku og landsliðsfyrirliðinn Jóhannes Eðvaldsson getur — að þvf er sagnir herma — fengið samn- ing hjá mörgum félögum f Hollandi, Bclgfu, Þýzkalandi og í Svfþjóð. Jóhannes lék um síðustu helgi með Holbæk í TOTO- keppninni gegn hollenzka lið- inu Telstar og fór leikurinn fram f Hollandi. Viðstaddir þann leik voru m.a. njósnarar frá Sparta Rotterdam og Go Ahead Eagles, en það félag var á slnum tfma á höttunum eftir Elmari Geirssyni. Náði lið Jóhannesar jafntefli og þótti standa sig alivel. Þá hefur Jóhannes lengi verið í sviðs- Ijósinu hjá Celtic og félagið hefur m.a. boðið honum að leika reynsluleik með félaginu, en hann ekki viljað fyrr en betra tilboð lægi á borðinu. Er Morgunhlaðið ræddi við Asgeir Sigurvinsson I gær sagði hann að mikið væri spurt um fslenzka knattspyrnumenn og hann hefði verið beðinn að út- vega ýmsum sterkum liðum góða fslenzka leikmenn. Hann kærði sig þó ekki um að vera að „selja“ tslendinga, sem sfðan yrðu óánægðir eða félögin yrðu óánægð með þá. Það væri auk þess ekki vel séð að standa f slfkri umboðsmennsku. Þá má nefna það að sænskt félag auglýsti fyrir nokkru síð- an eftir fslenzkum leikmönn- um í Morgunblaðinu, en mun ekki enn hafa fengið ncin svör. I haust fer fslenzka landsliðið í keppnisferð til Belgíu og Frakklands og án efa verða margir til að fylgjast með fslenzku lcikmönnunum og gangi íslcnzka liðinu vel þá verður án efa falazt eftir ein- hverjum leikmanna liðsins. er hefur Lilja náð mjög góðum árangri í 800 og 1500 metra hlaupum i keppni í Svíþjóð og náð metunum i þessum greinum frá Ragnhildi Pálsdóttur úr Stjörnunni. Ragnhildur dvelst í Danmörku um þessar mundir og í fyrrakvöld tók hún þátt í 1500 metra hlaupi á móti i Árósum og varð þar önnur á sínum langbezta tíma, 4:38,3 min./ sem er aðeins rúmlega 4 sekúndum frá meti Lilju. Má þvi ljóst vera að Ragnhildur á góða möguleika á að endur- heimta met sitt, og má búast við hörkukeppni, ef þær stöllur mætast á hlaupabrautinni. Hefur Ragnhildur bætt tíma sinn í 1500 metra hlaupi um 8 sekúndur í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.