Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULl 1975 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Um prestastefnuna Ekki man ég eftir því, að svo margt hafi verið skrifað um prestastefnu sem nú hefur verið gert. Auk heldur hafa menn, sem sóttu hana ekki, haft öðrum meira um hana og frá henni að segja. Ekkert af því, sem fram fór á þessari samkomu, þykir þó neinu sæta nema ein ályktun. Ég var á prestastefnunni og í forsæti hennar og kann því illa, að fjölyrt sé um hana út í bláinn. Þess vegna þykir mér rétt að segja það, sem hér fer á eftir. Það er kunnugt blaðalesendum, að trúmál hafa verið rædd af talsverðum hita á síðustu mánuðum. Líklegt mátti þykja, að menn kæmu ekki til presta- stefnu að þessu sinni ósnortnir með öllu af hita þeirra umræðna. Allt um það mun enginn viðstaddur geta annað borið en að þessi fundur hafi farið fram í mikilli friðsemi og að bróðurlegur andi hafi ríkt þar. Mikilvæg mál voru á dagskrá, sem varða stöðu og starfsháttu kirkjunnar. Dagskrármálin voru auðvitað ákveðin fyrir löngu, svo og fundarstaður. Tillagan, sem hefur valdið uppnámi eftir á, kom fram undir liðnum „önnur mál“. Henni var skilað til nefndar, eins og öðrum tillögum, sem bar að utan fyrirfram ákveð- ins dagskrárefnis, og hlaut að öllu eðlilega meðferð. Flutningsmaður þessarar tillögu, sr. Ulfar Guðmundsson, hefur nú í blaðagrein gert skilmerki- lega grein fyrir máli þessu frá sínum bæjardyrum. Það hefði sætt furðu, ef enginn hefði kveðið upp úr með skoðanir sfnar í sambandi við þau átök, sem orðið hafa að undanförnu og vafalaust hafa verið allmikið rædd i öllum söfnuðum landsins. Menn hafa málfrelsi á prestastefnu og eru frjálsir að því að bera fram tillögur og krefjast þess, að þær séu teknar til af- greiðslu. Æskilegt væri, að menn gætu fordómalaust athugað þá ályktun, sem hér ræðir um. Því leyfi ég mér að biðja háttvirta lesendur að lesa hana, eins og hún kemur fyrir. Hún er svohljóðandi: „Prestastefna Islands 1975 varar við dultrúarfyrir- brigðum af ýmsu tagi, sem á síðari tfmum hafa breiðzt út meðal þjóðarinnar, og hvetur söfnuði landsins til þess að vera vel á verði gagnvart þess kyns áróðri. Kristin kirkja byggir boðun sfna og líf á Jesú Kristi einum, eins og honum er borið vitni f Nýja testament-' inu og brýnir fyrir öllum að láta ekki bifast af þeim grundvelli." Viðbótar tillaga kom fram: „Prestastefnan beinir þeim tilmælum til biskups, að afstaða kirkjunnar til þessara mála verði formlega tekin til ftarlegrar umræðu á prestastefnu sem fyrst.“ Báðar voru tillögur þessar bornar undir atkvæði í einu að loknum umræðum og samþykktar með 55 samhljóða atkvæðum, 10 greiddu ekki atkvæði en meðal þeirra voru fáeinir, sem hafa ekki atkvæðisrétt á prestastefnu (fyrrv. prestur, kandidatar). Það má gera flest að álitum, einnig það, hvort orð séu í tíma töluð eða ályktanir tímabærar. En tæplega verður það rökstutt, að þessi ályktun sé öfgafull um inntak og orðfæri eða ögrandi í neina átt. Þeir, sem hafa tekið hana nærri sér, hljóta að hafa verið í mikilli spennu fyrir. Þess vegna gat svo lítil vala hleypt fram skriðu, sem ruðzt hefur fram nokkuð æsilega og blindandi. Hvað sem liður afstöðu til þessarar samþykktar efnislega, þá er illa stætt á því að ætla sér að gera þessa 55 presta ómerka gerða sinna. Kynning manna, sem voru hvergi nærri, á upptökum málsins og með- ferð, er og að litlu hafandi. Ég varð heldur ekki annars var en að umræður um tillöguna væru nær undan- tekningarlaust hófstilltar, eins og hún er sjálf. Og ekki kannast ég við, að fundarsköp færu úr skorðum. Þessi fundur einkenndist ekki af neinu óstýrilæti né æsingi. Því fer fjarri. Þetta er mér skylt að votta að marg- gefnu tilefni. Um ályktunina má að öðru Ieyti segja, að hún kann að geta hitt ýmsa. En nú er það komið í Ijós, að spíritistar taka hana sérstaklega til sín. Það er þeirra mál. En sjálfsagt er að veita því athygli. Rétt er, að það kom fram bæði I framsögu og umræðum, að spíritisminn er ekki undan skilinn i ályktuninni. Aðspurður í sjónvarpsviðtali lét ég þess og getið, enda var ég þar að gera grein fyrir viðhorfi fundarins. En jafnframt sagði ég, að það, sem flokka má almennt undir merki spíritismans, væri ekki allt á sama bási. Þar væru afbrigðin mörg. Nú hafa aðrir gefið sér það, að prestastefnan hafi með þessari samþykkt sinni miðað gagngert og að- greiningarlaust á allt, sem spíritistum af öllum gráð- um er hugfólgið. Einnig hafa menn látizt vera svo ófróðir, að þegar talað sé um „dultrúarfyrirbrigði af ýmsu tagi“, þá sé gerð atlaga að allri heilbrigðri afstöðu til s.n. yfirnáttúrulegra efna. Þeir, sem telja einhver „dultrúarfyrirbrigði“ varhugaverð, eiga að afneita öllum óáþreifanlegum veruleik, allri ,,mystík“. Jafnvel altarissakramentið hefur verið nefnt í því sambandi og flokkað undir „dultrúarfyrirbrigði“. Þetta eru dæmi um þann hugtakarugling og beinar blekkingar, sem mjög um of hafa einkennt trúmála- umræður hér á landi um langt skeið og er mál að slíku linni. Menntaðir menn vita það, að gerður er greinarmun- ur á mystík og okkúltisma. Bæði fela hugtökin í sér margbreytilega afstöðu og fléttast stundum saman nokkuð. En I öllum trúarbrögðum hefur þroskuð mystík varað við og afneitað kukli eða okkúltfskum lággróðri (spámennsku af ýmsú tagi, töfrum, anda- særingum o.fl.). Þeir vígðir menn mættu virðast lítið reyndir í sál- gæzlu, sem vita ekki til þess eða vilja viðurkenna, að nein ástæða sé til þess að vara fólk við hugsunarlausu föndri við dularmögn. Og ekki man ég betur en að einstöku sinnum hafi ábyrgir spíritistar varað við gáleysi í þessum efnum. Ef ég man það rétt, þá hafa þeir menn annað hvort talað um hug sér, eða þeir geta tekið undir ályktun prestastefnunnar. Blaðaskrifin undanfarið gætu því miður þótt benda til þess, að hið fyrra muni rétt, þar til annað kemur fram. Kjarni hinnar mjög ræddu ályktunar er það, sem hún segir um grundvöll kristinnar kirkju. Mönnum virðist þykja það aðfinnsluvert, að þau varnaðarorð, sem ályktunin felur í sér, skuli byggð á þessum grunni. Hefur jafnvel verið látið liggja að því, að fyrir þá sök hafi henni verið tryggt óeðlilega mikið fyisi. Slík túlkun þykir mér næsta einkennileg. Ég fæ ekki betur séð en að prestastefnan hafi með þessu lagt áherzlu á það, sem sker úr og markar alla afstöðu kristinnar kirkju. Er Kristur sá, sem Nýja testamentið vitnar, að hann sé? Er hann einhlítur til hjálpræðis eða „eigum vér að vænta annars?" Þeir eru ekki athugulir, sem vita ekki það, að margt fleira er í seinni tíð boðið fram til hjálpræðis en Kristur. Þess er skemmst að minnast, að athafna- samasti miðill landsins og helzti merkisberi spíritism- ans hér á landi nú, lýsti yfir því fyrir augum og eyrum alþjóðar, að Kristur væri í sínum augum ekki einstæð- ur á neinn hátt. Enginn prestur virtist styggjast stórlega við þessi ummæli. A.m.k. kom ekkert fram í blöðum, sem gæfi það til kynna. Þó veit ég, að mörgum sveið og einnig undan ýmsu öðru, sem opinberaðist í sama sinn. En það er stundum svo að sjá sem við- kvæmustu og helgustu tilfinningar kristins fólks eigi ekki sömu kröfu á tillitssemi og aðrar kenndir. Ég geri ekki hér að umtalsefni boðskap margra þeirra „dulrænu" bóka, sem árlega flæða yfir landið. Telja spíritistar sjálfsagt að slá skjaldborg um þær allar? Er mönnum ókunnugt um það, að mjög auglýst hugleiðsluaðferð, nýlega tilkomin hér á landi, byggir sefjunarmátt sinn á því að stagast á nafni indversks forngoðs? Það er Iskyggilegur geðklofi, e'f mönnum, sem vlgðir eru til þess að boða trú I Jesú nafni, þykir ekkert athugavert við slíkt sem þetta. Kenna þeir einskis sársauka, þegar börn, sem þeir hafa skírt og fermt, gangast undir áhrif af þessu tagi? Og ekki er lángt síðan að þáttur var I sjónvarpi, þar sem rekinn var einhliða og grímulaus áróður fyrir trúarkenningu, sem er allt annað en kristin. Við þetta mætti miklu bæta. Það ætti að vera sæmilega ljóst hverjum manni, að þeir eru ófáir I þessu landi, sem taka mið af allt öðrum leiðarvísum I trúarefnum en þeim, sem kristin kirkja stendur og fellur með. Hér er hver maður frjáls að því að aðhyllast hverja þá trú, sem hann kýs. Engum kemur til hugar að skerða það frjálsræði. En prestum er ekki aðeins frjálst, heldur skylt að leiðbeina I trúarefnum út frá kristnum grundvallarforsendum. Mér þótti því marg- rædd ályktun- prestastefnunnar tímabær og fylgdi henni heilshugar. Ég leyfi mér að árétta það, sem áður sagði, að þessi ályktun verður ekki með rökum eða sanngirni álitin meiðandi fyrir neina ábyrga menn. Við hinu verður ekki gert, þótt einhverjum þyki að sér vegið I henni. Hingað til hafa menn eingöngu tekið upp hanzkann fyrir spíritista af tilefni hennar. Með því var þeim lítill greiði gerður. Það er óþarft að bera þá fjarstæðu ásökun af mér eða öðrum þeim, sem studdu þessa ályktun, að með henni sé verið að stimpla spíritista upp og ofan sem vonda menn, sem vera skyldu rækir úr kirkjunni. Persónulega hef ég kynnzt ágætasta fólki með sundur- leitar trúarskoðanir, þar á meðal skoðanir, sem ég get með engu móti samræmt minrii kristnu trú. Þeir hugarburðir um ofsóknir á hendur virðingarverðu fólki, lífs og liðnu, sem gægzt hafa fram I skrifum, bera svip af ofstæki, sem tekur tauminn af annars góðri greind og bróðurlegri góðvild. Lífleg„Saga” Saga. 227 bls.Q ísafold. Rvík 1974Q ÞEGAR þessu tólfta hefti Sögu er flett sýnist efnið fljótt á litið fremur einhliða eins og raunar vera ber þar sem þetta er sér- fræðilegt rit — tímarit sagn- fræðinga, allt helgað sögulegum rannsóknarefnum að undanskil- inni minningarrein þar sem Björn Þorsteinsson mælir eftir Guðna Jónsson prófessor. Við lestririnn kemur hins vegar á daginn að fjölbreytnin er meiri en sýnist; sagnfræðingar eiga til að skemmta sjálfum sér og öðrum I bland við alvörumálin. Þarna eru, auk allmargra bréfa stjórn- málalegs efnis frá Valtý Guð- mundssyni til Skúla Thor- oddsens sem Jón Guðnason hefur búið til prentunar, fimm ritgerðir. Er þá fyrst að nefna þátt Harðar Ágústssonar, Meistari Brynjólfur byggir ónstofu. FJókin er byggingarlist nútímans, en sýnu minnugri verður maður að vera á tölur eigi hann að fylgja eftir nákvæmri lýsing Harðar á íslenskum bæ reistum á sautjándu öld. Hörður Agústsson hefur einbeitt sér að íslenskri byggingarlist á fyrri tímum og hér er einn árangurinn. Þáttur hans er enginn afþrey- ingarlestur en þurfi einhver á upplýsingum um ónstofu að halda þá er þær sem sagt að finna þarna. Þá kemur eripdi eftir Gísla Jónsson og nefnist í rfkisráði, „að mestu samkvæmt útvarpserindi á hvítasunnudag 1974.“ Kolbeinn Þorleifsson ræðir kenningar Einars Pálssonar: Nokkrar athug- anir á kenningum Einars Páls- sonar um trú og landnám Islands til forna, og Einar Bjarnason skrifar um Arna Þórðarson, Smið Andrésson og Grundar-Helgu, kafar til botns I annálum og beitir rökum ættfræðinnar til skýringar á pólitik fjórtándu aldar. Þá eru þarna Andmæli við doktorsvörn (flutt er Aðalgeir Kristjánsson varði rit sitt Brynjólfur Pétursson, ævi og störf). Andmæli þessi eru dálítið sér á parti, bæði sem slík og einnig miðað við annað efni bókarinnar. Björn getur verið fyndinn og gagnorður þegar hann talar almennt en verður að sama skapi fræðilegur og húmorslaus þegar hann tekur að fást við sagn- fræðileg rannsóknarefni. Hér er hann I essinu sínu. Hann segir að sér hafi „ verið á hendur falið að vera hér andmælandi, þótt ég sé enginn sérfræðingur I sögu 19. aldar og hafi forðast þetta heill- andi tímabil ævintýra og umbylt- inga, allt frá því að ég ákvað fyrir um það bil 30 árum að vinna eitthvað I sögu síðmiðalda.“ Þar eð andmælandinn lýsir sig svona varbúinn að fást við verk- efnið verður hann að bjarga sér á annan hátt og það gerir Björn með því að ræða vítt og breitt um markmið og leiðir I sagnfræði og söguritum en einkum og sér I lagi persónusögu. „Til þess eru sagn- fræðingar," segir hann, „ að segja samtlð sinni á hennar máli, hvað gcrst hefur að fornu og nýju,“ og eru víst orð að sönnu. „Persónu- sagan," segir hann ennfremur, „heldur fyllilega velli sem fræði- grein, alls staðar þar sem ég þekki eitthvað til. Henni hefur jafnvel verið veitt aukið inntak og beitt sem rannsóknarleið og til aldar- farslýsingar." Björn telur að gera þurfi„breyt- ingar á doktorsprófum eins og öðru innan fræðslukerfisins, og herða þar með á ýmsum þeim kröfum, sem gera ber til doktors- efnis. Ég fæ ekki skilið, að það sé mikill mælikvarði á hæfni manns til vísindalegra ábyrgðarstarfa, þótt hann geti klúðrað saman skammlaust staðgóðu fræðiriti með áratuga puði. Með þessu er ég ekki að sveigja að þeim ágæta rannsakanda skjalasafna, sem hér leggur fram mikið rannsóknarrit, og auðvitað því síður að sjálfum mér.“ Þá segir Björn að „á okkar dög- um vex stöðugt sú hætta, að ein- stakar kennslustofnanir, einkum háskólar, hafi ekki mannafla eða dug til þess að fylgjast með gangi mála í einstökum fræðigreinum víða um lönd, en þar með eru sömu stofnanir að meira eða minna leyti ófærar að leiðbeina Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON stúdentum sínum og sitja uppi með dragbíta á fræðilegar rann- sóknir.“ Þessi síðustu orð Björns voru holl lexía ef þeir, sem helst þyrftu á að halda, gerðu sér það ómak að læra hana. Nú á dögum virðast flestir álita að íslenskt skólakerfi sé bæði gott og batnandi og að skaparar þess hljóti því að vera hafnir yfir gagnrýni. Gæðastimp- ill er snarlega settur á „grunn- skóla“ og fjölbrautaskóla" eða hvað það nú heitir allt saman áð- ur en nokkur maður veit hvað I orðunum kann að felast hvað þá meir og forsvarsmenn kerfisins eru óðara komnir út i væmið og háspekilegt uppeldiskjaftæði reyni þeir að útlista þessi ósköp fyrir almenningi sem gleypir um- svifalaust við öllu saman. Hvað Háskólann varðar sérstak- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.