Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1975 15 Sívaxandi umsvif Sovét í Sómalíu Washington, 8. júlí — AP. SAMKVÆMT upplýsingum, sem bandarfsku leyniþjónustunni hafa borizt, eru um 3000 sovézkir sérfræðingar að manna vaxandi herbækistöðvar Sovétrfkjanna f Afrfkuríkinu Sómalíu. Leyni- þjónustan hefur m.a. fengið f hendur skýrslu frá bandaríska öldungadeifdarþingmanninum Dewey Bartlett, sem er nýkominn frá Sómalfu, þar sem hann ferðað- ist um f fylgd tæknimanna frá bandaríska landvarnaráðuneyt- inu og segir þar, að þeir hafi séð eldflaugastöð og fleiri merki um sovézka hernaðaruppbyggingu í landinu. Upplýsingar hafa komið fram um, að höfnin í Berbera sé notuð fyrir sovézk herskip sem athafna sig á Indlandshafi og Persaflóa, — en því hefur ítrekað verið neitað af hálfu sovézkra og sómal- iskra yfirvalda. Upplýsingar Bandaríkjamanna benda til þess, að Sovétmenn vinni að gerð mikils flugvallar um 2'á mílu v«tur af Berbera og megi gera ráð fyrir, að fram- kvæmdum þar verði lokið í árs- lok. Þá er unnið að gerð mikils neðanjarðarmannvirkis úr stein- steypu og stáli um 8 mílur suð- vestur af Berbera en ekki er vitað til hvers það er ætlað. Reist hefur verið fjarskiptastöð Ford tilkynnir framboð 1976 Washington, 8. júlí AP GERALD Ford, forseti Banda- rfkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að keppa að framboði fyrir flokk repúblikana í forsetakosn- ingunum 1976. Jafnframt skýrði dagblaðið Miami Herald svo frá f dag, að Ronald Reagan, fyrrver- andi ríkisstjóri f Kalifornfu, hefði ákveðið að keppa við Ford um útnefningu flokksins. Forsetinn hélt stutta ræðu i skrifstofu sinni I Hvíta húsinu í dag, þar sem hann tilkynnti fram- boð sitt og hét því að heyja opna og heiðarlega kosningabaráttu. Hann kvaðst minnungur fyrir- heita sinna um að vera forseti allrar þjóðarinnar og sagðist undir engum kringumstæðum mundi vanrækja embættisstörf sín meðan á kosningabaráttunni stæði. Ford forseti lét fyrst að því liggja fyrir um 9 mánuðum að hann ætlaði í framboð 1976. Þá skýrði forsetinn svo frá, að Robert C. Moot, fyrrverandi að- stoðar-landvarnaráðherra, yrði fjármálastjóri sinn i kosningabar- áttunni en aðrir forystumenn bar- áttunefndar sinnar yrðu Howard Callaway, David Packard og Dean Burch. mikil um 50 mílur norður af Mogadisho, höfuðborg Sómaliu, og er talið, að hún sé ætluð fyrir rússneska flotann á Indlandshafi. Til þessa hafa verið að jafnaði 10—15 skip í sovézka flotanum á þessum slóðum, en vaxandi umsvif í Sómalíu eru talin benda til þess, að ætlunin sé að fjölga herskipum þar svo um munar. M.a. er verið að stækka olíu- birgðastöð í námunda við Berbera. Bandariskir þingmenn hafa gert tíðreist til Sómaliu síðustu daga. Einn þeirra, Samuel Stratton, sem var formaður nefndar frá fulltrúadeildipni, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að flotastöð Sovétmanna í Sómalíu væri sennilega stærsta erlenda flotastöð þeirra i Afríku. Stratton sagði, að fyrir komuna til Sómalíu hefði þeim verið heitið því að þeir gætu séð allt sem þeir óskuðu, — en þegar til kom hefðu ferðir þeirra verið takmarkaðar verulega og þeir dregnir með hraða um bækistöðina i Berbera, meðal annars hefði þeir aðeins fengið að ganga umhverfis eld- flaugastöð þar en ekki að fara inn í bygginguna. Melina rekin úr Pasok MELINU Mercouri, grísku leikkonunni heimsfrægu^Lady Amalia Fleming og 35 öðrum félögum í Panhellenska sósialistaflokknum, Pasok, hefur verið vísað úr flokknum fyrir að hafa gagnrýnt leiðtoga hans, Andreas Papandreou, að þvf er segir í fréttum frá Aþenu. 37-menningarnir höfðu gagnrýnt brottrekstur 11 fulltrúa úr miðstjórn flokksins, sem aftur höfðu gagnrýnt Papandreou fyrir að hafa gert að engu vonir manna um raunverulegan jafnaðar- mannaflokk f Grikklandi. Hittast Amin og Callaghan? júlí Nairobi, Kenya, REUTER. HAFT er eftir góðum heimildum í Nairobi, höfuðborg Kenya, að Idi Amin, forseti Uganda, sé nú reiðubúinn til viðræðna við brezka utanríkisráðherrann, James Callaghan, sem í dag ræddi við ráðamenn í Zaire. Amin er nú i Kenya, þar sem hann ræðir við Jomo Kenyatta, forseta, en heldur heimleiðis aftur á morgun. Hann hefur farið þess á leit, að utan- ríkisráðherra Zaire, Bula Mandungu, komi með Callaghan til Uganda. Frá Kinshasa, höfuðborg Zaire, herma hinsvegar fregnir, að Call- aghan vinni að því að fá trygg- ingu Amins fyrir því, að brezki kennarinn Denis Hills verði látinn laus úr fangelsi áður en hann fari til fundar við Amin. Callaghan ræðir við Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, í fyrramálið og standa vonir til að málið liggi ljósar fyrir eftir þann fund. 60 drukkna ”angier 8. júlí —AP Uk 60 manns drukknuðu í gær- kvö di þegar skemmtiferðabátur sökk á Atlantshafi undan Ksar Segh. ", 1 80 km fjarlægð suður af Tangi r i Marokkó. Flestir hinna látnu v >ru konur og börn. Æ 47 Helsinki- fundurinn: Of skammur tími til undirbúnings fyrir 28. júlí FRETTIR Genf, 8. júlí REUTER STJÓRN' Finnlands hefur til- kynnt að ekki verði unnt að hefja síðasta áfanga ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu Evrópurfkja í Helsinki 28. júlí nk. eins og lagt hefur verið til. Kveðst stjórnin þurfa minnst fjórar vikur til Zorin gagnrýnir Schlesinger Moskvu, 7. júlf REUTER KUNNUR pólitfskur fréttaskýr- andi f Sovétrfkjunum, Valentin Zorin gagnrýndi f gærkveldi um- mæli og stefnu bandarfska varnarmálaráðherrans, James Schlesingers, og lét svo um mælt, að hann væri annaðhvort ekki f takt við aðra bandarfska ráðherra eða þá að hann ynni að þvf að grafa undan detente-stefnunni. Zorin kom fram I sjónvarps- þætti og gerði þar sérstaklega að umtalsefni þau ummæli Schles- ingers, að sá möguleiki væri hugsanlegur, að Bandarikjamenn greiddu Sovétmönnum fyrsta höggið f kjarnorkustríði. Endur- tók Zorin gagnrýni, sem áður hef- ur komið fram í Moskvublaðinu Pravda, og sagði, að Schlesinger virtist kynda undir vígbúnaðar- kapphlaupinu samtímis því sem aðrir bandáriskir leiðtogar, þar á meðal Ford og Kissinger, fylgdu detente-stefnu. Fréttamenn í Moskvu líta svo á, að athugasemd- ir Zorins sýni, að vaxandi efa- semdir innan Bandarikjanna um gildi detente-stefnunnar séu Sovétstjórninni mjög til angurs. undirbúnings, og sé nú of skamm- ur tími til stefnu. Ekki vilj'a menn þó útiloka, að áfanginn geti hafizt í mánaðarlokin eða f byrj- un ágúst. Samkvæmt heimildum á ráð- stefnunni í Genf hefur miðað ör- lítið í samningsátt síðustu daga — en harla hægt og ekki hefur tek- izt að ná samkomulagi um fyrir- framboðanir heræfinga vegna af- stöðu Tyrklands fyrst og fremst. Hún er sú, að tilkynna skuli fyrir- fram allar æfingar allt að 62 mílna mörkum frá Iandamærum Tyrklands, Sovétríkjanna og Búlgarfu — en það eru þrengri mörk en önnur NATO-ríki hafa fallizt á. Argentína: „Kuklarinn” er flestir virðast vilja losna við ÞEGAR Juan heitinn Peron sneri heim til Argentfnu haust- ið 1972 eftir 18 ára útlegð, fylgdi honum gráhærður mað- ur, smávaxinn, sem fáir veittu umtalsverða athygli. Lfklega óraði engan fyrir þvf þá, að þessi sami maóur — Jose Lopez Rega — ætti eftir að ná svo sterkum tökum á stjórnveli argentínsku þjóðarskútunnar sem raun hefur á orðið og verða svo umdeildur, að 70.000 manns söfnuðust saman f Buenos Aires til að krefjast brottvikningar hans úr stjórn landsins eins og gerðist 27. júní sl. Svo sundurleitir sem Argen- tfnumenn eru og hagsmunir þeirra ólfkir, virðast æði marg- ir sameinast um þá skoðun, að Rega sé flest um að kenna, sem úrskeiðis hefur farið f stjórn landsins á sfðustu mán- uðum. Hann hefur haft gffur- leg áhrif f stjórninni, nánast verið sem forsætisráðhcrra enda þótt hann gegni opinber- lega fyrst og fremst embætti félagsmálaráðherra — og hann hefur verið hægri hönd for- setans, Mariu Estel Martinez de Peron — eða Isabellu eins og hún er jafnan kölluð, sem tók við þvf embætti, að Peron hershöfð- ingja látnum. Ahugi Lopez Rega á stjórnuspeki og hindurvitnum nýtur og IftiIIar virðingar- og er nafngiftin „kuklarinn“ ein sú mein- lausasta, sem honum er valin nú um stundir. Allsherjarverkfallið, sem hófst á miðnætti sl. sunnudag var ekki sízt í því skyni gert, að neyða Isabellu til að losa sig við Rega — því að forystumenn verkalýðs landsins kenna hon- um fyrst og fremst um hörku hennar I launamálunum — hún neitaði sem kunnugt er að Isabella forseti og Jose Lopez Rega. viðurkenna launasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert með sér í frjálsum samningaviðræðum. En það eru ekki einasta forystu- menn verkalýðshreýfingar- innar, sem vilja Rega burt, áhrifamiklir menn innan hinna ýmsu arma peronistahreyf- ingarinnar eru sama sinnis — svo og yfirmenn hersins, að haft er fyrir satt — og er talið, að afstaða þeirra síðastnefndu hafi ráðið úrslitum um, að Isabella lét stjórnina loks segja af sér og Rega þar með nokkrum klukkustundum áður en allsherjarverkfallið hófst. Um Jose Lopez Rega er ekki ýkja margt vitað, þvi að maður- inn hafði aldrei getið sér sérstakt orð heima fyrir, áður en hann kom fram á sjónar- sviðið sem aðstoðarmaður Perons og Isabellu. Sagt er, að hann sé fæddur árið 1916, 17. október — en ekki er fullvist, að afmælisdagurinn sé sá rétti, hugsanlegt er talið, að Rega hafi tekið sér hann sjálfur í áróðursskyni, vegna þess, að 17. október er perónistum heilagur — þann dag árið 1945 reis argenstinskur verkalýður upp til stuðnings Juan Peron. Opinber ævisaga Lopez Rega segir, að hann hafi verið einn af frumkvöðlum peronista- hreyfingarinnar, en heldur Fianthald á bls. 1,8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.