Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 77. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Prentsmiöja Morgunblaösins Ummæli drottningar valda reiði London, 31. mars. AP. ÝMIS ummæli Elísabetar Eng- landsdrottningar í Jórdaníufcrð hennar hafa valdið gremju heima fyrir og eru þau talin móðgandi fyrir Israela. Samkvæmt venju blandar drottningin sér ekki í stjórnmál, en nú virðist sem brugð- ið hafi verið út af þeirri venju. Hresk blöð hafa hvatt drottningu til ísraelsferðar vegna ummælanna, og er jafnvel búist við að Chaim Herzog forseti bjóði drottningu til ísraels er hann gengur á hennar fund í London á mánudag. Ummælin, sem valdið hafa reiði, lét drottningin falla í heim- sókn á búgarð á austurbakka Jórdanárinnar: „Þetta er átak- anlegt kort,“ sagði drottning er henni var sýnt kort af landnámi fsraela á vesturbakka árinnar. Einnig sagði hún við Hussein: „Þetta er hræðilegt," er hún heyrði ísraelskar orrustuþotur fljúga lágt yfir Jórdandalnum. Loks þau ummæli hennar í veislu henni til heiðurs er hún talaði um „sorgleg" örlög Palestínu- manna og hrósaði Hussein fyrir hans þátt í friðarumleitunum í Miðausturlöndum. Líbanon: I ýmsu að snúasí „Kosningarnar sigur fólksins“ San Joso, ('osta Rica. 31. mars. AP. „Forsetakosningarnar í El Salvador voru óumdeilanlega sigur fólksins í landinu," sagði Harry Schlaudeman, hinn nýi sérlegi sendilulltrúi Bandaríkjanna í Mið Ameríku, er hann ræddi við frétta- menn eftir fundi með ráða- mönnum í El Salvador í dag. Schlaudeman sagði jafn framt, að hann byggist fastlega við því að sú stjórn sem tekur við eftir aukakosningarnar í maí, muni þegar í stað hefjast handa við að efla lýðræðið í landinu, „en fólkið sjálft hefur þegar með þátttöku sinni gefið til kynna að traust lýðræði sé það sem það óskar," sagði Schlaudeman. Að- ur hafði Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti lýst yfir ánægju sinni með úrslit kosninganna. Nýtt bóluefni gegn inflúensu gefst vel MorgunblaAið Friðþjófur Helgason. Árangur á friðarfundum eftir brottför Frakka Beirút, 31. mars. AP. SÍÐUSTU frönsku friðargæslu- liðarnir, 500 hermenn, héldu í dag frá Bcirút til franskra herskipa úti fyrir strönd Líbanons og þar með lauk 19 mánaða friðargæslu Frakk- lands, Bandaríkjanna, Bretlands og Ítalíu í hinu stríðshrjáða landi. Claude Cheysson, utanríkisráðherra Frakka, og Charles Hernu, varnar- málaráðherra, tóku þátt í kveðjuat- höfn sem Frakkar gengust fyrir. Hlutverk gæslusveitanna virðist endanlega úr sögunni, að minnsta kosti í sinni upprunalegu mynd, því Ronald Reagan hefur afskrifað formlega hugsanlega þátttöku bandarískra hermanna til friðar- gæslu á nýjan leik. „Við snúum kannski aftur,“ sagði Reagan er bandaríska gæsluliðið hvarf af vettvangi, en nú eru engar horfur á því. Amin Gemayel, forseti, sat á löngum fundum í gær með skipuð- um embættismönnum hinna stríð- andi fylkinga í landinu, var það þriðji fundurinn á jafn mörgum dögum. Náðist sá árangur, að fal- angistar, shitar og drúsar afhentu lögreglusveitum stöðvar sínar við „grænu línuna" og hurfu frá með sveitir sínar. Fór allt fram með friði og spekt og litlar sem engar skærur voru í Beirút í nótt og dag. Fjórði fundurinn var fyrirhugaður í dag og átti þá að freista þess að ná samkomulagi um opnun al- þjóðaflugvallarins og hafna, auk þess að gera við orkuver til að raf- magnsskömmtun mætti linna. Wajihington, 31. mars. AP. VÍSINDAMENN viö háskólann í Maryland í Baltimore og lækna- raiðstöðina í Rochester í New York, hafa komið fram með nýtt bóluefni gegn inflúensu, sem árlega hrjáir milljónir manna um heim allan og getur reynst banvæn eldra fólki og lasburða. Nýja bóluefninu er ekki sprautað í æð, heldur tekið inn í nefdropum. Munurinn á hinu nýja bóluefni og hinu gamla er fyrst og fremst sá, að í hinu nýja eru inflúensu- veirurnar lifandi, en virkni þeirra stórlega minnkuð. í hinu gamla bóluefni var dauðum veirum sprautað í fólk. Aðstandendur hins nýja bóluefnis segja árangur af tilraunum með það lofa góðu, allt bendi til þess að það muni fullkannað gefa miklu betri raun en það bóluefni sem í notkun er. Mary Lou Clements, læknir, greindi frá því, að til þessa hefði efnið aðeins verið reynt á ungu og stálhraustu fólki og hefðu auka- verkanir engar verið, en efnið reynst hið besta. Er nú í undir- búningi umfangsmeiri athugun, en talið er að enn séu um það bil fimm ár þar til efnið verður al- mennt viðurkennt og komið í notkun um heim allan. Smyslov gaf Moskvu, 31. mars. AP. VASILY Smyslov gaf níundu skákina í einvígi þeirra Gary Kasparovs um réttinn til að tefla við Anatoly Karpov um heimsmeistaratitilinn. Gaf Smyslov biðskákina áður en hún skyldi tefld áfram. Kasp- arov hefur nú hlotið sex vinn- inga en Smyslov þrjá. Sá sigrar sem fyrr hlýtur 8,5 vinninga. Dýrt frímerki /tirich, 31. mars. AP. SÆNSKT þriggja skildinga frí- merki frá 1855 var selt á uppboði hjá David Feldman í kvöld fyrir jafnvirði 395.400 dollara, sem er eitt hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir frímerki. Dýrasta frí- merkið til þessa var selt á 850 þús- und dollara. Endurminningar Alexander M. Haigs, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: „Það byrjaði með því að ég gerði að gamni mínu“ „ÞAÐ GÆTI verið gaman að velta því fyrir sér hvenær sandurinn komst inn í ostruna; hvenær óþægindin hófust, en að lokum linnti þeim með því, að perlan varð til. Ekki að ég vilji líkja afsögn minni við perlu, en hvað mig varðar hófst þetta strax á fyrstu dögum mínum í embætti. Það byrjaði raunar með því, að ég gerði að gamni mínu.“ Þannig farast Alexander M. Haig, fyrrum utanríkisráðherra Bandarikjanna, orð í endurminn- ingum sínum, sem munu koma út á næstunni. „Caveat: Realism, Reag- an and Foreign Poíicy" heitir bók- in og hefur vikuritið „Time“ birt útdrátt úr henni, þann fyrri af tveimur. I útdrættinum segir Haig frá að- dragandanum að þvi, að hann varð utanríkisráðherra, þeirri eldskírn,' sem hann varð að ganga í gegnum fyrir þingnefndum og kynnum sín- um af Reagan og samstarfs- mönnum hans. Gefur Haig þeim misjafnar einkunnir en Reagan góða. Haig var utanríkisráðherra í 18 mánuði og allan þann tima stóð hann i ströngu. Hann barðist fyrir, að spornað yrði við yfirgangi Sov- étmanna f þriðja heiminum og hann átti í striði við samstarfs- menn sína í Hvíta húsinu. Það varð honum loks að falli. Einhverjar dapurlegustu afleið- ingar Víetnam-stríðsins og Wat- ergate-hneykslisins, segir Haig, var sú tilhneiging nýrra valdhafa að halda, að sagan hæfist með þeim sjálfum. Að fyrirrennarar þeirra hefðu haft rangt fyrir sér í öllu og að ekki þyrfti við neitt að standa. Nefnir hann um það dæmi, sem honum fannst átakanlegt. Á öðrum degi eftir embættistökuna hélt ríkisstjórnin fund þar sem um það var rætt í alvöru að rifta sam- komulaginu við íransstjórn um heimsendingu gíslanna i Teheran. Af því varð ekki en Haig hneyksl- aðist á að þetta skyldi koma til umræðu. Haig er kunnur fyrir harða stefnu gagnvart útþenslu Sovét- manna. „Stefna þeirra er að láta reyna á viljaþrek andstæðinganna. Frá þvi Víetnam-stríðinu lauk höfðu Bandaríkin ekki staðist það próf. Sovétmenn eru námfúsir og Alexander Haig vilja vita allt um veikleika Vestur- landabúa. Þess vegna reyndu þeir fyrir sér í Angola, svo í Eþfópiu, síðan í E1 Salvador. Þegar þeir finna, að allt er i lagi, ganga þeir á lagið.“ I útdrættinum í „Time“ getur Haig gamanmálanna, sem hann viðhafði á sínum fyrsta frétta- mannafundi í embætti. „Þegar ég samþykkti að taka við þessu emb- ætti fullvissaði Reagan mig um, að ég yrði honum næstur, já, ef þið viljið hafa það þannig, staðgengill hans“ — og fjölmiðlarnir kunnu sér ekki læti fyrir fögnuði. Það, sem Haig hefur að segja um blaða- mennskuna nú á dögum, er for- vitnileg lesning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.