Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRtL 1984 29 ari útlistana, þá skilar kvæðið merkingu sinni engu að síður, a.m.k. í stórum dráttum. Kvæðið þjónar framar öllu sálfræðilegum tilgangi og túlkar geðástand Egils á þeirri stundu sem hann yrkir það í lokrekkjunni á Borg. En þar að auki birtist í kvæðinu framvinda þeirra sál- rænu ferla sem einkenna sérhvert þunglyndiskast frá upphafi til enda. Atburðarásin gerist að vísu á skömmum tíma, samkvæmt kröfum skáldverksins, og fer að því leyti í bága við sjálfan raun- veruleikann. Kvæði á borð við Sonatorrek verða heldur ekki ort í einni svipan, allra síst undir fargi þunglyndis. En háttur tjáningar- innar og gangur einkennanna samræmist hinni klinisku mynd þunglyndishviðunnar. „MJÖG ERUM TREGT TUNGU A T HRÆRA “ Þessi upphafsorð kvæðisins lýsa í bókstaflegum skilningi fargi þunglyndisástandsins og hinni lamandi tegðu í tali og hugsun, andlegri og líkamlegri. Tregðunni er tileinkuð enn þyngri áhersla á áframhaldinu þegar Egill endur- tekur í tveim fyrstu vísunum sömu hugsunina fimm sinnum með tilbreytingu í orðavali (11). Eftir að losnað hefur um erfiðustu tregðuna tekur hann að rekja raunir sínar (4. vísa) og festist þá þegar í þráhugsun um endalok ættar sinnar, enda virðist tog- streitan í sambandi við þá tilhugs- un eiga hvað mestan þátt í sjúk- leika Egils. í þessu samhengi leit- ar hugur Egils til fortíðarinnar og dvelst við fráfall föður síns og móður (5. vísa), en sú endurminn- ing gerir sonarmissinn enn sárari, því að skarðið í frændgarðinn stendur þá „ófullt ok opit“ (6. vísa). Sárindin magnast upp i kveinstafi um harðneskju Ránar og eigið umkomuleysi (7. vísa), og þegar gremjan hefir kraumað um stund sýður loks upp úr og reiðin brýst út í allri sinni kynngi. Egill hefir í hótunum við Ægi og Rán og hrópar í bræði sinni að dagar þeirra væru þegar taldir ef hann gæti rekið harma sinna með sverði (8. vísa). En þegar hann hefir rutt úr sér þessum reiðilestri, slotar geðofsanum og hann getur viður- kennt fyrir sjálfum sér af fullri einurð, að hann sé orðinn gamall og „eigi ekki sakarafl við sonar- bana“ (9. vísa). Eftir þessa útrás verður tjáningin öllu hógværari og meiri rósemd ríkir yfir kvæð- inu. Egill rifjar upp mannkosti sonar síns með eftirsjá (10.—12. vísa) og hugurinn hvarflar til þeirra afleiðinga, sem fráfall hans hafi í för með sér (13.—14. vísa). Tilhugsunin um einstæðingsskap- inn kallar fram tortryggni í garð annarra manna (15.—16. vísa). í síðasta hluta kvæðisins (21,—24. vísa) ámælir Egill Óðni fyrir að hafa slitið við sig vinfengi, en átölur þessar rista grunnt. Til- finningarnar hafa nú öðlast jafn- vægi og Egill getur viðurkennt út- látalaust að óðinn hafi í rauninni bætt honum sonarmissinn með því að gefa honum skáldskaparíþrótt- ina. í þessum vísum rekur hver Óðinskenningin aðra, tregðunni hefur aflétt, og hugsunin þar með skýrst, og Egill er nú aftur kom- inn í sinn venjulega skáldham. Egill lyktar svo kvæðinu með eins konar lífshvatningu til sjálfs sín: „Skalk þó glaðr með góðan vilja ok óhryggr heljar bíða.“ Eins og titt er um þunglyndis- sjúklinga verður Egill feginn létt- inum og í þakklætisskyni færir hann þeim mæðgum svo og hjúum sinum kvæðið og sest síðan í önd- vegi. UMRÆÐA Þessi tvö sýnishorn af mörgum úr frönskum og íslenskum mið- aldabókmenntum endurspegla með ýmsum hætti þær hugmyndir sem leikmenn gerðu sér um geð- rænan sjúkleika á 12. og 13. öld. I báðum sögunum er gert ráð fyrir, að geðrænn sjúkleiki eigi sér upp- tök í tilfinningalegum áföllum, sem menn verða fyrir í samskipt- um hverjir við aðra, og hefir það viðhorf eflaust skapast fyrir reynslu kynslóðanna öld fram af öld. Hvergi örlar á hugmyndinni um djöfulæðið, jafnvel þótt sjúkl- ingarnir sturlist svo gagngert sem ívent, að þeir „týni viti sínu“ og hlaupi um mörkina naktir og veiði dýr og éti hrátt kjöt. Hvergi er heldur vikið orðum að særingum, enda mun galdratrúin ekki hafa komið til sögunnar að ráði fyrr en á 14. öld. Hins vegar ber að hafa í huga, að nú á dögum mundu þessir sjúkleikar flokkast undir heitið depressio reactiva, og reynslan hefur eflaust snemma kennt mönnum að greina á milli ein- kenna, þeirra sem gengu til baka og hinna sem stóðu ævilangt. Eng- um sögum fer heldur af sjúkling- um með einkenni langvinnra geð- sjúkdóma á borð við geðklofa, þótt þeir hafi alla tíð verið hlutfalls- lega jafn margir og nú, og kunna menn að hafa litið slíka einstakl- inga öðrum augum. I riddarasögunni er geðástandi ívents lýst sem andlegri ringulreið og frásögnin af hátterni hans hef- ur öll á sér ævintýrablæ. Höfund- urinn notfærir sér ýkta lýsingu á einkennum fvents til þess að magna áhrifamátt frásagnarinn- ar, enda er hér fyrst og fremst um skáldsögu að ræða. Engu að síður er lýsingin raunhæf í aðalatriðum og ber öll þess merki að höfundur- inn hafi þekkt svipuð viðbrögð hjá mönnum sem höfðu „týnt allri sinni huggun“. Frásögnin í Egils sögu ber hins vegar vitni um slíka þekkingu á sálarlegum viðbrögð- um og kunnáttusemi í meðhöndl- un þeirra, að kaflinn um þung- lyndi Egils mundi sóma sér sem fordæmi í kennslubókum geð- lækna nú á dögum. Höfundurinn lýsir ekki einungis einkennum sorgar og þunglyndis að hætti fs- lendingasagna heldur virðist hann jafnframt gera sér skýra grein fyrir hlutdeild reiðinnar í þessum efnum, rúmlega 700 árum áður en Freud kom til sögunnar. Sumir kunna að hreyfa þeim mótbárum að hátterni Egils lýsi fremur sorg en geðrænni truflun, þar sem inni- lokunin og sveltið séu í rauninni einu ytri einkennin. En einmitt þvílíkar tiltektir hafa sennilega þótt sérlega viðsjálar á þessum tímum, eins og viðbrögð þeirra mæðgna Ásgerðar og Þorgerðar bera með sér. I Partalópasögu, einni riddarasögunni, er frá því skýrt, að Partalópi hafi lokað sig inni í sjö nætur „matarlaus og dryukklaus" til þess að svelta sig í hel. Rak hann burt með fúkyrðum alla þá sem reyndu að komast inn til hans og þurfti loks að brjóta upp hurðina til þess að bjarga honum frá hungurdauða. Partal- ópi var þá svo aðframkominn, „að megin hans var eigi meira en nýfædds barns“ og var þá nauðug- ur einn kostur að gefa honum mat og drykk með valdi. Einkenni Egils nálgast að vísu engan veginn sturlun á borð við þá sem lýst er í íventssögu, en engu að síður eru þau nægileg til að hvetja konurnar til bráðra að- gerða. Egill hafði fyrr í sögunni brugðist við með þunglyndisköst- um, þegar óskir hans náðu ekki fram að ganga. Hann tók „ógleði mikla“ þegar Ásgerður hafnaði umsjá hans eftir fall Þórólfs og hélst sú ókæti frá því um haustið og langt fram á vetur, eða þar til brúðkaup þeirra var um garð gengið, „var hann þá allkátr þat er eptir var vetrarins". Annan vetur eftir lát Skalla-Gríms þegar Egill. hafði helst í huga að fara á fund Aðalsteins konungs að vitja heita hans, en engin skip höfðu þá kom- ið til íslands um sumarið vegna farbanns, „þá gerðist Egill ókátr og var því meiri ógleði hans, er meir leið á veturinn". Enda þótt skaphöfn Egils beri vott um frumstæðan óhemjuskap, þá er tilfinningalíf hans allt svo innibyrgt og aðkreppt, að hann fær einungis tjáð reiði sína með vopn í hönd þar sem hægt er að drepa andstæðinginn. Egill hefur snemma á ævi lært þessi viðbrögð af föður sínum og kemur það glöggt fram í viðskiptum þeirra feðga, þegar hann er 12 vetra gamall. Skalla-Grímur hafði reiðst ambáttinni, Þorgerði brák, fóstru Egils, fyrir að taka upp hanskann fyrir strákinn, og rekið hana fyrir björg. Egill gerði sér þá lítið fyrir og hjó verkstjóra föður síns banahögg, þann er kærastur var Skalla-Grími. „En Skalla- Grímur ræddi þá ekki um, ok var þat mál þaðan af kyrrt, en þeir feðgar ræddust ekki við, hvorki gott né illt, og fór svo fram þann vetur". Þegar andstæðingurinn er hins vegar friðhelgur eða ótil- gengilegur, þá beinir Egill reiði sinni inn á við og tekur „ógleði mikla" þar til uppgjörið hefur átt sér stað og hann fengið sitt fram, þá gerist hann „allkátr" á ný. Fyrstu viðbrögð Egils við son- armissinum birtast í líkamlegum einkennum, sem bera með sér að reiðin sjóði niðri í honum. „En þat er sögn manna, at hann þrútnaði svá, at kirtillinn rifnaði, svá ok hosurnar". En í þetta skiptið var enginn andstæðingur til staðar, sem hægt var að ná sér niðri á með vopnum og öll von um upp- reisn útilokuð með öllu. Reiði Eg- ils á sér enga útrásarleið og þrýst- ist því inn í hans eigið brjóst, þar sem hún magnast slíkum krafti að sérhver líkamleg og andleg hrær- ing lamast, lífslöngunin fjarar út og hann grípur til örþrifaráða. Fyrir klókindi og eggjunarorð Þorgerðar lætur Egill þó til leið- ast að reyna til við skáldskapinn, og hún leggur ríkt á við hann að yrkja erfikvæði til þess að halda honum við það efni, sem liggur þyngst á honum og rótar við til- finningum hans. Og hún ristir kvæðið á kefli svo hann er nauð- beygður að stauta upphátt hverja setningu og upplifa þar með svöl- unina i hinu talaða orði. í þung- lyndisköstum sínum hafði Egill aldrei áður getað tjáð tilfinningar sínar í orðum í áheyrn velviljaðrar manneskju. Að vísu hafði hann trúað Arinbirni fyrir ást sinni á Ásgerði, því að „segjanda er allt sínum vin“, en þar mun hafa búið undir meiri slægð en einlægni þar sem hann vildi fá Arinbjörn sem milligöngumann, enda var Egill „allkátr" strax eftir brúðkaupið. Undir handleiðslu Þorgerðar er Egill knúinn til að sjá fyrir sér í huganum þá atburði sem hann lýsir í orðum í kvæðinu og tilfinn- ingarnar fá þá jafnframt útræslu (katharsis) í eiginlegri merkingu Aristotelesar. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. „Egill tók at hressast svá sem fram leið að yrkja kvæðið" og þegar hann hafði lokið því að fullu, hafði hann tekið gleði sína aftur. Það hlýtur að vekja athygli að ferli þau sem hér er lýst, koma heim og saman við niðurstöður rannsókna og reynslu nú á dögum. Kannski hafa menn þó ekki enn skilið nógsamlega terapeutiskt gildi skáldlegrar tjáningar. Heimildir 1. Jónsson, V. Lækningar (Curationes) séra Þorkels Arngrlmssonar. Reykjavlk, Helgafell 1949. 2. Jónsson, V. & Blöndal, L.H. Læknar á íslandi (Inngangur). Reykjavlk, Isafold- arprentsmiöja 1945. 3. Wright, E. Medieval Attitudes Toward Mental lllness. Bulletin, History og Medi- cine 1939, 7; 352—6. 4. Riddarasögur. Bjarni Vilhjálmsson bjó til prentunar. Islendingasagnaútgátan 1954. 5. íslendingasögur. Guöni Jónsson bjó til prentunar. Islendingasagnaútgáfan. Reykjavlk, 1953. 6. Nordal, S. Islensk menning. Reykjavlk, Mál og menning 1942. 7. Frank. J.D. Therapeutic Factors in Psychotherapy. Am. J. of Psychother- apy 1971, 25; 350—61. 8. Haley. J. Strategies of Psychotherapy New York, Grune & Stratton 1963. 9. Storr, A. Human Aggression. London, Allen Lane The Penguin Press 1968. 10. Kristjánsson, J. Kvæðakver Egils Skalla- grlmssonar. Reykjavík, Almenna Bóka- félagið 1964. 11. Finnbogason, G. Um nokkrar vlsur Egils Skallagrlmssonar. Sklrnir 1925, XCIX ár, 161—5. Viö vorum aö fá nýja gerö af vefstól, sem er mjög hentugur fyrir byrjendur, skóla og eldra fólk, sem þarf aö þjálfa hendur og handleggi. Vefstóllinn er skrúfaöur á borö, mjög traustur og vandaður og er vefbreidd 50 cm. ISLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Símí11784 Til leigu er nýlegt verslunarhúsnæði í glæsilegu húsi á besta stað miðsvæðis í nágrenni við Hlemm: Hér er um aö ræöa 140 fm gólfflöt sem má skipta í tvo 70 fm hluta. Leigist í heilu lagi eöa hlutum. Næg bílastæói eru viö húsiö. Nánari upplýsingar veittar í síma 11547 eða 43674. KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. REYKJAVIK, SÍMI 25870 Opiö á fimmtudögum til kl. 21, á föstudögum til kl. 19 og til hádegis á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.