Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Vitad er að Sovétmenn hafa aðgang að öðru husnæði, en hér birtast upplysingar um. Allar nýjar upplysingar um pau mól eru vel þegnar. utg. Aðsetur sovéskra sendiráðsmanna Sú myndaopna, sem hér má sjá, og sýnir aðsetur sovézkra sendiráðsmanna í Keykjavík, er úr upplýsingariti, sem lleimdallur, SUS í Reykjavík, gaf út og hét: Hvað eru þeir að gera hér? hverju en fáir tugir til Sovétríkj- anna, mest opinberir sendimenn. í annan stað eru Bandaríkin lang stærstur kaupandi útflutnings- framleiðslu okkar. Sovétríkin væru einnig gott viðskiptaland en mun smærra þó. í þriðja lagi værum við í Varn- arbandalagi við Bandaríkin og hefðum við þau varnarsamning. Eðli máls samkvæmt hefði sendi- ráð Bandaríkjanna mörg verkefni í tengslum við dvöl varnarliðs í landinu. í Ijósi alls þessa og almennt tal- að sé ekki unnt að segja að Banda- ríkin hafi hér sendiráð sem sé óeðlilega fjölmennt. Vegabréfsáritanir, samkvæmt bandarískum lögum, gilda fyrir alla utanaðkomandi, ekki íslend- inga eina. Sjálfsagt sé að kanna þessa hlið mála nánar. Hins sé að gæta, að Bandaríkjamenn séu ekki einvörðungu stærstu kaupendur útflutningsframleiðslu okkar heldur og stórtækastir sem ferða- menn. Flugsamgöngur okkar og ferðaiðnaður njóti góðs af við- skiptum þúsunda Bandaríkja- manna, sem leggi leið sína hingað. Hér sem annarstaðar þurfi ís- lenzkir hagsmunir að ráða ferð. Tólf erlend sendi- ráð í Reykjavík Island hefur stjórnmálasam- band við 75 ríki. Þar hafa sendi- herrar verið tilnefndir, gagn- kvæmt, í 53 löndum. Hér í Reykja- vík eru starfandi 12 erlend sendi- ráð, eftirtalin: Bandaríkin, Bret- land, Danmörk, Finnland, Frakk- land, Kína, Noregur, Sovétríkin, Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Vestur- Þýzkaland og Austur-Þýzkaland. Sovéska sendiráðið er langfjöl- ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON mennast og hefur yfir mestum húsakosti að ráða, þ.á m. fimm fasteignum í eigu Sovétríkjanna. Fróðlegt er að athuga fjölda er- lendra sendiráðsmanna í Reykja- vík í samanburði við hlutfall við- komandi ríkja í milliríkjaverzlun okkar, innflutningi cif. og útflutn- ingi fob. Við tökum aðeins þrjú við- skiptasvæði: V-Evrópu (EBE-lönd og EFTA-lönd), Bandarikin og Sovétríkin. • EBE- og EFTA-ríki: kaupa af okkur samtals 52% útflutnings- framleiðslu 1982, eða fyrir 4.388 m. kr., selja okkur 68% innflutn- ings, eða fyrir 7.928 m. kr. Erlend- ir starfsmenn og fjölskyldumeð- limir sex ríkja samtals 67. • Bandaríkin: kaupa af okkur 26% útflutningsframleiðslu, eða fyrir 2.200 m. kr. 1982; selja okkur 8% innflutnings, eða fyrir 990 m. kr. Þetta viðskiptasvæði gefur því mjög hagstæðan viðskiptajöfnuð. Erlendir starfsmenn og fjöl- skyldumeðlimir í sendiráði 66. Hér eru ekki talin ferðamanna- né varnarliðsviðskipti. • Sovétríkin: kaupa af okkur 8% útflutnings 1982, eða fyrir 640 m. kr., flytja inn 9% innflutnings, eða fyrir 1.065 m. kr. Samtal sovét- menn í sendiráði í Reykjavík 80. Framangreindar tölur tala sínu máli svo skýrt að óþarfti er fleiri orðum við að bæta. Tillaga Hjörleifs Tillaga Hjörleifs kemur, eins og fyrr segir, í kjölfar annarra um hliðstætt efni, sem og fyrirspurna. Ljóst er að Alþýðubandalagið reynir að höggva í þau erfiðu tengsl við Sovétríkin, sem komin eru um Sameiningarflokk alþýðu Sósíalistaflokkinn, frá Kommún- istaflokki íslands, forvera þess, aðila að KOMINTERN, alþjóða- sambandi kommúnista, sem h'afði stjórnstöðvar í Moskvu. Tengsl Alþýðubandalagsins við hin sósiölsku ríki Austur-Evrópu heyra þó engann vegin þeirri for- tíð til, sem spannar sögu hins ís- lenzka Kommúnistaflokks. Ýmsir yngri menn, sem ríkjum ráða í Al- þýðubandalaginu, hafa sótt menntun sína, faglega og póli- tíska, til þessara ríkja, samanber SÍ A-skýrslurnar, sem frægar urðu fyrir fáum árum. Hjörleifur Gutt- ormsson, flutningsmaður tillögu þeirrar, sem hér um ræðir, var þar framarlega í flokki. Hversu rík þessi tengsl eru í hugum og skoð- unum þessara manna í dag skal ósagt látið. Þar um er erfitt í að spá eða um að fullyrða. Utanríkismálanefnd Alþingis, sem fær tillögu Hjörleifs til um- fjöllunar, þarf að fara vel ofan í sauma á henni, ekki sízt með tilliti til stærðar sovézka sendiráðsins í Reykjavík. Texta tillögunnar má sjálfsagt bæta — og þingsályktun, sem hugsanlega yrði afgreidd, þyrfti að hvíla í vönduðu nefndar- áliti í stað umdeildrar greinar- gerðar flutningsmanna. En það skiptir engu höfuðmáli þó Hjörleifur Guttormsson hafi gefið upp boltann. Það má engu að síður slá hann að settu marki. Feröakynning llugfélaganna öll á einum stað ■ Flugskólarnir kynna flugnámið ■ Listflug - Útsýnisflug ef veður leyfir ■ Flugumsjón starfrækt í „Fluglandi" Skoðunarferðir í flugturninn ■ Stanslaust „flugbíó" fyrir alla fjölskylduna I Tímaritið FLUG kynnt á staðnum ■ Véldrekinn TF-TAU sýndur í anddyri hótelsins Veitingar og vortískan í Blómasal ■ Sérstakur fjölskyldumatseðill í Veitingabúð ■ Strætisvagnaferðir á svæðið ■ Ómar Ragnarsson skemmtir Sýnd verður þyrla varnarliðsins ■ Landhelgisgæsluvélin TF-Sýn veröur til sýnis, ásamt miklumfjölda einkaflugvéla I Happdrætti VFFÍ, vinningar m a. utanlandsferðir Aðgangseyrir kr. 50,- I Ókeypis fyrir börn innan 12 ára Arn.irllug Flugtcl.ig Ausiurliinds Fluulclagið l.rnir - KluglciAir Flugmal.istjorn - Flugskóli Hclga jonss»»nar Flugtak. flugskoli - l.ciguflug Sverns Þoroddssonar - Vclflugfclag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.