Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 41 konur og skiptust á jóla- og af- mælisgjöfum. Elka, sem nú er lát- in fyrir hálfu öðru ári, bjó á Eiríksgötunni. Það var aðeins Skólavörðuholtið sem skildi þær að, en þann smáspöl var Soffía ekki lengi að bregða sér. Tengda- móður minni og Soffíu þótti mjög gaman að grípa í spil og voru þær um árabil saman í spilaklúbbi. Ef vont var veður kom það stundum í minn hlut að skjóta Soffíu á milli í bíl. Reyndar lét hún hvorki færð né veður hefta för sína, og þurfti oftast að beita fortölum til að fá hana til að þiggja bílfar. Ævinlega bauð Soffía uppá góðgerðir. Það voru ánægjulegar stundir að sitja í litla, notalega eldhúsinu, njóta veitinga og spjalla við húsmóður- ina um heima og geima. Eins og fyrr segir var Soffía greind og auk þess stálminnug og fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, bæði innanlands og utan. Hún mundi margt frá langri ævi og hafði frá mörgu að segja. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hvorki sjón né heyrn var farin að bila að ráði. Hún las blöð á degi hverjum og hlustaði á útvarp allt fram undir hið síðasta. Þegar ég festi þessi fátæklegu kveðjuorð á blað koma mér í hug ljóðlínur þjóðskáldsins frá Fagra- skógi: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð.“ Hugur og hönd störfuðu svo að segja til hinstu stundar. Soffía hefur skilað miklu og góðu dags- verki. Ævibrautin var orðin löng, og Soffía gerði sér sjálf grein fyrir því að hún væri á förum. Hún kveið ekki vistaskiptunum. Við hjónin vottum dóttur, barnabörnum og öðru venslafólki okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Soffíu Sig- urðardóttur. Armann Kr. Einarsson Vélhjólaeig- endur stofna samtök HÓPUR bifhjólaeigenda mun koma saman í Þróttheimum sunnudaginn I. apríl kl 16. í þeim tilgangi að stofna samtök um áhugamál sitt. Eina skilyrðið fyrir inngöngu í félag- ið er 17 ára aldurstakmark. í fréttatilkynningu segir að markmið samtakanna sé að sam- eina eigendur bifhjóla og efla fé- lagsanda meðal þeirra. í þeim til- gangi verða skipulagðar ýmiss konar uppákomur. Tekið er fram að ekki er nauðsyn að eiga hjól til að ganga í félagið, áhuginn einn nægir. STUNDAR ÞÚ LYFTINGAR? HAMARHF Véladeild Sími 22123 Pósthólf 1444. Borgartúni 26, Reykjavík Viö mælum með HYSTER LYFTARA Taktu upp símann og talaðu viö okkur. Reynslan synir, aö viö hjá HAMRI og fjölmargir ánægöir viöskiptavinir getum eindregið mælt meö HYSTER LYFTARA. veldu þér vandaða vél BA1UJ.IA í þessum mánuði verðum við með 20% kynningarafslátt af tónlistinni ykkar og annarri tónlist sem á einhvern hátt tengist henni, s.s. hard rock, glitter rock o.fl. Hér fyrir neöan gefur að líta smáyfirlit yfir nokkrar af plötunum sem í boði eru. Deep Purple — Live in London Whitesnake - Saints & Sinners Verity - Interrupted Journey Diamond Head — Borrowed Time AC/DC — Flick OfThe Switch Rory Gallagher - Jinx UFO — tíest ot Michael Schenker Group - One Night at Budokan Stautus Quo -1982 Gillan - Magic Ýmsir — Hot Shower Eigum einnig plötur meó Marillion, Blue Öyster Gult, Ted Nugent, Hawkwind, Sammy Hagar, Spider, Outlaws, Budgie, o.fl. o.fl. APIUL AFSLATTUll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.