Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Mega jarðarbúar vara sig?: Telja smástirni í órafjarlægð valda reglulegri halastjörnuhríð Berkeley, 21. febrúar. AP. FJÓRIR vísindamenn, Richard Muller, Walter Alvarez, Piet Hut og Marc Davis, sem starfa vid Princeton og Berkley, hafa sett fram kenningu sem þeir segja hafa átt þátt í gereyðingu risaeðlanna á sínum tíma og muni síðar meir ganga nærri öllu lífi á jörðinni. Kenningin er í því fólgin, að stjarna ein lítil, sem þeir hafa nefnt „Nemesis", truflar á spor- braut sinni um sólu stjörnuþoku mikla og þeytir úr henni milljörð- um halastjarna. Allt að 25 slíkar stjörnur gætu hæft jörðina í hvert skipti sem Nemesis truflar þok- una. Vísindamennirnir segja að halastjörnuregnið hafi valdið þvi hverju sinni, uð allt að 70 prósent dýra- og plöntulífs á jörðinni hafi orðið aldauða. Stjörnuhríðin á sér stað á 28 milljón ára fresti og er næst væntanleg eftir 15 milljón ár, standist kenningin. Nafnið „Nemesis" hafa þeir dregið af grísku gyðjunni sem bar nafnið, en starfi hennar var ætíð að reyna að vinna á hinum ríku, stoltu og voldugu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vísindamenn stinga upp á því að risaeðlurnar hafi dáið út er geypistór vígahnöttur stang- aði jörðina og gerbreytti öllum aðstæðum. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem slík hala- stjörnuskothríð er sett í sam- band við ákveðna stjörnu og því haldið fram að halastjörnurnar skelli reglubundið á jörðinni. Stjörnuna „Nemesis" segja vísindamennirnir vera „rauðan dverg“ sem er aðeins einn tíundi hluti sólarinnar að stærð. Þó að stjarnan sé 14 þúsund milljarða mílna í burtu, er hún á sporbaug um sólu á braut sinni kemur Nemesis við á ystu mörkum sól- kerfisins, á svæði sem kallað hefur verið Oort-skýið. 1 Oort- skýinu eru meira en 100 millj- arðar halastjarna á sveimi. Er Nemesis svífur inn í skýið, rugl- ar þyngdarafl stjörnunar sporbrautir milljarða hala- stjarna með þeim afleiðingum að þær steypast út úr skýinu og þjóta innar í sólkerfið. Allt að 25 gætu stangað jörðina og valdið miklum usla, skilið eftir mikla gíga og sjaldgæfa málma svo sem iridium í lögum í jörðinni. Vísindamennirnir segjast hafa fundið 12 gíga af þessu tagi, nógu stóra til að draga megi þá ályktun að afleiðingarnar af myndun þeirra hafi verið myrk- ur, kuldi og dauði. í gígunum öll- um hafa þeir fundið meira og minna magn af iridium. Einn gíginn aldursgreindu þeir og niðurstaðan var sú að hann hafi myndast fyrir svo sem 65 milljón árum, en um það leyti er talið vfst að risaeðlurnar hafi horfið endanlega. Richard Muller sagði í samtali við fréttamenn, að hann hefði matað tölvu með ald- ursgreiningum gíganna f bland við áætlaðan útrýmingartíma ýmissra áberandi dýra í jarðsög- unni. „Það var furðu oft sam- ræmi í þessu og eftir að hafa velt stærðfræðinni fyrir mér um hríð sannfærðist ég um að þetta er svarið," sagði Muller. k Thermor CSS TÆKIN í ELDHÚSIÐ Nú geturðu gert góð kaup Gerið samanburð Verð m/sölu*katli Blásturseldavél, 4ra hellna 14.055,- Blástursbökunarofn og hella (samstæöa) 14.220,- ísskápur 160 I. 8.995,- ísskápur 205 I. 11.550,- ísskápur 255 I. 16.260,- KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37, 105, Reykjavík, símar: 21400 — 21846. Víkurbraut 13, 230, Keflavík, sími: 92-2121. Daríus — ný hljómsveit í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum 22. mars. Ný danshljómsveit hefur tekið hér til starfa og lék hún á sínu fyrsta balli í sídustu viku. Hljómsveitin hefur hlotið nafnið Daríus en flestir þeirra hljóð- færaleikara, sem sveitina skipa, voru í hljómsveitinni Radíus, sem var aflögð um síðustu ára- mót eftir glæstan feril og góðar vinsældir. Hljómsveitin Daríus er skip- uð ungum hljómlistarmönnum. Söngvari er Þórarinn Ólason, Ómar Hreinsson spilar á trommur, Birkir Huginsson leikur á hljómborð, saxófón og bassa. Eiður Arnarsson leikur á bassa og hljómborð og Guðjón ólafsson leikur á gítar. Fyrsti dansleikur hljómsveit- arinnar var sl. föstudagskvöld í Hallarlundi og af því tilefni buðu strákarnir ýmsum vinum og vandamönnum að hlusta á bandið. Buðu þeir öllum við- stöddum uppá kokteil og harð- Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! fisk eins og hver og einn vildi í sig láta. Mikill fjöldi fólks mætti í þetta ánægjulega boð og á dansleikinn, sem á eftir fylgdi. Var ekki annað að heyra á fólki en því líkaði vel sú tón- list, sem strákarnir fluttu. Prógramm Daríusar er miðað við að geta skemmt fólki á öll- um aldri. Þeir hafa öll nýjustu lögin á takteinum svo og ýmsa gamla og góða slagara, sem ávallt eru í fullu gildi á böllum. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.