Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Borgarnes: Húsprýði hefur opnað skódeild Borgarnesi, 27. mars. HÚSPRÝÐI hf. í Borgarnesi hefur opnað skódeild í verslun sinni að Borgarbraut 4 í Borgarnesi. Er þar á boðstólum skófatnaður á alla fjölskylduna að sögn verslunar- stjórans, Braga Jósafatssonar. Undanfarin þrjú ár, frá því að skóbúð sem var hér á staðnum lokaði, hafa skór aðeins fengist í litlum mæli hér á staðnum og fólk þurft að sækja meira og minna í burtu til að fá sér skó. Bragi sagði að Húsprýði hefði opnað skódeildina til að auka fjölbreytnina í versluninni og skjóta fleiri stoðum undir rekst- urinn svo og til að auka þjónust- una við fólkið. Sagði hann að Úr nýju skódeildinni í Húsprýði í Borgarnesi. Mor^unbladid/HBj. skórnir væru hrein viðbót við það sem fyrir væri í versluninni því áfram yrði verslað með hús- gögn, raf- og heimilistæki, ljós og gjafavöru eins og verið hefði frá því fyrirtækið var stofnað fyrir hálfu öðru ári. Þá gat Bragi þess að nýlega hefði Hús- prýði tekið umboð fyrir Happy barna- og unglingahúsgögn og hefði innréttað sérstakt Happy-barnaherbergi í verslun- inni þannig að fólk gæti áttað sig á þeim fjölbreyttu möguleik- um sem þessi húsgögn gefa. — HBj. Þú svalar lestrartxirf dagsins raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar kennsla Sumarnám í ensku í Bournemouth Vinsælustu enskunámskeið ársins hefjast með ferð til Englands 22. júní. Hagstætt heildarverð. Margra ára reynsla. Uppl. hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaja 3, sími 14029. Fluguhnýtinga- námskeið fyrir byrjendur verður haldið laugardaginn 7. apríl, kl. 13.30, í félagsheimili SVFR að Háaleitisbraut 68. Þátttakendur leggi sér til efni og tæki, en einnig verða efni og tæki til fluguhnýtinga til sýnis á staönum. Félagar tilkynnið þátttöku til skrifstofu SVFR, sími 86050, fyrir kl. 18.00, fimmtudaginn 5. apríl nk. Stjórnin. SVFR Enska í Englandi Concorde International málaskólinn býður öllum fjölbreytt og skemmtileg enskunám- skeið í fallegu umhverfi í Folkestone, Cant- erbury og Cambridge. Sumarnámskeið fyrir 10—25 ára: Almenn námskeið fyrir 16 ára og eldri eru haldin í Folkestone árið um kring. Verð (nám og gisting) frá £75,- á viku. Nánari uppl. veitir Jeffrey Cosser s. 36016. The English Vacation School er frábær enskuskóli í Folkestone við Ermar- sund. Námskeið hefjast sunnudaginn 1. júlí og sunnudaginn 29. júlí. Pantanir verða afgreiddrar í aprílmánuði. Hringið sem fyrst og aflið upplýsinga. Mímir, Brautarholti 4, sími 10004 (kl. 13— 17). Lærið vélritun Kennt eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Dagtímar, kvöldtímar. Ný námskeið hefjast í byrjun apríl. Upplýsingar og innritun í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, sími: 85580. atvinnuhúsnæöi Húsnæði óskast Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu ca. 200 fm húsnæði undir bif- reiðaverkstæði í Árbæjarhverfi eða næsta nágrenni. Upplýsingar sendist augl.deild Mbl. merkt: „Húsnæði — 960“. Rækju- og skelfiskveiði Útgerðaraðili á Norðurlandi óskar eftir að taka á leigu 50 til 150 lesta bát til rækjuveiða í sumar og til skelfiskveiða í haust og fram í febrúar, með eða án áhafnar. Tilboð um viðræður skal skila inn til augld. Mbl. merkt: „A — 1659“. Bátar í viðskipti Óskum eftir vertíðarbátum í viðskipti. Upplýsingar í síma 93-6133 og 93-6135. Bakki hf., Ólafsvík. óskast keypt Sumarbústaður Óska eftir að kaupa nýjan eöa nýlegan sumarbústaö í Borgarfirði eða nágrenni. Til greina kemur að staögreiða góðan bústað. Upplýsingar í síma 92-1805, Árni. Kraftblökk Óskum að kaupa kraftblökk fyrir dragnóta- veiðar. Upplýsingar í síma 41412. Ýsukvóti — Þorskkvóti Viljum kaupa ýsu- og þorskkvóta. Upplýs- ingar í síma 43272 eftir kl. 6 á kvöldin. Til leigu skrifstofuhúsnæði Til leigu frá 1. júli er 420 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð í Armúla. Húsnæöið leigist í einu eöa tvennu lagi. Tilboð sendist í pósthólf 5131 125 Reykjavík. Verslunarhúsnæði við Ármúla 400—500 fm til leigu, lofthæð 3,70 m. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. apríl merkt: „V — 1157“. Til leigu í Síðumúla 1. hæð 260 fm, glæsilegt verslunarhúsnæöi. 2. hæð 140 fm, má nota sem skrifstofu, lager eða fyrir léttan iðnað. Upplýsingar í síma 84200. Garðabær Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðbæinga og Bessastaðahrepps Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Garöabæjar og Bessastaöahrepps veröur haldlnn i Sjálfstæöishúsinu, Lyngási 12, miövikudaginn 4. april kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lagabreyting, nafn félagsins. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar. 4. Kosning stjórnar, fulltrúaráös og i kjör- dæmisráö. 5. Önnur mál. Gestur fundarins, Sverrir Hermannsson, iðnaöarráöherra, flytur ræöu og svarar fyrirspurnum. Félagar fjölmenniö. Sjálfstæöisfólag GarOabæjar og BesstaslaOahrepps. Garðabær Viötalstími bæjarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins veröur i Lyngási 12, Sjálfstæöishúsinu, þriöjudaginn 3. apríl kl. 17.30—18.30, simi 54084. Til viötals veröa bæjarfulltrúarnir Agnar Friöriksson og Helgi K. Hjálmsson. Agnar Friöriksson, bæjarfulltrúi. Helgi K. Hjálmsson, varabæjarfulltrúi. SjálfslæOisfélag GarOabæjar og BessaslaOahrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.