Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 37 Hún Sigwiín Siguröardóttir á Hnausum hafnar öllum myndatökum. Myndin sem einu sinni var tekin af henni í Reykjavík verður að duga út ævina — og þá líka fyrir Morgunblaðið. Að hafa fyrir migogmuia og geta hjálp- að svotítið - Það segir hún Sigurlín á Hnausum í þessu viðtali að hafi verið sitt markmið í lífinu Hún Sigurlín Sigurðardóttir frá Hnausum er á tíræðis- aldri. Þegar við förum að spjalla saman vestur á Elli- heimili, þar sem hún er nú, kemur í Ijós að hún hefur frá ýmsu að segja og viðhorf hennar sem ungrar stúlku austur í Skaftafellssýslu um aldamótin eru býsna framandi ung- um konum nú á dögum. Að fá ofur- lítið að gægjast inn í líf aldamóta- kynslóðarinnar er fróðlegt átta- villtu nútímafólki. Því var samtali okkar einkum beint að lifnaðar- háttum og lífi hennar í uppvextin-' um. Upphaflega erindið við Sigurlín var þó annað. Franskur sjómaður frá Bretagne-skaga, Yves Le Roux, hafði í ævisögu sinni og í lítilli kvikmynd heima hjá sér sagt frá því er hann varð skipreika á suður- strönd Islands og fluttur með skipsfélögum sínum á hestum sveit úr sveit til Reykjavíkur. Að kvöldi var skipbrotsmönnunum skipt á bæina á þessari löngu leið. Á einum stað gerðist ævintýri, sem hann gleymir aldrei. Mæðgur á bæ völdu hann úr hópnum, fóru með hann heim til gistingar og færðu honum hans fyrsta súkkuiaðibolla. Frá þessu segir hann sem merki um fá- tæktina heima hjá honum á Bret- agne. Ungur drengur gat ekki feng- ið súkkulaðibolla þótt súkkulaðið kæmi frá nýlendu Frakka, Kam- erún. Hann þurfti að verða skip- reika á íslenzkri strönd til að vera boðið upp á slíkt góðgæti á sveita- bæ. Þegar hann kom hér fyrir 2 ár- um, hafði hann farið fram á að við hefðum upp á ungu fallegu stúlk- unni, sem var dálítið erfitt eftir 70 ár. Einkum þar sem ekki var nú ljóst hvaða bær þetta var. En ein- hver stakk því svo að undirritaðri hvort þetta hefði ekki verið hún Sigurlín á Hnausum og móðir henn- ar. Og Vilhjálmur sonur hennar upplýsti að mikið hefði komið af erlendum hröktum skipbrotsmönn- um á æskuheimili hennar. — Spurðu bara hana mömmu, hún er á Elliheimilinu í Reykjavík, sagði hann. Er sótt á skipinu? Ekki mundi Sigurlín eftir þessum atburði, enda kom svo mikið af strandmönnum á Rofabæ, þar sem hún fæddist árið 1891 og alin upp með móður sinni. En Ingimundur Eiríksson afi hennar var hrepp- stjóri þar. Tilkynna átti hreppstjór- unum um strand. Þótt afi hennar gæti ekki talað við skipbrotsmenn- ina, sem voru enskir, franskir eða þýzkir, þá hafði hann í fórum sínum bréf með spurningum á ensku og frönsku. Og fyrsta spurningin sem hann átti að spyrja var: Er sótt á skipinu? Ekki kom það fyrir í hans tíð. En eftir að Ingimundur dó 1903 barst vond inflúensa í sveitina með skipreika sjómönnum. Þá var þetta bréf ekki tiltækt til að spyrja um veikindi um borð. Segir Sigurlín að allt upp í 20 útlendir sjómenn hafi komið sjóhraktir eftir strand að Rofabæ. Húsið var ekki stórt, hæð og geymsluloft uppi. Þar var lágt undir loft, en súðin innréttuð með timbri, enda nægur viður á þeim slóðum úr ströndum. Þarna gistu undirmennirnir, nema hvað hún man eftir einum veikum manni sem var hafður í baðstofunni. Yfirmenn voru jafnan hjá sr. Gísla Jónssyni í Langholti, meðan hann var þarna prestur, enda talaði hann frönsku. Meðallandsbugtin var alræmd og mikið um strönd og strandmenn á þeim slóðum. Sigurlín segir það vel hugsanlegt að hún hafi getað gefið súkkulaðibolla, þó hún muni það ekki, því Stefán móðurbróðir henn- ar hafi oft stungið góðgæti að henni þegar hann kom úr kaupstað. En ekki taldi hún samt líklegt að skipbrotsmenn á leið austan úr Öræfasveit hefðu komið til þeirra. Leiðin lá ekki þar um. En hún man t.d. vel eftir því þegar spítalaskipið stóra St. Paul strandaði 1899 á Meðallandsfjöru. þetta var nýtt stórt seglskip, og Frakkar höfðu ekkert til sparað að gera það vel úr garði. Því var ætlað að sinna hinum mikla skútuflota Frakka við Island. Það var því tignarlegt skip sem þarna lagðist á hliðina í óveðri um nóttina og hvarf seinna í sandinn. Fara enn sögur af uppboðinu á Kot- eyrarfjöru, sem stóð í tvo daga, þar sem allskonar strandgóss var selt. Þetta var feikilega glæsilegt skip, segir Sigurlín mér. Hún man eftir silfurborðbúnaöi úr skipinu. Eitthvað af honum lenti m.a. heima hjá henni. Stefán Ingimundarson, sem varð hreppstjóri á eftir föður sínum, borðaði með einni af þessum silfurskeiðum úr St. Paul. Lengi átti hún sjálf tvær skeiðar, en gaffl- arnir voru ekki hentugir til að veiða með upp úr pottunum. Þeir voru svo þykkir, segir hún. Sigurlín segir að strandmennirn- ir hafi oft verið upp undir viku á bænum, en fólkið hafði lítil sam- skipti við þá. — Fólk var hikandi við að koma nálægt fötunum þeirra og rúmfötunum nema rétt til að búa um vegna „fransósunnar", sem hún segir að fólk hafi verið varað við. Hvaðan sú hugmynd kom vissi eng- inn. Líklega hefur nafnið á sjúk- dóminum bara verið sett i samband við Fransara. Menn létu sig nú samt hafa það að kaupa fötin á upp- boðunum, en þau voru mikið þvegin. Frakkarnir þóttu ekkert hreinlegir með sig og sama var að segja um Englendingana. Þurfti að halda mikið að þeim vatninu. Þeir þvoðu sér ekki um hendurnar þegar þeir komu að borða, eftir að hafa verið niðri í fjöru og hlógu bara að slíku. Það var annað með Þjóðverjana, sem alltaf þvoðu sér um hendur og fóru úr óhreinum fötum, segir Sig- urlin. Sigurlín átti nikku Sigurlín var heima í Rofabæ þar til hún gifti sig og flutti með manni sínum Eyjólfi Eyjólfssyni í bú for- eldra hans í Botnum. — Ég æddi nú ekkert út í hjónabandið, segir hún. Það hefur alltaf verið ofarlega í mér að hafa fyrir mig og mína, enda hafði ég lengi vitað hvað var að vera fátækur. Piltarnir sem maður var nú svolítið hrifin af, þeir áttu ekkert til. Og hvað höfðu þeir þá að gera með kvenmann? Líklega hefi ég bara verið ágjörn, bætir Sig- urlín við. En ef einhver þurfti á því að halda, þá var ég vön því heiman frá Rofabæ að láta af hendi rakna. Þar sáust frændur mínir lítt fyrir. Ef til dæmis kom selur, þá var selkjötið aldrei saltað þar á bæ. Bara borðað meðan það entist og gefið í allar áttir. Allir þurftu að fá af því. Þannig var móðurfólkið mitt. Mátti ekkert aumt sjá. Svo fór ég smám saman að skilja að ekki dygði slíkt fyrirhyggjuleysi. Þegar ég fór að búa, þá fannst mér ég bera ábyrgð á því að sjá fyrir vinnufólk- inu á bænum og að láta því líða vel, og sá að það yrði ekki gert nema með nýtni. Það var mín hugsun að hafa fyrir mig og mína og geta svo hjálpað svolítið. Ekki kynntist ég honum Eyjólfi heldur á böllunum. Það hagaði nú svo til að hann hafði skömm á dansleikjum. En ekki hún Sigurlín. — Svo þú varst dansfífl, eins og það er kallað? Ég átti harmoniku og kom til að spila. Eignaðist harmoníku þannig að frændi minn dró hana á tombólu I Álftaverinu. Og hann var fljótur að gefa mér hana, þegar hann kom heim. Ég kunni auðvitað ekkert að spila. En hann Jóhannes á Söndum kunni það og skrifaði nótur handa mér. Ég hafði það af að spila. Svo fór maður að læra danslög. Nei, það var ekkert útvarp. En strákarnir sem fóru í útverið lærðu þar lög og kenndu manni. Og svo spilaði mað- ur ættjarðarlög. Elín fóstursystir mín spilaði svo á móti mér og var ekkert síðri en ég. Það var ómögu- legt að þurfa alltaf að vera að spila og fá ekkert að dansa við strákana. Auk þess sem það var erfitt að spila einn klukkustundum saman. Svo við spiluðum á víxl á harmonikuna. — En þú giftist samt ekki strák- unum, sem þér þótti gaman að dansa við? Hvað hafði Eyjólfur fram yfir þá? — Éyjólfur kom á mannamót ef þurfti að segja eitthvað eða þegar sungið var. Hann var svo lagviss að ekki skeikaði. Hann þurfti ekki að dansa. Það sem ég sá við hann, var að hann var gáfaður og heiðarlegur. Og hann var líka grinsamur. Ég fór semsagt með Eyjólfi að Botnum 1918. Og við unnum þar í búi for- eldra hans, sem þar bjuggu. Hann hafði kennt og farið 3 vetur í Flensborg. Ég vildi að hann yrði kennari. Én hann vildi ekki yfirgefa foreldra sína. Raunar var hann líka mikill fjármaður. Það þurfti að ganga svo mikið við féð á hrauninu. Ég var komin að Botnum um haust- ið þegar Kötlugosið hófst. Þess- vegna er ég svo ófróð um gosið. Það sást ekki. Féö féll í Kötlugosinu — Urðuð þið þess ekki vör? — Jú, öskufall varð. Þetta var gjafajörð og féð drapst, því það var svo óhollt sem það hafði látið ofan í sig. Bústofninn fór svo að segja hjá okkur, enda var hann ekki stór. Mínar fimm kindur lifðu þó af. En á næsta bæ, Leiðvelli, féll allt féð. Og þótt þau væru sæmilega efnuð, urðu þau nú að hrekjast burt með stóran barnahóp og fá sér jörð þar sem hægara var að heyja með börnun- um. Mér er það mjög minnisstætt þegar slátrað var um haustið og ég var að þvo innyflin, að það voru smáhnyklar í allri lifrinni. — Þið fóruð svo að búa sjálf. Hvernig búnaðist ykkur? — Eyjólfur keypti Hnausana 1923. Bóndinn vildi láta hann hafa jörðina. Mér hefur aldrei fundist ég eiga heima á Hnausum, þótt mér þætti vitanlega vænt um heimilið af því að við höfðum það af að berj- ast í efni, sjá vel um fólkið og geta svo gefið þeim sem maður vissi að bjó við skort. Það var nú markmiðið í lífinu. Kannski hefði maður þó getað gefið meira. — Við höfðum alltaf mat fyrir okkar fólk, heldur Sigurlín áfram. Þarna var silungsveiði og munaði um það. Og sérstaklega hafði mað- ur nóg eftir að fór að fást eitthvað fyrir féð. Þangað til var ekki hægt | að selja neitt kjöt af þvi. Eina leiðin til að geta eignast pening var að eiga tryppi og selja fyrir peninga. Annars sáust þeir ekki. Það var alltaf gert í Rofabæ. Tamdi þá blesóttu sjálf — En þú áttir hross sjálf, hvern- ig stóð á því? — Hann pabbi minn, Sigurður Pétursson póstur, var góður maður. Hann var aldrei á okkar heimili, það var þannig lagað. En þegar hann flutti frá Hörgslandi, þá spurði einhver eftir að búið var að járna hestana til flutninganna, af hverju hann léti ekki járna hana Blesu. Og hann svaraði: Ég ætla að senda henni Línu hana. Og okkar hross voru öll út af Blesu. Ég átti orðið þó nokkur hross þegar við fór- um frá Botnum. En ég gat auðvitað ekki farið fram á að láta öll mín hross lifa. — Þér hefur þótt vænt um hest- ana. Áttirðu reiðhest? — Já, ég átti alltaf reiðhest. Mósi var lengi reiðhesturinn minn. Hann var vakur en ekki mikill hlaupa- hestur. Og þægur. Ég tamdi hann ekki. En ég tamdi merina. Þótti karlmennirnir seinir til þess. Þá var ég heima í Rofabæ. Merin var sem betur fer þæg. Ég beislaði öll hrossin og batt þau öll saman. Hafði fengið Elínu fóstursystur mína með mér til að ríða á fremsta hrossinu. Svo beislaði ég trippið og hnýtti því í aftasta hrossið. Éór svo á bak. Hryssan hoppaði eitthvað, en gat ekki mikið gert svona aftan í lestinni. Hún tók svo að róast. Þeg- ar við fórum að nálgast bæinn heima, leiddist mér að vera svona bundin aftan í, svo ég ákvað að vita hvort hryssan elti ekki þótt hún væri laus. Og ekki datt ég af baki. Hún hélt sig alltaf við lendina á aftasta hestinum. Þannig fikraði ég mig áfram. En þegar við fórum að smala kvíánum, þá hélt sú blesótta áfram að elta hestinn sem Elín var á. Mér þótti ekkert skemmtilegt að að geta ekkert annað gert en fylgja henni eftir. Það gerði nú kannski ekki svo mikið til, því enginn sá til okkar og það var enginn vandi að smala kvíánum á sléttlendinu. — Hélstu áfram að koma á bak eftir að þú fórst að búa á Hnaus- um? — Já, ég skrapp á bak. Maður þurfti að færa fólkinu mat á engjar og fór þá ríðandi. Eyjólfur var ekki eins mikið fyrir hesta og ég. Honum þótti þó vænt um hestana og þeim leið vel hjá honum eins og öllum öðrum skepnum. Við vorum auðvit- að með kýr og kindur. Vorið sem þau Eyjólfur og Sigur- lín komu að Hnausum fæddist einkasonurinn Vilhjálmur, sem nú býr á Hnausum. — Já, hann var alltaf að hugsa um okkur, segir Sig- urlin. Það er vandi eitt barn upp að ala. Og auðvitað máttum við ekki af honum sjá. Hann fór ekki að heim- an nema rétt til að læra og þá feng- inn maður að búinu á meðan. Það er ekki gott að sjá fyrir hvað er best. Þeir sem áttu 10 börn sitja nú víða einir eftir. Þegar heilsan tók að bila, þurftu þau Eyjólfur og Sigurlín að komast til læknis í Reykjavík. Eyjólfur veiktist, fór á sjúkrahús og síðan í Hátúnið. — Svo varð ég veik og var send til læknisins á Klaustri, segir Sigurlín. Ég held að lasleiki minn hafi nú stafað af því að hann Eyjólfur var farinn og ég vissi að hann mundi ekki koma aftur. Svo ég fór á eftir honum og líka í Há- tún. Okkur leið þar mjög vel, en þar má fólk ekki vera lengi. Svo við komum hingað á Elliheimilið þar sem okkur leið vel saman þar til hann dó. — Maður hefur nú lifað tímana tvenna, segir Sigurlín, sem orðin er 93ja ára gömul. Hún er mjög ákveð- in á meiningunni, mótmælir því harðlega að hún sé dugleg og harð- neitar að láta taka af sér mynd. Það er raunar ekkert nýtt. Þegar ljós- myndari frá Mbl. kom að Hnausum til að taka mynd af honum Eyjólfi með viðtali sem Matthías átti við hann, segist hún hafa þverneitað að vera með honum á myndinni. Fór bara inn í bæ og lokaði. Það sama gildi enn. Þessi mynd sem tekin var af henni í Reykjavík fyrr á árum verði að duga út ævina. Og þá verð- ur hún líka að duga í Morgunblaðið. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.