Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 iltagit Útgefandi itÞIafeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Alræði Isíðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins var grein um tímann og þar stóð með- al annars: „Maður þarf ekki að vera neinn sálfræðingur til þess að gera sér ljóst, að það er álagafjötur tímans, sem reynist meginuppistað- an í lífi okkar nú á dögum. Við látum tímann ráðskast með okkur. Hann ákveður, hvenær við hefjum vinnuna og hvenær störfum okkar lýkur. Hann ákvarðar manni stund og stað. Hann mælir afköst okkar." Undir þessa skoðun geta flestir tekið. Nú þegar verulega hefur birt af degi breyta þó margir um vinnutíma og hefja störf fyrr en í svartasta skamm- tímans deginu, einmitt í dag, 1. apr- íl, tekur ný tímaskipan gildi hjá mörgum launþegum. Almennt hefur sú þróun orðið hér á landi að menn gangi fyrr til vinnu sinnar við þjónustu- og skrifstofu- störf en áður, frátafir frá vinnu í hádeginu eru skemmri en áður og höfuð- kapp er á það lagt að komast sem fyrst heim til sín eða til tómstundaiðkana. Þessari þróun ber að fagna. „Morg- unstund gefur gull í mund“ segir máltækið og það gefur lífi flestra aukið gildi að vera ekki bundnir við vinnu sína frá morgni til kvölds. Frístundaiðnaður hvers kon- ar hefur vaxið hin síðari ár og meiri áhersla er á það lögð nú en áður að nota tómstundir til líkamsræktar og útivistar. Fáir eru í meira kapp- hlaupi við tímann en blaða- menn. Fáir eiga meira undir fjölmiðlum en stjórnmála- menn. Með þetta í huga er einkennilegt hve íslenskir stjórnmálamenn hafa lítið á sig lagt til að starfa innan þeirra tímamarka sem eðli- legt er að setja störfum blaðamanna og auðvitað eiga að taka mið af almennri þróun í þjóðlífinu. Borgar- fulltrúa í Reykjavík ætti til dæmis ekki að undra þótt illa gangi að koma yfirlýs- ingum þeirra á borgar- stjórnarfundum „glóðvolg- um“ á prent. Borgarstjórn- arfundir eru haldnir aðra hverja viku. Þeir hefjast klukkan 17 á fimmtudögum og standa yfirleitt fram á kvöld. Blaðamaður getur ekki bæði setið við að skrifa fréttir og hlustað á ræður um flókin mál. Þess vegna er lítið um fréttir af þessum fundum á föstudögum. Ekk- ert dagblaðanna kemur út á sunnudögum nema Morgun- blaðið og helgarblöðin eru yfirleitt með takmarkað fréttarými þannig að fyrir utan Morgunblaðið birta dagblöðin tiltölulega lítið af fréttum á laugardögum. Dragist frásagnir um marga daga, þótt af tæknilegum ástæðum sé, lenda þær óhjákvæmilega í undan- drætti og þá telja borgar- fulltrúar að verið sé að gera lítið úr störfum sínum. Þetta er lítið dæmi um vítahring sem myndast vegna alræðis tímans og auðveldlega mætti rjúfa með því að laga fundahöld borg- arstjórnar að nýjum tímum. Setja fund klukkan 10 að morgni og hafa lokið störf- um klukkan 15. Þá kæmist allt hið markverðasta til Sjö þingmenn úr fimm þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fram- burðarkennslu í íslenzku og málvöndun. Tillagan felur í sér að ríkisfjölmiðlar og grunnskólar auki kennslu í framburði móðurmálsins og málvöndun. Lögð er áherzla á að grundvöllur tungunnar raskist ekki, enda varði hann meginþátt íslenzkrar menningar. í greinargerð segir að ís- lenzk tunga sé svo brengluð orðin, bæði í rit- og talmáli, að markvisst og samstillt átak þurfi til að koma, ef snúa eigi vörn í sókn. íslenzk tunga er dýrmætasti fjár- sjóður okkar og varðveizla hennar mikilvægt þjóðrækn- ismál. Vitnað er til Helga Hálf- danarsonar, rithöfundar, í greinargerð. Hann segir tvö boðorð skipta mestu máli í málrækt: íhaldssemi og gíf- urleg íhaldssemi. Ennfrem- skila um kvöldið eða daginn eftir. Sama er að segja um Alþingi. Hvers vegna er nauðsynlegt að hafa lokaða nefndafundi á morgnana? Af hverju má ekki byrja þingfundi fyrir hádegi og ræðast við í nefndum síðdeg- is? Sumir sætta sig við al- ræði tímans aðrir bjóða því byrginn svona af og til. ur er vitnað til Matthíasar Jónassonar, prófessors, sem segir að „sú rót, sem allar greinar málsins vaxi af, sé tungan, hið hljómandi mál. Málið er hið sama, rétt lesið af bók og mælt af munni fram. Þannig numin lýkur tungan upp fyrir börnum og unglingum dýrasta andleg- um auði þjóðarinnar, bók- menntunum". Hér er þörfu máli hreyft. Kennslu og þjálfun í mæltu máli þarf að auka. Áheyri- legur lestur og framsögn, þar sem skýr og hljóðréttur framburður er notaður, er einkenni sannmenntaðs manns. Tungan er kjölfestan í menningu okkar og bók- menntum og megineinkenni íslenzks þjóðernis. Hana á að varðveita. Það er vissulega tímabært að snúa vörn í sókn. Alþingi ætti að samþykkja þessa til- lögu hið fyrsta. Framburðarkennsla í íslensku ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< \ Rey kj a víkur bréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 31. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Sparnadur Það er enginn vafi á því að hægt er að endurskipuleggja og hag- ræða þann veg í stjórn og starfs- háttum víða í ríkisbúskapnum að fjármagn nýtist betur; þ.e. að tryggja sömu — jafnvel betri — þjónustu með sama — eða minni — tilkostnaði. Öll viðleitni til sparnaðar, sem byggist á endur- skipulagningu og breytingum, mætir andófi kerfiskarla og tregðulögmáls. Það er því oftar en hitt nauðsynlegt að fylgja slíkum breytingum fram með skjótum hætti, þó að baki þurfi að búa vandleg athugun og yfirvegun. í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar, sem mynduð var 26. maí 1983, stendur m.a.: „Til að gera stjórnkerfið virkara og bæta stjórnarhætti mun ríkis- stjórnin beita sér fyrir breyting- um á stjórnkerfinu. Markmið slíkra stjórnkerfis- breytinga er að einfalda opinbera stjórnsýslu, bæta hagstjórn og samræma ákvarðanir i opinberri fjárfestingu, draga úr ríkisum- svifum og efla eftirlit löggjafar- valds með framkvæmdavaldinu. M.a. verði: • 1) Lagt fyrir Alþingi frumvarp að nýjum lögum um Stjórnarráð íslands. , • 2) Ríkisendurskoðun breytt þann veg, að hún heyri undir Al- þingi. • 3) Rekstrarlegt eftirlit með ríkisfyrirtækjum eflt, t.d. með auknu markaðsaðhaldi. • 4) Stefnt að því að auka útboð við opinberar framkvæmdir." Hér er stefnan rétt út stungin, þó enn skorti nokkuð á fram- kvæmdina. Starfsferill stjórnar- innar er ekki langur svo of snemmt er að staðhæfa um van- efndir. Hinsvegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið og í tíma framfylgt. Það gengur tölvu- og tæknivæð- ing yfir hinn vestræna heim — og nauðsynlegt er að ganga í takt við tímann inn í framtíðina, einnig þegar horft er til ríkisbúskapar- ins. Þar mega ekki þrándar tregðulögmáls standa í götu nauðsynlegrar framvindu. Óhjákvæmilegt er að víðtæk endurskipulagning og hagræðing fylgi þessari framvindu, til þess að tryggja það að skattpeningar fólks nýtist sem bezt. Það er ólíklegt að æskileg endurhæfing i ríkisbúskapnum „komi innan frá“. Skrifræðið, sem hert hefur tök sín í kerfinu, drekk- ir, ef að líkum lætur, slíkum breytingum í skjalabunkum og skýrsluhaugum. Þessvegna verða stjórnmálamenn að taka frum- kvæðið úr hendi embættismanna. Hér hafa vaxið úr grasi velmet- in ráðgjafarfyrirtæki sem gagnazt geta í úttekt á rekstri og ráðgjöf um hagræðingu, engu síður þegar opinberar stofnanir eiga í hlut en einkarekstur. Það fer vel á því að láta sérhæfðan og utanaðkomandi starfskraft fara ofan í sauma á opinberum stofnunum, á faglegan og heiðarlegan hátt, og gera tillög- ur um betrumbætur. Fagleg út- tekt af þessu tagi má gjarnan fara fram með reglulegum hætti, t.d. á 10 eða 15 ára frelsi, í stofnunum sem velta stærstu fjárfúlgunum úr vasa vinnandi fólks. Það er nauðsynlegt að halda uppi ströngu aðhaldi í ríkisbú- skapnum. Enn nauðsynlegra er að skapa hvata til hagræðingar inn- an hans sjálfs. Ríkisstofnun, sem t.d. skilar tiltekinni starfsemi og þjónustu innan þess fjárlaga- ramma sem hún er sett í, á að fá ráðstöfunarrétt á a.m.k. hluta „eftirstöðva", t.d. til að bæta starfsaðstöðu með nýjum tækjum. Óbreytt kerfi kemur í vissu tilfelli út sem refsing í garð góðrar stjórnunar í ríkisbúskapnum. Hús sem aldrei sefur Sjúkrahús eru tungutöm þeim sem um sparnað tala í ríkisbú- skapnum. Vissulega má hagræða mörgu í þeim rekstri, sem öðrum, og æskilegt er að fá faglegan og kostnaðarlegan samanburð mis- munandi rekstrarforma heilbrigð- isstofnana. Á hitt skortir að fólk almennt geri sér næga grein fyrir því, hve víðfeðm og fjölþætt starf- semi fer fram á einu og sama sjúkrahúsinu. Rúm og hlustunartæki læknis koma í huga flestra þegar sjúkra- hús kemur til umræðu, en fátt annað. En sjúkrahús er í raun miklu meira; heimur út af fyrir sig; hús sem aldrei sefur og hýsir fjölþættara starf en flest önnur mannvirki. Landspítali, svo dæmi sé tekið, er samheiti fjölmargra stofnana: handlækningadeildar, lyflækn- ingadeildar, geðdeildar, barna- spítala, öldrunarlækningadeildar, gjörgæzludeildar, taugalækninga- deildar, röntgendeildar, kvenna- deildar, sængurkvennadeildar, blóðbanka, eðlisfræði- og tækni- deildar, sótthreinsunardeildar, margs konar rannsóknarstarfsemi — og fjölmargt er enn ótalið. Starfslið Landspítala er jafn fjöl- mennt og íbúar fámennari kaup- staða í landinu. Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, sem er ein deild Landspítala, annast vefjarann- sóknir, krufningar, litningarann- sóknir, réttarlæknisfræði og frumulíffræði. Hér er um þjón- ustu að ræða á ýmsum sviðum, sem hvergi er að hafa annarsstað- ar hérlendis, og er unnin fyrir sjúkrastofnanir vítt um land. Þessi starfsemi er oftlega hluti af læknismeðferð, sjúkdómsgrein- ingu, sem haft getur úrslitaþýð- ingu fyrir sjúkling, hvort hægt er að koma honum til bata. Hér verður, til fróðleiks, vikið lítillega að einum þætti í starf- semi rannsóknarstofunnar, litn- ingarannsóknum, sem hófust hér 1967 og hafa alfarið verið á vegum þessarar stofnunar síðan 1976. Fyrst í stað var nær eingöngu um að ræða litningarannsóknir á blóði, en árið 1978 hófust litn- ingarannsóknir á legvatni frá þunguðum konum, sem unnar eru í samvinnu við kvennadeild Landspítala. Slíkar rannsóknir voru 850 á sl. ári. Þær hafa marg- víslegt gildi og eru notaðar til sjúkdómsgreininga og unnar að beiðni lækna á heilbrigðisstofnun- um landsins. Einn þáttur þeirra er fósturgreining hjá þunguðum kon- um, þegar hætta er taiin á því að um vanskapað fóstur geti verið að ræða, en hætta á slíku vex eftir því sem aldur móður er hærri. Það getur verið ábyrgðarhluti að draga úr starfsemi — spara — þegar starfsemi af þessu tagi á í hlut. Einn þáttur frumulíffræðinnar er mæling viðtaka-proteina, sem er eitt af því nauðsynlegasta sem gera þarf áður en ákvörðun er tek- in um meðferð á krabbameini i brjósti. Hér er dæmi um annan starfsþátt, sem orðið sparnaður á illa heima í, ekki sízt þar sem hann er unninn við þröngan kost. Á þessu sviði er og eini vísinda- þáttur stofnunarinnar — og Landspítalinn á þó að heita há- skólasjúkrahús. Rannsóknir tengjast og fyrirbyggjandi aðgerð- um í heilsugæzlu sem víðast er lögð á vaxandi áherzla. Það er erfitt að meta arðsemi heilbrigðisþjónustu. fslendingar verða allra karla og kerlinga elzt- ir, sem er mælikvarði út af fyrir sig. Lengri starfsævi og færri veikindadagar skila þjóðarbúinu meira vinnuframlagi, bæði hugar og handa. Heilsan er og hverjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.