Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Litli liósálfurinn hefur sannað ágæti sitt á íslandi. Litll ijósálfurinn gefur þér góða birtu við bóklestur án þess að trufla aðra, frábær i öll ferðalög og sumarbústað- inn. Kjörin gjöf. Utll IJósálfurlnn er léttur og handhægur, getur jafnt notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig fást geymslutöskur. Lltll IJósálfurlnn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun og í Borgartúni 22. HILDA Það er hægt aö kaupa húsgögn og fá þau afhent samdægurs, — fá uppl. um verö og gæöi og fá sendan myndalista á meöan Auto ’84 stendur yfir í Húsgagnahöllinni. Hringdu í þjónustusíma okkar Afgreiðsla og afhending húsgagnanna fer fram sam- dægurs, greiðsla ýmist við afhendingu eða í pósti. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA HÚSCAGNAHÖLLIN BfLDSHÖFÐA 20 -110 RPVKJAVÍK « 91-81199 oa B141C AFTUR í ALDIR Þorgerðr upp í hvílugólfit ok lét loku fyrir hurðina. Lagðist hon niðr í aðra rekkju er þar var. Þá mælti Egill: „Vel gerðir þú, dóttir, er þú vill fylgja feðr þínum. Mikla ást hefir þú sýnt við mik. Hver ván er, at ek mun lifa vilja við harm þenna?" Síðan þögðu þau um hríð. Þá mælti Egill: „Hvat er nú, dóttir, tyggr þú nökkur?" „Tygg ek söl,“ segir hon, „því at ek ætla at mér muni þá verra en áðr. Ætla ek ella, at ek muna of lengi lifa.“ „Er þat illt manni?“ segir Egill. „Allillt," segir hon, „villtu eta?“ „Hvat mun varða?“ segir hann. En stundu síðar kallaði hon ok bað gefa sér drekka. Síðan var henni gefit vatn at drckka. Þá mælti Egill: „Slíkt gerir at, er söl- in etr, þyrstir æ þess at rneir." „Viltu drekka faðir?“ segir hon. Hann tók við ok svalg stórum, ok var þat í dýrshorni. Þá mætli Þor- gerðr: „Nú erum vit vélt. Þetta er mjólk.“ Þá beit Egill skarð ór horninu, allt þat er tennr tóku, ok kastaði horninu síðan. Þá mælti Þorgerðr: „Hvat skulum vit nú til ráðs taka? Lokit er nú þessi ætlan. Nú vilda ek, faðir, at við lengðim líf okkar svá at þú mættir yrkja sem síðan deyjum vit, ef okkr sýn- ist. Seint ætla ek Þorstein, son þinn, yrkja kvæðit eftir Böðvar, en þat hlýðir eigi, at hann sé eigi erfðr, því at eigi ætla ek okkr sitja at drykkjunni, at hann er erfiðr." Egill segir, at þat var þá óvænt, at hann myndi þá yrkja mega, þótt hann leitaði við, — „en freista má ek þess,“ segir hann. Egill hafði þá átt son, er Gunn- arr hét, ok hafði sá ok andazt litlu áðr. Ok er þetta upphaf kvæðis: „Mjök erum tregt tungu at hræra ... “ o.s.frv. „Egill tók at hressast, svá sem fram leið að yrkja kvæðit, ok er lokit var kvæðinu, þá færði hann þat Ásgerði ok Þorgerði ok hjón- um sínum. Reis hann þá upp ór rekkju ok settist í öndvegi. Kvæði þetta kallaði hann Sonatorrek" (5) . Frásögn þessi bregður upp svip- mynd af djúpu þunglyndiskasti ásamt helstu einkennum þess og af því tagi sem brýst oft út í sam- bandi við ástvinamissi. Egill leggst í rekkju og ætlar bersýni- lega að svelta sig i hel. Raunar hefir birst sú skoðun, að Agli hafi aldrei til hugar komið að „flýja af hólmi lífsins" með því að svelta sig j til bana. Hann hafi lokað sig inni í rekkju sinni og hvorki neytt svefns né matar til að „magna anda sinn, heyja glímu við óðinn, geta ort sér til huglausnar", jafn- vel heimamenn hans á Borg hafi ekki skilið hvað hann væri að gera (6) . Vel má vera að hægt sé að gæða hátterni Egils Skallagríms- sonar svo rómantískum skilningi, þótt sultur hafi yfirleitt ekki þótt vænleg leið til andagiftar. En þá væri líka allt framferði Egils helber leikaraskapur og lítt í sam- ræmi við hugarstríð hans yfir líki sonar síns. Viðbrögð Ásgerðar, konu Egils, bera þess hins vegar greinileg merki, að hún hafi talið hér hættu á ferðum. Hún þekkti betur skap- lyndi Egils en aðrir og hafði ein- mitt sjálf valdið honum þunglynd- iskasti, þegar hún hafnaði umsjá j hans eftir dauða Þórólfs manns síns. Þá tók „Egill ógleði mikla, I sat oft og drap höfðinu niður í feld I ■ ■■■ ( sinn“. Einmitt þess vegna skynjar Ásgerður af kvenlegum næmleika, að hún stendur Agli of nærri til- finningalega til þess að geta haft áhrif á hann í þessu sjúklega ástandi. Á þriðja degi bregður hún á það ráð að leita ásjár Þorgerðar, dóttur sinnar, en hún var gift kona í Hjarðarholti og löngu vaxin frá Agli, föður sínum. Sendimaður Ásgerðar „reið sem ákaflegast vestur í Hjarðarholt", svo að mik- ið hefir þótt liggja við, og kom hann þangað „um nónskeið". Jafn- skjótt og Þorgerður spyr tíðindin, lætur hún söðla sér hest og ríður ásamt tveim fylgdarmönnum „um kvöldið og nóttina" uns hún kemur til Borgar. Þorgerður undirstrikar enn frekar f frásögninni hversu brátt var brugðist við. Þorgerður hefir engin umsvif við komuna að Borg, heldur tekur strax til við meðferð á Agli og gengur síðan markvisst til verks. Það er eftirtektarvert að hún viðhefur sams konar tilburði gagnvart Agli og nú á tímum þykja vænlegastir til árangurs í geðlækningum og eru í reyndinni forsenda þess að terapeutisk breyting eigi sér stað, þ.e. að sjúklingurinn losni við einkenni sín og verði aftur samur og jafn fyrir tilverknað meðferðarinnar. Raunar stefnir hvers konar við- talsmeðferð að þessu marki og í því skyni hafa fjölmargar slíkar aðferðir sprottið upp í seinni tíð. Höfundar þeirra eiga það allir sameiginlegt að rökstyðja notkun aðferðanna með sálfræðilegum skýringum eða jafnvel kenninga- kerfum, sem þeir telja að eigi mesta hlutdeild í hinni terapeut- isku breytingu, enda státa þeir flestir af árangri hjá 70—80% sjúklinga. Rannsóknir hafa hinsvegar leitt í ljós, að terapeutisk breyting á sér ekki stað fyrir tilstuðlan sál- fræðilegrar skýringar, sem er í raun réttri goðsaga (7) — heldur fyrir áhrif ákveðinna tilburða í samskiptum sjúklings og lækn- anda, og ræðst þetta samskiptam- ynstur í meginatriðum af kring- umstæðum meðferðarinnar og at- ferlisháttum geðsjúklinga yfir- leitt. Hér er því umfram allt á fer- ðinni samskiptalegt atferli (communicative behavior) (8) og verður þetta mynstur að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að terape- utisk breyting eigi sér stað. Mik- ilvægust þeirra eru þessi: a) Læknandinn ræður alltaf ferð- inni, beint eða óbeint, vitandi eða óafvitandi. b) Læknandinn gengst inn á ein- kenni sjúklingsins og lætur hann halda þeim áfram, en set- ur honum jafnframt þolraun (ordeal) að þreyta með sér og ræðst hún af þeirri mótspyrnu sem sjúklingurinn veitir. Þegar sjúklingurinn hefur yfirstigið raunina, hefir terapeutisk breyting farið fram og sjúkl- ingurinn losnað við einkenni sín (8). Þolraunin ber í sér þversögn í meðferðinni (therapeutic paradox) því að þar er jafnframt stefnt að aflétti einkennanna og bættri líð- an sjúklingsins. Hins vegar er auðvelt að skoða þetta mynstur að verki í dáleiðslu, þar sem inn- leiðslan í transinn byggist að miklu leyti á þversögnum, mót- staða sjúklingsins er nýtt i hans eigi þágu og hægt er að framkalla terapeutiska breytingu á nokkrum mínútum. Allar geðlækningarað- ferðir hafa í rauninni dáleiðsluna að fyrirmynd um samskipti lækn- anda og sjúklings (8). Þorgerður hefur meðferð sína með því að gangast inn á þau ein- kenni Egils að svelta sig til bana og gefur þar með í skyn að hún ætli að láta hann halda þeim ein- kennum áfram (paradox). Hún gengur meira að segja sjálf inn í einkenni hans og segist ætla að fara sömu leið og hann. Við þessa yfirlýsingu verður Agli svo hverft, að hann sprettir frá lokunni svo að Þorgerður kemst upp f hvílu- gólfið og leggst þar í aðra rekkju við hliðina. Með þessari athöfn kemst hún f beint og náið sam- band við hann og þar með er fsinn brotinn til frekari aðgerða. Því næst beitir hún Egil brögðum svo að hann megi nærast, en næring er vitaskuld fyrsta skilyrðið til að koma sveltandi sjúklingi úr bráðri lífshættu. I bragði Þorgerðar felst jafnfram útsmogin terapeutisk erting því að bragðið reitir Egil til reiði, hann „beit skarð úr horninu allt er tennur tóku“ og kastaði síð- an. En slík reiðiviðbrögð eru jafn- an fyrstu merki um breytingu til batnaðar hjá þunglyndissjúkling- um (9). Þegar Þorgerður hefur bjargað Agli úr bráðri lífshættu og fengið hann til að bregðast við tilfinn- ingalega, leggur hún fyrir hann raun með því að hvetja hann til að yrkja kvæði og notfærir sér þar með óbeint þá mótstöðu sem felst í athafnaleysi hans og einangrun. Samtímis lætur hún hann halda einkennum sinum með því að gefa í skyn að á eftir muni þau bæði deyja „ef okkur sýnist“ og býðst til að rista kvæðið jafnóðum á keflið til að halda honum þar með örugg- lega við efnið. Egill maldar fyrst í móinn og ber við getuleysi að hætti þung- lyndissjúklinga, en þegar Þorgerð- ur skírskotar til siðferðisskyldu hans gagnvart Böðvari, þá lætur hann til leiðast að „freista þess“ og yrkir þá Sonatorrek. Sonatorrek er talið eitt merki- legasta kvæði f bókmenntum nor- rænna þjóða á miðöldum, því að þar er í fyrsta skipti gert að yrkis- efni persónulegt tilfinningalff höf- undarins sjálfs (6). Kvæðið er ein- ungis varðveitt í pappírshandriti frá 17. öld og samkvæmt sagn- festukenningunni fslensku á það að hafa gengið í munnmælum í 300 ár áður en það var upphaflega fært í letur á öndverðri 13. öld, þegar Egils saga var sett á bók. „Lætur þó að líkum að margt hafi brenglast, er kvæðið geymdist fyrst í manna minni um þriggja alda skeið og síðan selflutt í upp- skriftum í fjórar aldir" (10). Kvæðið er samansett af 25 vísum, ortum undir kviðuhætti, og lætur nærri að önnur hver þeirra hafi afbakast svo mjög í meðförum að torvelt er að ráða í merkingu heilla vísuorða, einkanlega heita og kenninga. Fræðimenn hafa að vísu reynt að lagfæra textann, hver eftir sinni hugkvæmni, en slíkur samsetningur hlýtur að orka tvímælis, þar sem uppruna- legi textinn verður auðvitað aldrei leiðréttur með tilgátum. Þegar á hinn bóginn öllum torskildum orð- um og kenningum er sleppt og ein- ungis látin standa þau vísuorð sem nútímamenn fá skilið án frek-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.