Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 45 (U.S. Marines) kæmu frá bæki- stöðvum í Norður-Karólínu. Atlantshafsherstjórnin leggur höfuðkapp á að geta ráðið lögum og lofum í Noregshafi á stríðstím- um, það er að segja á svæðinu milli íslands og Noregs og þar fyrir norðan. Af talsmönnum SACLANT hefur þessu verið lýst á þennan veg: „Án yfirráða í Nor- egshafi getur SACLANT ekki veitt SACEUR nægilega aðstoð. Þessi yfirráð eru forsendan fyrir því að SACLANT komi þeim liðsauka á land í Noregi sem getur haldið uppi vörnum í landinu, þau eru jafnframt forsendan fyrir því að unnt sé að verja ísland, stöðva og berjast við sovésk herskip og kaf- báta áður en þeir komast út á Atl- antshaf og nýta orrustuþotur um borð í flugvélamóðurskipum með þeim hætti að þær ógni bæki- stöðvum Sovétmanna á Norður- slóðum." Um borð í sóknarflotanum Til þátttöku í flota- og heræf- ingunum að þessu sinni var blaða- mönnum stefnt til Þrándheims hinn 12. mars. Þar var hópnum skipt í tvennt. Sumir fóru iandveg er í raun fljótandi stjórn- og fjar- skiptastöð með þyrluþilfari. Allt frá því skipið lagði upp frá Nor- folk var sovéskt njósna- 0g hje?- unarskip í humátt á ertir pvi sáum við það hringsóla um sókn- arflotann. í sóknarflotanum voru skip frá níu NATO-ríkjum og var verkaskipting milli flotaforingj- anna, þannig stjórnuðu Bretar til dæmis gagnkafbátahernaði. Á blaðamannafundi um borð í Mount Whitney lýstu flotaforingj- arnir því að ferð skipanna hefði gengið mjög vel og sóknarflotinn hefði varist „óvininum" svo vel að með ólíkindum væri. NATO hefði aldrei sent jafn öflugan flota í slíkan leiðangur og var helst að skilja að hann væri því sem næst ósigrandi. Illustrious sigldi með fylgdar- skipum norður á milli Færeyja og fslands, en meginflotinn var í um það bil tvö hundruð mílna fjar- lægð frá strönd Noregs. f „hliðinu" milli Færeyja og Islands hafði „óvinurinn" myndað kafbátagirð- ingu, sem megnaði þó ekki að stöðva Illustrious. Joseph Metcalf sagði, að þó kynni einu fylgdar- skipanna að hafa verið sökkt í „át- ökum“ á þessum slóðum. Sjálfur dró hann þó þá fullyrðingu kafbátaforingjanna í efa og sagði, Séð yfir þyrluþilfarið á landgöngu- og þyrluskipinu Fearless. Frá blaðamannafundi um borð í stjórnskipinu Mount Whitney. Fyrir miðju situr Joseph Metcalf, yfirmaður sókp.arflotans, en honum til beggja handa flotaforingjar og yfirmenn landgönguliðanna. (Ljósm. Mbi. Bj.Bj.) norður á bóginn og fylgdust þar með æfingum hraðliðs NATO og norskra hersveita. Með aðra var flogið í þyrlu út til sóknarflotans sem var í mynni Þrándheims- fjarðar. Þar voru einnig fluttir um borð í skipin breskir og hollenskir landgönguliðar sem höfðu verið við æfingar í Norður-Noregi í þrjá mánuði. Auk þess bættust þunga- vopn úr birgðastöðvum þarna við hinar gífurlegu vopnabirgðir sem þessir 11.600 landgönguliðar fluttu með sér. Bandarísku landgönguliðarnir voru fjölmenn- astir, eða tæplega 9.000, og höfðu þeir verið meira en mánuð í skip- unum, eða frá því þau lögðu upp frá austurströnd Bandaríkjanna. Skipin fóru yfir Atlantshaf fyrir sunnan Azoreyjar og tóku síðan stefnuna til Plymouth í Bretlandi, héldu þaðan milli ír- lands og Bretlands, sigldu austur með Skotlandi og á þeim slóðum bættust evrópsk herskip í hópinn. Opinberlega var sagt að í flotan- um væru 150 skip og sér til varnar hefði hann 300 flugvélar. Banda- ríska flugmóðurskipið Indepen- dence var stærst skipanna. Það kom aldrei mjög nærri landi, enda hlutverk þess að vera utan við meginflotann og halda „óvinum“ í hæfilegri fjarlægð. Breska flug- móðurskipið Illustrious hélt uppi gagnkafbátaaðgerðum fyrir sókn- arflotann og naut við það aðstoðar frá flugvélum í landi, en í þeim hópi voru Orion-vélar bandaríska varnarliðsins á Keflavikurflug- velli. Joseph Metcalf, undiraðmíráll, yfirmaður annars flota Bandaríkj- anna, stjórnaði sóknarflotanum frá skipinu Mount Whitney, sem að endanleg niðurstaða yrði að bíða úrskurðar dómaranna í æf- ingunni. Flotaforingjarnir vildu ekki segja hve margir kafbátar tækju þátt í æfingunni, þeir skiptu nokkrum tugum. Þegar við spurð- um hve sovéskir kafbátar á þess- um slóðum væru margir, var svar- ið á þá leið, að þeir skiptu einnig nokkrum tugum, en Metcalf bætti því við, að væru þeir fleiri, gætu landgönguliðarnir næstum stiklað á þeim í land. Sovéskar eftirlits- og sprengjuvélar af Bear-gerð, sem eru tíðir „gestir" í nágrenni íslands, sveimuðu yfir og í ná- grenni við flotann. Fimm til sex sovésk njósnaskip voru á svæðinu og skammt fyrir norðan Hjalt- landseyjar hitti Independence sov- éskan tundurspilli af Kresta II- gerð fyrir. Frá Independence sáu menn mikinn reyk leggja upp frá tund- urspillinum og héldu að kviknað hefði í honum. Voru flugvélar sendar á vettvang og Sovét- mönnum boðin aðstoð. „Sjómenn óttast ekkert jafn mikið og eld um borð í skipi sínu,“ sagði Metcalf. Við blaðamennirnir höfðum heyrt_ að byssur hefðu verið mannaðar um borð í sovéska tundurspillin- um, þegar bandarísku flugvélarn- ar nálguðust hann. Metcalf kann- aðist ekki við það, en sagði, að sov- éski skipstjórinn hefði afþakkað alla aðstoð og eftir tvo tíma eða svo hefði reykurinn horfið. Okkur var sagt af fleirum en einum, að það væri ekki óalgengt að sjá slík reykský stíga upp af Kresta II- tundurspillum og töldu menn að það stafaði af ketilbilun. (l.jósm. Mbl. Bj.Bj.) Myndin er tekin um bord í breska landgöngu- og þyrluskipinu Fearless þegar það er að taka eldsneyti á hafi úti. Unnið er að því að tengja olíuleiðslu á milli Fearless og birgðaskipsins. Leiðslan hefur þegar verð tengd yfir í bandaríska landgöngu- og þyrluskipið Saipan sem er handan við birgðaskip- ið. Flotaforingjarnir voru ánægðir með hve Sovétmenn sýndu ferðum þeirra mikinn áhuga. Sovésk skip og flugvélar ykju á fjölbreytni æf- ingarinnar og Sovétmenn hefðu ekki nema gott af því að kynnast þessu ógnarafli NATO, það ætti að stuðla að því að halda þeim í skefjum. Þeir töldu mun erfiðara að verja Noregshaf en sækja inn á það. Sóknarflotinn gæti valið sér þá leið sem hann teldi hentugasta hverju sinni. Hann væri sjálfum sér nógur og mætti halda honum úti vikum ef ekki mánuðum saman ef nauðsyn krefði. Þá væru allar aðstæður í Noregi þannig að miklu betra væri að verjast þar en gera árás. Að mati herfræðinga væri næsta vonlítið fyrir Sovétmenn að halda yfirráðum á Noregshafi nema þeim tækist í upphafi Kern- aðarátaka að leggja undir sig flugvelli í Norður-Noregi og koma í veg fyrir að NATO gæti haft not af íslandi. Breski flotinn heimsóttur Eftir blaðamannafundinn lent- um við sem áttum að skýra frá honum í töluverðum vandræðum, því að frá bandaríska skipinu Saipan þar sem við dvöldumst var ógjörningur að senda fréttir. í stuttu máli sagt virtist bandaríski flotinn ekki ráða yfir neinum þeim búnaði sem gerði blaðamönnum kleift að hafa samband við um- heiminn. Kom þetta okkur í opna skjöldu, en þá var rifjað upp að það var einmitt Joseph Metcalf sem stjórnaði flotanum sem Bandaríkjamenn sendu til Gren- ada á liðnu hausti. Þótti sú herför ekki til fyrirmyndar af fjölmiðlum þar sem þeir gátu ekki sagt frá henni fyrr en að iandgöngu lok- inni. Breski flotinn þótti einnig harður af sér gagnvart blaða- mönnum í átökunum um Falk- landseyjar, en frá skipum hans geta menn þó sent fréttir til um- heimsins. Landgöngu- og þyrluskipið Fearless var stjórnskip Breta í sóknarflotanum og þangað vorum við fluttir í þyrlu til fundar við foringja í breska flotanum og landgönguliðinu. Hið fyrsta sem við sögðum þegar um borð var komið, var að allt annað yrði að víkja þar til fréttir hefðu verið sendar. Athyglisvert var hve allt gekk fljótar fyrir sig hjá Bretum en Bandaríkjamönnum. Við vorum ekki fyrr búnir að taka af okkur björgunarvestin og komnir úr flotbúningunum sem Bretar skip- uðu okkur að klæðast í þyrlum sínum (Bandaríkjamenn notuðu aðeins björgunarvesti og hlífð- arhjálma gegn hávaða), en okkur SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.