Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 23 Hjólaleikhúsið hans Charlot nýtur mikilla vinsælda í Frakk- landi um þessar mundir. Charlot skapaði sitt eigið leik- hús og býr sjálfur til alla leik- þætti sem hann sýnir, auk þess sem hann hannar öll leiktjöld. Ástæðan fyrir því að hann fór út í sitt eigið fyrirtæki eftir leik- listarnám var einfaidlega sú að honum fannst hlutverkin sem hann fékk leiðinleg. Honum fannst hann aldrei segja neitt af viti í þeim. Hann tók sig þá til og smíðaði sitt eigið leikhús. Hjólið fann hann í Englandi og kerruna í Frakklandi. Síðan settist hann niður og tók að semja leikþætti og það virtist honum einkar lag- ið. Hann var ekki í vandræðum með að semja. Hann er með verk, sem höfða jafnt til barna og fullorðinna. Börnin dást gjarnan að húsinu hans og brúð- unum, enda er hann sjálfur tölu- verður sprellikarl, og hlæja börnin gjarnan að háttalagi hans. En hinir fullorðnu leggja hlustir við því sem hann segir. Vinsælasta verkið sem hann hef- ur samið er sagan af krókó- dílnum. Charlot hefur sýnt í Hollandi og Englandi við góðar undirtektir, en núna er hann á ferðalagi um Frakkland. Þegar hann hefur tíma situr hann við skriftir á litla sveitabænum sem hann á ekki langt frá París, en það er víst lítið um skriftir þessa dagana hjá honum þar sem hann er fullbókaður fram í tímann. Reiðhjólaleikhúsið hans Charlots Endurskoðun hf.: Raunverð hlutabréfa getur verið annað en bókfært verð Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Endurskoðun hf., Guðna S. Gústafssyni og Ólafi Nilssyni, löggiltum cndurskoðendum: „Vegna frásagnar í fjölmiðlum af meðferð hlutabréfaeignar Flugleiða í Arnarflugi í ársreikn- ingi félagsins, viljum við endur- skoðendur félagsins taka þetta fram: Hjá Flugleiðum hefur hluta- bréfaeign í hlutdeildarfélögum verið færð í ársreikninga félagsins með sama hætti allt frá árinu 1980. Hér er stuðst við alþjóðlega reikningsskilaaðferð, sem nefnd hefur verið hlutdeildaraðferð og er ætlast til að félagið noti þessa aðferð í ársreikningum sínum, sem notuð er af erlendum lána- stofnunum og í öðrum alþjóðavið- skiptum. Þessi reikningsskilaað- ferð er ekki algeng í íslenskum fyrirtækjum. Samkvæmt þessari aðferð breytist bókfært verð slíkrar hlutabréfaeignar í samræmi við afkomu hlutdeildarfélags og breytinga á bókfærðri eiginfjár- stöðu þess. Þannig hefur bókfært verð hlutabréfaeignar í Arnar- flugi áður verið hækkað vegna jákvæðrar afkomu en er nú lækk- að vegna neikvæðrar afkomu á ár- inu 1983. Hlutabréfaeignin er ekki færð úr bókum Flugleiða, heldur breytist bókfært verð hennar í samræmi við bókfært eigið fé hlutdeildarfélagsins. Þetta er tímabundin ráðstöfun og getur breyst þegar á næsta reikningsári. Flugleiðir eiga nú um 40% hlutafjár í Arnarflugi og hafa tvo af fimm stjórnarmönnum. Þeir höfðu upplýsingar um afkomu og eiginfjárstöðu Arnarflugs á árinu 1983 og á þeim er byggð sú ákvörðun stjórnenda Flugleiða að færa niður bókfært verð hluta- bréfaeignar í Arnarflugi í sam- ræmi við þá reikningsskilaaðferð, sem áður er lýst. Ljóst er að raunverð hlutabréfa- eignar getur verið annað en bók- fært verð hennar. Raunverðið ræðst meðal annars af markaðs- verði eigna viðkomandi félags á hverjum tíma og framtíðarhorfum í rekstri þess. Með framangreindri reikningsskilaaðferð hefur ekki verið lagt mat á raunverðmæti hlutabréfa í Arnarflugi." Siguröur Eyþórsson sýnir í Ásmundarsal SÍDASTA sýningarhelgi á sýningu Sigurðar Eyþórssonar listmálara stendur nú yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu, en sýningunni lýkur 3. apríl næstkomandi. Meðal verka Sigurðar eru bæði teikningar og málverk, nokkur málverk máluð með egg-tempera aðferðinní, en það er 16. aldar tækni sem Sigurð- ur einn málara hérlendis hefur sérhæft sig í. Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskólanum 1971 hefur Sigurður numið við Listaaka- demínuna í Stokkhólmi og í Austurríki. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að það sérstæða við egg-tempera aðferðina væri birtan og skerpan sem þessi að- ferð skilaði. Meðfylgjandi mynd er af Sig- urði Eyþórssyni við ófullgert málverk. Hagnýt og falleg fermingargjöf Message skólarttvél með eða án rafmagns • Sterkar • Skýrt letur • Einfaldar • Léttar • Ódýrar • í handhægum töskum Söluaðilar: Penninn, Hallarmúla Bókval, Akureyri Aöalbúðin, Siglufirði Bókaversl. Andrésar Níelss., Akranesi wMI CHP Bókaversl. Jónasar Tómassonar, ísafirði Bókaversl. Sigurbjörns Brynjólfss., Hlöðum Bókaversl. Þórarins Stefánss., Húsavík Kjarni, Vestmannaeyjum K.S., Sauðárkróki Radíóver, Selfossi Stapafell, Keflavík Versl. Valberg, Ólafsfirði. w Ife. SKRII FSTI ofuvélar h.f. ^ : x ' Hverfisgótu 33 — Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.