Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 48
Opið alla daga fré kl. 1145—2130. AUSTURSTrVFTI 22. HNSTRÆTI SIMI1T633 Austurstræti 22 (Innstræti). Opið ðll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvök). <7 Austurstræti 22 (Innstræti). SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Avísanirnar sem stolið var frá ÁTVR: 50—60 þúsund vantar NÚ HAFA skilað sér rúmlega 300 þúsund kr. af ávísunum þeim, sem eyðilagðar voru í kjölfar ránsins frá ATVR á Laugaveginum og vantar þá milli 50—60 þúsund kr. á að allt skili sér. Það eru bæði fyrirtæki, ein- staklingar og veislustaðir, sem voru útgefendur þessara ávísana. Einar Olafsson, útibússtjóri hjá ÁTVR á Lindargötu, sagði í sam- tali við blm. Morgunblaðsins að flestir viðkomandi hefðu hringt og látið vita að þeir hefðu greitt með ávísun og myndu koma borga á nýjan leik, frumkvæðið hefði í flestum tilfellum komið frá fólk- inu sjálfu. Þarna væri um að ræða drengskap þess fólks, sem hefði notið þess trausts að fá að greiða með ávísunum og sem reyndi ekki að sleppa við að greiða það, sem því bæri, með því að færa sár í nyt ófarir annarra. Dalvík: Rækjuvinnsla hafin á ný Dalvík, 28. mars. RÆKJUVINNSLA er hafin ad nýju í verksmiðju Söltunarfélags Dalvíkur. Vinnsla á rækju hefur legið niðri hjá verksmiðjunni í nokkur ár og var bú- ið að selja vélar. Nú með aukinni sókn og góðum rækjuafla var keypt rækjupillunarvél að nýju í verksmiðj- una til að vinna rækju og þurfa nú Dalvíkingar ekki lengur að sjá af öll- um rækjuafla í burt frá staðnum. Auk togara Söltunarfélags Dal- víkur, Dalborgar, landa hjá félag- inu Bliki frá Dalvík og Sólfell frá Hrísey. Það sem af er hefur Dal- borg þegar fengið 200 lestir, Bliki 120 lestir og Sólfell milli 40—50 lestir. Fréttaritarar. Ahöfnin á Feng (frá vinstri); Halldór Lárusson skipstjóri, Jens Andrésson 1. vélstjóri, Sigurjón Gunnarsson matsveinn, Guðmundur M. Kristjánsson stýrimaður, Jóhannes Guðmundsson verkefnastjóri og Julio Goto 2. vélstjóri. Fengur úr fyrstu veiðiferðinni ■'*r— Kolungarvík, 29. mars. M/B FENGUR, skip það sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og á að sinna þróunarverkefni á Grænhöfðaeyjum, kom hingað til Bolungarvíkur í morg- un eftir sína fyrstu veiðiferð. Afli skipsins var 15 lestir af rækju sem fengust á fjórum sól- arhringum á djuprækjumiðunum hér útaf Vestfjörðum. Fréttarit- ari Mbl. ræddi við einn úr áhöfn skipsins, Jóhannes Guðmundsson verkefnastjóra. Jóhannes sagði að þeir væru mjög ánægðir með skipið og að engir erfiðleikar hefðu komíð upp og búnaður skipsins hefði reynst eins og best verður á kostið. Jóhannes sagði að þeir hefðu farið tvær reynsluferðir á skipinu á vegum Slippstöðvarinnar en þetta er fyrsta prófun skipsins á veiðum og gert er ráð fyrir að fara annan álíka veiðitúr áður en haldið verður suður á bóginn. Að- spurður sagðist Jóhannes gera ráð fyrir að þeir héldu af stað áleiðis til Capo Verde um miðjan apríl, og væri gert ráð fyrir því að hafa viðkomu í Cork á írlandi og Las Palmas á Kanaríeyjum til að taka olíu og vistir. Héðan eru 900 mílur til Grænhöfðaeyja og sagð- ist Jóhannes áætla að siglingin tæki um 20 sólarhringa. Á Feng er 6 manna áhöfn, þar af einn Capo Verde-búi, Julio Goto að nafni, sem er annar vél- stjóri. Gunnar. Hagnaður Eímskips árið 1983 97,2 milljónir króna HAGNAÐUR Eimskipafélags ís- lands á síöasta ári nam alls 97,2 milljónum króna. Heildartekjur fé- lagsins á árinu voru 1.750 miíljónir. Þetta kemur fram í ársreikningum Eimskips, sem lagðir veröa fyrir aö- alfund félagsins nk. fimmtudag, 5. apríL Ástæður svo góðrar afkomu, miðað við undanfarin ár, eru m.a. þær, að nýting skipastólsins hefur verið tiltölulega góð, hagræðing hefur verið aukin, bætt við tækj- um og aðstaða bætt. Þá hafa vext- ir erlendra fjárskuldbindinga ver- ið lægri en áður og olíuverð lægra. „Einnig hefur sú festa, sem skap- ast hefur í efnahagsmálum inn- anlands vegna minni verðbólgu og gengissigs síðari hluta ársins, bætt rekstrarafkomu félagsins," segir í fréttatilkynningu frá Eim- skipafélaginu. Skipulagsbreytingar ræddar innan ASÍ: Állir á sama vinnustað í sama verkalýðsfélagi? — meginatriði, sem þarf að taka afstöðu til, segir formaður skipulagsmálanefndar ASÍ „MENN eru aö velta því fyrir sér hvort núverandi uppbygging og skipulag verkalýöshreyfingarinnar svari kröfum dagsins og hvort þaö sé á þennan hátt, sem hreyfingin stendur sig best sem baráttu- og upplýsingatæki,“ sagði Þórir Daní- elsson, framkvæmdastjóri Verka- mannasambands fslands og for- maður skipulagsmálanefndar Al- þýðusambandsins, í samtali við blm. Morgunblaðsins um umræður um skipulagsbreytingar í hreyfing- unni. Hugmyndir þar að lútandi hafa verið til umræðu á undanrörn- um miðstjórnarfundum í ASÍ. „Meginatriðið, sem þarf að taka afstöðu til, er hvort allir, sem stunda sömu störf séu í sama félagi eða hvort allir á sama vinnustað eigi að vera í sama fé- lagi. Þá er ég ekki að vísa til hugmynda Vilmundar heitins Gylfasonar um að hver vinnu- staður væri sérstakt verkalýðsfé- lag,“ sagði Þórir. „í fiskiðjuverum eru t.d. félagar úr mörgum verka- lýðsfélögum. Verkafólk getur komið úr tveimur félögum, þar er skrifstofufólk úr því þriðja, iðn- aðarmenn úr fjórða og jafnvel fimmta félaginu og svo framveg- is. Það eru þessi grundvallarat- riði, sem menn eru að velta fyrir sér. í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi eru til dæmis allir á sama vinnustað í sama félagi en í Danmörku og Bretlandi er upp- byggingin líkari okkar. Það eru í þessu ótal spurningar og óvissu- atriði,“ sagði Þórir Daníelsson. „Menn vita hvað þeir hafa með skipulaginu eins og það er en ekki hvað þeir gætu haft ef einhverju yrði breytt. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að menn eru talsvert að velta fyrir sér að reyna að koma á meira samstarfi innan starfsgreinanna en nú er, hvað sem svo verður. Þetta mál verður væntanlega rætt á ASÍ- þinginu í haust." Skipulagsmálanefnd Alþýðu- sambands íslands hefur verið starfandi í fjórtán ár, eða síðan verulegar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins 1968. Fyrir fjórum árum fékk nefndin þetta ákveðna verkefni í hendur ásamt miðstjórn og hefur hún síðan ráð- ið Helga Guðmundsson á Akur- eyri til að hafa umsjón með verk- efninu. Heildarflutningar félagsins hafa aldrei verið meiri en 1983, þeir jukust um 18% frá fyrra ári og urðu 669 þúsund tonn. Flutn- ingar ársins 1983 skiptust þannig, að innflutningur var 309 þúsund tonn, útflutningur 345 þúsund tonn, flutningur milli erlendra hafna 8 þúsund tonn og strand- flutningar 7 þúsund tonn. Auk þess var umhleðsluflutningur innanlands á inn- og útflutnings- vöru 18 þúsund tonn. Innflutning- ur var svipaður í fyrra og árið á undan en aukning á útflutningi var um 37%, segir í fréttátilkynn- ingunni, einkum vegna aukins út- flutnings á áli og kísiijárni. Eyjafjörður: Afli glæðist Dalvík, 28. mars. ÞESSA daga hafa netabátar hér verið að fá allt upp í 9 lestir í róðri og má þar nefna Víði Trausta á Hauganesi með 9 lestir og Stefán Rögnvaldsson frá Dalvík með 7 lestir. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.