Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Á flota- og heræfingum NATO: MEÐ SÓKNARFLOTA Á NOREGSHAFI Undir árslok 1983 versnaði sambúð austurs og vesturs. í janúar 1984 mögnuðu Varsjárbandalagsríkin stríðsáróður gegn ríkjum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Hafist var handa við að flytja hergögn til Noregs þar sem spjótunum úr austri var einkum beint gegn svonefndum jaðarríkjum NATO. Þessum hergagnaflutningum mótmæltu Sovétmenn harðlega. NATO-ríkin juku eftirlit á Norðurslóðum. Sovétmenn óttuð- ust að þessar aðgerðir væru undirbúningur undir árás á bækistöðvar Norðurflotans á Kóla-skaga og lýstu því yfir að Barentshaf væri lokað hernaðarsvæði. Mótmæli NATO voru höfð að engu. Sovétmenn skýrðu frá því að mikilvægar flotaæfingar færu fram á Noregshafi um miðjan mars. í febrúar 1984 komst leyniþjónusta NATO á snoðir um óvenjumikla athafnasemi og fjarskipti herafla á heimaslóð- um Sovétmanna fyrir austan landamæri Noregs. Sovéskum njósnaferðum á Noregshafi og Norður-Atlantshafi fjölgaði til mikilla muna. Sovétmenn brugðust harkalegar við venjubundnum vetraræfingum herafla frá NATO-ríkjum í Noregi en áður og sögðust mundu grípa til þeirra aðgerða sem þeir teldu nauðsynlegar til að skapa valdajafnvægi að nýju á Norðurslóðum. Kafbátar Sovétmanna fundust á svæðum þar sem þeirra hafði ekki áður orðið vart undan strönd Noregs og sömu sögu er að segja um sovéskar eftirlitsflugvélar. Við þessar óvenjulegu aðstæður fór ríkisstjórn Noregs þess á leit að hraðlið NATO yrði sent til Norður-Noregs og þar að auki liðsauki sjóleiðis frá Bandaríkjunum og Evrópu. Eftir Björn Bjarnason Með þessa ímynduðu atburðarás í huga ber að skoða hinar um- fangsmiklu flota- og heræfingar NATO á Norður-Atlantshafi, Nor- egshafi og í Norður-Noregi undan- farnar vikur og daga. Meiri herafli var sendur til varnar Noregi en nokkru sinni fyrr síðan slíkar sameiginlegar æfingar hófust og það var sérkennileg reynsla að fá tækifæri til að sigla með sóknar- flota NATO síðasta spölinn á Nor- egshafi, fylgjast með strandhöggi landgönguliðanna, kynnast því hvernig Norðmenn bregðast við svo umfangsmiklum æfingum og fá dáiitla innsýn í hinar ólíku hefðir sem ríkia hjá herjum sam- aðila okkar íslendinga að Atl- antshafsbandalaginu. Flókið en bó einfalt í raun er ógjörlegt að fá á jafn stuttum tíma og þarna gafst heildarmynd af því sem í æfingun- um gerðist. Til að fara ofan í saumana á því þurfa sérfræðingar á vegum NATÓ að minnsta kosti nokkra mánuði eftir að æfingun- um er lokið. En hinn ytri rammi er þó einfaldur. Noregur verður ekki varinn nema með liðsauka frá öðrum NATO-ríkjum. Það er stefna Norðmanna að leyfa ekki erlendar herstöðvar í landi sínu á friðar- tímum. Þeir leyfa ekki heldur her- æfingar á vegum Atlantshafs- bandalagsins fyrir austan 24. breiddargráðu. Á hvort tveggja ber að líta í ljósi þeirrar viðleitni Norðmanna að ögra ekki hinum volduga nágranna í austri, Sovét- mönnum. í Norður-Noregi er stór- fylki, eða 5.600 norskir hermenn, með höfuðbækistöðvar í Tromso- fylki, en þaðan eru um 500 km í loftlínu til sovésku landamær- anna, en tæplega 1.000 km sé farið eftir þjóðveginum. Austan við hin tæplega 200 km löngu sameiginlegu landamæri Sovétríkjanna og Noregs á Kóla- skaganum er eitt mesta víghreiður veraldar. Þar eru höfuðstöðvar öflugasta flota Sovétríkjanna, Norðurflotans, 17 flugvellir, tvær vélaherdeildir og auk þess er á Murmansk-svæðinu stórfylki, eða 2.000—4.000 landgönguliðar. Vegna vaxandi umsvifa sovéska flotans á Noregshafi, bæði skipa og flugvéla, hafa Norðmenn gert samninga við Bandaríkjamenn, Breta og Kanadamenn um að þeir komi fyrir á friðartímum her- gögnúm í Noregi sem liðssveitir frá þessum löndum geti gripið til á hættustundu, ef ekki tækist að brjóta skipalestum leið til Norð- ur-Noregs. Hafist hefur verið handa við að setja slíkar birgðir niður í Þrændalögum fyrir 10.000 manna stórfylki bandarískra landgönguliða. Þá er einnig að- staða fyrir hendi í Noregi til að taka á móti verulegum fjölda orrustuþota frá öðrum NATO- ríkjum. Innan hins sameiginlega varn- arskipulags NATO er Noregur undir Evrópuherstjórninni (ACE), Floti Bandaríkjanna sigldi yfir Atl- antshaf fyrir sunnan Azoreyjar og síðan norður írlandshaf. Fyrir norð- austan Skotland sameinaðist hann flota Evrópuríkja en skip frá níu löndum héldu noröur með strönd Noregs. Höfð var stutt viðdvöl úti fyrir Þrándheimi og þaðan siglt norður undir Tromsö þar sem land- gönguliðarnir voru settir í land. Breska flugmóðurskipið Illustrious fór á milli Islands og Færeyja ásamt fylgdarskipum og braust þar í gegn- um kafbátagirðingu „óvinarins". sem hefur bækistöðvar í Mons í Belgíu. í Kolsás skammt utan við Ósló hefur undirherstjórnin fyrir Norðurslóðir (AFNORTH) stjórn- stöð. Yfirmaður Evrópuherstjórn- arinnar (SACEUR) er Bernard Rogers, hershöfðingi frá Banda- ríkjunum. Á hans vegum starfar hraðlið NATO, en í því eru land- og flughersveitir frá NATO-ríkj- unum sem sendar yrðu með hraði til jaðarríkja innan Evrópuher- stjórnarinnar ef hætta steðjaði að þeim. Megingildi hraðliðsins er talið felast í því að það fæli hugs- anlegan árásaraðila frá áformum sínum, hann sjái að sér þegar hon- um verði ljóst að hann lendi í átökum við fjölþjóðlegt lið. Bregð- ist fælingarmáttur liðsins og komi til átaka mun hraðliðið grípa til vopna við hlið hersveita gisti- landsins. Hraðliðið er búið venju- legum vopnum. Liðsauki til Evrópu frá Banda- ríkjunum og Kanada verður ekki fluttur sjóleiðis yfir Atlantshaf nema til komi aðstoð frá Atl- antshafsherstjórn NATO (ACL- ANT), en höfuðbækistöðvar henn- ar eru í Norfolk í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum. Yfirmaður Atl- antshafsherstjórnarinnar (SACL- ANT), er Wesley L. McDonald, aðmíráll frá Bandaríkjunum. ís- land er á varnarsvæði Atlants- hafsherstjórnarinnar. Undir hana heyrir fastafloti Atlantshafs- bandalagsins. Á hættutímum yrði svokallaður sóknarfloti (Striking Fleet) helsta vopn NATÖ á Atl- antshafi, en honum yrði stjórnað af yfirmanni annars flota Banda- ríkjanna sem starfar á Atlants- hafi og Karíbahafi. Það kæmi í hlut sóknarflotans að brjóta liðs- flutningaskipum leið yfir Atl- antshaf og til Norður-Noregs. Bandarísku landgönguliðarnir Stjórnskipið Mount Whitney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.