Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Umsvif erlendra sendiráða í Reykjavík: Þarf að setja reglur um takmörk sendiráðsstarfsemi? — Tillaga um það efni til umfjöllunar á Alþingi Tilgangur Hjörleifs Guttormsson- ar, þegar hann talar um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða hér á landi, er máske af hinu góða, sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, efnislega á Alþingi sl. fimmtu- dag, en sá grunur læðist að mér, að samhliða vaki tvennt fyrir honum: • — annarsvegar að þvo hendur sínar og flokks síns af rússaþjónk- un, sem svo hefur verið nefnd, og flokkur hans kenndur við, • — hinsvegar að leggja stund á þá iðju, sem Alþýðubandalagið og þing- menn þess iðka mjög, að leggja al- ræðisríki, eins og Sovétríkin, að jöfnu við lýðræðisríki, eins og Bandaríkin. Stjórnmálasam- band íslands og annarra ríkja íslendingar eru aðilar að al- þjóðasamningi um stjórnmála- samband og fullveldisrétt ríkja, svonefndum Vínarsamningi, sem upphaflega var gerður árið 1961. ísland gerðist aðili að þessum samningi 31. marz 1971, er lög þar um voru samþykkt á Alþingi. Samkvæmt 11. grein þessa samnings eru tvær leiðir til af- skipta íslenzkra stjórnvalda af stærð sendiráða hér á landi: í fyrsta lagi gagnkvæmur samn- ingur um stærð og umsvif sendi- ráða. f annan stað getur móttökuríki sett reglur um takmörk sendiráðs- umsvifa. Málefni erlendra sendiráða, ekki sízt Sovétríkjanna, hafa oftlega verið til umræðu, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Þetta er ekki án tilefnis. Lítum aðeins í gagnkvæmnina í sendiráðssam- skiptum fslands og Sovétríkjanna. fslenzka sendiráðið er í leigu- húsnæði í Moskvu, sem ekki fæst keypt. Starfsfólki sendiráðsins er úthlutað leiguhúsnæði í sérstök- um hverfum („eins konar gett- óum“ svo notuð séu orð Hjörleifs Guttormssonar) þar sem eingöngu búa starfsmenn erlendra sendi- ráða. Miklar hömlur eru lagðar á ferðafrelsi íslenzkra sendiráðs- manna. Tilkynna þarf um allar ferðir út fyrir takmarkaðan radí- us frá miðborg Moskvu með tveggja sólarhringa fyrirvara, greina frá ferðaáætlun og gisti- stöðum. Hér eru sovétmenn níu eða tíu á móti hverjum einum ís- lenzkum í Moskvu, kaupa fast- eignir í gríð og erg, fara hvert á land sem þeir vilja o.s.frv. Það er ekki nýtt af nálinni að tillögur til þingsályktunar eða fyrirspurnir komi fram, sem varða erlenda sendiráðsstarfsemi, á Al- þingi íslendinga. Hitt er nýlunda að þingmaður Alþýðubandalags gangi í þau spor, eins og nú hefur gerzt með tillögur Hjörleifs Gutt- ormssonar. Sú tillaga felur ríkis- stjórninni, ef samþykkt verður, að setja reglur um takmarkanir í umsvifum erlendra sendiráða hérlendis, m.a. varðandi fjölda sendiráðsmanna og byggingu og kaup fasteigna, á grundvelli laga (og Vínarsáttmála). Nauðsynlegt að fylgjast með sendiráðsumsvifum Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði í umræðu á Al- þingi um tillögu Hjörleifs Gutt- ormssonar, að nauðsynlegt væri að fylgjast grannt með stærð og starfsemi sendiráða, eins og al- þjóðalög heimili. Hann sagði ráðu- neyti sitt kanna, hvern veg hin ýmsu ríki fari með framkvæmd Vínarsáttmála, að þessu leyti, hvað snertir stærð sendiráða og aðstöðu. Þeirri könnun er ekki lok- ið en þegar sé þó ljóst, að mjög mismunandi reglur gildi um þetta efni. Það hafi verið til athugunar í ráðuneytinu um nokkurra mánaða skeið, „hvort rétt sé að setja regl- ur“ um þetta efni hérlendis. Hafa verði og í huga að það sé stjórn- völdum nauðsynlegt að geta haft hönd í bagga með staðarvali fyrir sendiráð vegna öryggisgæzlu, en samkvæmt 22. og 23. grein við- komandi sáttmála hvílir sérstök skylda á móttökuríki, að gera ráðstafanir til verndar sendi- ráðssvæðis og heimilum sendier- indreka. Sendiráðssvæði njóta friðhelgi, eins og kunnugt er. Það kom fram í máli utanríkis- ráðherra, að það „væri ekki tak- mark í sjálfu sér að fækka starfs- mönnum erlendra sendiráða hér á landi, ef tryggiiega væri frá því gengið, að verkefni þeirra séu ekki í andstöðu við íslenzka hagsmuni." Sendiráð okkar eru fámenn, vegna þess að við höfum ekki efni á að manna þau sem þörf er fyrir, og því er nauðsynlegt, að reka mál okkar gagnvart viðkomandi ríkj- um, að hluta til, um erlend sendi- ráð hér á landi. Utanríkisráðherra sagði að kaupsamningur og afsöl fyrir fast- eignum til afnota fyrir erlend sendiráð þurfi samþykki dóms- málaráðuneytis (lög frá í maí 1980). Hann kvaðst hafa verið andvígur því að heimila Sovétríkj- unum kaup á fimmtu fasteigninni hér á höfuðborgarsvæðinu og látið þá skoðun I ljós í utanríkismála- nefnd. Sendiráðinu hefði hins- vegar verið formlega tilkynnt, að þau húsakaup fælu í sér lausn á húsnæðisþörfum þess um fyrir- sjáanlega framtíð. Sendiráð Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna Samkvæmt upplýsingum sem fylgja í greinargerð tillögunnar, sem hér er um fjallað, eru 80 sov- étborgarar á vegum sovézka sendiráðsins hér (starfsmenn og fjölskyldumeðlimir) en 55 banda- rískir. Framsögumaður, Hjörleifur Guttormsson, taldi nauðsynlegt að „setja takmarkanir á umsvif þeirra erlendu sendiráða, sem hér hafa þanið út starfsemi sína langt út fyrir eðlileg mörk, eins og hann komst að orði. Hann setti ítrekað þessi tvö ríki undir sama hatt, hjó raunar fastar að Bandaríkjunum, m.a. vegna bandariskra laga- ákvæða, sem gilda um vegabréfs- áritanir íslendinga og borgara annarra ríkja til Bandaríkjanna. „íslenzkum stjórnvöldum ber að mínu mati,“ sagði Hjörleifur, „skylda til að láta gagnkvæmni ríkja varðandi vegabréfsáritanir." Utanríkisráðherra taldi hins- vegar ólíku saman að jafna, fjölda starfsmanna í sendiráðum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Bandaríska sendiráðið hafi tölu- vert meiri verkefni en hið sovézka en mun færri erlenda starfsmenn. í fyrsta lagi færu þúsundir ís- lendinga til Bandaríkjanna á ári Gúmmívinnustofan með nýtt húsnæði Hús Gúmmívinnustofunnar við Kéttarháls 2. Sérleyfið milli Neskaupstaðar og Egilsstaða: Benni og Svenni sögðu því upp — töldu það órekstrarhæft fjórum mánuöum áður en þeir sóttu um það að nýju MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning frá samgöngu- ráöuneytinu vegna veitingar sérleyfis, milli Neskaupstaöar og Egilsstaöa, til Austfjarðaleiðar. Aukin þjónusta við stóra bfla Gúmmívinnustofan sem hefur verið starfrækt í Skipholti, hefur opnað verkstæði að Réttarhálsi 2. Þar fer öll þjónusta við vörubíla og önnur stór flutningatæki fram, og eru allar bifreiðir teknar inn fyrir hússins dyr á meðan á við- gerð stendur. Viðar Halldórsson framkvæmdastjóri sagði að meðal nýjunga við starfsemi verkstæðis- ins væru sólningatæki sem notast væri við, en þau eru að því leyti frábrugðin öðrum tækjum að dekkin skekkjast ekki þegar mótin eru tekin utan af þeim. Hús verk- stæðisins er 2000m2 að stærð með lOOOm2 geymslukjallara og Starfsmenn eru um 20 talsins. Gúmmívinnustofan mun áfram starfrækja þjónustu sína við eig- endur fólksbíla í Skipholti. í tilkynningunni segir m.a.: „Benni og Svenni hf., sem hafa haft þetta sérleyfi undanfarin ár, fengu það síðast endurnýjað frá 1. mars 1982 til jafnlengdar 1987. Fyrirtækið sagði síðan sérleyfinu upp um mitt ár 1983, án þess að tiltaka sérstakar ástæður. Seint í september barst bréf frá fyrirtæk- inu, þar sem m.a. segir svo: „Rekstrargrundvöllur hefur al- gerlega brostið á sl. ári vegna samdráttar á flestum sviðum og hefur fyrirtækið ekki lengur bol- magn til að stunda núverandi rekstur. Teljum eðlilegt að fram fari endurskipulagning á allri leiðinni, t.d. að gera þetta að einni leið, sem og það var á árum áður, og teljum það vænlegustu leiðina til að skapa viðunandi rekstrar- skilyrði." Ráðuneytinu var kunnugt um að viðræður fóru fram milli Benna og Svenna hf. og sérleyfishafans á leiðinni Egilsstaðir — Eskifjörð- ur, Austfjarðaleiðar hf., um hugs- anlega sölu þess síðarnefnda á bif- reiðum og að fyrirtækið afsalaði sér sérleyfi sínu til Benna og Svenna hf., en samkomulag náðist ekki milli þessara aðila. meðan beðið var eftir niðurstöðu þessára viðræðna, að auglýsa sér- leyfið milli Egilsstaða og Nes- kaupstaðar en það var gert 2. janúar sl. Umsóknir bárust frá þremur að- ilum, þ.e.a.s. tveimur ofangreind- um sérleyfishöfum og Sigurði Björnssyni í Neskaupstað. í um- sókn Benna og Svenna hf. var eng- in skýring gefin á því, hvernig að- stæður hefðu breyst, þannig að fyrirtækið teldi sér nú unnt að annast sérleyfið, sem aðeins tæp- um fjórum mánuðum áður hafði verið talið ómögulegt. Með tilliti til þess svo og óska sveitarfélaga eystra um að reynt yrði að sameina sérleyfisakstur milli Egilsstaða og Neskaupstaðar í eitt sérleyfi, ákvað ráðuneytið að veita leyfið Austfjar aleið hf. þó með þeim skilyrðum að ferðir hæfust frá Neskaupstað, sérleyf- ishafi hefði yfir snjóbifreið að ráða frá hausti komanda og að ferðatíðni yrði ekki minni en verið hefur. Við þessa ákvörðun hafði ráðu- neytið einnig í huga meðmæli meirihluta skipulagsnefndar fólksflutninga með Austfjarðaleið iV.'.V.'iViVi'. V.'.'.V.'1'i'iViViVAV.'.S'iV.V.V.V.'.V.ViViVi'i'i'.ViV.Vi I nýtt vestuhb 'Æ Póstsendum um land allt TAU OG TÖLUR JI3 löfum opnað -* Xl vefnaðarvöruversfun í porti JL — hússins Verið velkomin TAU OG TÖLUR 1 JL — portinu 1 Irín>»l3ruu. 121 Reykjavík Sími 23675 'tfflffltMHffWiViWfflNfflttMMti WífMMMtoWMMWMMttffflfMWNtNi Ráðuneytið dró því í lengstu lög, hf.“ # Gódcin daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.