Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 25 Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar með sína hefðbundnu áramótatón- leika á skjánum gáraði sinnið. Gráu heilasellurnar tóku óvænta stefnu. I stað þess að meötaka með hjarta fremur en huga fagra tóna varð þessi stóri hópur spilandi karla í mörgæsabúningum nokk- urs konar opinberun. Myndin hef- ur svo að undanförnu verið að skjóta upp kollinum undir ómæld- um umræðum og könnunum er sýna og sanna að konur á íslandi eru „krónískur þjóðarvandi í þessu karlmannalandi", eins og þær orð- uðu það sjálfar í söng á kvenna- daginn sællar minningar. Áratug seinna eru þær enn eins og að- skotahlutur og minna metnar. Hvort sem er á vinnumarkaðnum til launa — ekki hálfdrættingar á við karlana — og greiðslu í fríðu með bíiastyrkjum o.fl. karlmanna- góðgæti eða til mannaforráða. Hún Esther Guðmundsdóttir þjóð- félagsfræðingur hefur með tölum sýnt að íslenskar konur fá mun síður inni við æðstu stjórnstörf, þar sem ákvarðanir eru teknar og fyllt í fjárlagagöt, en konur í ná- grannalöndunum. Sem ég sit þarna við sjónvarps- skjáinn og glápandi á karlana í Vínarsinfóníunni, alla eins, birtist fyrir sjónum Sinfóníuhljómsveit Íslands í sínum margbreytileik. Af 69 fastráðnum hljóðfæraleikurum er 21 kona. Og þá vaknar spurn- ingin: Er svo miklu merkilegra að fá að leika á Alþingi í sýningunni sem stýrir eða ruggar þjóðarskút- unni en að leika í Sinfóníu- hljómsveit íslands þjóðinni til yndis og ánægju? Mætti ekki gjóa svolítið augum á verðmætamatið líka? Kynni það ekki að rétta obbolítið hlut okkar íslenskra kvenna í statistikkinni þegar borið er saman við aðrar þjóðir. í sum- um frægustu hljómsveitum heims eru konur nefnilega í banni, hversu vel sem þær leika á hljóð- færi. Séu einhverjar konur t.d. í Lundúnafílharmoniunni eru þær svo fáar að vart má greina. Kannski við komum þó auga á eina eða tvær á listahátíö í júní í sumar. Fræg eru lætin sem nýlega urðu þegar Karajan hugðist fast- ráða klarinettleikarann Sabinu Mayer í Berlínarfílharmoníuna og karlarnir í þeirri frægu hljómsveit gerðu í fyrsta skipti í sögunni upp- reisn gegn stjórnanda sínum. Lengi hefur þar aðeins verið ein kona, annar hörpuleikarinn, og ekki einu sinni fastráðin. Sögu- sagnir gengu um að Karajan hefði aldrei stjórnað sjálfur ef hún fékk að plokka strengina. En Sabina Mayer var ráðin, þessi frábæri klarinettleikari, og á víst nú í maí að leika einleik í Núrnberg undir stjórn „okkar franska" Jean- Pierre Jacquillat. En það skemmtilega er, að ein af þeim ör- fáu konum sem hafa fengið að leika með þessari merku hljóm- sveit er einmitt íslenski óbóleikar- inn Sigríður Vilhjálmsdóttir, er hún lék þar sem nemandi við Kar- ajan-stofnunina. Hún varð þar vör við þessa andúð á konum, enda hefur hljómsveitin verið kven- mannslaus í heila öld og rígheldur í gamlar hefðir. Komast má hjá ádeilu með því að gera ekki neitt, segja ekki neitt og vera ekki neitt, sagði klókur karl eitt sinn. Ekki heyrir sá sem hripar hugleiðingapistla á hverj- um sunnudegi athugasemdir ein- ar, þótt þær lesi hann helst í blöð- um. Fjarri því. Eiginlega heldur umræðan oft áfram með því að gráu heilasellurnar í öðrum koll- um taka við og spinna áfram. Kemur gjarnan innlegg í málið, sem ekki kemur til skila þar eð gárur eru ekki samræðupistill. Að skoðanaskipti og hugmyndaflæði sé undirstaða niðurstöðu í hverju máli í lýðræðisþjóðfélögum verður hér afsökun fyrr því að fleyta gömlum gárum áfram. Nokkrir karlar hnusuðu vantrúaðir er að því var ýjað að eiginmenn mundu kannski einhverjir hirða skyldu- sparnað fráskilinna eiginkvenna sinna, úr því ríkið tryggði þeim skyldusparnað beggja en meinuðu konunni að sækja sitt nema með þeirra vottfestu leyfi. Svona fór það samt. Þrjár konur höfðu sam- band með þann fróðleik að eigin- mennirnir fyrrverandi hefðu bara hirt upphæð beggja og segjast ekki láta laust nema með málsókn. Og hvað kostar það í tíma og fé? Var það ekki George Washington sem sagði að þegar mannlegir eig- inleikar væru annars vegar, væri ekkert öruggt nema það væri ríg- bundið í lögum? Það brást í lögum og reglugerðum um skyldusparnað 1978. Nú þegar aftur er farið að ýja að því að obbolitla tuggu til að troða upp í fjárlagagatið mætti e.t.v. fá með nýjum skyldusparn- aði, megi löggjafi þá láta sér að kenningu verða. Önnur umfjöllun hér um konur eða nánar tiltekið tregða á að ráða konur — og raunar karla líka — í vinnu eftir miðjan aldur, burt séð frá hæfileikum og vinnuframlagi, hefur valdið vangaveltum og get- gátum um orsakir. Skýringar virð- ast ekki liggja á lausu. En einn dugmikill athafnamaður á ýmsum vinnustöðum í 1—2 áratugi kvaðst lengst af hafa verið dulítið feim- ir.n við að hafa undir sinni stjórn fólk, sem væri búið að vera lengi í starfi og vissi kannski heilmikið um hlutina — jafnvel meira en hann sjálfur. Það hefði gert hann og gerði óöruggari. Því kysi hann heldur að láta einhvern yngri, sem hann hefði sjálfur yfirburði yfir, vinna fyrir sig. Jafnvel þótt störf- in væru þá verr unnin. Þetta óör- yggi ungu karlmannanna við stjórnun er skiljanlegt og allal- gengt að hans mati. Og svei mér þá ef ekki er nokkuð til í þessu. Lítið bara sjálf í kringum ykkur með þetta sjónarhorn! Er það ekki dulítið skondið? Líka að sjá hve margar konur hafa áttað sig á þessu og leika fáfróða leikinn. Fullorðin kona erlend sem kennir körlum og konum á öllum aldri notkun þess nýja tækis tölvunnar, virðist í grein komast að einhverju svipuðu. Það bagi karlmennina að koma óvitandi að þessu tæki og þurfa að spyrja hana, eldri konu sem veit betur. Þeir reyna að dylja fákunnáttu sína og verja sig með grímu, þar sem konurnar bara spyrja áhyggjulausar um fávisku sína. Ef reynt er að líta af trjánum til að sjá yfir skóginn virðist vandinn þarna hafa færst upp eftir aldrin- um. Eftir nokkurt erfiði erum við a.m.k. á góðri leið með að yfir- vinna þá gömlu hefð að sá sem ekki ljúki námi ungur hafi fyrir- gert sínum tækifærum fyrir lífið. Aðstaða er komin til þess að þær konur sem kjósa að eiga börn og sinna þeim fyrstu árin eða lengur, geti tekið upp þráðinn síðar á æf- inni í námi. I öldungadeildum stunda nú nám um 2.000 manns og liklega álíka margt i námsflokkum og víðar. Drjúgur hluti konur. í sumum deildum Háskólans er töluverður hópur kvenna, sem er að taka framhaldsmenntun seint á æfinni. En þetta er líklega eins og hindrunarhlaup. Þegar komið er yfir eina grindina tekur önnur við. Nú þegar konur hafa náð þeim áfanga að geta aflað sér menntun- ar og lokið námi seinna á æfinni, ef þær kjósa að sinna börnum, þá er næsta hindrun á íslandi tregða að taka við þeim á vinnumarkað- inn. Ekki af því að þær séu ekki hæfur starfskraftur, enda með nýja færni og ekki úr sér gengna, heldur af því að aldur er einn sett- ur sem mælikvarði. Ætli taki ekki álíka langan tíma að vinna á þeim fordómum eins og þeim sem hindruðu námið áður. Er það í rauninni ekki æði skondið að eftir því sem námsárin ná lengra aftur eftir æfiskeiðinu — kannski aftur að þrítugu — og líkamlegt og and- legt heilbrigði eykst og færist upp eftir aldursstiganum — meðalald- ur yfir 80 ár hjá konum og nær 75 ár hjá körlum — þá er keppst við að ýta fólki sem vill starfa út af vinnumarkaðnum — um 65 ára eða fyrr? Þegar svo aldurspíram- ídinn hefur um næstu aldamót snúist við, eins og fyrirsjáanlegt er, þannig að þeir öldruðu eru langflestir og þeir yngri á starfs- aldrinum fáir, þá er fáum ætlað að sjá margfalt fleiri ellilífeyrisþeg- um fyrir lífsviðurværi. Enda öll- um orðið ljóst að t.d. lífeyrissjóð- irnir, sem nú er verið að byggja upp, verða gjaldþrota þegar þar að kemur og falla um sjálfa sig um aldamótin miðað við sömu fjölgun og þróun sem nú. Piet Hein er ekki aldeilis á því að miða verðmætamatið við aldur- inn einan (þýð. Auðunn Bragi): Við vín og rósir má vífum líkja. Og sumar líkjast rósum þá sumar er að víkja. Kn aldur lítt á öðrum hrín — þær eldast líkt og besta vín. einstaklingi fyrir mestu. Án henn- ar verður lífið og tilveran eins og skýjaður himinn — í stað sólskins, að ekki sé fastar að orði kveðið. Þar sem höfuðáherzla er lögð á rétt einstaklingsins, heill hans og hamingju, hlýtur heiibrigðisþjón- usta að vega þungt. Við eigum vel menntaðar og vel hæfar heilbrigð- isstéttir en fámenni þjóðarinnar (það eru ekki nema um 100.000 einstaklingar að störfum í þjóðfé- laginu) og skertar þjóðartekjur þriðja árið í röð valda því, að hæg- ar gengur en æskilegt væri að búa þeim starfsaðstöðu við hæfi. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, heldur þó vel á málum fyrir heilbrigðisgeirann, þó víg- staðan sé erfið. K-bygging Lands- pítala, sem setið hefur verið á lengi, er komin á framkvæmdastig — og heimild hefur fengizt fyrir hjartaþræðingartæki. Þetta tvennt eru mikilvæg skref til réttrar áttar. Ríki sósíalisma og marxisma Frá því var greint í fréttum fyrir skömmu að 6.000 Austur- Þjóðverjar hefðu fengið leyfi til að flytjast til Vesturlanda frá síðustu áramótum en 7.700 á sl. ári. Enn liggur fyrir nær hálf milljón um- sókna Austur-Þjóðverja, sem æskja þess að fá að flytja úr „sælureitnum". Austur-Þýzkaiand hefur allnokkra yfirburði yfir önnur ríki, sem búa að þjóðfélags- gerð sósíalisma og hagkerfi marx- isma, að því er varðar þjóðar- framleiðslu á mann og þar með almenn lífskjör. Þrátt fyrir þessa staðreynd og þrátt fyrir það átak sem það er að slíta rætur við heimahaga, ættmenn og umhverfi, kýs fólk að flytjast til Vesturlanda í svo ríkum mæli sem hér um ræð- ir. Asutur-Þjóðverjar hafa slakað nokkuð á átthagafjötrum og fleiri fá nú leyfi til að flytjast úr landi en nokkru sinni síðan Berlínar- múrinn var reistur 1961. Haft var eftir Franz-Josef Strauss, leiðtoga kristilegra í Bæjaralandi, sem ný- lega var á ferð í Austur-Þýzka- landi, að búast megi við því að 30 til 40 þúsund Austur-Þjóðverjar fái leyfi til að flytjast úr landi 1984. Ástæðan til aukins „ferða- frelsis" er talin sú, að efnahags- örðugleikar knýi A-Þýzkaland til að leita á vestrænan lánamarkað. Stjórnin í Bonn veitti A-Þýzka- landi eins milljarðs marka lán á sl. ári — og talið er að verið sé að undirbúa jarðveg fyrir frekari lán. Mannréttindin austur þar tengj- ast sýnilega peningasjónarmiðum. Það er ekki aðeins fólkið, sem flýr vestur yfir, heldur ekki síður a-þýzk stjórnvöld. Þau flýja til vestræns hagkerfis með betlistaf í hendi. Jafnvel þar sem þjóðfélags- gerð sósíalismans er illskást, hag- fræðilega séð, er þörf á því að seil- ast í ávextina í garði nágrannans, hvar jarðvegurinn er „kapítalísk- ur“. Dómur reynslunnar lætur aldrei að sér hæða. Þau eru mörg vandamálin sem mannkynið hefur við að stríða; að vísu flest heimagerð. Eitt það versta er svokallað „flóttamanna- vandamál". Það er eftirtektarvert og lærdómsríkt, hve þetta vanda- mál tengist mjög þeim ríkjum, sem tekið hafa upp sósíalisma. „Berlínarmúrar" margs konar, sem A-Evrópuríki hafa komið sér upp, fyrirbyggja flóðöldu vestur yfir járntjald, en ófáir hætta þó lífi og limum ár hvert við að kom- ast sem lengst frá sósíalismanum. Flóttamannavandamálið tengist ekki sízt ríkjum eins og Afganist- ar?, þar sem rússneskur innrásar- ger og sósíölsk leppstjórn fara eldi og brennisteini gegn borgurum landsins. Víet-Nam, sem mjög er tengt Sovétríkjunum og á marga „friðarformælendur" hér á landi, réðst inn í annað kommúnistaríki, Kambódíu. íbúar þess lands hafa um áraskeið sætt þeim „friði" sem tvö kommúnistaríki hafa sviðsett í hlaðvarpa þess, í augsýn allra þjóða heims. Flóttafólk frá þess- um hluta heims, sem skiptir hundruðum þúsunda, fékk sig full- satt af herlegheitunum. Langstærstur hluti flótta- mannavandamálsins í veröldinni á rætur í kommúnismanum. Og vopnin, sem flest staðbundin stríð hafa verið háð með liðin mörg ár, koma ekki sízt frá Sovétríkjunum, hvar hergagnaiðnaðurinn stendur með hvað mestum blóma, þó korn- ið sé flutt inn frá Bandaríkjunum! „Fjárlagagöt" Fjárlög og lánsfjárlög eiga að þjóna tvíþættum tilgangi; vera marktækur og heldur rammi utan um ríkisbúskapinn, ekki sízt ríkis- útgjöld, og virkt hagstjórnartæki í þjóðarbúskapnum, til að ná æski- legum efnahagsmarkmiðum. Því miður hefur þetta gjörsamlega mistekizt næstliðin ár. Fjárlaga- göt eru ekki ný af nálinni, því mið- ur. Fjárlagagatið 1981, þ.e. síðbún- ar ,,aukafjárveitingar“ umfram fjárlagaheimildir, vóru 546 m.kr. eða 10% af gjaldatölu þess árs. Fjárlagagatið 1982 nam 1.100 m.kr. eða 14% af gjaldatölu ársins. Stærst var „gatið“ í síðustu fjár- lögum Ragnars Arnalds, 1983, en þá var „gatfyllingin" 3.300 m.kr., eða fjórðungur af gjaldatölu árs- ins. Þetta er mun stærra fjárlaga- gat en nú er talað um og er það þó ærið. Það er eðlilegt að hinn almenni borgari, sem endanlega borgar ríkissjóðsbrúsann í einni eða ann- arri mynd, spyrji, hvað veldur svo ónákvæmri fjárlagagerð? Hin stjórnarfarslega ábyrgð er ótví- rætt hjá stjórnmálamönnum, rík- isstjórn og meirihluta á Alþingi. Gagnasöfnun og upplýsinga- streymi, sem og frumhönnun fjár- laga, er hinsvegar mestpart í höndum embættismanna. Ef þessi gagnasöfnun og kerfisúrvinnsla hennar er ónóg þarf að endur- skipuleggja þessa vinnu, hvort heldur sem um er að ræða tekju- eða gjaldahlið. Ef stjórnmála- menn hafa hins vegar marktækan grunn að reisa fjárlög á en klúðra fjárlagagerðinni ár eftir ár, þarf það að liggja ljóst fyrir, svo vinnu- veitendur þeirra, fólkið í landinu, geti ráðið hæfari aðila til verks- ins. Það er nauðsynlegt að upplýs- ingaskyldu gagnvart almenningi verði fullnægt að því er þetta mik- ilvæga mál varðar. Fjárlög og lánsfjárlög þurfa að vera mark- ^æk og ábyrg. Nú liggur ljóst fyrir hvar skekkjurnar lágu við fjárlagagerð liðins árs. Þá vóru það einkum hinar pólitísku fjárlagaforsendur sem brugðust. Fjárlögin byggðu á 14,5% veginni meðalhækkun launa frá upphafi til loka árs 1983. Hún reyndist hinsvegar 32%. Fjárlög gerðu ráð fyrir 39% hækkun meðalgengis frá 1982 til 1983. Hækkun meðalgengis reynd- ist hinsvegar 89%. Meginforsenda fjárlaganna var tilbúin reiknitala, sem gerði ráð fyrir 42% hækkun verðlags 1983, frá meðalverðlagi 1982. Raunin varð heldur betur önnur: framfærsluvísitala hækk- aði um 84%, byggingarvísitala um 70% og lánskjaravísitala um 79%. Efnahagsaðgerðir nýrrar ríkis- stjórnar snéru verðbólguþróun- inni snarlega við. Verðbólga, vext- ir og viðskiptahalii hafa lækkað — og það stórlega. Hins vegar skort- ir enn á að nægjanlega hafi verið tekið á tveim veigamiklum þáttum efnahagsmála okkar, þ.e. ríkis- búskapnum, eða aðlögun hans að stórskertum þjóðartekjum, og peningamálaþættinum. Þess vegna erum við ekki komnir á kyrran sjó, þrátt fyrir mikinn árangur á sviði verðlagsþróunar. Fáir óska þess í dag að víxlhækk- unarskrúfa kaupgjalds og verð- lags færi okkur af réttri leið á ný. Efnahagsvandinn á ekki sízt rætur í rýrðum þjóðartekjum, þriðja árið í röð. Þar veldur tvennt mestu: 1) verulegur samdráttur í sjávarvöruframleiðslu, en áætluð útflutningsverðmæti þorsks 1984 eru 4.700 m.kr. á móti 9.850 m.kr. 1981, 2) vanræksla við að setja nýjar stoðir undir atvinnu og efnahag okkar 1978—1983, einkum á sviði stórvirkjana og stóriðju, að ekki sé talað um lífefnaiðnað, sem Alþingi ályktaði um 1982 en var stungið undir stól í tíð fyrrverandi iðnaðarráðherra. Fjárlagagerð 1984 var um margt reist á traustari vinnu- brögðum en áður. Þó er sýnt að enn skortir allmikið á að þau eigi samleið með raunveruleikanum, ef marka má umræður á Alþingi um þetta meginverkefni þingsins, fjárlagagerðina. Fjárlög eru eins- konar vörumerki á Alþingi — út í þjóðfélagið. Þetta „vörumerki" má, að ósekju, fá á sig trúverðugri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.