Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 + Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ÞÓRU RUNÓLFSDÓTTUR. Ingólfur Birgisson, Kristín Skaftadóttir, Guölaug Runólfsdóttir, Jóhann Runólfsson, Ólöf Guöjónsdóttir, Gréta Runólfsdóttir, Ólafur Frímannsson, Bergþóra Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. Útför móöur okkar og frænku, MARGRJETAR E. ÞORSTEINSDÓTTUR, éöur é Vesturgötu 33, verður gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 3. aþríl kl. 15.00. Magnús Friöriksson, Rannveig Friöriksdóttir, Þorsteinn Friöriksson, Guörún M. Friöriksd. Nielsen, Oddrún Jörgensdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, GUDMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi kaupmanns, Móabarði 24, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landakotsspitala, eigenda og starfsfólks i Fjaröarkaup hf. og til stjórnar íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar. Anna Christensen, Hanna Petra Guömundsdóttir, Helga Guömundsdóttir, Jónína Rós Guömundsdóttir, Bergur Jónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, MARSVEINS JÓNSSONAR, Álfaskeiói 28, Hafnarfiröi. Sólveig Guösteinsdóttir, Haukur Marsveinsson, Hulda Valdimarsdóttir, Valgeróur Marsveinsdóttir, Jón Stefánsson, Bragi Marsveinsson, Unnur Maríasdóttir, Guórún Marsveinsdóttír, Béra Marsveinsdóttir, Rúna Marsveinsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar, HLYNS EGGERTSSONAR. Þórhildur Jónsdóttir, Eggert Á. Sverrisson. + Útför móöur minnar, SOFFÍU SIGURÐARDÓTTUR, (áöur á Skólavörðustíg 44A), sem andaöist á Droplaugarstööum 21. mars, fer fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 2. april kl. 13.30. Soffía Smith og fjölskylda. Soffía Siguröar- dóttir - Minning Fædd 29. apríl 1890 Dáin 21. mars 1984 Á morgun, 2. apríl, verður gerð frá Bústaðakirkju útför Soffíu Sigurðardóttur, sem lést á Drop- laugarstöðum, dvalarheimili aldr- aðra, hinn 21. fyrra mánaðar. Soffía fæddist á Stokkseyri hinn 29. apríl 1890 og skorti því aðeins rúman mánuð til að ná níutíu og fjögurra ára aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Soffía Pálsdóttir og Sigurður Jónsson sjómaður. Systkinin voru tíu og var Soffía elst, en varð síð- ust til að kveðja þessa jarðartil- veru. Á þessum árum var oft þröngt í búi hjá barnmörgum fjölskyldum. Nær eingöngu varð að treysta á sjóinn, en gæftir voru stopular og oft fiskaðist lítið. Heimilið mun þó ekki hafa liðið skort, enda dugnað- ur og útsjónarsemi í hvívetna set- ið í fyrirrúmi. Lífsbaráttan var fá- dæma hörð og hin miklu og marg- víslegu þægindi sem við búum við nú óþekkt með öllu. Það er oft á tíðum eins og erfið- leikar efli og laði fram bestu eig- inleika hjá fólki, sem hefur áræði og kjark til að takast á við þá. Framlag aldamótakynslóðarinnar er stórt í uppbyggingu þessa lands og þar lét Soffía sannarlega ekki sinn hlut eftir liggja. Soffía var vel greind og fróð- leiksfús og hefði kosið lengra nám en nokkra mánuði í barnaskóla. Um slíkt var auðvitað ekki að ræða. Árið 1909 yfirgaf Soffía foreldrahús og flutti til Reykja- víkur, þar sem hún bjó síðan. Á þessum árum var ekki margra kosta völ um atvinnu fyrir ungar stúlkur. Fyrst fór hún í vist, eins SVAR MITT eftir Billy Graham Líf og dauði Hvað átti Jesús við, þegar hann sagði: „Hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja“? Þýðir þetta, að við munum alls ekki deyja, ef við höfum nógu sterka trú? Nei, það er ljóst, að Jesús átti ekki við það, heldur hitt, að dauðinn er ekki lengur óvinur, sem við þurfum að óttast, ef við trúum á Krist. Ástæðan er sú, að fyrir trúuðum, kristnum manni er dauðinn innganga til eilífs lífs. Orðin, sem þér vitnið til, eru í Jóh. 11,26. Þau eru úr samtali Jesú við Mörtu í Betaníu. Mikilvægt er að byggja að því, sem hann segir á undan: „Eg er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja" (Jóh. 11,25— 26). Takið vel eftir, að í fyrstu orðunum kemur fram, að við erum ekki laus við dauðann. En Jesús heldur áfram og segir, að dauðinn skuli ekki gera okkur mein, því að við munum „aldrei deyja", við munum „lifa“ og það að eilífu. Þetta eru dásamleg sannindi. Biblían kennir, að dauð- inn sé óvinur. Dauðinn kom í heiminn vegna syndarinn- ar, og með því að við erum öll syndarar, munum við einhverntíma deyja. En fremur segir Biblían, að við séum skilin frá Guði vegna syndar okkar, og sá dagur kemur er við deyjum og verðum ein í eilífðinni, fjarri Guði. En Biblían segir líka, að við þurfum ekki að óttast dauða og dóm, því að Guð elskaði okkur og sendi son sinn í heiminn til þess að taka í burtu brodd dauðans. Hann dó fyrir okkur á krossinum. Hann þoldi dóm og vítiskvöl, sem átti að verða hlutskipti okkar, af því að hann elskaði okkur. Við getum frelsast, ef við trúum á hann og treystum honum. Við þurfum ekki að óttast framtíðina, af því að við vitum, að við eigum örugga heimvon á himnum, ef við tilheyrum Kristi. Hafið þér sett traust yðar á Krist sem frelsara yðar og Drottin? Ef ekki, þá hvet eg yður til að snúa yður til hans í iðrun og trú. Þá kynnist þér þeirri gleði að horfast í augu við dauðann óttalaust, í von og trú. + Eiginmaöur minn, ÓLAFURJÓNSSON frá Brautarholli í Vestmannaeyjum, andaöist í Landspitalanum föstudaginn 30. mars. Sigrún Lúövíkadóttir, börn og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 og það er kallað. Síðan lá leiðin í fiskvinnu og í síld í nokkur sumur. En lengst vann hún á Hótel Borg eða í hálfan þriðja áratug. Soffía var harðdugleg til allra verka og vel látin af húsbændum sínum. Hún var ljúf í lund, glaðvær og átti létt með að umgangast fólk. Það vakti athygli hve hún var kvik í hreyfingum og létt í spori. Soffía var líka grönn og fremur lág vexti, fríð sýnum og hárið mikið og dökkt. 1 skemmtilegu viðtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti fyrir stuttu við Soffíu segir meðal annars: „En skemmtilegasta atvinna sem ég hef haft um dagana er að servera ... Það var nú starf sem átti við mig. Ég var svo fljót á fæti að hann Jóhannes á Borg þekkti fótatakið mitt frá því að ég kom hlaupandi fyrir hornið á apótek- inu, en af tuttugu stúlkum vorum við sex sem vorum í sérstöku uppáhaldi hjá honum." Til skýringar skal þess getið að árið 1930 þegar Hótel Borg var opnuð var ekki mikil umferð í miðbænum snemma á morgnana. Síðar á ævinni vann Soffía í kaffisölunni á Aðalstræti 9, og í meira en áratug hellti hún upp á könnuna hjá Morgunblaðinu. Það starf féll henni vel. Erill, umstang og hraði var henni að skapi. Þar eignaðist hún líka marga góða kunningja. Hún var áttræð er hún lét þar af störfum. Það fer þess vegna ekki á milli mála að starfs- dagurinn var orðinn langur. Hinn 20. október 1918 giftist Soffía Haraldi Jóhannessyni bíl- stjóra. Þau eignuðust eina dóttur, Soffíu Aðalheiði, bráðmyndarlega og laglega stúlku. Stuttu eftir gift- inguna veiktist Haraldur af berkl- um og varð að fara á hæli þar sem hann þurfti að dvelja langdvölum. Eftir nokkur ár skildu þau. Um það leyti sem Soffía giftist réðst hún í það að kaupa lóð efst á Skólavörðustíg. Það hafa trúlega ekki margar ungu konurnar á öðr- um tug aldarinnar lagt út í það stórvirki að byggja yfir sig. En það óx henni ekki í augum og allt blessaðist þetta. Soffía var ekki gefin fyrir breyt- ingar, allan sinn búskap bjó hún í húsi sínu á Skólavörðustígnum eða í 62 ár. Aðeins tæp tvö síðustu árin dvaldi hún á Droplaugarstöð- um, dvalarheimili aldraðra. Þar þótti henni gott að búa. Hún var þakklát fyrir þá góðu umönnun og hlýju sem hún varð þar aðnjót- andi, ekki síst síðustu vikurnar. Soffía Aðalheiður ólst alfarið upp hjá móður sinni og var mjög kært með þeim mæðgunum alla tíð. Eftir að dóttirin giftist var Soffía kyrr í húsi sínu, á Skóla- vörðustíg 44a. Maður Soffíu Aðalheiðar var Gunnar Smith verslunarmaður, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust fjóra syni, Karl, Örn, Gunnar og Hilmar, alla mestu efnismenn. Gunnar Smith reyndist tengdamóður sinni mjög vel og var boðinn og búinn að létta undir með henni og aðstoða á all- an hátt er árin færðust yfir. Barnabörnin komu nær daglega í heimsókn til ömmu sinnar. Þótt það væri fjarri Soffíu að gera upp á milli dóttursona sinna var það samt Kalli, fyrsta ömmubarnið, sem var yndi hennar og eftirlæti, enda var hann mjög hændur að ömmu sinni og hjálpaði henni eft- ir megni. Synirnir eru allir kvænt- ir og barnabarnabörnin eru orðin nlu. Eiginkonur bræðranna höfðu líka góð og náin tengsl við Soffíu, eins og um eina stóra og samhenta fjölskyldu væri að ræða. Eins og að líkum lætur var oft gestkvæmt á heimili Soffíu, enda var hún með afbrigðum gestrisin. Hún kunni því líka vel að hafa líf og fjör í kringum sig. Börn Haraldar frá síðara hjóna- bandi komu einnig stöku sinnum í heimsókn til Soffíu og tók hún jafn vel á móti þeim eins og væru hennar eigin börn. Lýsir það betur mannkostum hennar og hjartalagi en mörg orð. Fyrir alllöngu kynntist ég Soffíu. Hún og tengdamóðir mín, Elka Jónsdóttir, voru góðar vin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.