Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Sir Lancelot. Niöur á þilfar þess sigum við blaðamennirnir til að komast í samband við umheiminn. A flota- og her- æfingum NATO var sagt að klæða okkur í hann aftur, þyrla myndi flytja okkur til annars skips þar sem við gætum náð sambandi við umheiminn. Ég ætla mér ekki þá dul að skýra frá því í hvaða þyrlutegund- um við flugum þarna á milli skip- anna, en í raun myndar flotinn eins konar byggð með aðstoð þyrl- anna, því á nokkrum mínútum má „hoppa" frá einu skipi til annars. Við höfðum ekki flogið lengi frá Fearless þegar flugliðinn í farþegarými þyrlunnar tók fram tóg og okkur varð ljóst að við ætt- um að síga í því niður á þilfarið á Sir Lancelot sem var áfangastaður okkar. Þarna vorum við úti á reg- inhafi fyrir norðan heimskauts- baug í kalda og dálitlum sjó og áttum að fara í „kaðli" niður á ókunnugt skip. Við því var ekkert að segja, enda ekki unnt að heyra mannsins mál í þyrlunni fyrir vél- argný. Ég sat næst rennihurðinni og fór því fyrstur niður. Var vel á móti mér tekið um borð, en heldur þótti mér torkennilegt að þeir sem leiðbeindu mér þar voru allir Kín- verjar. Sir Lancelot Sir Lancelot er flutningaskip breska flotans, um 4.500 lestir. Þetta eru ekjuskip þar sem til dæmis má koma fyrir 16 Chiefta- in-skriðdrekum auk annarra farartækja og um 350 landgöngu- liðum. Um borð eru 18 yfirmenn og 50 manna kínversk áhöfn. Var okkur sagt að Kínverjarnir kæmu frá Hong Kong, en þar væru starf- andi ráðningaskrifstofur sem út- gerðarmenn gætu hringt til og pantað skipsáhafnir til ákveðins tíma. Var einkennilegt að heyra öll fyrirmæli lesin bæði á ensku og kínversku um borð í þessu skipi. Þarna voru einnig tveir blaða- fulltrúar breska flotans sem buðu okkur afnot bæði af síma og telexi, sem tengdust MarSat-gervitungli. Þetta var minnsta skipið sem við heimsóttum og hið eina sem valt að nokkru ráði. Þarna snædd- um við hádegisverð í góðu yfirlæti og þeir sem það vildu nutu veit- inga á barnum, en á öllum bresk- um herskipum eru vínveitingar, sem eru stranglega bannaðar í bandaríska flotanum. Þegar sex blaðamenn höfðu lok- ið við að senda fréttir sem urðu að vera á ensku, væri telexið notað, var kallað aftur á þyrluna og við hífðir um borð. Er öruggt að þessi krókur til að sinna skyldunum við lesendur líður okkur seint úr minni. Takið eftir Opið sunnudag kl. 14—16 Mikið úrval furusófasetta Furusófasett meö áklæöi og leöri 3 — 2 — 1og3 — 1 — 1 Verö frá kr. 12.980,-. Góö greiöslukjör. Frí heimsending á Reykjavíkursvæöinu. Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 54343. Þeir vöktu óskipta athygli bílarnir í Miklagarói HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.