Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 HUGVEKJÁ eftir séra Guðmund óskar ólafsson 4. sunnudagur í fdstu „Hvar eigum vér að kaupa brauð til þess að menn þessir fái etið?“ Sjá: Jóh. 6:1-15 Það barst mér í hendur mik- ið og stórt „plakat" fyrir skömmu. Það er bæði skraut- legt og skemmtilega gert, en mesta athygli mína vakti það sem skrifað stóð sem einkunn- arorð: „Kæða og friður það sem allt snýst um í ár, sem endra- nær.“ Það voru orð að sönnu, jafn- vel Jesús var upptekinn af þessum vanda á sinni tíð: Hvar eigum vér að kaupa brauð? Það hefur vakið verðuga at- hygli að undanförnu að Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur gert meira en að búa út svona fallegt áritað plagg, eins og ég gat um, hún hefur reynt að svara spurningunni í verki, sem Jesús bar fram í eina tíð við Galíleuvatn. En þeir sem eru í fyrirsvari hjá þeirri mætu stofnun fengju litlu áorkað ef ekki hefði komið til einstakur velvilji og styrkur hvert einasta brauðbrot, sem sáldraðist niður, ekki í sparn- aðarskyni, heldur af því að um var að ræða heilagt brauð, daglegt brauð frá skaparan- um.“ Við, sem eigum kost á að ganga um í nútímans miklu- görðum og hagkaupum, við er- um ekki lengur í þörf fyrir að tína upp sáldrið, hvað þá að maður leiði að því hugann að skaparinn sé að baki þeirrar sældar sem við njótum til munns og handa. Engu að síð- ur erum við farin til þess í auknum mæli að svara spurn- ingu Hans með raunhæfum aðgerðum, sem spurði fyrir hönd allra aðþrengdra: Hvar eigum vér að kaupa brauð? ís- lenskt hjálparstarf er orðið virt og þekkt víða um heim, þökk sé Hjálparstofnun kirkj- unnar, Rauða krossinum, ís- lenskum kristniboðum og síð- ast en ekki síst þjóðinni, fólk- inu í landinu sem fjármunina leggur til. Og það vefst ekki fyrir neinum, sem vill líta á ummæli spámannsins forna er talaði fyrir munn Drottins: „Sú fasta sem mér líkar er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda hælislausa menn og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.“ Hinsvegar er þó rétt að gleyma því ekki að Jesús flýði á brottu, þegar fólkið ætlaði að gera hann að einskonar matarkon- ungi eftir að hann hafði gefið því að borða. Þegar hann tal- aði um að Hann væri í heiminn kominn til þess að við hefðum líf og nægtir, þá var Hann ekki einungis að tala um líkamans þarfir, heldur og um þá fæðu, sem varir til eilífs lífs. Boð- skapur Hans var ekki að við gætum keypt okkur nauðsyn- legan frið í veröldinni með réttum matarúthlutunum, heldur þyrftum við að eignast það þel og hjartalag að vilja miðla, jafna og halda frið af elsku til Guðs og manna, en ekki vegna ytri nauðungar. „Fæða og friður er það sem allt snýst um í ár sem endra- Fæða og friður stuðningur landsmanna. Það hefur verið einskonar þjóðar- vakning á undanförnum árum á þessu sviði, við höfum vakn- að til vitundar um ábyrgð og skyldur okkar við örbjarga og þurfandi, sem í fjarlægð búa. Sú var tíðin að íslendingar gerðu þessa bæn sína af hjarta og þörf í eiginlegri merkingu: „Gef oss í dag vort daglegt brauð." Hinsvegar eru af því fregnir að þrátt fyrir skort sinn þá hafi þeir átt lunderni til að miðla jafnvel af því smáa, sem þeir höfðu. Frakk- inn Xavier Marmier, sem hingað kom fyrir hartnær 150 árum segir frá því að íslend- ingar hafi virst fúsir til þess að gefa alla björg sína að- komumönnum, án endurgjalds. Hann skrifar svo: „Fátæktin skín alls staðar, þegar þessir fátæku menn bera fram skál með mjólk í eða kaffibolla, svipta þeir sjálfa sig oft því nauðsynlegasta, og eyða á augnabliki því sem þeir hafa öðlast með erfiðismunum." Hvernig stóð á þessari rausn? Hvernig stóð á þvl að svo snauðar manneskjur voru til- búnar til að gefa af lífsbjörg sinni? Er kannski svona auð- velt að gefa af því sem ekkert er? Ég veit það tæpast, en leiði þó hugann að því, að kannski hafi það verið svo að þrátt fyrir armóðinn hafi þetta fólk vitað að eignaumsýslanin, þó að í smáum stíl væri, hefði komið þeim upp í hendurnar frá þeim gjafara, sem spurði um brauðið forðum. Slíkur hugsunarháttur var ekki neitt séríslenskur. í danskri minningabók lítur maður nokkur um öxl til við- horfa langafa síns og segir: „Hann gerði ætíð krossmark yfir nýju brauði, áður en hann skar það í sneiðar. Og sonur hans lærði að strjúka upp málin með sanngirni að þetta hjálparstarf er orðið til fyrir áhrif og boð Hans, sem þús- undirnar mettaði forðum, er Hann blessaði brauðið og fisk- ana og útdeildi. Hitt er svo einnig, eins og „plakatið" minnir á, að við erum farin að gera okkur ljóst að friðurinn og fæðan er tvennt sem ekki verður aðskilið. Meðan svo háttar, að mikill hluti mann- kyns hefur ekkert fyrir sig að leggja í bókstaflegri merkingu, en hinir kljást við þau vanda- mál helst, sem stafa af ýmsum tegundum offylli, munum við búa í friðlausri veröld. Og við höfum það daglega fyrir aug- um hvernig mennirnir verja brauðið sitt, auðinn sinn og á hinn bóginn hinir ætla sér að sækja það í hendur þeirra: „Maðurinn þráir ákaft öryggið — og ætlar með því — sér að tryggja frið / og vopn hann smíðar — til að verja sig — og veröldinni lyfta á hærra stig og vopnasmíði verður iðja hans — og vígbúnaður þarfir sérhvers lands.“ (G. Dal). En höfundur og fullkomnari krist- innar trúar fer aðra leið. Hann segir: Gefið þeim að borða, hjúkrið, læknið, svalið mínum minnstu bræðrum, annars þekki ég yður ekki. Minn frið gef ég yður í hjartastað, til þess að þér getið gert þetta. Við erum minnt á mettunina á föstunni, á þeim tíma þegar kirkjan minnir á þá skyldu okkar, að hver og einn leggi eitthvað á sig þurfandi til að- stoðar. Finnst ykkur það ekki annars dýrmæt vitneskja, að höfundur þeirrar trúar sem við kennum okkur við lét sér annt um venjulegar þarfir fólks, hvort það hefði í sig eða á, hann virtist vita það vel að himinn getur verið sveltandi manneskju, sem brauðbiti og viðbit, það er líka í takt við nær,“ það er satt, en að horfa til árangurs í þeim efnum, er að styrkja til fylgdar við Hann sem sagði: „Ég er brauð lífsins, hið lifandi brauð og þann mun aldrei hungra, sem til mín kemur." Það verða hvorki vopn eða hræðsla við mannfjöldann, sme skortir brauð, sem munu birta okkur varanlegan frið og jafnar nægtir, heldur sú and- ans næring, sem snýr mönnum til Guðs, að þeir frjálsir beri hver annan fyrir brjósti og taki við veraldlegum þörfum sínum, sem gjöfum úr skapar- ans hendi, sem ekki beri að kreppa höndina um, á meðan einhver líður nauð. Hjálpar- stofnun kirkjunnar á sér ein- kennismerki, sem er hönd, sem skýlir blaktandi ljósi. Það er harla táknrænt og bendir til þeirrar skyldu kristinna manna að varðveita líf, hvar sem það er í háska statt, að bera hönd fyrir stormana, sem næða um náungann og hóta honum falli. Skreiðartöflur, brunnagerð, matargjafir, já, hverskyns neyðar- og þróun- arhjálp eru þættir í baráttunni vegna slíkrar skyldu, svar við tilveru Hans og áskorun, sem mannfjöldann mettaði forðum. En sem við viljum varðveita í Hans nafni skulum við minn- ast þess að Hann vildi lækna manneskjuna alla, ekki bara ytri þarfir hennar, því að „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur og á því orði, sem fram gengur af Guðs munni". Því að á meðan Drott- inn fær ekki að lækna svella- lögin í mannlegum hjörtum verður þörfin fyrir frið og fæðu ætíð jafn nístandi sár einhversstaðar þar sem menn eru á ferð, því að „í grimmri veröld — grafa menn sinn auð — og gefa svöngum — steina fyrir brauð. ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IDSKIPTANNA Sparifjareigandi! Hefur þú íhugað sparnaðarkostina sem eru á markaðinum í dag? Raunávöxtun m/v mismunandi verðbólguforsendur: Ávöxtun Verö- trygg- ing Verðbólga 12% 15% 20% Verðtr. veöskuldabr. 9,87 Já 9,87 9,87 9,87 Eldri spariskírt. Mism. Já 5,30 5,30 5,30 Happdr.skuldabr. 5,50 Já 5,50 5,50 5,50 Ný spariskírt. 5,08 Já 5,08 5,08 5,08 Gengistr. sparisk. 9,00 ? ? ? ? Rikisvíxlar 25,72 Nei 12,25 9,32 4,77 Alm. sparisj.reikn. 15,00 Nei 2,68 0 +4,17 Sparisj.reikn. 3 mán. 17,70 Nei 5,09 2,35 -1,92 Sparisj.reikn. 12 mán. 19,90 Nei 7,05 4,26 -0,08 Vegna aukinnar eftirspurnar óskum viö eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá: □ Eldri spariskírteini ríkissjóðs □ Happdrættisskuldabréf ríkissjóös □ Ríkisvíxlar □ Óverðtryggð veðskuldabréf, 18—20% □ Óverðtryggö veðskuldabréf, hæstu leyfil. vextir □ Verðtryggð veðskuldabréf, 2—5 ár EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ATHUGIÐ! Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1 er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti umfram verðtryggingu á ári. Nú eru á boðstólum spariskírteini sem bera 5,3% vexti umfram verðtryggingu á ari fram aö hagstæðasta innlausnardegi. Kynnið ykkur ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiðubúið að aðstoða við val á hag- kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 2. apríl 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóös Veðskuldabréf - verðtryggð Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17 415,64 Innlv. i Seðlab. 5.02.84 1971-1 15.266,45 5,30% 1 ár 163 d. 1972-1 13.787,99 5,30% 1 ar 293 d. 1972-2 11.356,46 5,30% 2 ár 163 d. 1973-1 8.635,47 5,30% 3 ár 163 d. 1973-2 8.212,79 5,30% 3ar 293 d. 1974-1 5.422,72 5,30% 4 ar 163 d. 1975-1 4.002,39 Innlv. i Seðlab 10.01 84 1975-2 3.021,25 Innlv. i Seölab. 25.01.84 1976-1 2.877,97 Innlv i Seðlab 10.03.84 1976-2 2.273,74 Innlv. i Seðlab 25.01.84 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seðlab 25.03.84 1977-2 1.758,73 5,30% 158 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. í Seðlab 25.03.84 1978-2 1.123,57 5,30% 158 d. 1979-1 951,45 Innlv. í Seðlab. 25.02.84 1979-2 730,91 5,30% 163 d. 1980-1 618,74 5,30% 1 ár 13 d. 1980-2 475,67 5,30% 1 ár 203 d. 1981-1 407,11 5,30% 1 ár 293 d. 1981-2 301,21 5,30% 2 ár 193 d 1982-1 283,52 5,30% 329 d. 1982-2 210,07 5,30% 1 ár 179 d. 1983-1 161,95 5,30% 1 ár 329 d. 1983-2 104,27 5,30% 2 ár 209 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. i S« sðlab. 20.03.84 1974-E 3.648,74 5.50% 239 d. 1974-F 3.648,74 5,50% 239 d. 1975-G 2.376,44 5,50% 1 ár 239 d. 1976-H 2.213,78 5,50% 1 ár 358 d. 1976-1 1.716,23 5,50% 2 ár 238 d. 1977-J 1.558,56 5,50% 2 a. 359 d. 1981-1. fl. 323,86 5,50% 2 ár 29 d. Sölugengi m.v. 2 afb. á ári 1 ár 95.69 2 ár 92,30 3 ár 91.66 4 ár 89,36 5 ár 88,22 6 ár 86,17 7 ár 84,15 8 ár 82,18 9 ár 80,24 10 ár 78,37 11 ár 76,51 12 ár 74,75 13 ár 73,00 14 ár 71,33 15 ár 69.72 16 ár 68,12 17 ár 66,61 18 ár 65,12 19 ár 63,71 '20 ár 62,31 Nafnvextir (HLV) 2 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% Avöxtun umtram verötr. Veðskuldabréf óverðtryggð Sölug.m/v 1A0 1 afb. á ári '*/o 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 16% 8,75% 8,88% 9,00% 9,12% 9,25% 9,37% 9,50% 9,62% 9,75% 9,87% 10,00% 10,12% 10,25% 10,37% 10,49% 10,62% 10,74% 10,87% 10,99% 11,12% 20% (HIÍT 21% Hlutabréf Verzlunarbanki íslands hf Kauptilboö óskast. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.