Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 27 Mfud af Agli Skallagrímssyni, sem fylgdi handriti frá þrí um 1670. Lætur Egill aðra augabrúnina síga, svo sem lýst er í sögunni og er mikilúðlegur. Meðal margra handrita sem stórbóndinn Magnús Jónsson frá Vigur við ísafjarðardj- úp lét skrifa eru m.a. Egilssaga, Grettissaga og Svarfdælasaga. Fyrir framan hverja sögu er heilsíðulitmynd af sögupersónunum Agli Skallagrímssyni, Gretti, Guðmundi ríka og Njáli. Þessi handrit eru varðveitt í Landsbókasafni, British Museum og Arnastofnun í Kaupmannahöfn, en myndirnar fjórar birtust í Handritaspjalli Jóns Helgasonar 1950 og eru hér teknar úr grein eftir Agneta Loth um þessi handrit í ritinu Bibliotheca Arnamagnæana. Ekki virðist Egill Skallagrímsson hafa freistað margra teiknara á síðari tímum, eins og teiknarans á fyrri öldum, sem hugsaði sér hann svona. um og uppkomu þeirra í mannleg- um samskiptum, rétt eins og höf- undarnir líti á þær sem sjálfsagð- an hlut f tilverunni. Geðrænar truflanir eiga sér þar ávallt rök- ræn tildrög, og lýsingar á ytra at- ferli þeirra samræmast nánar þeim klinisku myndum sem þekkt- ar eru í geðlæknisfræðinni nú á dögum og gefa jafnframt vís- bendingu um innra eðli þeirra. Frásögnin er að sönnu stutt og gagnorð, en því meira felst í hverju orði og enn meira má lesa á milli línanna. Þar að auki lumar frásögnin oftast á útfarinni kímni, sem einnig tekur til lýsinga á hvers konar sjúkleika. Höfund- arnir sjá ávallt tilveru mannsins í skoplegu ljósi, jafnvel þar sem al- vara er á ferðum. Kunnasta lýsing á geðrænum sjúkleika í íslendingasögum er frásögnin af þunglyndi Egils Skallagrímssonar eftir missi Böðvars, sonar síns. f Egils sögu er atburðarásinni lýst á eftirfar- andi hátt: „En svá er sagt, þá er þeir settu Böðvar niðr, at Egill var búinn: Hosan var strengð fast að beini. Hann hafði fustanskyrtil rauðan, þröngvan upphlutinn ok láz at siðu. En þat er sögn manna, at hann þrútnaði svá, at kyrtillinn rifnaði af honum ok svá hosurnar. En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna. Hann hafði þá ok engan mat né drykk. Lát hann þar þann dag ok nóttina eftir. Engi maðr þorði at mæla við hann. En inn þriðja morgin, þegar er lýsti, þá lét Asgerðr skjóta hesti undir mann, — reið sá sem ákaf- ligast vestr í Hjarðarholt, — ok lét segja Þorgerði þessi tíðindi öll saman, ok var þat um nónskeið, er hann kom þar. Hann sagði ok þat með, at Ásgerðr hafði sent henni orð at koma sem fyrst suðr til Borgar. Þorgerðr lét þegar söðla sér hest, ok fylgðu henni tveir menn. Riðu þau um kveldit ok. nóttina, til þess er þau kómu til Borgar. Gekk Þorgerðr þegar inn í eldahús. Ásgerðr heilsaði henni ok spurðí, hvárt þau hefðu náttverð etit. Þorgerðr segir hátt: „Engan hef ek náttverð haft og engan mun ek fyrr en at Freyju. Kann ek mér eigi betri ráð en faðir minn. Vil ek ekki lifa eftir föður minn ok bróð- ur.“ Hon gekk at lokhvílunni ok kall- aði: „Faðir lúk upp hurðinni, vil ek, at vit farim eina leið bæði.“ Egill spretti frá lokunni. Gekk TIL SttLU: Nýlegur pylsuvagn á hjólum Vagninn er í sérflokki, búinn öllum helstu tækjum og glæsilega innréttaður. Góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 98-1903 og 98-2727. / f f AVOXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR Hver býður betur? Látið Ávöxtun sf. ávaxta sparifé ykkar Verötryggð spariskírteini ríkissjóðs Óverðtryggð feðskuldabréf Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./1 1971 1 15.018 1977 2 1.680 1972 1 13.706 1978 1 1.337 1972 2 11.150 1978 2 1.073 1973 1 8.463 1979 1 911 1973 2 8.133 1979 2 696 1974 1 5.303 1980 1 624 1975 1 4.054 1980 2 472 1975 2 3.006 1981 1 404 1976 1 2.732 1981 2 299 1976 2 2.250 1982 1 283 1977 1 1.973 1982 2 209 1983 1 161 1983 2 104 Ár 1 2 3 4 5 6 20% 86.3 80.3 74,9 70.2 66,0 62.2 21% 87,0 81.3 76,1 71,5 67.4 63,7 Ár Verðtryggð veðskuldabréf Sölug. 2 afb/ári. i 95,2 6 81,6 1 2 91,9 7 78,8 S 3 89.4 8 76,1 | 4 86,4 9 73,4 2 5 84,5 10 70,8 ^ Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til sölu. Verðtrygg- veðskuldabréf óskast í sölu. Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁV()XTUN $W) LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.