Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Eldur á Bárugötu: Fjórir fluttir á slysadeild ELDUR var laus á Bárugötunni í kjallaraíbúö í gærmorgun. Slökkvi- liðið var kvatt á staðinn upp úr kl. 11 af nágrönnum, scm sáu reyk leggja út um glugga. Kviknað hafði í plasthengi á baðherbergi og af því orðið mikill reykur. Mikill reykur var er slökkviliðið kom á staðinn, en fljótt gekk að slökkva eldinn. Skemmdir urðu litiar nema af reyk. Fjórir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, en eftir skoðun var þeim leyft að fara heim. Stöður fréttamanna á útvarpinu: Útvarpsráð mælir með Albert og Gissuri ÚTVARPSRÁÐ hefur ákveðið að mæla með þeim Albert Jónssyni og Gissuri Sigurðssyni í stöður tveggja fréttamanna við útvarpið, sem aug- lýstar voru til umsóknar fyrir nokkru. Fjórtán umsækjendur voru um stöðurnar. Útvarpsstjóri tekur endanlega ákvörðun um ráðningu. í Kerlingarskarði Ljósm.: Snorri Snorrason. Gissur Sigurðsson er 35 ára og hefur um árabil unnið við blaðamennsku. Hann er nú blaðamaður á DV. Albert er 32 ára og hefur lokið háskólaprófi í sagn- og stjórnmálafræði. Hann hefur ekki unnið við fjölmiðla til þessa. Morgunblað- ið hefur nú undir hönd- um áróð- ursbækling MÍR „Sov- étríkin: Spurningar og svör“, sem dreift var í 8. og 9. bekk skólans á Hvolsvelli og Morgun- blaðið sagði frá í baksíðufrétt í gær. Bækl- ingurinn er 151 blaðsíða. SOVETRIKIX SPURN/NGAR OG SVÖR Albert setti fram kröfu á hendur Flugleiðum: Fulltrúi ríkis verði stjórnarformaður Vildi ráða vali forstjóra er þeirri kröfu var hafnað ALBERT Guðmundsson, fjármála- ráðherra, gerði kröfu til þess, nokkru fyrir aðalfund Flugleiða, að annar fulltrúi rikisins í stjórn félags- ins yrði kjörinn formaður stjórnar þess. Fjármálaráðherra setti fram þessa kröfu er Ijóst var orðið, að formannsskipti yrðu í stjórn Flug- leiða á þessum aðalfundi vegna veik- inda fráfarandi stjórnarformanns. Albert Guðmundsson mun hafa rökstutt kröfu sína með því, ann- ars vegar, að ríkið væri stór hlut- hafi í Flugleiðum og hins vegar að ríkið legði félaginu til mikið fjár- magn í formi beinna styrkja og niðurfellingar lendingargjalda. Forsvarsmenn Flugleiða höfn- uðu kröfu Alberts Guðmundsson- ar og tók fjármálaráðherra það óstinnt upp og krafðist þess, að hann réði því, hver yrði nýr for- stjóri Flugleiða eða að ráðnir yrðu tveir forstjórar og hann réði öðrum. Þessi afstaða fjármálaráðherra hefur vakið athygli, ekki sízt inn- an Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því eru tvær ástæður: annars vegar hefur fjármálaráðherra lýst því yfir, að hann vilji selja hlut ríkis- ins í Flugleiðum og öðrum fyrir- tækjum, sem ríkið á aðild að. Hins vegar þykir áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins miður, að fjármálaráðherra úr röðum sjálfstæðismanna setji fram slíka kröfu á hendur fyrirtæki, sem að miklum meirihluta er í einkaeign. Flugfélag Norðurlands: 3,5 milljóna kr. hagn- aður á árinu 1983 HAGNAÐUR varð af flugrekstri Flugfélags Norðurlands á árinu 1983 og nam hann 3,5 milljónum króna, en velta félagsins á árinu var um 40 milljónir króna. Á árinu voru fluttir liðlega 19 þúsund farþegar, sem er 3% aukn- Tel ekki ástæðu til að ríkið eigi meira í Flugleiðum en nú — segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra Á nýafstöðnum aðalfundi Flug- leiða kom f Ijós stórbatnandi rekstur félagsins í flestum grein- um og er það mikið ánægjuefni, þegar litið er aftur til þess tíma, þegar félagið var rekið með gífur- legum halla og þurfti að leita að- stoðar ríkisvaldsins. Sá halli og erfiðleikar í rekstrinum stöfuðu fyrst og fremst af þeirri gífurlegu samkeppni, sem var á flugleiðum yfir Atlantshafið, á milli megin- lands Evrópu og Bandaríkjanna. Flugleiðir var lítill og fjárvana aðili í þeirri miklu samkeppni," sagði Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, í samtali við blm. Morg- unblaðsins. „Það tókust þá samningar um aðstoð ríkisins við Flugleiðir, það voru sett þar tiltekin skil- yrði því ríkisvaldið lagði mikla áherzlu á það, að reglubundnum flugferðum milli íslands og Bandaríkjanna yrði haldið uppi, sem var eðlilegt út af fyrir sig og nauðsynlegt fyrir þjóðina. Sú að- stoð, sem þá var veitt, varð til þess að Flugleiðir héldu rekstri sínum gangandi og ríkisvaldið setti skilyrði um það að eiga full- trúa í stjóm. Það voru skiptar skoðanir um það, en vitaskuld réð afstaða og vilji þeirra, sem þá fóru með stjórn landsins. Þeir sýndu það, að þeir vildu ekki að þessi rekstur legðist niður því menn sáu það jafnt, bæði þáver- andi stjórnarsinnar sem stjórn- arandstæðingar, að gerðist það, væri ekki þar með sagt að flug- félög hér á landi kæmust aftur inn á þessar leiðir og gætu unnið sig þar upp aftur. Þetta hefur tekizt vonum framar en sjáan- legt er, að ennþá er verulegur halli á þessari leið og þvi er eðli- legt að það sé komið til móts við Flugleiðir og því er ég því hlynntur að lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli verði felld niður á meðan þessi halli er og þó alveg sérstaklega vegna þess að ríkisstjórn Luxemborgar hef- ur boðið að fella niður lend- ingargjöld þar, en þó með þvi skilyrði að Islendingar geri slikt hið sama. Það er að vissu leyti mikill aukakostnaður að hafa hér lendingar á Atlantshafsleið- inni, þar sem leiðir flestra far- þeganna liggja ekki hingað, en það hlýtur að vera krafa og vilji að það verði flogið um ísland og það hafa Flugleiðir fúslega gert því við verðum sem eyþjóð að halda uppi reglubundnum og ör- uggum samgöngum við umheim- inn. Á innanlandsfluginu var lengi verulegur halli, sem var fyrir það, að ríkisvaldið skammtaði fargjöldin án tillits til þess hver þau þurftu að vera á hverjum tíma. Það olli félaginu miklum erfiðleikum en á þessu hefur orðið breyting í seinni tíð, þann- ig að fjárhagsleg afkoma innan- landsflugsins er mun skárri. Ég tel að það sé eðlilegt að ríkis- valdið komi til aðstoðar þegar illa árar og erfiðleikar steðja að, en ég tel ekki ástæðu til þess að ríkið eigi meira í þessu félagi og það er miklu affarasælla fyrir alia að nota þar dugnað og gáfur einstaklingsins, sem vinnur að þessum málum. Allir þeir menn, sem hafa starfað að flugmálum á undanförnum árum og áratug- um, hafa sýnt það, að þeir hafa borið hróður landsins mjög víða og ég dreg það mjög í efa að það hefði náðst jafngóður árangur ef hið opinbera hefði átt að ráða ferðinni í einu og öllu. Ég held að við íslendingar höfum verið mjög lánsamir með frammá- menn á sviði flugmála. Það er um fleiri félög að ræða en Flug- leiðir, öll miklu minni og þau eiga við sína erfiðleika að stríða, einkum á seinni árum í sam- bandi við óstöðugt gengi, sem hefur valdið þeim miklum erfið- leikum. Ríkisvaldið hefur að sumu leyti komið til móts við suma þessara aðila, sem ég tel ekki nema eðlilegt að fái fyrir- greiðslu. Það er mikið í húfi að þessi starfsemi geti gengið með eðlilegum hætti því samdráttur getur valdið ákaflega miklum erfiðleikum fyrir þjóðfélagið. Það er margt ógert í flugmálum, sem brýnt er, ekki sízt á sviði innanlandsflugsins því vellir eru víða ákaflega lélegir og nauðsyn á að bæta þá, en þegar á heildina er litið verður maður að lýsa því yfir, að maður er ánægður með þann árangur, sem Flugleiðir hafa náð, sérstaklega núna, þó á engan hátt verði gert lítið úr þeim árangri, sem náðist þegar mest blés á móti," sagði Matthí- as Bjarnason. ing frá árinu áður. Þá voru flutt 403 tonn af vörum og pósti. Flogið er til 11 ákvörðunarstaða frá Ak- ureyri. Þeir eru: ísafjörður, Siglu- fjörður, Grímsey, Húsavík, Kópa- sker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörður, Egilsstaðir og um ólafsfjörð til Reykjavíkur. Til þessara staða er flogið í tengslum við áætlunarflug Flugleiða til Ak- ureyrar. Hjá Flugfélagi Norðurlands starfa 20 manns og þar af eru 8 flugmenn og 4 flugvirkjar. Stjórn félagsins skipa: Einar Helgason, stjórnarformaður, Jóhannes Fossdal og Torfi Gunnlaugsson. Framkvæmdastjóri er Sigurður Aðalsteinsson. Leiðrétting FYRIRSÖGN fréttar varðandi rán- ið frá ÁTVR á Laugaveginum var röng í Morgunblaðinu á fimmtu- dag. Þar var sagt að krafist væri allt að 12 ára fangelsisvistar, en hið rétta er að sú lagagrein sem krafist er refsingar eftir leggur það í vald dómsins eftir eðli brotsins hver refsingin skuli vera. Þá er einnig rangt farið með að ákæruvaldið krefjist hámarksrefs- ingar. Hið rétta er að ákaéruvaldið krefst þess að sakborningar séu dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar. Einnig er það rangt að dómurinn sé fjölskipaður að kröfu ákæruvalds- ins. Það er í valdi yfirsakadómara eða dómsmálaráðherra að ákveða það, hvort dómur skuli fjölskipað- ur. Þá var í frétt Mbl. í gær af Hæstaréttardómi í Skaftafellsmál- inu svonefnda ranglega sagt, að dómurinn hljóðaði upp á ævilangt fangelsi. Dómurinn hljóðaði upp á 16 ára fangelsi. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.