Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Morgunblaðið/Rax Fjölmenni var við upphaf fyrsta skógræktarþing^sins á Islandi í gær. Á fremsta bekk sitja meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. FYRSTA SKÓGRÆKTARÞINGIÐ Fyrsta skógræktarþing á íslandi var haldið í gær að Hótel Sögu í Reykjavík. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sat þingið. Skógræktarfélag íslands og Skógrækt ríkis- ins stóðu að þessu þingi, en þátttakendur voru aðilar ýmissa félaga og samtaka, sem tengjast skógrækt á einhvern hátt og full- trúar þeirra sljórnvalda, sem um þessi mál fjalla. Að öðru leyti var þingið opið öllurn. Þingið hófst klukkan 10 árdegis. Áður en þingstörf hófust lék blásarakvintett úr Tónlist- arskóla Reykjavíkur. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, setti þing- ið. Síðan flutti prófessor Morten Bendz frá Svíþjóð erindi, sem hann nefndi ísland, vanþró- að skógræktarland og bar saman á athyglis- verðan hátt í máli og myndum stöðu skógræktar á Islandi og í vanþróuðum löndum sunnar á hnettinum. Þá flutti Sigurður Blöndal, skóg- ræktarstjóri, erindi um möguleika og markmið skógræktar á íslandi. Að loknu matarhléi var erindi Magnúsar Péturssonar, hagsýslustjóra, sem fjallaði um skógrækt og þjóðarhag. Þá var sýnd sænsk kvikmynd um skógrækt. Að loknu kaffíhléi voru pallborðsumræður, sem Árni Gunnarsson, ritstjóri, stjórnaði og þinginu lauk með ávarpi Matthíasar Johannessen, ritstjóra. „Klofningur á vinstri vængnum hefur haft áhrif á fylgi okkaru — sagði Steingrímur Hermannson formaður Framsóknarflokksins Selfossi, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. Þorsteinn Pálsson: Niðurstaða viðræðna sker úrumþing- flokksfimd „ÉG MUN ræða við Albert Guð- mundsson þegar hann kemur til landsins og ákveða þá hvenær við hittumst," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins i samtali við blaðamann í gær. Albert var væntanlegur til landsins síðdegis í gær. Þorsteinn sagði að ekki hefði verið boðaður fundur í þing- flokki sjálfstæðismanna um þessa helgi. „Það ræðst alfarið af því til hvaða niðurstöðu viðræður okkar leiða hvort þingflokkurinn kemur saman," sagði Þorsteinn. Blaðamannafundur Þorsteins Páls- sonar sl. fimmtudag hefur verið mjög til umræðu og hefur því verið haldið fram að hann hafí verið boðaður með löngum fyrirvara. Aðspurður um þetta sagði Þorsteinn að"blaðamenn hafí elt sig á röndum strax að morgni fímmtu- dagsins eftir að byrjað var að vitna í grein Helgarpóstsins í útvarpi. „Ég vildi ekki svara blaðamönnum, hvorki þeim sem hringdu frá DV strax um morguninn né öðrum blaðamönnum fram eftir degi vegna þess að það var ljóst að við þessar aðstæður var vanda- samt að svara. Þegar ég var í þing- húsinu um eftirmiðdaginn var hópur blaðamanna á eftir mér. Ég sagði að ég myndi svara þeim hveijum og ein- um síðdegis. Hins vegar var málum svo komið í þinghúsinu um það leyti sem þingslita- fundinum lauk að þar var samankom- inn stór hópur blaðamanna vegna þessa máls og þegar fundinum lauk ákvað ég að bjóða þeim öllum í einu inn í þingflokksherbergið til þess að svara þeim spumingum sem þeir höfðu uppi. Þannig var þetta ekki skipulagð- ur fundur af minni hálfu. Ég taldi útilokað annað eftir vand- lega íhugun en að greina frá stað- reyndum málsins. Eg hins vegar hafnaði með öllu að svara á þessum fundi spumingum um pólitíska stöðu Alberts Guðmundssonar á meðan hann var erlendis. Ég hefði talið það skað- legt fyrir flokkinn að halda staðreynd- um málsins leyndum eins og komið var,“ sagði Þorsteinn Pálsson. VERKFALL Félags íslenskra fræða kemur til framkvæmda á miðnætti í kvöld, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Verk- fallið kemur til með að koma niður á starfsemi Landsbóka- safns, Þjóðskjalasafns og Þjóðminjasafns, en aðild að fé- lagi íslenskra fræða eiga 30 manns. Þetta verður fjórða verk- fall aðildarfélags Bandalags háskólamanna, sem starfa hjá ríkinu, en fyrir eru í verkfalli, Hið íslenska kennarafélag, með um 1100 félaga, Félag háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga, með 89 félaga, og Félag islenskra sjúkraþjálfara, með 22 félaga. Sex félög BHMR til viðbótar hafa boðað verkfall. Sálfræðingafé- lag íslands hefur boðað verkfall frá og með miðnætti á mánudag. Félag- ar eru 39 og kemur verkfallið einkum niður á geðdeildum ríkisspítalanna. Stéttarfélag fé- lagsráðgjafa hefur boðað verkfall frá og með miðnætti á miðvikudag. Félagar eru 27 og kemur verkfallið einkum niður á starfsemi ríkisspít- alanna. Félag íslenskra náttúru- fræðinga hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 30. mars. Félagar eru 256. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi Veðurstofunnar, Orkustofnunar, Blóðbankans og ýmissa rannsóknarstofnana. Dag- inn eftir hefur Matvæla- og næring- arfræðingafélag íslands boðað verkfall. Félagar eru 18 og hefur verkfallið áhrif á starfsemi ýmissa rannsóknarstofnanna. Félag bóka- „ÞAÐ ER staðreynd að við höf- um ekki náð til unga fólksins, eins og kom fram í nýlegri skoð- anakönnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Islands. Sá safnsfræðinga hefur boðað verkfall frá og með fimmtudeginum 2. apríl. Félagar eru 42 og lokast söfn, ef það kemur til framkvæmda. Fjögur félög í BHMR hafa samið við ríkisvaldið. Þau eru: Félag við- skipta- og hagfræðinga, með 121 félagsmann, Stéttarfélag lögfræð- inga, með 100 félagsmenn, Dýra- læknafélags íslands, með 35 félagsmenn, og Prestafélag íslands, með 118 félagsmenn. Þessi félög eiga í viðræðum við HEILDARLAUN 251 karls í kennarastétt framhaldsskólanna eru nú á bilinu 80.000 til 121.000 krónur á mánuði, en aðeins 7 konur eru í þessum hópi og reyndar nær engin kvennanna hærri launum en 99.000 krónum. 219 karlar eru með laun á bilinu 60.000 til 78.000 og 15 með laun frá 35 til 46.000 krónur. 235 konur eru með heildarlaun á bil- inu 44.000 til 73.000. í grunnskól- klofningur og sú sundrung sem er á vinstri væng stjómmálanna hefur einnig haft áhrif á fylgi okkar,“ sagði Steingrímur Her- mansson, formaður Framsóknar- ríkisvaldið og hafa ekki boðað verk- fall, í sviga fjöldi félagsmanna: Arkitektafélag Islands (25), Félag fréttamanna (46), Félag háskóla- kennara (340), Félag háskóla- menntaðra stjómarráðsstarfs- manna (55), Félag tækniskólakenn- ara (26), Félag þjóðfélagsfræðinga (13), Kennarafélag Kennarahá- skóla íslands (53), Lyijafræðinga- félag íslands (1), Læknafélag íslands, vegna fastráðinna lækna, (135) og Útgarður (88). unum er engin kona með hærri heildarlaun en 65.000 krónur. Stöðugildi kvenna í HÍK em 408 en karla 625. Þessar upplýsingar komu fram hjá Lindu Rós Mikaelsdóttur, grunnskólakennara á föstudag á fundi kennara og trúnaðarmanna þeirra, en þar var verið að kynna stöðuna í samningamálum kennara. Linda Rós sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hún hefði fyrst í stað flokksins, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi miðstjórnar flokksins sem hófst í gærmorg- un. Vetur konungur setti svip sinn á upphaf þessa aðalfundar, þar sem einungis 70-80 fulltrúar af 114 voru mættir. Ófærð gerði það að verkum að allmargir fulltrúar úr VestQarðakjördæmi, af Norður- landi eystra, Norðurlandi vestra og Austurlandi, höfðu ekki náð til fundarins. Ljóst var af máli formannsins að honum var efst í huga sú staðreynd að Framsóknarflokkurinn hefur komið heldur illa út úr skoðana- könnunum upp á síðkastið. Það var jafnframt ljóst af máli hans að hann taldi þetta fylgistap ekki réttmætt: „Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir þá er ég sannfærður um að þær hafa ekki náð til unga fólksins í landinu. Það er staðreynd að sá flokkur sem fyrst og fremst hefur staðið gegn hverri breytingu á Alþingi er Alþýðubandalagið. Þá ekki trúað því, að Indriði Þorláksson færi með rétt mál, þegar hann sagði á Stöð 2 að meðallaun kennara væru yfir 70.000 krónur á mánuði. Hún hefði því óskað upplýsinga um meðallaun kennara hjá fjár- málaráðuneytinu og jafnframt hvenig þau skiptust milli kynja. Hún hefði fengið það staðfest, að meðal- laun væru yfír 70.000 krónur, en sér hefði þótt ennþá merkilegra hve mikill launamunur væri eftir kynj- um. Það, sem henni fyndist skipta er því ekki að neita að órói og óánægja með byggðaþróun í landinu hefur valdið okkur Fram- sóknarmönnum búsiijum." Kosningavaka hjá fötluðum KOSNINGAVAJCA fatlaðra verð- ur á Hótel Sögu í dag, sunnudag. Hún stendur frá 15.00 til 17.00 með söng, svipmyndum úr lífi fatlaðra og pallborðsumræðum um stöðu þeirra með þátttöku fulltrúa stjórnmálaflokkanna. Það eru Landssamtökin Þroska- hjálp og Öryrkjabandalag íslands, sem gangast fyrir þessari kosninga- vöku, en í tilefni hennar hefur verið unnið hefti undir yfirskriftinni Hver kýs hvað? Því hefur verið dreift til frambjóðenda á öllu landinu og er þar tæpt á þeim málum, sem sam- tökin leggja megináherzlu á um þessar mundir. máli í þessari kjarabaráttu, væri að öll áherzlan yrði hækkun dag- vinnulauna, en yfírvinna ætti ekki að koma inn í þau mál. Saminga væri ekki hægt að byggja á yfír- vinnu. Það væri greinilegt að það væri mikið hagsmunamál kvenna í stéttinni. „Engu að síður gefur tal- an 70.000 krónur ekki rétta mynd, því stærsti hópurinn í kennarastétt- inni, það er konur, eru langt þar fyrir neðan," sagði Linda Rós Mika- elsdóttir. Verkfall Félags íslenskra fræða hefst á miðnætti Framhaldsskólarnir: 251 karl með 80 - 121 þús- und krónur í laun á mánuði Aðeins 7 konur eru með svipuð laun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.