Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Selfoss: Mánastemmn- ing endurvakin í Inghól i apríl Selfossi. í APRÍL hleypur á snærið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar Mána og þeirra sem unna lög- um frá þeim tíma er hljómsveit- in var og hét á Suðurlandi. Haldin verða Mánakvöld í Ing- hól á Selfossi þar sem hljóm- sveitin mun koma fram eins og hún var skipuð á sínum mekt- artímum. Undirbúningurinn hófst fyrir rúmum mánuði en hljómsveitin starfaði á árunum 1965—1975 og gaf á þeim tíma út tvær litlar plötur og eina stóra sem teknar voru upp í Kaupmannahöfn. Auk þess átti hljómsveitin lög á safn- plötu, annað þeirra var lagið „Á kránni" sem varð mjög vinsælt. Ólafur Þórarinsson er foringi þeirra Mánaliða og sá eini sem var í hljómsveitinni allan starfstí- mann. Auk Ólafs voru í hljóm- sveitinni Ólafur Bachmann, Guðmundur Benediktsson, Stefán Ásgrímsson, Bjöm Gíslason, Smári Kristjánsson, Ragnar Sig- uijónsson, Pálmi Gunnarsson og Sigutjón Skúlason. Mánakvöldin í Inghól hefjast með hljómleikadagskrá sem er ætluð matargestum. Salir skemmtistaðarins verða skreyttir með myndum frá Mánatímanum auk þess sem ýmsir gamlir munir Ólafur Þórarinsson hljómlistar- maður. verða til sýnis. Auk myndanna hefur verið unnið upp myndband frá þessum tíma með hljómsveit- inni. Það eru bræðumir Gunnar Sigurgeirsson og Marteinn sem hafa unnið myndbandið. Á hljómleikadagskránni verða lög frá 1962 til 1975 sem helstu hljómsveitir þess tíma urðu vin- sælar fyrir. „Við verðum í ljúfari kantinum á meðan fólkið er að borða. Síðan herðum við og þyngj- um róðurinn og setjum meira trukk á, svipað og var á sveitaböll- unum. Við ætlum að reyna að Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðstandendur Mánakvöldanna á Selfossi: Ari Páll Ögmundsson, Björn Þórarinsson, Gunnar Sigur- geirsson, Björn Gíslason, Ólafur Þórarinsson, Ragnar Sigurjónsson, Ólafur Bachmann, Smári Kristjánsson, Magnús J. Magnússon, Helgi Kristjánsson, Kristjana Stefánsdóttir og sitjandi er Guð- mundur Benediktsson. Litið inn á æfingu hjá þeim Mánafélögum. skapa stemmninguna sem var á Mánaböllunum hér áður," sagði Ólafur Þórarinsson hljómlistar- maður þegar litið var inn æfingu hjá þeim Mánafélögum. „Það verður allt gert til að ýta undir gamla fiðringinn frá þessum tíma," bætti hann við. Eftir hljómleikadagskrána leika Mánamir fyrir dansi og þá mun Kristjana Stefánsdóttir syngja með hljómsveitinni og brúa kyn- slóðabilið eins og Ólafur Þórarins- son orðaði það. Fyrsta Mánakvöldið í Inghól verður 4. apríl, það næsta mið- vikudaginn fyrir páska og svo síðustu laugardagana í apríl. Margir hafa beðið eftir þessu framtaki sem sést á því að þegar er uppselt á fyrsta kvöldið og nærri því á það næsta. — Sig. Jóns. VERTU VISS UM /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.