Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 pltrigMt Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö Norrænt samstarf og kjarnorkuvopnaleysi Yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga hefur lýst stuðningi við þá skoðun, að Island gerist aðili að norrænu samstarfi um að lýsa Norðurlöndin kjamorku- vopnalaust svæði. Er þetta niður- staða í könnun, sem Félagsvís- indastofnun háskólans framkvæmdi og skýrt var frá á föstudag. Mikill stuðningur við hugmyndina um kjarnorkuvopna- laust svæði kom fram í könnun, sem gerð var 1983 og kynnt var á vegum Öryggismálanefndar. Fróðlegt væri að leggja þá spurn- ingu fyrir íslendinga, hvað þeir telja, að felist í hugmyndinni um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Em þeir að lýsa yfir stuðningi við óbreytt ástand, það er að ekki séu kjamorkuvopn á Norðurlöndunum? Eða em þeir að lýsa yfir stuðningi við þá álykt- un Alþingis, að kjamorkuvopn eigi ekki að vera á svæðinu frá Græn- landi til Úralfjalla? Eða em þeir að lýsa yfír því, að ekki megi grípa til kjamorkuvopna til vamar Norðurlöndunum, ef á þau er ráð- ist af ríki, sem ræður yfír slíkum vopnum? Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum var um tvo áratugi mikilvægur liður í utanríkisstefnu Finna, áður en hún fékk hljómgmnn annars staðar á Norðurlöndunum í byrjun þessa áratugar. Stjómmálaflokk- ar alls staðar á Norðurlöndunum tóku að álykta um málið og það varð fastur liður á dagskrá funda utanríkisráðherra Norðurlanda. Hér á landi urðu nokkur orða- skipti um það, hvort íslendingar ættu að „vera með í norrænu umræðunni" um kjamorkuvopna- laust svæði. Varð niðurstaðan sú, að allir flokkar hafa lýst stuðningi við aðild að hinni norrænu um- ræðu. Annars staðar á Norður- löndum fínnst mörgum það flækja málin, að hafa ísland með. Nokkrar umræður hafa orðið um það, hvort skipa ætti nefnd embættismanna á vegum utanrík- isráðherra Norðurlandanna til að §alla um kjamorkuvopnalaust svæði. íslendingar hafa viljað fara sér hægt í því efni. Nú á miðviku- daginn koma utanríkisráðherrar Norðurlandanna saman hér í Reykjavík og verður þá í þriðja sinn rætt um það, hvort setja eigi niður þessa nefnd embættis- manna. Morgunblaðið hefur bent á, að höfuðmáli skipti, hvert eigi að vera hlutverk slíkrar nefndar. Ef hún á að vera einskonar skjala- geymsla, er ekki skynsamlegt að stöðva það öllu lengur, að hún verði skipuð. Ef það á hins vegar að fela embættismönnum að ganga frá einhvers konar samn- ingi, er snertir grundvallarþætti í öryggisstefnu landanna, er ástæða til að vara eindregið við þátttöku í slíku. Stuðningur við hugmyndina um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum virðist einkum byggjast á almennum og skiljan- legum ótta við kjamorkuvopn. Að baki stuðningnum er ekki að fínna rökstudda skilgreingu á pólitísk- um og herfræðilegum afleiðingum þess, að hugmyndinni yrði hmnd- ið í framkvæmd. Hér á landi er þessi ótti ekki síður mikill við kjamorkuver, en þau er að finna í tveimur Norðurlandanna, Svíþjóð og Finnlandi. Er síður ástæða til að vera á verði gagn- vart þeim en vopnunum? Einhliða yfírlýsing Norðurlanda um kjarnorkuvopnalaust svæði yrði ekki til þess að auka öryggi þeirra. Þvert á móti myndi hún draga úr stöðugleika. Þá fælist í henni fráhvarf Dana, íslendinga og Norðmanna frá varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Nú bendir margt til þess, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn séu nær því en nokkra sinni fyrr að ná samkomulagi um fækkun kjamorkuvopna í Evrópu. Við þessar aðstæður er minni ástæða en áður fyrir kjamorkuvopnalaus ríki að taka sér nokkuð fyrir hend- ur, er raskað gæti stöðugleikan- um, sem er forsenda raunvera- legrar afvopnunar. Það er blekking að líta þannig á, að bar- átta fyrir kjamorkuvopnaleysi í löndum, þar sem engin kjarnorku- vopn era, skipti sköpum fyrir heimsfrið. Samningar felldir Meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar greiddi atkvæði gegn nýgerðum kjara- samningi. Ef marka má yfírlýs- ingar samningsaðila, kann nú að koma til verkfalla borgarstarfs- manna. Borgaryfírvöld og for- ráðamenn borgarstarfsmanna hafa sagt, að samningurinn, sem var felldur, sé í samræmi við hin almennu markmið í kjaramálum. Þeir, sem vora andvígir samningn- um, kunna að grípa til verkfalls- vopnsins í von um samninga umfram þessi markmið. Erfíðleikar opinberra aðila við að ná samkomulagi við starfs- menn sína í samanburði við það, sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði, ieiða hugann að því, hvort ekki sé veraleg brotalöm í sjálfum grandvellinum; hvort mikið af þeirri starfsemi, sem nú stöðvast eða kann að stöðvast vegna verkfalla, sé ekki betur komin í höndum einkaaðila. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, ræddi sér- staklega um stóriðju í ræðu sinni á ársþingi iðnrekenda sl. miðviku- dag og sagði þá m.a. „Eins og kom fram hér í upphafí á stóriðju- framleiðsla okkar nú í talsverðum erfiðleik- um vegna lágs útflutningsverðs, sem stafar af samdrætti á alþjóðamörkuðum. Á þessu ári stefnir þó í framleiðslu- og söluaukningu bæði á áli og jámblendi, þótt enn sé markaðsverð lágt. Vegna sam- dráttar á þessu sviði er nú lítill möguleiki á nýfjárfestingu. Þetta ástand hefur leitt til þess, að á Islandi era stjómmálamenn og fjölmiðlar famir að afskrifa orkufrekan iðnað sem kost í atvinnumálum. Hér sýn- ist mér að sé nokkuð fljótt í rassinn gripið. Tímabundinn samdráttur í orkufrekum iðnaði samhliða auknu framboði á vatns- orku í heiminum og lækkandi olíuverðs í augnablikinu era ekki gild rök til þess að afskrifa orkufrekan iðnað. Ekkert hefur enn breytt þeirri staðreynd, að heimurinn stefnir í raforkuskort á næstu áratugum. Við íslenzkir iðnrekendur heyram mjög þessa dagana að starfsbræður okkar á Norðurlöndunum, t.d. í Noregi og Svíþjóð, hafa miklar áhyggjur vegna þess, að þeir telja fyrirsjáanlegan raforkuskort í löndum sínum innan 10-15 ára. Það er því nokkuð snemmt að afskrifa orkufrekan iðnað og orkulindir okkar í íslenzkri atvinnuum- ræðu." Þessi orð formanns Félags ísl. iðnrek- enda era vafalaust að einhverju leyti tilkomin vegna ummæla í Reykjavíkur- bréfí Morgunblaðsins fyrir viku en þar sagði m.a. um þetta mál: „Þegar í upp- hafi þess kjörtímabils, sem nú er að ljúka, vora gerðar viðtækar ráðstafanir til þess að heíja á ný iðnvæðingu í landinu með byggingu stórfyrirtækja í tengslum við stóriðnað. Nú sýnist ljóst, að þetta mikla starf muni engum árangri skila fyrir þær kosningar, sem í hönd fara. Raunar er spuming, hvort stóriðjudraumurinn er ekki einfaldlega búinn og helzta verkefni okkar næstu árin verði að tryggja að álverið í Straumsvík verði yfírleitt starfrækt." Útflutningnr áraforku? Það er alveg rétt hjá Víglundi Þorsteins- syni, að það er ekki tímabært að afskrifa stóriðju sem kost í atvinnuuppbyggingu okkar. Raunar var það ekki gert hér á þessum vettvangi fyrir viku, þótt settar væra fram vissar efasemdir um framtíðina í þessum efnum. En hvaða tækifæri höfum við til frekari uppbyggingu stóriðju? Gagnlegt er í þessu sambandi að rifja upp meginatriði í þeim umræðum, sem voru undanfari Búrfellsvirkjunar og samn- inganna um álverið í Straumsvík fyrir tveimur áratugum. Ástæður okkar íslend- inga fyrir samningum um byggingu álversins í Straumsvík vora tvíþættar. Annars vegar vildum við virkja orku fall- vatna okkar og nýta þá auðlind til jafns við auðlindir hafsins í kringum landið. Hins vegar vildum við draga úr einhæfni atvinnulífs okkar og töldum, að meira öryggi væri í stóriðju en sjávarafla, sem brugðizt gæti hvenær sem væri. Sú röksemd, að okkur beri að nýta þá auðlind, sem felst í orku fallvatnanna, er að sjálfsögðu í fullu gildi enn í dag, en hins vegar eram við óneitanlega reynsl- unni ríkari varðandi stóriðnað. Það hefur nefnilega komið í ljós, að stóriðnaður af þessu tagi býr við miklar sveiflur á mörk- uðum, bæði varðandi eftirspum og verð. Hvað eftir annað hefur orðið mikill sam- dráttur í eftirspum eftir áli og jámblendi og verð hefur lækkað mikið á þessum framleiðsluvörum. Álverið í Straumsvík hefur verið rekið með miklum halla og svo virðist, sem hagstætt raforkuverð sé meg- inástæðan fyrir því, að rekstri álversins hefur alltaf verið haldið áfram, þótt sam- dráttur hafí orðið annars staðar í álfram- leiðslu. Grípa þurfti til verulegrar endurskipulagningar á jámblendiverk- smiðjunni í Hvalfírði og fá nýjan eignarað- ila inn í hana til þess að tryggja rekstur hennar. Þannig höfum við kynnzt því, að það geta orðið sveiflur í stóriðnaði ekki síður en sjávarútvegi. Nýlega var skýrt frá afkomu svissneska álfélagsins á sl. ári í erlendum blöðum. Þar kom fram, að álframleiðsla félagsins nemur nú um 390 þúsund tonnum og verð- ur skorinn niður í 250 þúsund tonn. ÍSAL framleiðir a.m.k. 80-90 þúsund tonn á ári, þannig að ljóst er að álverið hér fram- leiðir um þriðjung af áætlaðri ársfram- leiðslu Svisslendinga árið 1990. Það er augljóst, að við getum ekki verið öraggir um, að framleiðslu verði haldið áfram í Straumsvík úr því að stefna nýrra stjóm- enda svissneska álfélagsins er sú, að draga svo mjög saman seglin í álframleiðslu. Við getum allt í einu staðið frammi fyrir því, að álverinu í Straumsvík verði lokað og að um 600 starfsmenn þess missi atvinnu sína. Það er alþekkt fyrirbæri erlendis að stórfyrirtæki loka nánast fyrirvaralaust stóram verksmiðjum, ef þau telja það þjóna hagsmunum sínum. Þetta er sagt hér fyrst og fremst til þess að vekja athygli á því, að reynslan hefur kennt okkur íslendingum, að það era miklar sveiflur í stóriðnaði, alveg eins og í sjávarútvegi. Við getum því ekki litið svo á, eins og menn höfðu kannski til- hneigingu til fyrir 20 áram, að meira öryggi sé í stóriðju en í sjávarútvegi. Svo er bersýnilega ekki. Hins vegar stuðlar stóriðja auðvitað að aukinni fjölhæfni at- vinnulífs okkar, en það er ekki útlit fyrir, að hún verði önnur meginstoð þess, eins og menn kannski héldu fyrir tveimur ára- tugum. Mat okkar á möguleikum okkar í sam- bandi við stóriðnað er því vafalaust raunsærra nú en það var fyrir 20 áram. Við hljótum að vinna markvisst að því að byggja upp orkufrekan iðnað í landinu, en reynsla undangenginna ára og aðstæð- ur á heimsmörkuðum sýna, að þar er við ramman reip að draga. Nú gætir að vísu einhverrar bjartsýni hjá iðnaðarráðherra og þeim öðram, sem átt hafa í viðræðum við erlend fyrirtæki um uppbyggingu stór- iðju hér. Vonandi er að sú bjartsýni reynist á rökum reist. En það liggur ekki fyrir enn sem komið er. Þegar til lengri tíma er litið en allra næstu ára er það hins vegar áreiðanlega rétt hjá Víglundi Þorsteinssyni, að við eig- um mikil tækifæri í sambandi við rafork- una. Kjamorkuverin era mjög umdeild, eins og allir vita og fullvíst má telja, að Chemobyl-slysið verði til þess, að meiri áherzla verði lögð á aðra orkugjafa, þótt engin þjóð sé tilbúin til að afskrifa kjarn- orkuna. Olíuframleiðsluríkjunum hefur tekizt að hækka verð á olíu nokkuð undan- farin ár. Þegar kemur fram í byijun næstu aldar, sem er ekki langt undan, verður gengið mjög á olíubirgðir, þar sem greið- ast er að ná til þeirra. Mikill kostnaður við að ná olíu annars staðar getur hækkað verð hennar mjög á nýjan leik. Þess vegna kann vel svo að fara, að útflutningur á raforku geti orðið arðbær fyrir okkur ís- lendinga og að tækniframfarir geri slíkan útflutning mögulegan. Fjármagnsmarkaður og einkabankar Segja má, að bylting hafí orðið á fjár- magnsmarkaðnum hér á örfáum áram. Hann hefur gjörbreyzt og valkostir þeirra, sem þurfa á fjármagni að halda, hafa margfaldazt. Sú var tíðin, að þeir áttu ekki í önnur hús að venda en til viðskipta- banka og fjárfestingarlánasjóða en það er liðin tíð. Nú geta menn leitað út á hinn opna markað og aflað fjár þar til þeirra framkvæmda, sem að er stefnt. Það er jafnvel svo komið að í fjölmiðlum birtast auglýsingar, þar sem fólki er boðið fjár- magn, sem hefði þótt fráleitt að gæti gerzt hér fyrir nokkram áram. Lögmál markað- arins er farið að segja til sín á þann veg, að vextir fara lækkandi. í nýlegu frétta- bréfí Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans segir m.a.: „Vextir á verðbréfamarkaði hafa farið lækkandi frá því um áramót MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. marz Morgunblaðið/RAX og lætur nærri að um miðjan febrúar hafí lækkunin numið um 1% að jafnaði á al- mennum skuldabréfum. Vaxtalækkunin í þessum mánuði á sér sennilega enga eina skýringu. Ekki leikur vafí á að miðað hef- ur í jafnvægisátt á íslenzkum fjármagns- markaði frá 1. nóvember sl. er ný lög um Seðlabanka íslands tóku gildi og viðskipta- bankamir fengu ákvörðunarrétt yfir eigin vöxtum. Vextir innlánsstofnana hafa hækkað nokkuð frá 1. nóvember sl. og með lækkandi vöxtum á verðbréfamarkaði hefur vaxtamunurinn á milli þessara mark- aða minnkað til muna. Þá hefur innlausn spariskírteina í janúar og febrúar án efa haft áhrif til að auka eftirspurn eftir skuldabréfum og stuðlað þannig að lægri vöxtum á verðbréfamarkaði. Svo virðist sem það aukna fjármagn, sem nú streym- ir um verðbréfamarkaðinn, leiti einkum í bankatryggð skuldabréf og önnur öragg skuldabréf og hefur úrval slíkra skulda- bréfa aukist til muna á síðustu vikum. Verður ekki sagt, að þessi þróun komi algerlega á óvart og ber hún þess raunar vott, að innlendi verðbréfamarkaðurinn hafí nú náð nokkram þroska. Loks var ákvörðun stjómvalda um 6,5% vexti af nýjum spariskírteinum ríkissjóðs (í stað 8-9% vaxta fyrir einu ári) án efa forsenda þess, að almenn vaxtalækkun gæti orðið á verðbréfamarkaði." Þessi þróun öll hefur auðvitað stuðlað að valddreifingu í fjár- málalífínu og dregið úr ofurvaldi viðskipta- bankanna og Seðlabankans. Hún er því af hinu góða. Á undanfömum mánuðum hafa orðið allmiklar umræður um endurskipulagn- ingu bankakerfísins, en þeim hefur lokið, sem kunnugt er með samþykkt Alþingis um að gera Útvegsbankann að hlutafélagi á ný. I þessu sambandi er athyglisvert, að fylgjast með því að einkabankarnir og þá fyrst og fremst Verzlunarbankinn og Iðnaðarbankinn hafí verið mun virkari aðilar í þróun fjármagnsmarkaðarins en ríkisbankamir en í hópi þeirra er ljóst, að Landsbankinn hefur haft forystu um nýj- ungar á þessu sviði. Aðild Iðnaðarbankans að Glitni hf. og stofnun Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans og aðild Verzlunarbank- ans að Fjárfestingarfélagi íslands í ríkara mæli en áður og þátttaka bankans í nýju fjármagnsfyrirtæki í tengslum við það fé- lag hafa átt verulegan þátt í að skapa það traust á hinum opna fjármagnsmarkaði, sem er nauðsynlegt til þess að hann fái að þróast með eðlilegum hætti. Spyrja má, hvað valdi því að einkabank- amir hafa verið virkari á þessu sviði en ríkisbankamir. I sjálfu sér liggur svarið ekki endilega í því, að stjórnendur einka- bankanna séu framsæknari en stjórnendur ríkisbankanna. Hitt er auðvitað Ijóst, að stjómkerfí ríkisbankanna er þyngra í vöf- um en einkabankanna og þeir verða að taka tillit til fleiri sjónarmiða og annarra hagsmuna en einkabankamir. Þess vegna hafa hinir síðastnefndu átt auðveldara með að aðlaga sig hinni nýju þróun. En um leið er þátttaka þeirra í þessari framvindu mála sterk röksemd fyrir því að auka einkarekstur í bankakerfínu, eins og nú er stefnt að með Utvegsbankanum þótt allt sé enn á huldu um hvemig til muni takast. Annars leiða menn líklega sjaldan hug- ann að því, að grózkan í fjármálalífínu er einhver mesti vaxtarbroddurinn í atvinnu- lífí okkar síðustu árin. Umsvif banka, sjóða og fyrirtækja á þessu sviði hafa stór- aukizt. Ungt og sérmenntað fólk hefur komið til sögunnar, sem hefur aflað sér menntunar og þjálfunar erlendis og flytur með sér heim nýjan og breyttan hugsunar- hátt. Þýðingu þessa þáttar málsins má ekki vanmeta Hlutabréfámarkaður Næsta skrefíð í þróun fjármagnsmark- aðarins hér er augljóslega að gera ráðstaf- anir til þess að viðskipti með hlutabréf verði virkari en áður og að fyrirtæki geti aflað fjár til nýrra fjárfestinga með því að auka hlutafé sitt og bjóða það út. Þetta er að byija að gerast, nákvæmlega eins og fjármagnsmarkaðurinn byijaði að þró- ast og vaxa af sjálfú sér og fyrir fram- kvæði örfárra einkafyrirtækja. Sams konar þróun er bersýnilega að verða í viðskiptum með hlutabréf. Fyrir nýafstaðinn aðalfund Flugleiða vora lífleg viðskipti með hlutabréf í fyrir- tækinu, sem nú era mjög eftirsótt. Raunar er eftirspurn eftir þeim svo mikil, að það er sjálfsagt ekki óraunsætt að ætla, að félagið gæti boðið út og selt hlutafé að upphæð nokkur hundrað milljónir króna, jafnvel 400-800 milljónir króna, sem mundi gjörbreyta aðstöðu þess til að fjárfesta í nýjum flugvélum. Hið sama má segja t.d. um hlutabréf í Eimskipafélagi íslands. Á sl. ári kom í ljós, að nokkrir aðilar höfðu mikinn áhuga á að kaupa hlutabréf í Eimskipafélaginu, sem era eftirsótt ekki síður en hlutabréfín í Flugleiðum. Þá hafa nokkur viðskipti verið með hlutabréf í einkabönkunum, Verzlunarbankanum og Iðnaðarbankanum og nokkram öðram fyrirtækjum. Líklega era þessi viðskipti að komast á það stig, að ekki vanti nema herzlumuninn til þess að nýr hlutabréfamarkaður blómstri hér með óvenjulegum hætti. í fyrmefndri ræðu á ársþingi iðnrekenda vék Víglundur Þorsteinsson að þeim skil- yrðum sem þyrftu að vera til staðar til þess að menn væra tilbúnir til að leggja fram áhættufé í atvinnurekstur er hann sagði: „Það þarf að búa þannig um hnút- ana, að áhættuQármagn fái betri kjör skattalega en annað sparifé. I þeirri um- ræðu skiptir ekki máli, hvort menn skatt- leggja eða láta vera að skattleggja arð af sparifé, aðeins hitt að áhættufjármagnið fái mun betri skattkjör en annað sparifé." Með sama hætti og fjármagnsmarkað- urinn hefur gjörbreytt aðstöðu atvinnufyr- irtækja til að afla lánsfjár til framkvæmda og gert þau óháðari bankavaldinu í landinu er óhætt að fullyrða að virkur hlutabréfa- markaður getur gjörbreytt aðstöðu þeirra til uppbyggingar með því að afla fjár með sölu hlutabréfa. Hugsanlegt er að þróaður hlutabréfamarkaður geti markað meiri þáttaskil í atvinnurekstri hér en flest ann- að, sem gerzt hefur undanfarin ár og áratugi. „ Annars leiða menn líklega sjaldan hugann að því, að grózkan í fjármálalífinu er einhver mesti vaxtarbroddurinn í atvinnulíf i okkar siðustu árin. Um- svif banka, sjóða og fyrirtækja á þessu sviði hafa stóraukizt. Ungt og sérmenntað fólk hefur komið til sögunnar, sem hefur aflað sér menntunar og þjálfunar erlendis og flytur með sér heim nýjan og breyttan hugsun- arhátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.