Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Sagnfræði, grín og spenna Nýir sjónvarpsmyndaflokkar á Stöð 2 oghjá Sjónvarpinu bjóða uppá alltfrá fjölskyldugríni til útbreiðslu vestrænnar siðmenningar. Sjönvarp Arnaldur Indriðason Undanfarið hafa fjórir nýir sjónvarpsmyndaflokkar hafíð göngu sína hjá Sjónvarpinu og Stöð 2. Þar af er einn breskur heimildamyndaflokkur, einn amerískur spennumyndaflokkur, þýskur grínmyndaflokkur, amerískur fjölskyldu-gaman- myndaflokkur og í kvöld hefur göngu sína hjá Sjónvarpinu sá fimmti en það er frönsk smáþátta- röð í fjórum hlutum um frönsku skáldkonuna Gabrielle-Sidonie Colette (1873-1954). Colette var frægust skáld- kvenna í Frakklandi á sinni tíð. í hálfa öld gladdi hún stóran og þakklátan hóp lesenda — flestar konur — með sínum frumlegu og mjög persónulegu skáldsögum og frásögnum. Hún sótti hugmyndir í æskuminningar sínar og náttúr- una. Mikið af verkum hennar voru sjálfsævisöguleg og nokkur þeirra voru fílmuð, þeirra frægast er sjálfsagt Gigi. Myndaflokkurinn er einmitt byggður á endurminn- ingum hennar. Hún skrifaði: „Hvorki óttinn við almenningsálit- ið eða annað getur komið í veg fyrir að ég festi þessar línur á blað, sem kannski verða gefnar út einhvem daginn. Hvers vegna skyldi ég ekki skrifa það sem ég veit um sjálfa mig, það sem ég reyni að fela, það sem ég bý til og það sem ég get aðeins giskað á.“ Leikstjóri og annar handrits- höfundur smáþáttaraðarinnar er Gérard Poitou en með hlutverk Colette fara Clémentine Amour- oux á yngri árum og Macha Meril á efri árum. Og frá Frakklandi til Banda- ríkjnnna. Tveir menn í amerískri sjónvarpsgerð eru þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar þeir búa til spennuþætti og þeir heita Michael Mann og Steven Bochco. Þættir þeirra beggja hafa verið sýndir hér á landi og eru sýndir hér núna. Mann er heilinn á bak við Miami Vice (Undir- heimar Miami) en Bochco stendur á bak við HiII Street Blues (Verð- ir laganna) og nýjustu spennu- þættina á Stöð 2, LA Law (Lagakrókar), sem sýndir eru ruglaðir á sunnudagskvöldum. Ferill Stevens Bochco hefur ekki verið neitt sérlega stórbrot- inn eftir að hann varð frægur fyrir HHI Street Blues. Árið 1983 gerði hann þætti um homaboltalið (Bay City Blues), sem voru teknir af dagskrá eftir nokkrar slappar vik- ur og í mars árið 1985 var hann rekinn frá Hill Street Blues-þátt- unum eftir misklíð sem kom upp á milli hans og yfirmannanna hjá MTM Enterprises, sem kostuðu þættina. En nýjasta þáttaröð Bochco, LA Law, var fmmsýnd með hvelli hjá NBC-stöðinni í haust er leið. Sögusviðið í henni er lögfræði- stofa í Los Angeles og einkennast þættimir nokkuð af fyrri verkum Bochos; stór leikarahópur, margir söguþræðir í gangi í einu, persón- umar sýndar jafnt í einkalífi og starfi og öllu hæfilega blandað saman með gamni og alvöru eins og Richard Zoglin, sjónvarpsrýnir vikuritsins Time komst að orði um þættina í blaði sínu. Með helstu hlutverk í þeim fara Harry Hamlin (sem nú má sjá í Leiksnillingi Sjónvarpsins), Rich- Macha Meril í hlutverki Colette á efri árum. Franz Xaver Kroetz í hlutverki slúðrarans í Kir Royal. Steve Bochco, heilinn á bak við Lagakróka. ard Dysart, sem leikur Leland McKenzie forstjóra lögfræðistof- unnár, Corbin Bemsen, Jimmy Smits og Jill Eikenberry svo ein- hverjir séu nefndir. Leikstjóri er Gregory Hoblitt. Fjölskyldukómedíur (og fjöl- skylduþættir yfirleitt) hafa alltaf verið með vinsælla sjónvarpseftii og eftir að Fyrirmyndarfaðir með Bill Cosby leit dagsins ljós og sló allt annað út, hefur framleiðsla slíkra þátta margfaldast og ýmis tilbrigði (t.d. geimálfurinn Alf) reynd á þeim. Who’s the Boss (Hver á að ráða), sem Sjónvarpið sýnir klukkan 19.00 á miðviku- dögum, er ein af þessum §öl- skyldukómedíum sem fylgt hafa í kjölfarið á Cosby og er með gömlu góðu Löðurdrottninguna Katherine Helmond (Jessica Tate) í einu af aðalhlutverkunum. Úr myndaflokknum Hver á að ráða? i Harðsnúið lið i Lagakrókum; Corbin Bemsen, Harry Hamlin og Jimmy Smits sitjandi. Þáttaröðin er um einstæðan föð- ur, Tony Micelli (Tony Danza), sem tekur að sér heimilisstörfin hjá kaupsýslukonunni Angelu Bower (Judith Light) og hugsar um son hennar og dóttur sína í leiðinni. Helmond leikur Mona Robin- son, mömmu Angelu, og þess má geta að hún hefur verið útneftid til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverkið. Og frá Bandarikjunum til Vest- ur-Þýskalands. Kir Royal er að vísu frægur franskur fordrykkur en það er líka heitið á flunkunýj- um þýskum gamanmyndaflokki á Stöð 2 sem, eins og segir í kynn- ingu, sýnir okkur á gamansaman hátt inní heim „Forréttindastétt- arinnar“ þýsku. Þættimir era sýndir ruglaðir á laugardags- kvöldum og snúast um slúð- urdálkahöfundinn Baby Schimmerlos, en hann er einn af þessum sem fólk fyrirlítur en les alltaf. Hann skrifar um hástéttar- fólkið í Miinchen, ijármálamenn, stjómmálamenn, listamenn og ieikara, nýríka og moldrka, sem helst vilja alltaf vera að sjá naf- nið sitt á prenti í tengslum við hvað sem er — bara ef það er rétt stafað. Kir Royal segir frá hinum ólík- ustu málum allt frá uppgangi og hnignun gervidiplómats til auðugs iðnjöfurs utan af landi, sem tekst að kaupa sig inn í samkvæmislífið í Munchen, heittelskandi móður slúðrarans og sveitastúlkunnar sem verður drottning á fjarlægri eyju og gerir vafasama samninga í opinberri heimsókn. Leikstjóri og höfundur grínsins er Helmut Dietl, sem þekktur er fyrir störf sín við sjónvarp í Þýskalandi. Með aðalhlutverkið fer Franz Xaver Kroetz. Og frá afþreyingunni í fróðleik- inn. Heimildarmyndir era oft með besta efni sjónvarpsins og einn athyglisverðasti heimildarmynda- flokkur, sem sýndur hefur verið í lengri tíma, er Triumph of the west (Vestræn veröld); ferðalag sagnfræðingsins John Roberts um heiminn í leit að upprana og út- breiðsiu vestrænnar menningar og hvemig hún varð það sem hann kallar fyrstu heimsmenning- una. Flokkurinn er í 13 þáttum og sýndur á þriðjudagskvöldum. Þar er ýmislegt að finna, sem unnendur heimssögulegs fróðleiks ættu ekki að láta framhjá sér fara. Inntakið í hugmyndum Roberts er þetta: Á tuttugustu öldinni hafa vestræn menningarsamfélög verið að gliðna í sundur. Heims- veldi hafa lagst af, nýlenduveldin hafa bakkað heim að eigin landa- mæram og áhrif landa í Vestur- heimi á meðal Sameinuðu þjóðanna fara þverrandi með til- komu nýrri og smærri landa. En þrátt fyrr minnkandi völd og umsvif Evrópu i heimsmálapólitík hefur menning álfunnar hvar- vetna markað djúp spor; áhrif vestrænnar siðmenningar um all- an heim era sterkari en nokkum tímann áður. Sem dæmi nefnir Roberts að þeim milljarði manna sem byggir Kína er stjómað eftir hugmynda- kerfi nítjándu aldar þýska heim- spekingsins Karls Marx og hinni miklu fólksmergð á Indlandi er stjómað eftir fijálslyndum lýð- ræðishugmyndum sem rætur eiga að rekja til Evrópu en ekki Ind- lands, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Hvemig gat þetta gerst? Hveijar era rætur þessarar menningar. Þetta era spumingar sem sagn- fræðingurinn Roberts spyr sjálfan sig og leitar svara við í mynda- flokknum. Og eins og títt er um mynda- flokka af þessari tegund ferðast sögumaður um alla heimsbyggð- ina og kemur víða við í mannkyns- sögunni allt frá Karlamagnúsi til Maó formanns, Konstantíns og Gandhis, Lúters og Múhammeðs, Marx og Jesú Krists. Roberts er mikilsvirtur breskur sagnfræðing- ur og býsna kunnur af verkum sínum en hann hefur skrifað m.a. um frönsku byítinguna, sögu Evr- ópu og mannkynssögu. Hann er nú forstöðumaður Merton College í Oxford. Þess má að lokum geta að tveir athyglisverðir þættir hefjast hjá sitthvorri sjónvarpsstöðinni innan skamms. Hjá Sjónvarpinu hefst bráðlega breski gamanmynda- flokkurinn Já, forsætisráðherra (Yes, Prime Minister) með þeim Paul Eddington og Nigel Haw- thome í Downing-stræti 10 og bandarísku fjölskylduþættimir Family Ties (FJöIskyldubönd) með kvikmyndastjömunni Michael J. Fox, úr myndinni Aftur til fram- tíðar, í aðalhlutverki. í_____ ..— mii mifciu i & i ^ ^ ^ t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.