Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 64
SIERKTKDRT tfgmiMjifrtfe Viðlaga þjónusta SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 VERÐ I LAUSASÖLU 50 KR. Harvard villfá Utlagann Ætlunin er að nota myndina við kennslu í norrænum fræðum HARVARD-háskólinn í Banda- ríkjunum hefur óskað eftir kaupum á sýningarrétti íslenzku kvikmyndarinnar Útlagans. Ætl- un skólans er að nota myndina við kennslu í norrænum fræðum. Samkvæmt upplýsingum Guð- brands Gíslasonar, framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs, hefur honum borizt erindi þetta frá Har- vard. Hann sagði ætlun þeirra að nota myndina sem skyldunámsefni í norrænum fræðum á lægri náms- stigum skólans. Ekki væri enn ljóst hvort af þessu yrði eða með hvað hætti. Kuldahret framyfir helgina KULDAKAST gengnr nú yfir landið allt. í gær var átta til tólf stiga frost á landinu og fimm til sex vindstig víðast hvar. Kaldara var inn til landsins og var 18 stiga frost á Hveravöllum í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðanátt í dag og eitthvað fram í vikuna, en þó með heldur minni vindi. Þetta eru köld- ustu dagar sem komið hafa í vetur ef tekið er tillit til vindsins, sem fylgir. Fyrr i vetur hafa mælar sýnt svipað frost og jafnvel hærra að morgni til, en þá hefur verið stilla eða hægari vindur. Fiskveiðasjóður: Morgunblaðið/RAX Lánveitíngar að upphæð 1,4 milljarðar samþykktar FISKVEIÐASJÓÐUR hefur samþykkt lán vegna nýsmíði skipa iiinan lands og utan og innflutnings fiskiskipa að upphæð um 1,4 milljarðar króna frá því í febrúar á síðasta ári. Lán- veitingar lágu niðri frá því í apríl 1982. Þetta eru 26 skip og bátar samtals um 4.800 brúttólestir að stærð og kosta samtals um 2,4 milljarða króna. Hjá sjóðnum liggja nú fyrir um 30 óafgreiddar umsóknir vegna nýsmíði og innflutnings á skipum, samtals um 4.000 brúttólestir og er kaupverð nálægt 2 milljörðum króna. í Iangflestum tilfellum er um að ræða kaup á skipum að utan. Eins og reglugerðum um stærð fiskiskipastólsins er nú háttað, er búið að leggja niður úreldingar- styrki. Hvatinn til að hætta útgerð ■^ar því minni en áður og skipum í flotanum fækkar tæplega. A fundi Landssambands íslenzkra útgerðarmanna síðastliðið haust var varpað fram þeirri hug- mynd, að LÍÚ stofnaði eigin úreld- ingarsjóð og greiddu félagsmenn í hann ákveðið hlutfall aflaverðmæt- is, til dæmis 1%. Með því móti gæti úreldingarsjóður LÍÚ hugsan- lega keypt upp sem svaraði 1.500 brúttólestum á ári. Síðan þyrftu menn að íhuga hvort sá hagnaður, sem fengist af því að færa afla- mark úreltra skipa yfir á heildina, væri þessa virði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um veitingu veiðileyfa til nýrra skipa, sem koma í stað gamalla og um leyfilega stærð skipa; sem keypt eru í stað gam- alla. I eldri reglugerð var miðað við það, að nýtt skip mætti ekki vera meira en 20 lestum stærra en eldra skip. Nú verður hins vegar miðað við svokallaða rúmtölu, sem er margfeldi lóðlínulengdar, mótaðrar breiddar skips og mótaðrar dýptar að neðra þilfari. Nýtt skip má ekki vera meira en 33% stærra en hið gamla samkvæmt þessum málum. Ný veiðileyfi verða aðeins veitt, sé viðkomandi skilyrðum fullnægt; að eldra skip hafi endanlega verið strikað út af skipaskrá eftir 1. jan- úar 1985 og að hið eldra skip hafi að minnsta kosti verið þinglýst eign þeirra, sem nýja skipið eiga, síðustu 12 mánuði fyrir skipakaup. Veiði- réttindi skulu verða þau sömu og eldra skip hafði. Óheimilt verður, án sérstaks leyfis ráðuneytisins, að breyta nýjum og nýkeyptum skip- um, sem veiðileyfi fá fyrst eftir 1. janúar 1986, þannig að stærð þeirra aukist. Veiti ráðuneytið slík leyfi, skal það gert með því skilyrði að veiðiréttindi viðkomandi skipa auk- ist ekki. Reglur þessar gilda ekki fyrir skip, sem eru minni en 10 brúttó- lestir. Verðá pillaðri rælq'u hef- ur lækkað VERÐ á pillaðri rækju hefur farið lækkandi að undanförnu og er nú um 40 krónum lægra á hvert pund en það varð hæst á síðasta sumri. Vegna reglna um greiðslu i Verðjöfnunarsjóð kem- ur lækkunin ekki að öllu leyti fram í skilaverði. Verð fyrir pillaða og frysta smá- rækju í Evrópu er nú um 186 krónur á hvert pund að sögn Guðmundar Stefáns Maríassonar, fram- kvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Hann sagði að verðið hefði síðastliðið sumar farið hæst í um 223 krónur, en mest væri um þessa smáu rækju nú úr innfjarðaveiðinni. Þá hefði verð á stærri rækjunni, pillaðri og frystri, einnig lækkað, en heldur minna. Fyrir pundið af henni hefðu mest fengizt í fyrra um 248 krón- ur, en nú væri verðið um 217 krónur fyrir pundið. 50til 100% hækkun á fiski til Sovét Rætt um helm- ingi minna magn en í fyrra Fiskframleiðendur hér á landi hafa nú beðið lengur en áætlað hafði verið eftir endanlegri gerð saminga um sölu á frystum fiski til Sov- étríkjanna í framhaldi við- ræðna í Moskvu í febrúar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var þá rætt um sölu á 11.000 lestum af flök- um auk ótiltekins magns af heilfrystum fiski og veruleg- ar verðhækkanir, 50 til 100% frá fyrri samningi, sem hljóð- aði upp á 26.000 lestir. A síðasta ári var samið um sölu á samtals 26.000 lestum af frystum fiski til Sovétríkjanna. Af því voru 6.000 lestir af heil- frystum' fiski, 6.000 af ufsaflök- um og 14.000 af karfaflökum eða öðrum tegundum. Um áramótin vantaði um 5.000 lestir af flökum upp á að samningurinn hefði ver- ið uppfylltur. Vegna þess þarf að greiða einhveijar sektir, en í Moskvu var talað um, að þetta magn yrði inni í þeim 11.000 lest- um, sem samið var um fyrir þetta ár og verðhækkanir í samningum komi einnig á það magn. Skýring þessara samninga og verðhækk- unarinnar er meðal annars sú, að Sovétmenn þurfa á fiskinum að halda og verða því að greiða fyrir hann sambærilegt verð og fæst á öðrum mörkuðum til að fá hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.