Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Kveðjuorð: Valdimar Björns- son fv. ráðherra Fæddur 29. ágúst 1906 Dáinn 10. mars 1987 Valdimar Bjömsson, fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesotaríkis, andaðist á heimili sínu í Minneapolis 10. mars sL Hann fæddist í hálfís- lenska þorpinu Minneota 29. ágúst 1906. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ágústína Jónsdóttir Hördal, sem fædd var á Hóli í Hörðudal í Dala- sýslu, og Gunnar Bjömsson, fæddur í Máseli í Jökulsárhlíð í Norður- Múlasýslu. Fluttust þau bæði bamung til Vesturheims. Valdimar lauk prófí frá Minneota High School 1924, og BA-prófi frá Háskóla Minnesotaríkis (summa cum laude) 1930. Lærði prentiðn í prentsmiðju föður síns og byrjaði að vinna þar 1918 ásamt bróður sínum Hjálmari. Varð ritstjóri Minneota Mascot 19 ára gamall haustið 1925 og hélt því starfi áfram þangað til Hjálmar bróðir hans lauk háskóla- námi í hagfræði 1927. Varð aftur ritstjóri sama blaðs 1931 til 1934. Árið 1935 hóf Valdimar störf við útvarpsstöð Minneapolis og St. Paul, flutti þar þætti um daginn og veg- inn, þingfréttir og fleira og skrifaði jafnframt ritstjórnargreinar fyrir Minneapolis Tribune 1937 til 1941. Fljótlega eftir árás Japana á Pearl Harbour gerðist Valdimar sjálf- boðaliði og var útnefndur sem sjó- liðsforingi, og snemma á árinu 1942 kom hann til íslands til að gerast blaðafulltrúi bandarísku hemámsyf- irvaldanna og gegndi ýmsum fleiri mikilvægum störfum á þeirra veg- um. Dvaldist hann hér á landi þar til í desember 1946. Eftir heimkomuna hóf hann störf að nýju við útvarp og blaðamennsku í Minneapolis. Hann var aðstoðarritstjóri St. Paul Pioneer Press og Dispatch 1947 til 1950. Árið 1950 var Valdimar kos- inn fjármálaráðherra (State Treas- urer) og gegndi því starfi nær óslitið til ársins 1975. Ritgerðir eftir hann birtust í tímariti Minnesota Historic- al Society og í bók sem gefín var út í sambandi við 100 ára afmæli Min- nesota 1958. Þá var hann í stjóm Scandinavian Foundation. Hann kom fyrst til íslands 1934 og ferðað- ist þá talsvert um landið í tvo mánuði, meðal annars á slóðir frændfólks síns vestur í Dölum og í Vopnafirði. Valdimar var fluggáfaður og fjöl- fróður maður. Sérstaklega kunni hann góð skil á ættum foreldra sinna og ýmissa annarra ætta. Hann kom fyrst til íslands 1934 eins og áður er getið, þá ungur og glæsilegur maður og talaði íslenskuna reiprenn- andi. Urðu margir í frændliði hans undrandi á því, þar sem hann hafði aldrei til íslands komið fyrr. Þeir Bjömssons-bræður, Hjálmar, Valdimar, Björn og Jón, dvöldust hér á landi á stríðsárum, þó mis- lengi. Sennilega verður það aldrei skráð á blöð sögunnar hvað þeir Vestur-íslendingar sem hér dvöldust á stríðsárunum voru mikils virði fyr- ir öll samskipti við bandarísku hemámsyfírvöldin. Þar stóðu þeir fremstir í flokki bræðumir Valdimar og Hjálmar Bjömssynir. Ég, sem þessar línur rita, var vel kunnugur bræðrunum, þó sérstaklega Hjálmari og Valdimar. Hjálmar bjó þann tíma sem hann dvaldi hér á landi á Freyju- götu 43 hjá föðursystur minni, Ingibjörgu Éyjólfsdóttur, og manni hennar, Sigurði Jóhannssyni kaup- manni í Geysi, þar sem Valdimar var heimagangur nær daglega. Á heimilinu var mikið um gestakomur vegna þeirra bræðra, bæði innlendir og erlendir gestir, enda þeir bræður frámunalega frambærilegir, vinsælir og margfróðir um menn og málefni. Til gamans um það hvað Valdi- mar hafði mikinn húmor ætla ég að geta smáatviks sem góður vinur okkar sagði eitt sinn af heimsókn sinni til Valdimars á heimili hans í Minneapolis þar sem Valdimar bauð honum að kynna hann fyrir gömlum Vestur-íslendingum. Gekk Valdimar þá með honum út í kirkjugarð og benti honum á hvar þessi og hinn Vestur-íslendingur voru jarðaðir. Síðast kom Valdimar til íslands sumarið 1983. Urðum við hjónin þess aðnjótandi að hafa þau hjónin gesti á heimili okkar ásamt nokkrum vinum okkar frá Freyjugötu-árun- um. Valdimar var þá enn við nokkuð góða heilsu, en sjóninni farið að hraka, en stálminnið og fljúgandi mælskan voru enn söm sem fyrr. Var sú fleyga stund okkur öllum til mikillar ánægju og gleði. Valdimar Bjömssyni var sýnd margskonar virðing í sambandi við störf sín. Hann var sæmdur stórridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1946, gerður að Riddara St. Ólafs- orðu 1949 og 21. janúar sl. var hann sæmdur stórriddarakrossi með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu. Vináttu okkar Valdimars hefur lengi staðið. Höfum við skipst á bréf- um gegnum árin. I síðasta bréfí sem Valdimar skrifaði mér á jólaföstu minntist hann ýmissa atvika frá bernskuárum sínum. Valdimar kvæntist 20. febrúar 1946 Guðrúnu Jónsdóttur Hróbjarts- sonar kennara á ísafirði og konu hans, Rannveigar Samúelsdóttur Halldórssonar. Þau hjónin eignuðust 5 börn, þau eru: Helga Bjamey, fædd í Reykjavík 16. júní 1946, Kristín Rannveig, fædd 10. apríl 1948, Jón Gunnar, fæddur 16. júní 1949, Valdimar Halldór, fæddur 11. ágúst 1952, og María Ingibjörg, fædd 12. september 1955, öll fædd í Minneapolis. Að lokum vil ég þakka Valdimar trausta og góða vináttu mér og fjöl- skyldu minni til handa í gegnum árin. Við hjónin sendum frú Guðrúnu og bömunum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu vinar míns Valdimars Bjömssonar. Reynir Ármannsson Sýnir í Gallerí Borg DAÐI Guðbjörnsson opnaði fimmtudaginn 19. mars sl. sýn- ingu í Gallerí Borg við Austur- völl. Á sýningunni eru 35 verk; olíu- málverk, vatnslitamyndir, pastel- myndir og grafík, unnar á síðastliðnum tveimur ámm. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00, nema mánudaga frá kl. 12.00. Um helgar er opið frá kl. 14.00-18.00. Sýningin stendur til 31. mars. Daði Guðbjörnsson ásamt einu verka sinna. Ferðasögur mínar hafa batnað til muna eftir að ég hóf að ferðast með SAS' * Hannes Guðmundsson framkvæmdastjóri. g er einn af þeim sem ferðast mikið starfs míns vegna. Ég verð að geta rJreyst einum aðila fyrir ferðaáætlun minni. Ég vil ferðast þægilega og láta hlutina ganga snurðulaust fyrir sig. Hratt og örugglega. Þegar ég kem því við þá flýg ég með SAS flug- félaginu. Þjónusta SAS er frábær. Fyrir venju- legt fargjald flýg ég á Euro Class og nýt margs konar fyrirgreiðslu á jörðu niðri. Ég hef aðgang að Scanorama þjónustustöðvum á flugvellinum. Þar býðst mér fyrsta flokks hvíldaraðstaða og ég hef einnig aðgang að góðri skrifstofuaðstöðu þar sem ég get haldið litla og stóra fundi. SAS tryggir mér þægilegt ferðalag og styttir ferðalagið með þjón- ustu og fyrirgreiðslum á áfangastöðum,' þannig að þegar öllu er á botninn hvolft er ódýrara að fljúga með SÁS á Euro Class heldur en að reyna að brjótast í gegn- um fargjaldafrumskóginn á eigin spýtur“. Þú getur hagnast á því að vera SAS farþegi. Leitaðu upplýsinga um það hjá ferðaskrifstofunni þinni eða hjá SAS skrifstofunni. Efþú ferðast mikið starfs þíns vegna. Laugavegi 3 101 Reykjavík Símar 21199 og 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.