Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 59 Verslunar- staður í Ólafsvík í 300 ár ÓLAFSVÍK á 300 ára verslunaraf- mæli þann 26. mars, en þann dag árið 1687 varð staðurinn fyrsti löggilti verslunarstaðurinn á Is- landi. Ólafsvíkingar minnast afmælisins með margvíslegum hætti og hefst afmælisdagskrá, sem stendur allt árið, á afmælis- daginn, 26. mars. Bæjarstjóri Ólafsvíkur, Kristján Pálsson, kynnti dagskrá afmælisárs- ins á blaðamannafundi og sagði þá m.a. að margs væri að minnast fyrir Ólafsvíkinga á þessu ári, því auk verslunarafmælisins eru í ár nákvæm- lega 100 ár liðin síðan skipulögð bamafræðsla hófst í Ólafsvík og 20 ár liðin síðan Ólafsvíkurkirkja var byggð. Þá verður Verkalýðsfélagið Jökull 50 ára í mai. Kristján sagði að gerðar hefðu verið ýmsar ráðstaf- anir til að hægt væri að taka vel á móti ferðamönnum, bæði hvað varðar gistiaðstöðu og aðra þjónustu. „Við fögnum öllum þeim sem vilja heim- sækja okkur í sumar og ætlum að sýna þá gestrisni sem við búum yfir,“ sagði Kristján, sem jafnframt er for- maður afmælisnefndar Ólafsvíkur. Afmælisdagskráin 26. mars hefst með hátíðarfundi bæjarstjómar kl. 20.00 og verður þá tilnefndur fyrsti heiðursborgari Ólafsvíkur. Síðan hefst dagskrá afmælisnefndarinnar og verður þá m.a. flutt erindi um Ól- afsvík og afhent verðlaun vegna afmælismerkis sem bærinn efndi til samkeppni um. Einnig verður þetta kvöld opnuð formlega sögusýning Grunnskóla Ólafsvíkur. Hátíðahöldum að kveldi afmælisdagsins lýkur með því að bæjarstjórn býður öllum bæj- arbúum til kaffisamsætis. Sérstök afmælisvaka verður í 01- afsvík dagana 15.- 23. ágúst. Hún hefst með heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður viðstödd formlega opnun nýja félagsheimilisins í Ólafsvík og fmm- sýningu heimildarmyndar um staðinn, auk þess sem ýmislegt annað verður á dagskrá þennan fyrsta dag af- mælisvökunnar. Aðra daga hennar verður ekki síður mikið um að vera og má þar nefna brúðubílinn, leik- flokk, tívolí, popphátíð, golfmót, grillveislu, útimarkað, flugeldasýn- ingu og starfrækt verður Útvarp Ólafsvík alla afmælisvökuna. Afmælisnefnd Ólafsvíkur hefur gefið út dagskrá afmælisársins þar sem kynnt er í stómm dráttum dag- skráin út árið. Veistu? Lactacyd léttsápan styrkir vamir húóarinnargiegn sýklum og sveppum! Lactacyd léttsápan hefur þann einstaka eiginleika að efla náttúrulegar varnir húðarinnar. Daglega eyðum við þessum vörnum með „venjulegum sápuþvotti“. Súr vöm Sýklar og sveppir þrífast síður í súru umhverfi. Súrir eigin- leikar húðarinnar eru náttúruleg vörn hennar gegn þessum vágestum. „Venjulegar sápur“ eru lútarkenndar (basískar) og lúturinn eyðir sýru húðarinnar. Jafnframt verða lútarleifar til þess að valda kláða á viðkvæmum stöðum s.s. við kynfæri og endaþarm. Þannig getur „venjulegur sápuþvottur“ orðið til óþæginda og brotið þessar náttúrulegu varnir okkar niður. Efnasamsetning I Lactacyd léttsápunni er Lactoserum, mjólkursýra og fosfór- sýra sem gerir lágt pH-gildi sápunnar og viðheldur eðlilegu sýrustigi húðarinnar. Laurylsúlföt sem gera Lactacyd að virkri sápu og jarðhnetuolía sem kemur í veg fyrir húðþurrk. Þessi samsetning og hið lága pH-gildi gera samanburð á „venjulegum sápum“ og Lactacyd hreinlega óþarfan. Notkun Það er engin tilviljun að margir læknar mæla með Lactacyd: til daglegrar umhirðu húðar, hárþvotta, þvotta á kynfærum, fyrir þurrar og sprungnar vinnuhendur, óhreina húð (bólur og húðormar), viðkvæma húð (í nára eða öðrum húðfellingum) svo og fyrir ungbörn (erting á bleiusvæði) enda er Lactacyd léttsápan ofnæmisprófuð. pH-gildið Sýrustig húðarinnar er mælt og gefið upp í pH-einingum. „Venjulegar sápur“ hafa hátt pH-gildi, hærra en 7 (u.þ.b. 10—11) og eru því lútarkenndar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH-gildi eða 3,5 sem þýðir að hún er súr. 0-----------------1----------------7-----------------------------------14 Lágt pH-gildi 3,5 Hlutlaust Hátt pH-gildi Sýrueiginleikar Lútareiginleikar Lactacyd er fljótandi sápa með éða án ilmefna í 350 ml plast- flöskum með spraututappa. Allar upplýsingar á íslensku. MUNDU! Húðin heldur uppi sínum eigin vörnum gegn sýklum og sveppum. Efvið notum ranga sápu eyðum við þessum vörnum. Lactacyd léttsápan fæst í Fjarðarkaupum, Glæsibæ, Hag- kaupum og Miklagarði. Og að sjálfsögðu í næsta apóteki. ABBlNS BlTT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hæqt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánað- | i VERIÐ VELKOMIN í ,--- GREIÐSLUKORTA- E VIÐSKIPTI. > KOSNINGAVAKA FATLAÐRA HVER KÝS HVAÐ? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. PÓLITÍK GRÍN OG ALVARA .............. iin .......... FJÖLMENNUM OG LEGGJUM BARÁTTUNNI LIÐ! ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS • LANDSSAMTÖKIN ÞR0SKAHJÁLP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.