Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 DÆLUR Vélar hf. Pósthólf 4460 — Vatnagörðum 16 — Símar 686625 og 686120 — 124 Reykjavík margar gerðir — smáar og stórar — ávallt til á lager. Viðgerðar- og vara- hlutaþjónusta. Dimitris Sgouros fæddist í Aþenu 30. ágúst 1969. Hann hóf píanónám 6 ára gamall og fljót- lega kom í ljós að hann hafði óvenjulega tónlistarhæfíleika og ótrúlegt minni. Fyrstu einleiks- tónleikar hans voru í maí 1977 þar sem hann Iék meðal annars tvö verk eftir sjálfan sig. Hann hóf nám í Tónlistarháskólanum í Aþenu 1978 og í júní 1982 lauk hann þar námi og hlaut gullverð- laun og titilinn Prófessor, aðeins 13 ára gamali. Á árunum 1978 til 1980 vann hann §órum sinnum 1. verðlaun í píanósamkeppni. Sumarið 1982 var hann nemandi Dr. S. Gordon í Maryland-háskólanum í Banda- ríkjunum og árið 1983 var hann nemandi G. Jonson og T. Baxter í Royal Academy og Music í Lon- don og útskrifaðist þaðan, í janúar 1984, með hæstu einkunn sem nokkum tíma hefur verið gefín þar. Auk einleiksverka hefur hann á valdi sínu meira en 45 konserta fyrir píanó og hljómsveit og hefur undanfarin ár leikið með öllum stærstu hljómsveitum heims. Sgouros er enn við nám í mennta- skóla í Grikklandi og hyggur á háskólanám í stærðfræði eftir að hann lýkur menntaskólanáminu á næsta ári. Margir eru þeirrar skoðunar að Sgouros sé undrabam og má þar nefna H.J. Herbart sem hefur m.a. sagt: „Fiðlu-chaconne Bachs, útsett fyrir píanó af Busoni, „App- assionata" eftir van Beethoven, F-moll fantasían eftir Chopin og „Symphonische Etuden" eftir Schumann er efnisskrá, sem hlyti að skjóta hveijum fullþroskuðum, 41 árs gömlum píanista skeik í bringu. Hafí maður aðeins 14 ára að aldri yfír nægilegri tækni að ráða til þess að gera slíkri efnis- skrá fullnægjandi skil, þá hafa ekki einungis tölumar, sem tákna fjölda æviáranna, algjörlega snú- ist við, heldur fer það afrek jafnframt langt fram úr ystu mörkum alls þess, sem menn geta framast vænst og vonað. Eigin- lega er þetta ekki hægt - eiginlega er þetta kraftaverk." Stórmeistarar slaghörpunnar á borð við Svjatoslav Richter, Bar- enboim, Gidon Kremer, Ash- kenazy og Maurice André eru famir að líta á hann sem jafn- ingja sinn. Sellósnillingurinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovitsj hefur lagt sig fram við að greiða götu hans, hljóm- sveitarstjórinn heimskunni Herbert von Karajan hefur fengið hann til að leika fyrir sig og Art- hur Rubenstein sagði um hann: „Hann er besti píanóleikari sem ég hef nokkum tíma heyrt í, - að sjálfum mér meðtöldum". Ekki er ástæða til að hafa hér eftir ummæli íslenskra tónlistar- gagnrýnenda um Dimitris Sgou- ros frá því í fyrra en þeir lýstu undantekningarlaust yfír mikilli hrifningu með leik hins unga tón- listarmanns. Víst er að koma hans hingað aftur er mikill hvalreki á ijörur tónlistarunnenda. Sv.G. Pá er loksins komin á markaðinn sann- kölluð draumableia. Bleia sem situr vel og er þægileg, og um leið svo auðveld í meðförum að afi gamli fer létt með bleiu- skiptin. Minsten bleian er þannig úr garði gerð að hún dregur í sig mjög mikinn Gríska undrabarnið snýr aftur jr Dimitris Sgouros með tvenna tónleika á Islandi Gríski píanóleikarinn Dimitris Sgouros er væntanlegxir hingað til lands nú í vikunni og heldur hann tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 24. mars n.k. Einnig mun hann leika með Sinfóníuhljómsveit Islands á aukatónleikum í Háskólabíói, fimmtudaginn 26. mars. Sgouros vakti mikla hrifningu í fyrstu heimsókn sinni til Islands fyrir réttu ári, enda hefur hann nú þegar vakið gífurlega athygli víða um heim fyrir leik sinn, þrátt fyrir ungan aldur. Píanóleikarinn ungi, Dimitris Sgouros, á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir tónleikana í fyrra. Metsölublad á hverjum degi! HRINGDU og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á greiðslukortareikning M •UililiiIilíM-JSBiEI VtSA SIMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.