Morgunblaðið - 22.03.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 22.03.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 DÆLUR Vélar hf. Pósthólf 4460 — Vatnagörðum 16 — Símar 686625 og 686120 — 124 Reykjavík margar gerðir — smáar og stórar — ávallt til á lager. Viðgerðar- og vara- hlutaþjónusta. Dimitris Sgouros fæddist í Aþenu 30. ágúst 1969. Hann hóf píanónám 6 ára gamall og fljót- lega kom í ljós að hann hafði óvenjulega tónlistarhæfíleika og ótrúlegt minni. Fyrstu einleiks- tónleikar hans voru í maí 1977 þar sem hann Iék meðal annars tvö verk eftir sjálfan sig. Hann hóf nám í Tónlistarháskólanum í Aþenu 1978 og í júní 1982 lauk hann þar námi og hlaut gullverð- laun og titilinn Prófessor, aðeins 13 ára gamali. Á árunum 1978 til 1980 vann hann §órum sinnum 1. verðlaun í píanósamkeppni. Sumarið 1982 var hann nemandi Dr. S. Gordon í Maryland-háskólanum í Banda- ríkjunum og árið 1983 var hann nemandi G. Jonson og T. Baxter í Royal Academy og Music í Lon- don og útskrifaðist þaðan, í janúar 1984, með hæstu einkunn sem nokkum tíma hefur verið gefín þar. Auk einleiksverka hefur hann á valdi sínu meira en 45 konserta fyrir píanó og hljómsveit og hefur undanfarin ár leikið með öllum stærstu hljómsveitum heims. Sgouros er enn við nám í mennta- skóla í Grikklandi og hyggur á háskólanám í stærðfræði eftir að hann lýkur menntaskólanáminu á næsta ári. Margir eru þeirrar skoðunar að Sgouros sé undrabam og má þar nefna H.J. Herbart sem hefur m.a. sagt: „Fiðlu-chaconne Bachs, útsett fyrir píanó af Busoni, „App- assionata" eftir van Beethoven, F-moll fantasían eftir Chopin og „Symphonische Etuden" eftir Schumann er efnisskrá, sem hlyti að skjóta hveijum fullþroskuðum, 41 árs gömlum píanista skeik í bringu. Hafí maður aðeins 14 ára að aldri yfír nægilegri tækni að ráða til þess að gera slíkri efnis- skrá fullnægjandi skil, þá hafa ekki einungis tölumar, sem tákna fjölda æviáranna, algjörlega snú- ist við, heldur fer það afrek jafnframt langt fram úr ystu mörkum alls þess, sem menn geta framast vænst og vonað. Eigin- lega er þetta ekki hægt - eiginlega er þetta kraftaverk." Stórmeistarar slaghörpunnar á borð við Svjatoslav Richter, Bar- enboim, Gidon Kremer, Ash- kenazy og Maurice André eru famir að líta á hann sem jafn- ingja sinn. Sellósnillingurinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovitsj hefur lagt sig fram við að greiða götu hans, hljóm- sveitarstjórinn heimskunni Herbert von Karajan hefur fengið hann til að leika fyrir sig og Art- hur Rubenstein sagði um hann: „Hann er besti píanóleikari sem ég hef nokkum tíma heyrt í, - að sjálfum mér meðtöldum". Ekki er ástæða til að hafa hér eftir ummæli íslenskra tónlistar- gagnrýnenda um Dimitris Sgou- ros frá því í fyrra en þeir lýstu undantekningarlaust yfír mikilli hrifningu með leik hins unga tón- listarmanns. Víst er að koma hans hingað aftur er mikill hvalreki á ijörur tónlistarunnenda. Sv.G. Pá er loksins komin á markaðinn sann- kölluð draumableia. Bleia sem situr vel og er þægileg, og um leið svo auðveld í meðförum að afi gamli fer létt með bleiu- skiptin. Minsten bleian er þannig úr garði gerð að hún dregur í sig mjög mikinn Gríska undrabarnið snýr aftur jr Dimitris Sgouros með tvenna tónleika á Islandi Gríski píanóleikarinn Dimitris Sgouros er væntanlegxir hingað til lands nú í vikunni og heldur hann tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 24. mars n.k. Einnig mun hann leika með Sinfóníuhljómsveit Islands á aukatónleikum í Háskólabíói, fimmtudaginn 26. mars. Sgouros vakti mikla hrifningu í fyrstu heimsókn sinni til Islands fyrir réttu ári, enda hefur hann nú þegar vakið gífurlega athygli víða um heim fyrir leik sinn, þrátt fyrir ungan aldur. Píanóleikarinn ungi, Dimitris Sgouros, á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir tónleikana í fyrra. Metsölublad á hverjum degi! HRINGDU og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á greiðslukortareikning M •UililiiIilíM-JSBiEI VtSA SIMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.