Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Jón Fríðjónsson framkvæmdastjóri fyrir framan fiskvinnslustöð Hvaleyrar h.f. við Vesturgötu i Hafnarfirði. Hvaleyrin h.fHafnarfirði: Kannski eru menn bara svona yfirfullir af bjartsýni - segir Jón Fríðjónsson framkvæmdasljórí, en fyrirtækið var í fyrsta sinni rekið með hagnaði sl. ár eftir margra ára sorgargöngu fyrirtækisins í eigu Hafnarfjarðarbæjar, HVALEYRIN H.F. í Hafnarfirði var rekin með hagnaði sl. ár, eins og skýrt var frá í frétt Morg- unblaðsins nýverið. Fyrirtækið var stofnað eftir kaup nokkurra aðila á Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og fyrirtækisins Júní Stá i júnimánuði 1985, en síðasta heila rekstrarári Bæjarútgerðar- innar og Júní Stá var rekstrar- hallinn tæplega 113 milljónir króna. í árslok 1984 var eiginfj- árstaða fyrirtækjanna neikvæð um 100 milljónir kr. Mikið fjaðra- fok var í kringum sölu Bæjarút- gerðarinnar og Júni Stá til einkaaðila á sínum tíma og var það eitt helsta kosningamálið í Firðinum nokkru áður. Endan- legar tölur yfir hagnað Hvaleyr- arinnar á sl. ári liggja ekki fyrir, þó vitað sé að niðurstaðan er jákvæð. Þrátt fyrir þá niðurstöðu hefur það valdið fyrirtækinu erf- iðleikum, að engin bankastofnun hefur treyst sér til að taka það í viðskipti. Okkur lék forvitni á að kanna stöðu fyrirtækisins nánar og ræddum því við Jón Friðjónsson framkvæmdastjóra og eiganda eins níunda hluta þess, en hina hlutina, átta tals- ins, eiga fjórir eigendur Hag- virkis h.f., þ.e. fjóra hluta, og Samheiji h.f. á Akureyri hina fjóra. Ennfremur var rætt við aðila, sem gjörþekkir fjárreiður Bæjarútgerðarinnar og Júní Stá, eins og þær voru á sínum tíma, og við nokkra starfsmenn Hva- leyrar, sem unnið hafa hjá fyrirtækinu bæði fyrir og eftir eigendaskiptin. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Júní Stá verða hér eftir nefnd einu nafni BÚH, en Júní Stá stendur fyrir Júní, sameignarfélag með tak- markaða ábyrgð. Tilteknar eignir BÚH, sem seldar voru Hvaleyrinni h.f. í maí og júnímánuði 1985, voru togaramir Apríl og Maí, auk físk- iðjuversins við Vesturgötu 11 til 13. Kaupverð var 280 millj. kr., talið í yfirtöku skulda að upphæð 201 millj. kr. og útgáfu skuldabréfa til 11 ára að upphæð kr. 79,1 millj. kr. Við ákvörðun kaupverðs var miðað við matsverð húss og skipa. BÚH átti einnig togarann Júní, en hann var seldur Hval h.f. Þessi bréf hafa nýverið verið framlengd um fjögur ár, þ.e. úr 11 í 15 ár. Ytri aðstæður nú mjög góðar Jón sagði, að í upphafí starf- rækslu fyrirtækisins hefði verið áhugi á að breyta Apríl í frystitog- ara, en ekki fengist lánafyrir- greiðsla til þess. Þá var ennfremur ætlunin að gera Maí upp en það var ekki gert af sömu ástæðum. Því hefði Samheiji h.f. skipt á tog- aranum og togbátnum Helga S. „Með þessu móti afsöluðum við okkur nokkrum kvóta, en við það varð ekki ráðið“, sagði Jón. Við yfirtökuna var vinnslu fyrirtækisins að hluta breytt í smápakkavinnslu. Þá var sett upp kæld móttöku- geymsla og lausfrystir. Fljótlega eftir að Hvaleyrin hóf starfrækslu árið 1985 bað undirrit- uð Jón Friðjónsson um viðtal fyrir Morgunblaðið. Hann svaraði því þá til, að hann vildi ekki ræða fyrirtæk- ið né rekstur þess, fyrr en það hefði sýnt sig að dæmið gengi upp. Ég minnti Jón á þessi ummæi hans og hann svaraði því til, að þá væri ég enn of fljótt á ferðinni. „Komdu eftir tvö ár, þá get ég kannski full- yrt að þetta gangi vel.“ Nánar aðspurður um, hveiju hann vildi þakka gott gengi fram að þessu svaraði hann: „Það verður að hafa í huga að ytri aðstæður eru nú mjög góðar. Olíuverð er lágt og fis- kverð erlendis hátt. Afsetningar- hraði er mjög mikill. Þá gengur útgerðin vel hjá okkur, en fyrirtæk- ið er bæði í útgerð og fiskvinnslu, sem skiptir verulegu máli í sam- bandi við öflun hráefnisins. Þótt skuldir fyrirtækisins hafi verið miklar þá tók Hafnarfjarðarbær hluta þeirra á sig og það má segja, að við höfum byijað á nýju blaði, sem BÚH hefði ekki tekist. Síðast en ekki síst vil ég taka fram, að við höfum geysilega gott starfsfólk, áhugasamt og duglegt." Ekki hlotið náð fyrir augum banka landsins. - Sú staðreynd, að Hvaleyrin h.f. hefur ekki hlotið náð fyrir aug- um banka landsins þýðir, að sögn Jóns, mjög takmarkaða hreyfígetu. Hann sagði m.a. að fyrirtækið stæði frammi fyrir að gera þyrfti við tog- arann Viði fyrir u.þ.b. 20 til 25 millj. kr., en þó að lán fengist úr Fiskveiðisjóði þá þyrfti ábyrgð við- skiptabanka, auk viðbótarlána. Fyrirtækið fær einvörðungu afurð- alán og sagði Jón stöðuna sérstak- lega erfiða, ef framleiðslan Miklu mannlegra fyrirtæki - segir Örn Rúnarsson formaður starfs- mannaf élagsins. „ÞAÐ ER gott að vinna hjá þess- um mönnum, Nú er ekki hver toppurinn ofan á öðrum. Þetta er miklu mannlegra fyrirtæki. Atvinnuöryggið var ekkert áður, en við verðum að hafa í huga, að nú ríkir góðæri í fiskvinnslu. Áður var ástandið ekkert venju- legt, allir frystiklefar fullir af óseljanlegum fiski. Nú er allt rif- ið út um leið. Maður veit ekkert hvernig þetta gæti orðið ef stað- an breyttist á ný“, sagði Örn Rúnarsson, sem starfar i móttö- kunni, en hann er einnig formað- ur starfsmannafélags Hvaleyrar- innar. Öm sagði, að reksturinn sjálfur væri ekki svo frábrugðin því sem verið hefði, nema að mun færra starfsfólk væri nú í húsinu. Hann sagði ennfremur að það hefði ekki svo lítil áhrif, að reksturinn á skip- um Hvaleyrarinnar gengi vel og væri hagkvæmur. „Þeir hafa fískað Morgunblaðið/Árni Sœbnrg Örn Rúnarsson formaður Starfs- mannafélagsins vel og ekkert komið alvarlegt fyrir. Það skiptir ekki svo litlu máli“, sagði hann. Hann sagði ennfremur, að eigendur Hvaleyrarinnar hefðu breytt ýmsu og fjárfest mikið og reynt væri að hafa huggulegt í kringum starfsfólkið og á vinnslu- svæðinu. Öryggið meira og vinnan stöðug - segir Alda Pétursdóttir trúnaðarmaður „ÞAÐ ER gott að vinna hérna og það var einnig gott að vinna hjá Bæjarútgerðinni, en á þeim tíma var alltaf verið að segja upp og Ioka. Öryggið er meira núna og vinnan stöðug. Ég held að það hafi ekki fallið úr dagur síðan Hvaleyrin tók yfir. Og á meðan verkfallið var um jólin og við vorum heima þá voru okkur bor- guð laun“, sagði Alda Péturs- dóttir trúnaðarmaður starfs- fólks, en hún sagðist hafa unnið hjá Hvaleyri og áður Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar í 16 eða 17 ár. Alda sagði að kjami starfsfólks- ins hefði áður starfað hjá Bæjarút- gerðinni og persónulega væri hún mjög ánægð með stjómun fyrirtæk- isins nú. „Ég hef þurft að leita til forstjórans vegna mála starfsfólks og það hefur allflest verið leyst og við finnum velvild í garð fólksins. Þá eru verkstjóramir góðar mann- eslqur. Mér fannst leiðinlegt, þegar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Alda Pétursdóttir trúnaðarmað- ur starfsfólks Jóhann Bergþórsson, einn af eig- endunum, sagði á fundi sem sagt var frá í Morgunblaðinu, að Bæjar- útgerðin hefði verið eins og félags- málastofnun, en hann er búinn að koma hingað og biðjast afsökunar." Of margir sem þurftu aðtaka ákvarð- anirnar - segir Gerður Garðarsdóttir verksljóri „AÐALMUNURINN er að nú eru ákvarðanir teknar innan fyrir- tækisins. Það þarf ekki að leggja allt fyrir útgerðarráð. Það voru, held ég, of margir sem þurftu að taka ákvarðaniraar hjá Bæj- arútgerðinni", sagði Gerður Garðarsdóttir verkstjóri, sem starfað hefur hjá báðum fyrir- tækjunum, en hún sagði, að starfsfólkið byggi nú við mun meira öryggi f starfi. - Aðspurð um, á hvem hátt starfsfólkið byggi við meira öryggi sagði hún: „Vinnutíminn er mun samfelldari, en því má einnig þakka betri ytri aðstæðum. Þá er fólkið fastráðið nú, eða frá í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.