Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 61 VilborgÞ. Guðmunds dóttir — Minning Fædd 15. nóvember 1900 Dáin 11. mars 1987 Degi hallar drúpa ský daprast fjör í fasi. Enda lækkar óðum i okkar stundaglasi. Þessar staðreyndir lífsins ætla ég að leiti gjarnan í huga okkar sumra, sem eldri erum, þegar vinir kveðja og langri samleið lýkur. Og þannig var mér farið þegar tilkynn- ingin barst um lát Vilborgar Guðmundsdóttur, Sörlaskjóli 14 í Reykjavík, en hún lést miðvikudag- inn 11. þessa mánaðar í Landspítal- anum í Reykjavík. Vilborg fæddist að Fjalli á Skeið- um þann 15 nóvember árið 1900, yngst Qögurra systkina, sem nú eru öll látin. Vilborg var komin af kunnum ættum, dóttir hjónanna Guðríðar Erlingsdóttur, systur Þorsteins Erl- ingssonar skálds og Guðmundar Ófeigssonar frá Fjalli á Skeiðum. Vilborg ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum, Sigríði og Erlingi, en Jóhann lést bam að aldri. Fyrst í Fjalli, en síðar á Galta- stöðum í Flóa, en þangað fluttist fjölskyldan búferlum árið 1924. Sú var tíðin, að sannleikur fólst í hinu gamalkunna orðtæki, að „Bóndi er bústólpi og bú land- stólpi" og enn trúi ég, að gildi þessara orða sé meira en margur þéttbýlismaðurinn gerir sér ljóst eða fæst til að viðurkenna. Þó hefur íslenska bændafólkið of sjaldan borið það úr býtum, sem elja þess og þolgæði verðskuldaði, og þannig var því einnig varið með þau Guðríði og Guðmund. Búskaparár þeirra voru erfið, svo ekki sé meira sagt, eins og margra annarra á þessum árum. Bömin urðu því að létta und- ir, eins og þá var títt, strax og getan leyfði og víst er um það, að Vilborg og þau systkinin unnu for- eldrum sínum allt sem þau máttu, enda einkenndist kynfylgja þeirra m.a. af dugnaði, drenglyndi og fórn- fysi, jafnt við skylda sem óskylda. Það fékk ég, sem þessar línur skrifa, ríkulega að reyna þegar ég var tekinn í fóstur af þeim Guðríði og Guðmundi að Galtastöðum árið 1925, þá bam að aldri. Hjá þessu mæta fólki ólst ég upp fram yfir fermingu, eða þar til að þau Guðríð- ur og Guðmundur urðu að bregða búi vegna aldurs og vanheilsu og Erlingur, sonur þeirra, tók við bú- inu, ásamt Guðlaugu konu sinni. Það verður seint metið sem skyldi, að verða þeirrar gæfu að- njótandi, þegar foreldranna nýtur ekki lengur við, að fá að dveljast, á þessu viðkvæmasta mótunar- skeiði ævinnar, í forsjá slíkra, — þessara gáfuðu og góðu fósturfor- eldra og bama þeirra. Það vega- nesti sem mér var lagt þar til hefur rejmst mér ómetanlegt. Vegna vanheilsu fóstm minnar síðustu búskaparárin, mæddi heim- ilishaldið mikið á Vilborgu, þar sem eldri systirin, Sigríður, giftist skömmu eftir að ég kom að Galta- stöðum og fluttist í eina af uppsveit- um Amessýslu, nánar til tekið að Núpstúni í Hreppum. Þrátt fyrir ærinn starfa á heimil- inu, og utan þess stund og stund, þegar færi gafst til að létta undir með foreldmnum, lét Vilborg sig ekki muna um að bæta þörfum mínum, óskylda aðkomubamsins, við aðrar annir, með þeirri fóm- fysi, þeirri hlýju og þeim myndar- skap sem eftir var tekið. Ég man vel hvað ég var upp með mér af fötunum sem Vilborg sneið og saumaði á mig þegar ég hóf mína fyrstu skólagöngu í Gaulveijabæ. Þau vom hlý og áferðin og frágang- ur slíkur að aðdáun vakti, eins og reyndar annað það sem Vilborg tók sér fyrir hendur. Vilborg var gáfuð kona og hag- mælt, en fór mjög dult með það, enda ekki þeirrar manngerðar sem flíkar sínu. Árið 1933 giftist Vilborg FVið- finni Vilhjálmssyni frá Hamri, næsta bæ við Galtastaði, miklum mannkosta- og dugnaðarmanni. Þau hófu búskap stuttu síðar, fyrstu tvö árin í Hafnarfirði, en síðan reistu þau sitt framtíðarheimili í Sörlaskjóli 14 í Reykjavík, sem ein- kenndist af smekklegu látleysi og framúrskarandi snyrtimennsku. Þau Vilborg og Friðfinnur eign- uðust eina dóttur, Guðríði Helgu, sem býr núí Sörlaskjólinu með manni sínum, Gunnari Grettissyni. Þau eiga tvö böm, Lilju og Friðfinn. Árið 1975 missti Vilborg mann sinn langt um aldur fram. Síðan dvaldi hún, við góða umönnun og ánægju af dótturbömunum, á heim- ili dóttur sinnar, þar til hún kvaddi södd lífdaga eftir langvarandi van- heilsu, en sátt og æðrulaus eins og hennar var háttur. Það fer ekki hjá því, að á kveðju- stundum sem þessum höfði minn- ingamar til þess mannlega. Hvemig menn bregðast við er að sjálfsögðu persónubundið og einnig háð tíðar- andanum hvetju sinni, sem því miður hamlar of oft, í sinni yfir- borðskenndu flatneskju, gegn einlægri tjáningu. Þessum fátæklegu þakkar- og kveðjuorðum læt ég hér lokið en geri mér ljóst að fleira hefði mátt og sjálfsagt átt að koma fram, sem hollt er að minnast, eins og jafnan þegar fjallað er um íslenska öðlings- konu af aldamótakynslóðinni. Vilborgar Guðmundsdóttur minnist ég með þakklæti og fölskvalausri virðingu fyrir allt það sem hún var mér og mínum til síðustu stundar. Ég og fjölskylda mín vottum Helgu og Gunnari og öðmm vanda- mönnum samúð okkar. Fríðþjófur Hraundal Kveðja 11. mars sl. andaðist hjartkær vinkona mín, Vilborg Guðmunds- dóttir, eða Villa, eins og ég kallaði hana alla tíð. Með sérstöku þakk- læti og hlýju minnist ég hennar og þeirra samskipta sem við áttum, bæði fyrr og síðar. Ánægjustund- imar, sem ég átti með henni, em margar og ógleymanlegar. Það var svo gott að eiga hana að vini, mega leita til hennar, bæði í gleði og raun- um. Hún hafi svo mikið að gefa og var alla tíð reiðubúin að rétta hjálp- arhönd, ef til hennar var leitað. Ég mun ávallt muna þá vináttu og alúð, sem ég naut hjá henni og fjölskyldu hennar á fallegu heimili hennar, sem stóð mér alltaf opið. Þótt Villa sé nú fallin frá, mun minning hennar lifa. Ég kveð kæra vinkonu með orð- um Valdimars Briem: „Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." Klara Sigurgeirsdóttir Blömastofa Friöfinm Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. *3k .w í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI t Systir okkar og vinkona HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR, fró Einhotli, Hornafirði, vérður jarðsungin frá Fossvogskapellu mónudaginn 23. mars. kl. 13.30. Systkini og Helga Hanssen. t Faðir okkar og fósturfaðir, ÓLAFUR PETERSEN, Snorrabraut 58, lést 6. mars. Jarðarförin hefur fariö fram. Jóhanna Ólafsdóttir Gillette, Elsa Petersen, Rósa Jafetsdóttir, Pótur Ólafsson. t Útför VILBORGAR ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sörlaskjólf 14, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. mars nk. kl. 15.00. Helga Friðfinnsdóttir, Gunnar Grettisson, Lilja Gunnarsdóttír, Friðfinnur Gunnarsson. t Faðir okkar og tengdafaöir, RAGNAR VETURLIÐASON, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 15.00. Þorsteinn Ragnarsson, Sigríður Hannesdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Garðar Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, HULDU BÖÐVARSDÓTTUR, Sólheimum 23, Garðar Siggeirsson, Sigrún Siggeirsdóttir, Ómar Bl. Siggeirsson, Kristfn Siggeirsdóttir, Snorri Bl. Siggeirsson, Siggeir Blöndal Guðmundsson, Slgrun Þorlóksdóttlr, Erla Ólafsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Guðbjörg Magnúsdóttir og barnabörn. £— t Þökkum samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS ÓLAFSSONAR. Magnús Pétursson, Ólafur Pétursson, Soffia Pétursdóttir, Pétur Björn Pétursson, Borghildur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Valdfs Björgvinsdóttir, Lise Eng, Gunnar Orn Ólafsson, Inga Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur Haukur Johnson, t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför HEINRICHS KARLSSONAR. Guðný Hinriksdóttir, Lúðvfk Andreasson, Asta Heinrichsdóttir Hampton, Gene Hampton, Haraldur Helnrichsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útför sonar okkar, unnusta, föður og bróður, ÞÓRS ALEXANDERSSONAR, Nesbala 18. Hjördfs Guðmundsdóttir, Alexander Guðmundsson, Hafdfs Bylgja Guðmundsdóttlr, Hjördfs Dögg Þórsdóttir og systkini. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför drengs- ins okkar og bróður, SIGURBERGS SVERRIS JÓH ANNSSONAR, Grund, Höfnum. Jóhann G. Sigurbergsson, Þórunn Sveinsdóttir, Helga Birna Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.