Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 29
1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 .... ........ £ 29 Úr vinnslusal, en karfi var á borðum þar í síðustu viku, þegar myndin var tekin. '■p» stöðvaðist af einhveijum ástæðum, eins og til dæmis í sjómannaverk- fallinu í upphafi ársins. Hjá fyrirtækinu starfa nú 110 manns. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var 327 millj. króna. Aðspurður sagði Jón, að auk smápakkanna, sem gefið hefðu góða raun hvað varðar vinnsluna í húsinu, þó þeir væru ekki nægilega hagstæðir nú vegna stöðu dollarans. Þá væru ýmsar nýjungar reyndar, svo sem vélsöltun flaka. Sagði hann þá að- ferð hafa verið notaða í mörg ár við söltun kjöts og hefðu þeir verið með tilraunir við söltun fiskflaka hjá Hvaleyri. Niðurstaða þeirrar til- raunar væri jákvæð, mun betri nýting hráefnisins fengist með því móti. Stjómun fyrirtækisins. Hvemig er henni hagað? „Hún er einfold. Abyrgðin hvílir mest á mér. Við stjómun slíks fyrir- tækis þarf að taka ákvarðanir skjótt og þeim verður ekki slegið á frest. Það tel ég eitt af því sem gerir kannski gæfumuninn, stjómendur BÚH þurftu að leita eftir samþykki út í frá. Þá er rekstur skrifstofu tölvuvæddur, sem þýðir færra starfsfólk. Þá held ég einnig, _að eitt af stærstu vandamálum BÚH hafi verið að útgerðin gekk illa. Hún gengur mjög vel hjá okkur. Aukinn áhugi á vinnu í fiskvinnslu - Staðsetning fiskmarkaðar hefur verið mjög til umræðu. Hver er þín afstaða til hans? „Víð höfum auðvitað mikinn hug á að fá meiri físk, meiri útgerð, fleiri skip. Fiskmarkaður hér kæmi fyrst og fremst til með að þýða að hráefni yrði ferskara og betur yrði hugsað um það. Húsnæðið hér býð- ur upp á mun meiri vinnslu, sem gæfi fleira fólki vinnu. Við finnum greinilega fyrir auknum áhuga á vinnu í fiskvinnslu. Það hafa til dæmis margar heimavinnandi kon- ur sýnt áhuga á að koma til vinnu, líklega út af umræðunni um skatt- laust ár, en við eigum orðið mikið af góðu og hæfu starfsfólki í físk- vinnslunni." Varðandi framtíðina sagði Jón: „Þetta góðæri ætti að gefa vel af sér og það ætti að vera unnt að safna til mögru áranna. Ég er þó hræddur um, að flest fyrirtækin í greininni eigi fullt í fangi með að greiða niður skuldahala, mislanga og erfiða, nú í góðærinu. Þetta er sveiflukennd atvinnugrein. Við verðum aðeins að vona hið besta." í árslok árið 1984 hafði bæjar- sjóður Hafnararfjarðar, samkvæmt heimildum blaðamanns, lagt fram í bein framlög til BÚH kr. 97,5 millj. kr. Við söluna til Hvaleyrar hélt bæjarfélagið eftir Melabraut 18, sem er stórt saltfískverkunar- hús, reyndar mun stærra en nokkum óraði fyrir að unnt yrði að nýta undir þá starfsemi, þegar það var byggt. Húsið var enda skuldum vafið. Það var nýverið selt Hagvirki fyrir 28,5 millj. kr. Þá átti bæjarsjóður ennfremur nokkra óselda skreið, sem skráð er á mats- verðinu 20 millj. kr. Byggist á að allir leggi sig fram Það hafa margir spurt sjálfa sig og aðra, hvort áhættufyrirtæki sem útgerð og fiskvinnsla eigi að reka af hálfu hins opinbera. Sitt sýnist hveijum og margir benda á, að slíkt sé réttlætanlegt, þegar atvinnuör- yggi þegnanna sé annars vegar. Það kemur í ljós í viðtölum við starfsfólk BÚH, sem nú starfar hjá Hvaleyri, að atvinnuörygginu virð- ist nú tryggara en í tíð BÚH. Síðustu árin í rekstri BÚH urðu oft stöðvanir á rekstri, þar af a.m.k. fimm alvarlegar. Þá hefur verið bent á, að fjárfestingar hafi ekki ætíð verið hagkvæmar, til dæmis hefði saltfiskverkunarhúsið við Melabraut getað verið þrisvar til fjórum sinnum minna, jafnvel hefði verið gáfulegra að fjárfesta á þeim tíma í kælimóttöku heldur en því húsi. Af tölum um hallarekstur BÚH síðustu árin, sem fyrirtækin tvö voru rekin má sjá, að hér hlýtur að vera um sannkallaðan áhættu- rekstur að ræða. Síðustu sjö árin var taprekstur hvert ár, nema árið 1980, en þá nam hagnaðurinn innan við hálfa milljón krónur. Dæmið lítur svona út, en upphæðum frá 1980 og fyrir þann tíma hefur ve- rið breytt í nýkr. 1984 = 112.599. 489. 1983 = 31.271.886. 1982 = 32.218.463. 1981 = 3.230.694. 1980 = (plús) 454.856. 1979 = 1.029.105 og 1978 = 3.938.950. Með ofangreindar upphæðri í huga gefum við Jóni Friðjónssyni lokaorðin, sem svar við því, hvort ofmælt sé, að eigendur Hvaleyrar verði að teljast bjartsýnismenn. „Kannski eru menn bara svona yfír- fullir af bjartsýni, en þetta byggist einfaldlega á því, að allir leggi sig fram um að framleiða góðu vöru, sem gefur mesta hagkvæmni.“ Texti: Fríða Proppé Ljósmyndir: Árni Sæberg (D E >- <D CD o Q_ Q. i I8AFOLD efnir til verölaunasamkeppni um mataruppskriftir viö hæfi barna og unglinga í tilefni af 110 ára afmæli prentsmiðjunnar. Við bjóðum öllum krökkum sem eru fæddirárið 1977 eða fyrr (10 ára og eldri) að taka þátt í spennandi verkefni. í ráði er að gefa út matreiðslubók fyrir börn og unglinga, þá fyrstu hér á landi með ykkar eigin uppskriftum. Ekki aðeins kökuuppskriftum, heldur ýmiss konar skemmtilegum, frumlegum og fljótlegum réttum. Bókinni verður væntanlega skipt í eftirfarandi kafla auk almennra leiðbeininga um áhöld, mat- væli o.fl. • Heitir og kaldir drykkir • Salöt, brauð og ýmsir kaldir réttir • Heitar máltíðir • Bakstur • Garðveislur, nesti og ferðalög • Réttir frá ýmsum löndum Leiðbeiningar handa þeim sem senda uppskriftir: 1: Óskað er eftir fjölbreyttum uppskriftum til daglegra nota og hátíðabrigða. Æskilegt er að þær séu hollar og auðveldar. Heimilt er að senda eina eða fleiri uppskriftir, en hafið aldrei nema eina á hverju blaði. Skrifið greini- lega eða vélritið. 2. Tilgreinið nákvæmlega heiti uppskriftar og handa hve mörgum hún er. 3. Teljið upp allt sem notað er í uppskriftina og hve mikið af hverju, mælt í desílítrum, mat- skeiðum, teskeiðum eða grömmum. 4. Skrifið greinilega hvernig á að búa réttinn til (aðferðina), hvað á að hafa með honum og annað sem þið viljið taka fram. §. Nafn höfundar (höfunda), aldur, heimilisfang og sími skal fylgja í lokuðu umslagi og merkja það heiti uppskriftarinnar. 5. Uppskriftir skal senda fyrir 12. apríl n.k. merktar: Uppskriftasamkeppni ÍSAFOLDAR 1987 Pósthólf 455 121 Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerður Garðarsdóttir verkstjóri síðast liðnum og með kauptrygg- ingu. Gerður sagði að lokum, að starfs- fólkið hjá Hvaleyri væri mjög duglegt og að stærstum hluta hið sama og starfað hefði á sínum tíma hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Meiri dugnaður við öflun hráefnis - segir Jóhanna Guðmundsdóttir verkstjóri „VINNAN er miklu stöðugri og meiri en áður. Þá hafa verið teknar upp nýjungar, til dæmis í pökkun, sem veitt hafa meiri vinnu. Stjómendur gera einnig meira fyrir fólkið, kaffið er nú gefið og stundum meðlæti, til dæmis ef unnið er á laugardög- um“, sagði Jóhanna Guðmunds- dóttir verkstjóri, en hún hefur einnig starfað hjá báðum fyrir- tækjunum. Johanna sagði ennfremur: „Dugnaður hefur einnig verið meiri við að ná í hráefni. Ég held að þetta fari saman, persónulegur hagur stjómenda og afkoma fyrirtækisins. Ég vil taka fram að lokum, að fólk- ið sem starfar hér hjá okkur er it i Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhanna Guðmundsdóttir verk- stjóri sérstaklega duglegt, en ég hef starfað við þetta mjög víða og þekki því vel til. Þetta er erfitt starf sem krefst mikils, sérstaklega í bónu- svinnu. Starfsfólkið hér á allt hið besta skilið." 1 Áætlað er að gefa bókina út í lok ársins. | Glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu uppskrift- f irnar en allar uppskriftirnar sem birtast í bókinni ! verða verðlaunaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.