Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 46
4B T8(íí SHAM .22 HUOAdUMVÍUH GIGAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Dagar í Oman; „V esturlandakonur ættu að ígrunda okkar mál af meírí skilningi Spjallað við Fawzia Al-Kindy, bankastjóra - og heimsókn í stúlknaskóla í Mirbat „Konur kvarta undan stöðu sinni í samfélaginu, hvar sem er í heiminum. Ég lærði í Englandi og ég held að ég hafi heyrt meiri kveinstafi meðal kvenna þar. Oft verð ég þess vör, að menn gera sér ekki grein fyrir því, að trúin -islam- á að gera konur frjálsar, ekki síður en karla. Ekki hneppa í fjötra. Mér er líka ljóst, að fólk lítur á klæðaburð kvenna hér og víða i Múhammeðstrúarlöndum sem merki um kúgun eða eitt- hvað í þá áttina. Það er fjarri öllum raunveruleika og ber keim af fordómum og þekkingar- skorti. Samkvæmt lögum eru karlar og konur jafningjar. Hér í Óman eru konur nú að fá eftir- sóknarverð tækifæri, tækifæri, sem óvíða gefast meiri. Og ég sé ekki betur en þær ætli að nýta sér þau.“ Þetta sagði Fawzia Al-Kindy, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Ómans, þegar við spjölluðum saman á skrifstofu hennar í Muscat á dög- unum. Mér hafði verið sagt frá henni, hún gegnir einni æðstu stöðu kvenna í Óman. Hún virtist hvar- vetna njóta virðingar. Hún hefur náð því sem ómanskar konur dreymir um, að minnsta kosti með- al yngri kynslóðarinnar. Að standa starfslega séð jafnfætis körlum og sinna því, sem hún hefur menntað sig til. Ég held ekki að hún muni lengi verða ein af fáum. Eftir öllum sólannerkjum að dæma haslar kvenfólk sér völl á sem flestum sviðum í Óman á næstu árum. Nokkrum dögum áður hafði ég farið í stelpnaskóla í Mirbat, litlum bæ í suðurhlutanum. Þar vakti at- hygli mína, að yngstu bekkjardeild- imar vom þéttsetnar. En eftir því sem ofar dró fækkaði í stofunum og þegar kom upp í efstu hópana, fjórtán til sextán ára, vom stundum bara fjórar til fimm stelpur í bekk. Ég spurði um ástæðuna. Jú, þannig er mál með vexti, að þær em eigin- lega komnar langleiðina á gifting- araldur, fjórtán ára. Einn góðan veðurdag mætir þessi eða hin ekki lengur í skólann. Því að hún er búin að gifta sig. Og líklega önnum kafin að þvo hvítu skikkjumar af eiginmanni sínum. Sem ég gat ekki nógsamlega dáðst að, hvað virtust alltaf skjannahvítar og tandurhrein- ar.Í fæstum tilfellum er eigin- maðurinn og fjölskyldan sátt við að hún haldi áfram að læra. Þó er ekkert í lögum, sem bannar það. Nema síður sé. Því að súltaninn sjálfur hefur látið þetta mál til sín taka eins og fleiri. Og hefur hvatt til, að stúlkur afli sér starfsmennt- unar þótt þær gifti sig. Ljúki að minnsta kosti skyldunámi, sem er frá sex til sextán ára aldurs. Kennslukonumar í Mirbat em langflestar frá Súdan, Egyptalandi og Jórdaníu. Enga ómanska hitti ég utan einn kennaranema sem var í æfingakennslu. Þetta á sér eðlileg- ar skýringar; eins og fram hefur komið í fyrri grein em varla nema fimmtán sextán ár síðan farið var að kenna þjóðinni að lesa og skrifa. Efnað fólk hafði sent börn sín til útlanda, einkum Bretlands til náms. En það heyrði frekar til undantekn- inganna. Þar af leiðir að meirihluti þeirra sem er kominn um og yfir þrítugt er ekki læs né skrifandi. Að vísu hefur súltaninn látið hefja fullorðinsfræðslu. Af sama krafti og annað í þessu landi. Súltaninn og menn hans vilja ekki aðeins að Óman nái því að verða fyrst Ara- baríkja til að uppræta ólæsi. Hann telur bara einfaldlega að það séu eðlileg og sjálfsögð mannréttindi öllum til handa. En ég er sem sagt stödd á skrif- stofu Fawzia Al-Kindy í Seðlabank- anum. Fawzia er klædd samkvæmt hefðinni, en klæðaburður hennar er léttur og litskrúðugur og hún hylur hár sitt aðeins að nokkm leyti.Hún segir mér, að hún hafí oft hitt íslendinga á alþjóðlegum bankaráðstefnum, sem hún sækir annað veifið. Hún er fædd í Nizwa, nam síðar hagfræði í Englandi og starfaði þar um hríð. Hún kom að Central Bank fyrir ellefu ámm. „Ég leyfí mér að álíta, að ég hafí fengið þessa stöðu vegna minna eigin verðleika, en ekki af því að það hafí þótt sniðugt að ráða konu í þessa stöðu. Mér fínnst starf- ið, sem einkum felst í stjómun hagdeildar bankans, mjög heillandi. Ég vinn hér aðallega með karl- mönnum og ég hef ekki lent í neinum erfíðleikum í þeirri sam- vinnu. Ég hef heldur ekki notið forréttinda. Enda er ég tvímæla- laust þeirrar skoðunar, að konur eigi að axla ábyrgð til jafns við þá. Mér fínnst stundum skorta á sam- ræmi í orðum og gjörðum hjá konum - ekki sízt á Vesturlöndum. Þær vilja réttindin, en em ekki allt- af reiðubúnar til að uppfylla skyld- umar líka.“ „Ég dreg enga dul á,“ heldur hún áfram, „að konur hér nota ekki allt- af tækifærin, sem þeim em gefín samkvæmt lögum. En það verður að taka tillit til þess, að nútímaþjóð- félag Ómans er í reifum. Við breytum ekki íhaldssömum hugsun- arhætti né upprætum við fáfræðina með einu pennastriki. En mér sýn- ist til dæmis, að nú þegar við höftim fengið okkar eigin háskóla, þar sem munu verða gerðar miklar kröfur til námsgetu og árangurs, verði breyting á. Ungar ómanskar konur em_ áfjáðar í að mennta sig. “ Ég vék talinu, að skólastelpunum í Mirbat og að þær hættu í skóla við giftingu.„Stundum er trúin og hefðin notuð sem tylliástæða," seg- ir hún. „Hér hefur það löngum verið svo, að fólk giftir sig komungt og eignast mörg böm. Það er flókið fyrir konur að stunda nám eða vinna utan heimilis, ef þær em með ung böm.Það era engin ný sannindi, bara staðreynd. Við vitum, að ein- att er það hlutskipti konunnar að verða að velja milli kosta. Það er ekki alltaf hlaupið að því. En fleira er að breytast hér. Það er ekki leng- Fawzia Al-Kindy, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Ómans -en kannski bara fjórar fimm í bekkjardeild, þegar þær voru orðnar fjórtán ára ■ l- .. f>'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.