Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 22

Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Fomleifaraimsóknirtiar í SkálhoM 1954 - 1958 KAFLAR ÚR NÝÚTKOMINNI BÓK BÓKAFORLAGIÐ Lögberg hefur gefið út bókina, Skálholt fornleifarannsóknir 1954 - 1958, í samvinnu við Þjóðminjasafnið og kom hún út á 125 ára afmæli safnsins. Bókin er tileinkuð dr. Kristjáni Eldjárn fýrrverandi f orseta Islands og þjóðminjaverði en hann stjórnaði f ornleifarannsóknunum í Skálholti. Hann er jafnframt aðalhöfundur ritsins. Aðrir höfundar eru Hákon Christie arkitekt og fornleifafræðingur og Jón Steffensen prófessor. Hér á eftir fara nokkrir valdir kaflar úr bókinni ásamt myndum. Dr. Kristján Eldjárn DÝRGRIPIR Um 540 lausir fomgnpir fundust við rannsóknimar. f bókinni em á annað hundrað mynda. Silfureski Þórðar biskups Þorlákssonar Kristslíkneski af róðukrossi Táknmynd Markúsar guðspjallamanns Fingurhringir. svört strik í moldinni. Hinn 25. ágúst var rigning nokkur svo að lítt eða ekki var unnið á þessu svæði. Seinnipart vikunnar var svo haldið áfram, en ekki þótti enn kominn tími til að lyfta lokinu, og var ekki laust við aðýmsir ættu erfitt með að hemja forvitni sína og jafnvel létu í það skína að við værum úr undarlegu efni gerðir að geta stillt okkur um að skyggnast í kistuna. Við létum það ekkert á okkur fá, en hugsuðum okkur enn sem fyrr að gera það ekki fyrr en við hefðum kannað allt hið ytra og sæta síðan lagi þegar veður væri sem hagstæðast. Þar kom þó að menntamálaráð- herra, sem þá var dr. Bjami Bene- diktsson, lét þau orð berast til okk- ar að hann vildi vera viðstaddur þegar lokinu væri lyft. Sjálfsagt var að verða við því, og þá var ekki um annað að gera en ákveða ein- hvem tiltekinn dag. Vildi nú svo til að haldin var prestastefna, messað í Skálholtskirkju og síðan fram haldið stefnunni daginn eftir, mánudaginn 30. ágúst. Þótti þá eðlilegt að prestar fengju að sjá hvað í kistunni væri, og var nú ákveðið að lyfta lokinu mánudaginn' hinn 30. ágúst eftir hádegi. Var nú allt hreinsað eftir föngum um helgina og búið sem best undir þá athöfn sem sýnilegt var að nú yrði að halda, þótt ætlun okkar hefði helst verið að vinna þetta verk í kyrrþey. Og stundin rann upp. í dagbók rannsóknanna skrifaði ég að kvöldi dags það sem hér fer á eftir: „Skömmu eftir kl. 11 fóm gestir að koma á vettvang því að eitthvað hafði það spurzt að við ætluðum að opna steinkistuna. Daginn höfðum við valið vegna þess að prestastefnuna átti að halda hér með biskup í broddi fylkingar. Biskup var þá Asmundur Guð- mundsson. Prestamir komu rétt upp úr kl. 2. Höfðum við þá gert allar ráðstafanir tilað hefja lokið af kistunni. Steinsmiður og flutn- ingamaður úr Reykjavík vom hér til að aðstoða. Okkur var hugleikið að undirbúa allt vel því að nokkrir fyrirmenn höfðu látið í ljós ósk um að vera viðstaddir. Þeir fóm svo að streyma að í bílum frá Reykjavík, meðal annars menntamálaráðherra, kirkjumálaráðherra, fjármálaráð- herra. Til samans vom viðstaddir Fundarsaga steinþróar Páls Jónssonar biskups HÉR á eftir fer brot úr kafla dr. Kristjáns Eldjárns um gröf Páls Jónssonar biskups. Þar er að finna frásögn hans af fundi steinþróarinnar, sem hann byggir á eigin dagbók. Eins og nærri má geta vom mönnum frá upp- hafi rannsóknanna rík í huga hin alþekktu orð í Páls biskups sögu: „Hann lét ok steinþró höggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eptir andlát sitt.“ Þessi orð var engin ástæða til að rengja, og því gat verið nokkur von til að stein- þró þessi fyndist einhvers staðar í dómkirkjugrunninum ellegar ein- hver merki til hennar, en þó hiaut sú von að vera veik eftir allt það umrót sem búið er að gera í Skál- holti síðan Páll biskup dó árið 1211. Hér fór þó betur en nokkum óraði fyrir. Hinn 14. ágúst fór Hákon Christie til Færeyja um stundar sakir, og stjómaði ég rannsóknun- um á meðan. Var haldið áfram greftri á ýmsum stöðum í kirkju- gmnninum eftir þeim meginlínum sem Christie hafði fyrir sagt. Meðal annars var víkkaður út gröfturinn í austurenda gmnnsins og einkum leitað eftir kross- stúkum báðum. Var meðal annars grafínn reynsluskurður suður eftir suðurstúku, og þar.varð Jökull Jak- obsson fyrstur manna var við annað vesturhomið á tilhöggvinni stein- kistu hinn 21. ágúst. Þeim sem við- staddir vom datt þegar í stað Páll biskup í hugJÞetta var laugardag- ur, og ég hafði farið til Reykjavíkur um morguninn. Þegar ég kom aust- ur á mánudag hinn 23. ágúst vom menn íbyggnir mjög, og kom þó fljótt upp að þeir töldu margum- ræddan sarkofag Páls biskups fundinn. Beið ég ekki boðanna að líta á verksummerki og sá þá að- eins á hom kistunnar, en ekki var lengi gert að átta sig á að hér vom mikil tíðindi að gerast. Hreinsuðum við í skyndi mold af nokkmm hluta kistunnar, og var þá sýnt hvers kjms var. Ræddum við um það okk- _ ar í milli að nú skyldum við fara sem hægast og gætilegast að öllu og rannsaka kistuna og allt sem henni kom við með þeirri nákvæmni og varúð sem með nokkm móti yrði við komið. Ákváðum við að hreinsa sem best til í kringum kistuna áður en við leyfðum okkur að lyfta lokinu, enda væri best að gera það ekki nema í úrvalsgóðu veðri. Væri þá tryggt að ekkert færi f handaskolum vegna óheppilegra ytri aðstæðna og eins yrði hægt að mynda allt sem best, hvað sem vera kynni. Ennfremur var ákveðið að vakað skyldi yfir kistunni til þess að fyrirbyggja með öllu að einhver óboðinn gestur ijál- aði við hana í skjóli náttmyrkurs. Vöktu tveir menn í kirkjunni í nokkrar nætur og höfðu heldur dauflega og skuggalega vist. Þennan dag, mánudaginn 23. ágúst, og svo á þriðjudag, hinn 24. ágúst, spurðust tíðindin og frétta- menn höfðu sig á kreik. Þann dag skrifaði ég í dagbók: „í dag höfum við grafið niður á lokið á kistu Páls Jónssonar. Hún er mjög falleg, 2 m á lengd. Það er fullkomlega egypzk stemning yfir henni." Prófessor Sigurbjöm Einarsson kom austur, og Magnús Már Láms- son sendi svohljóðandi skeyti: „Húrra, húrra, húrra, kveðjur, Magnús Már.“ Var þessa daga unn- ið að því með gætni að hreinsa til kringum kistuna og kom hún smátt og smátt í ljós í öllum sínum stór- fengleik. Það var seinlegt verk, ekki sist vegna þess að allt í kring- um kistuna vom leifar af miðalda- gröfum sem gefa þurfti fullan gaum, en þar vom kistur allar gjör- fúnar og sáust yfírleitt aðeins sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.