Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 33

Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 33
t r*r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 yfirmaður Komintem. Hann naut stuðnings ungra menntamanna („rauðu prófessoranna") og var nátengdur flokknum í Moskvu. Hann hafði einnig fylgi innan leyni- lögreglunnar og naut hylli almenn- ings. En þrátt fyrir kosti sína var hann lélegur stjórnmálamaður. Hann var barnalegur, skorti skipu- lags- og stjómunarhæfileika og vanmat Stalín. Þar sem Búkarín vildi hægfara þróun til kommúnisma var hann fylgjandi því að NEP-stefnunni yrði haldið áfram og að þar með yrði ýtt undir takmarkaðan kapítalisma og slakað til gagnvart sjálfseignar- bændum. Öðm vísu taldi hann ekki hægt að leggja grundvöll að fram- tíðar-sósíalisma. Hann benti á að ef sjálfstæðir kaupmenn og efnaðir sjálfseignarbændur fengju að dafna fengist markaður fyrir framleiðslu nýrra iðnfyrirtækja og að þeir mundu jafnframt greiða ríkinu skatta, sem þyrfti til að standa undir rekstri fyrirtækjanna. Hann vildi líka að bændur stofnuðu sam- vinnufélög, líkt og Gorbatsjov. Stalín var sammála Búkarín um tíma og vildi nota gáfur hans til að losna við keppinauta sína, Lev Kamenev og Grígorí Zínovjev. En Búkarín var á verði og fýrirleit hann. Hann kallaði Stalín „nýjan Djengis Khan“, en þegar Stalin frétti það bauð hann honum sam- starf og sagði: „Þú og ég munum stjóma Sovét- Rússlandi. Ég er al- einn, umkringdur íjölda fábjána! Hvers vegna hatarðu mig, Kolíja? Við gnæfum yfir þá eins og Hi- malayafjöll!" Til algerra vinslita kom á fundi, sem þeir áttu í júlí 1928. Á eftir sagði Búkarín við Kamenev: „Stefna Stalíns mun tortíma bylt- ingunni. Ekkert verður eftir nema lögregluríki. Flokkurinn er dauða- dæmdur. Ríkið og flokkurinn eru orðin eitt. Stalín mun kyrkja okkur alla. Hefnd er það eina sem hann þekkir — rýtingurinn í bakið.“ „Rotið frjálslyndi“ Búkarín varð í raun fulltrúi skýrt mótaðrar stefnu, sem var í meginat- riðum frábrugðin stefnu Stalíns og gat komið í staðinn fyrir hana. Þar með varð hann síðasti sovézki leið- toginn, sem beitti sér opinskátt fyr- ir víðtækri stefnuskrá, sem gekk í berhögg við stefnu flokksins. Seinna varð hann tákn þess að Rússar hefðu getað farið aðra og hófsamari leið, ef Stalín hefði ekki komið til skjalanna. Sagnfræðing- urinn Roy A. Medvedev sagði ný- lega: „Ef Búkarín hefði stjórnað flokknum eftir dauða Leníns í stað Stalíns hefði hvorki verið komið á samyrkjubúskap í stalínistískri mynd né þeirri ógnarstjóm, sem ríkti á þriðja, íjórða og fímmta ára- tugnum." Starfsbróðir hans, Ge- orge Katkov, segir að Búkarín hefði aldrei samið við Hitler. Árið 1929 var Búkarín sviptur störfum og rekinn úr flokknu og margir aðrir „hægri andstæðingar“ fýlgdu á eftir. Öll völd voru í hönd- um Stalíns. Margir flokksmenn höfðu komið til liðs við hann, þar sem þeir óttuðust að ef Búkarín bæri hærri hlut mundi flokkurinn gefast upp fyrir „kapítalistaöflum" og höfuð þeirra fjúka. Stalín réðstá- „rotið fijálslyndi" Búkaríns og sagði þegar hann gagnrýndi „búk- arínisma" 1931: „Við erum 50 til 100 ámm á eftir þróuðu löndunum. Við verðum að brúa það bil á 10 árum. Ef við gerum það ekki gera þau út af við okkur.“ Búkarín var handtekinn í marz 1937 og í réttarhöldunum árið eftir játaði hann að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Lenín og grafa undan starfi hans með sam- vinnu við Leon Trotskíj og brezku leyniþjónustuna. Aðalsækjandinn í réttarhöldunum árið eftir, Andrei Vyshinskíj, kvað Búkarín hafa gerzt sekan um „viðurstyggilegustu Búkarín með „ungherjum" í Moskvu (1932): vanmat Stalín. glæpi, sem um getur í mannkyns- sögunni." Seinna varð Búkarín fýr- irmynd söguhetjunnar Rubasjovs í sögu Koestlers, Myrkur um miðjan dag. Koestler reyndi að lýsa játningar- þörf Búkaríns, sem er enn ekki dauð, sbr. mál Borisar Yeltsins í vetur. í réttarhöldunum kallaði Búkarín þessa þörf „undarlega tvíhyggju", en neitaði því að það væri sérrússneskt einkenni. Þegar „andófsmenn" eins og hann stæðu andspænis „hlutlægum mikilleika hins sósíalistíska skipulags“ rynni þeim reiðin og þeir ættu ekki leng- ur til stolt. Þannig „eyddi skipulag- ið óvinum sínum innan frá“, en það væri ekki von að Vesturlandabúar skildu þetta. „Erfðaskrá“ Skömmu fýrir aftökuna samdi Búkarín „erfðaskrá", þar sem hann skoraði á næstu kynslóðir valda- manna að veita sér uppreisn æru, og bað konu sína, Önnu Míkhaílovnu Larínu, að læra hana utanbókar og eyðileggja hana síðan. Hún var 25 ára fegurðardís þegar hún giftist Búkarín tveimur árum áður en hann var handtekinn. Skömmu síðar var hún flutt í fanga- búðir og hún losnaði ekki úr Gúlag- inu fyrr en 1960. Búkarín lét hana vinna þess eið að ala son þeirra, Sovézk bifreiðaframleiðsla (um 1935): mikilvægur „tímaþáttur“. Hungursneyð í Úkraínu (1932): afleiðing stefnunnar sem Stalín fylgdi. á prenti eftir hann í Sovétríkjunum í 50 ár. Um leið birti blaðið bréf frá Önnu, þar sem hún fór þess opinberlega á leit við Gorbatsjov að maður hennar yrði endurreistur, en slíkt var einsdæmi. Nokkru áð- ur, í ágúst, hafði fijálslyndur dálka- höfundur, Pjodor Búrlatskíj, gefið út einþáttung, þar sem Búkarín var lýst sem geðfelldum manni, sem hefði haft meira hugmyndaflug til að bera en Stalín. Samyrkjubændur (um 1935); hörmulegar afleiðingar. Júrí, upp sem „góðan bolsévíka". Þegar Júrí var nýlega spurður hvort það hefði tekizt hló hann kulda- hlátri. „Móðir mín ól mig ekki upp,“ sagði hann. Júrí var sendur til ættingja, en þeir voru handteknir ásamt fyrri konu Búkaríns og bróður hans. Tveggja ára gaVnall var hann flutt- ur á munaðarleysingjahæli skammt frá Stalíngrad. Móðurbræður hans fundu hann af tilviljun 1956. „Þá fyrst vissi ég hver faðir minn var,“ sagði hann fréttamanni Daily Te- legraph, Xan Smiley, í vetur. Síðan börðust mæðginin fyrir því í 30 ár að Búkarín fengi uppreisn æru. Fyrir þremur árum báðu þau Gorbatsjov að skerast í leikinn, en fengu ekkert svar. Nú kveðst Anná Larína „ánægð og döpur." „Hún neitar að tala við nokkum mann,“ sagði Júrí í vetur, en þá hafði þó birzt viðtal við hana um baráttu hennar. Júrí, sem er listmálari, býr með móður sinni í lítilli íbúð í suð- vesturhluta Moskvu og gengur ekki heill til skógar. Hann neitar því að 15 ára sonur hans hafi áhuga á fortíð fjölskyldunnar. „Hvemig á ég að vita hvar faðir minn er graf- inn?“ sagði Júrí við Smiley og hló aftur kuldahlátri. „Kannski ein- hvers staðar í Lúbíjanka-fangelsi.“ Erfðaskráin, sem Búkarín fékk Önnu Larínu til að leggja á minnið, vár birt í vikublaðinu Ógónojk í nóvember. Þá hafði ekki sézt stafur Stalín: „nýr Djengis Khan.“ „Byijunin“? í ræðu 2. nóvember hrósaði Gor- batsjov Búkarín fyrir störf hans á fyrri hluta ferils hans, en gagn- rýndi hann fyrir að vanmeta „tíma- þáttinn" á ámnum eftir 1930, þ.e. þann tíma sem þyrfti til að ná þró- aðri ríkjum. Jafnframt tilkynnti hann skipun nefndar þeirrar, sem hefur rannsakað __ mál sakboming- anna frá 1938. í desember sagði sagnfræðingurinn Alexander Lat- isjev að nafn Búkaríns væri loks að komast út af „bannsvæði". Um síðustu mánaðamót birti flokksritið Kommunist lofgerðarræðu, sem Búkarín flutti um Lenín á fimm ára ártið hans 1929 með gagnrýni á stefnu Stalíns. Þar með fengu flokksmenn bendingu um að Búk- arín væri ekki lengur bannfærður. Nú verður hægt að gefa út verk Búkaríns á prenti og sovézkir sagn- fræðingar geta kynnt sér störf hans. Að beiðni Leníns samdi hann m.a. „stafróf kommúnismans", sem var aðalkennslubók Níkíta Khrústsjovs og flestra annarra kommúnista af hans kynslóð í hug- myndafræði. Nú eru rúm 30 ár síðan Khrústsjov hóf baráttu gegn stalínisma og 25 ár síðan stuðnings- maður hans sagði á sagnfræðinga- þingj: „Auðvitað voru hvorki Búk- arín né Rykov njósnarar." Gor- batsjov vill feta í fótspor Khrústsjov, en hefur aðeins stigið fyrsta skrefíð og sætir mótþróa valdamikilla íhaldsmanna. Talsmaður Sovétstjórnarinnar, segir að uppreisn Búkaríns og fé- laga hans sé „aðeins byijunin" og unnið sé að rannsókn gagna um réttarhöld í málum fleiri fallinna leiðtoga frá því um miðjan fjórða áratuginn og þar til Stalín lézt. Því er búizt við að fleiri gamlir bolsévík- ar, þeirra á meðal Kamenev og Zínovjev, sem voru skotnir 1936, verði endurreistir. Mál Leons Trotskíjs, sem var myrtur í Mexíkó 1940, líklega að undirlagi Stalíns, verður trúlega tekið síðast fyrir af öllum og enn sem komið er bendir fátt til þess að harin verði hreinsað- ur. Éðlilegt er að Búkarín fái upp- reisn æru fyrstur hinna föllnu valdamanna, þar sem stuðnings- menn Gorbatsjovs hafa hampað honum og leiðtogi þeirra aðhyllist að ýmsu leyti svipaðar skoðanir og hann, þótt margt hafí breytzt í Sovétríkjunum. Endurreisn Búk- aríns getur réttlætt stefnu Gor- batsjovs, sem talar um að sósíalism- inn þurfí umþóttunartíma, fram- leiðsla verði að lúta markaðslögmál- um og ríkisfyrirtæki verði að bera sig og virðist sætta sig við lítil einkafyrirtæki og erlendar fjárfest- ingar og víðtækar umræður. Endur- reisn Búkaríns hefur líka þýðingu fyrir erlenda kommúnistaflokka, þar sem hann boðaði aðra stefnu en Stalín og svipuð sjónarmið og hann aðhylltist lágu til grundvallar svokölluðum „Evrópukommún- isma“ í Vestur-Évrópu á síðasta áratug og breytingunum á „vordög- unum“ í Tékkóslóvakíu 1968. En enn er deilt um hve langt skuli ganga í endurreisn Búkaríns, nú þegar hann hefur verið hreinsað- ur af sök. Nefnd fulltrúa úr stjórn- málaráðinu undir forsæti Míkaíl Sólómontsevs, gamals flokksleið- toga, hefur ekki náð samkomulagi um hvort hann skuli fá fulla pólitíska uppreisn. Þeir sem telja kúgunarstefnu Stalíns „óeðlilegt frávik frá hugsjónum kommúnism- ans“ vilja það, en íhaldsmenn eru því bersýnilega andvígir og óttast að þar með muni flokkurinn leggja blessun sína yfir baráttuna, sem var háð gegn því að samyrkjubúskap yrði komið á. Búast má við hörðum deilum um opinbera afstöðu flokks- ins til Búkaríns og endurreisn hans kann að ýta undir opinberar um- ræður um aðra pólitíska kosti en þá sem Sovétstjómin bendir á. GH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.