Morgunblaðið - 28.02.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.02.1988, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON 8% jf_ Útgjöld einkaaöila 4% - 3% - 2%- 1%- n i 1 i 19 70 19 75 19 80 Útgjöld hins opínbera 19 85 Meðfylgjandi tafla, sem birt var í tímaritinu Heilbrigðismál, sýnir heildarútgjöld til heilbrigðis- mála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1970—1985. Árið 1985 tók heilbrigðiskerfið til sín 7,6% af landsframleiðslu. Þrettánda hver króna gekk til þessa útgjaldaþáttar það ár. Þar af vóru 6,5% útgjöld hins opinbera en 1,1% útgjöld einkaaðila. Gera má ráð fyrir að heilbrigðiskerfið taki til sín rúmar 12.000 milljónir króna af rikisútgjöldum í ár. Heilbrigði - dýr- mætasta eignin „Rikisstjórnin samþykkir að vinna að landsáætlun í heilbrigð- ismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“, i þeim tilgangi að stór- auka forvarnir gegn sjúkdómum og slysum ásamt örorku og ótima- bærum dauðsföllum af þeirra völdum. Áætlunin skal m.a. taka mið af vörnum gegn langvinnum sjúkdómum og því að búa hinn vaxandi fjölda aldraðra undir gott heilsufar í ellinni. Forgangs- verkefni i áætluninni skulu miðast við íslenzkar aðstæður. Áherzla verður lögð á að kynna og efla heilbrigða lífshætti eftir því sem unnt er með stjómvalds- aðgerðum og er óskað samstarfs við önnur ráðuneyti um fram- kvæmd verkefnisins. Heilbrigðisráðherra mun leggja drög að áætluninni fram i ríkisstjóminni innan tíðar.“ Þannig hljóðar tillaga frá Ragnhildi Helgadóttur, þá heil- brigðisráðherra, sem samþykkt var á fundi rikisstjómarinnar 20. marz 1986. I Ragnhildur Helgadóttir leggur síðan „íslenzka heilbrigðisáætlun" fram — í formi skýrslu — á 109. löggjafarþinginu 1986-1987. Þar segir m.a.: „Heilbrigði er meðal þeirra lífsgæða sem mest eru metin nú á dögum. Heilbrigði er hvort tveggja í senn dýrmætasta eign hvers ein- staklings og um leið ein verðmæt- asta auðlind hverrar þjóðar. í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að það sé grundvallarréttur hvers manns að fá að njóta beztu heilsu sem völ er á án tillits til kynþáttar, trúarbragða, stjómmálaskoðana, efnalegra eða félagslegra aðstæðna. I lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 segir að allir landmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hveijum tíma eru tök á að veita til vemdar and- legri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði. Áherzlan er því ekki lögð á lækningar heldur heilsuvemd. Á undanfömum áratugum hefur heil- brigði íslendinga gjörbreytzt og er nú með því bezta sem gerist meðal þjóða. Þrátt fyrir batnandi heilsufar hafa kröfur almennings um aukna heilbrigðisþjónustu stöðugt aukizt m.a. vegna nýrra og bættra með- ferðarmöguleika og breyttra sam- félagsaðstæðna, svo sem fjölgunar aldraðra . . . Það hefúr verið ljóst um nokkurt skeið að lífshættir einstaklinga og umhverfíð ráða miklu um heilsufar og framvindu þess. Viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar em því ekki eingöngu að lækna og hjúkra heldur ekki síður að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Þetta gerir heilbrigðisþjónust- an í samvinnu við flölda aðila, bæði einstaklingana sjálfa, félög og stofn- anir. Heilsufar Islendinga nú kallar á breyttar aðferðir við skipulagningu og stjómun heilbrigðisþjónustu en ekki síður á breyttar áherzlur í fram- kvæmd heilbrigðisþjónustu . . .“. II Guðmundur Bjamason, heilbrigð- isráðherra, efndi síðan til sérstaks heilbrigðisþings, lögum samkvæmt, 5. febrúar síðastliðinn. Þingið sátu fulltrúar ráðuneyta, heilbrigðisstofn- ana, heilbrigðisstétta og samtaka er heilbrigðismálum sinna. Þar vóm lagðar fram og ræddar skýrslur vinnuhópa, er §allað höfðu um ein- staka þætti heilbrigðisáætlunar. Skýrslunum fylgdu margháttaðar ábendingar, en þær fjölluðu m.a. um stefnu í heilbrigðismálum, heilbrigða lífshætti, heilbrigðiseftirlit, heilsu- gæzlu, geðlækningar, sérfræðiþjón- ustu, lyfjamál, ttyggingar, fjármuni og heilbrigðisstéttir, rannsóknir og kennslu og fleiri efni. Ábendingar, sem fram komu í skýrslum vinnuhópa og umræðum á heilbrigðisþingi, verða síðan nýttar við opinbera stefnumörkun í heil- brigðismálum, sem væntanlega verður lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu fyrir vorið. III Hver einstaklingur hefur ríkuleg áhrif á eigið heilbrigði með lífsmáta sínum. Það er því mjög mikilvægt að einstaklingurinn sé meðvitaður um sjálfsábyrgð sína að þessu leyti. Ekki síður að hann búi að þeirri menntun og þekkingu úr heimahús- um og fræðslukerfí sem gerir honum kleift að meta rétt áhrifaþætti á eig- ið heilbrigði. Í þessu efni má nefna nauðsynlega hreyfíngu, fæðuval, húsnæði, vinnuaðstöðu og aðra að- búð, sem og ýmsa umhverfísþætti, að ógleymdum félagslegum aðstæð- um og mannlegum samskiptum, er vega þungt. Svo hefur verið litið á að það sé samfélagsins að skapa skilyrði til heilbrigðs mannlífs, jafnhliða því að stuðla að nauðsynlegri læknis- og sjúkraþjónustu. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En viðhorf hvers einstaklings til umhverfís og tilveru, jákvaað eða neikvæð eftir atvikum, skipta meira máli um persónulega velferð en margur hyggur. í heilbrigðisáætlun fram til ársins 2000 verður væntanlega lögð ríkari áherzla á hverskonar forvamarstarf en gert hefur verið á liðnum árum. Það er af hinu góða. Hinu má samt ekki gleyma að slys og sjúkdómar verða um fyrirsjá- anlega framtíð fylgifískar mann- fólksins, þó að hamlað verði gegn tíðni þeirra. Breytt aldursskipting þjóðarinnar gerir og strangar kröfur til vaxandi öldrunarþjónustu. Það verður því að leggja áherzlu á það að heilbrigðisstéttir og heilbrigðis- stofnanir geti fylgt hraðri framvindu ! læknis- og sjúkraþjónustu, bæði á almennu og sérhæfðu sviði lækn- inga, en ekki sízt á sviði svonefndr- ar hátækni. Þar þarf, svo dæmi sé tekið, að leggja kapp á að ljúka sem fyrst K-byggingu Landspítala, sem verður miðstöð hátæknilækninga í landinu. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fiskur - fiskkaup Vertíðarbátar óskast í viðskipti. Gott verð. Bankaábyrgð á viðskiptum. Sækjum aflann til Akraness og Þorlákshafnar. Fiskanaust hf., Sími 91-19520 og 91-76055 eftir kl. 20.00. atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði óskast Stöndugt innflutnings- og heildsölufyrirtæki óskar eftir að kaupa húsnæði undir skrifstof- ur og vörulager. Staðsetning: Reykjavík. Æskileg stærð: 300-500 fm. Jarðhæð - jarðhæð/2. hæð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. mars merkt: „H - 4273“. Miðneshreppur Sjálfstæðisfólag Miöneshrepps heldur aðalfund sinn í Slysavarnafé- lagshúsinu i Sandgerði föstudaginn 4. mars 1988 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði efnir til leikhúsferðar sunnudaginn 6. mars nk. að sjá „Sildin kem- ur“. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Arnbjargar, sími 52895 og Stefaníu, sími 54524 fyrir 1. mars. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Laugarnesi Opinn stjórnarfundur verður haldinn í Valhöll fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Fundarefni: Nýtt hverfaskipulag Noröur- bæjar (Laugarnes og Langholt). Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, mætir á fundinn. Laugarnesbúar komið og kynniö ykkur hið nýja skipulag. Ný sókn Stjórnin. Almennur fundur með Árna Sigfús- syni, formanni SUS, og Sturlu Böövars- syni veröur haldinn surinudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Æskilegt að ungt fólk mæti en allir eru velkomnir. Þór, félag ungra sjáifstæðismanna, Akranesi. Sauðárkrókur - bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins mánu- daginn 29. febrúar kl. 20.30 i Sæborg. Umræður um bæjarmálin. Fjárhagsáætlun og framkvæmdir í sumar. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnin. Njarðvíkingar Aðalfundur sjálfstæöisfélagsins Njarövikings verður haldinn á Hóla- götu 15, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. Stjórnin. Mosfellsbær Aöalfundur Sjálf- stæðisfélags Mos- fellinga veröur hald- inn í Hlógarði mánu- daginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins verða Sigurgeir Sig- urösson, formaður Sambands islenskra sveitarfélaga. og Árni Johnsen, blaðamaður. Sjálfstæðismenn, sýnum samstöðu okkar i Mosfellsbæ og fjölmenn- um á fundinn. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.