Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 159. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Raðmorðingja leitað Miami Beach. Reuter. The Daily Telegraph. MIKIÐ lið lögreglu og alríkislög- reglunnar, FBI, leitar nú morðingja ítalska tískuhönnuðarins Gianni Versace, sem var skotinn fyrir utan heimili sitt á Miami Beach á þriðju- dag. Er talið að morðinginn sé Andrew Cunanan, sem hefur verið eftirlýstur í nokkra mánuði en hann er talinn hafa fimm morð á sam- viskunni. Cunanan er samkyn- hneigður og stundaði vændi í mörg ár en ekki er vitað hvort hann og Versace höfðu nokkurntíma hist. Þess hefur verið getið til að Versace hafi verið myrtur vegna þess að hann var samkynhneigður eða hann hafi borið kennsl á Cunanan, sem er eftirlýstur. Lögreglu hefur borist fjöldi vís- bendinga um hvar Cunanan sé að finna og vonast hún til þess að ein- hver þeirra leiði til handtöku hans. Einbeitir lögregla sér að Miami- svæðinu en hún telur að Cunanan haldi sig enn þar. Hann er grunað- ur um morðið á fyrrverandi sambýl- ismanni sínum, sem myrtur var í apríl sl., auk þess sem talið er full- víst að hann hafi myrt þijá menn sér ókunnuga á næstu tveimur vik- um. Talið er að Cunanan sé með alnæmi og að einhver morðanna hafi verið framin í hefndarskyni. Versace sagður órólegur Lögregla hefur ekki viljað stað- festa að Cunanan og Versace hafi þekkst. Blaðamaður hjá tímaritinu Vanity Fair hafði eftir vinum Versace að þeir hefðu verið með hönnuðinum í San Francisco þar sem hann hefði rekist á Cunanan og virtist þeim sem Versace þekkti hann. Fólk sem hitti Versace nokkr- um mínútum fyrir morðið segir hann hafa verið órólegan, en sést hafði til Cunanan á svæðinu. Aðrir vinir Versace, svo og fjölskylda hans, aftaka hins vegar með öllu að samband hafi verið á milli mann- anna tveggja. Fjölmargir hafa komið með blóm og kerti að morðstaðnum. Þá voru verslanir Versace um allan heim lok- aðar og hætt var við tískusýningar í Róm og víðar vegna morðsins. Reuter TWA-slyss- ins minnst JANET Nuttle Collett við listaverk sem hún gerði í minningu þeirra sem fórust með vél TWA-flugfélagsins undan ströndum New Jers- ey fyrir réttu ári. Listaverk- ið var afhjúpað í John F. Kennedy-flugstöðinni í gær. Collett, sem var flugfreyja í tvo áratugi, gerði lista- verkið úr gleri og steini og vegur það um 400 kg. ■ Búnar 150 skynjurum/22 ESB banni samruna Boeing og McDonnell Brussel. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR i vörnum við hringamyndun frá ríkjum Evrópusambandsins ráðlögðu framkvæmdastjórn þess i gær að leggja bann við samruna tveggja bandarískra flugvéla- framleiðenda, Boeing og McDonnell Douglas. Samruni „hættulegur“ Stjórnmálaleiðtogar í Þýskalandi og Frakklandi tóku í sama streng, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði að samruni þessara fýr- irtækja gæti orðið „hættuleg- ur“ fyrir evrópskan iðnað. Leyfi hefur fengist, án skil- yrða, fyrir samrunanum í Bandaríkjunum, en fá verður samþykki fýrir honum í Evr- ópusambandinu vegna þess hve mikil viðskipti Boeing á við ríki í sambandinu. Jeltsín boðar nið- urskurð í hernum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær út tilskipanir um niðurskurð í hernum og breytingar á skipulagi hans, um aukið eftirlit stjórnvalda með héraðsstjórnum sem hafa reynst honum óþægur ljár í þúfu, og boðaði hertar aðgerðir gegn fyr- irtækjum sem ekki standa í skilum með skatta og launagreiðslur. Jeltsín boðar uppsagnir um hálfr- ar milljónar hermanna, auk þess sem fækka á borgaralegum starfs- mönnum og draga úr stjórnunar- kostnaði. Eftir niðurskurðinn mun herinn verða skipaður um 1,2 millj- ónum manna. Þá hyggst Jeltsín afnema herskyldu, þrátt fyrir áð ljóst sé að slíkt mun auka kostnað- inn fyrst í stað. Flugherinn og loft- varnarsveitir verða sameinuð, svo og geimvarna- og flugskeytasveitir. Þá réðst Jeltsín harkalega á for- stjóra ýmissa stórfyrirtækja, sem hann sakar um að greiða hvorki laun né skatta. „Við ættum að taka 50 fyrirtæki eða svo ... og segja: Nú er nóg komið, annað hvort verð- ur þú rekinn eða fyrirtækið verður gjaldþrota ellegar þú greiðir með einhveijum ráðum lán, skatta og laun sem eru gjaldfallin," sagði Jeltsín. Deilt um hvort Versace þekkti morðingja sinn Átök á landamærum Kóreuríkja Seoul. Reuter. NORÐUR-kóreskir hermenn skutu í gær fall- byssuskotum á suður-kóreska varðstöð í einum mestu átökum sem blossað hafa upp á landa- mærum Kóreuríkjanna á síðustu árum. Stjórnin í Pyongyang sagði að nokkrir norður-kóreskir hermenn hefðu særst í átökunum og sökuðu rík- in hvort annað um alvarlega ögrun. Bandarísk stjómvöld sökuðu Norður-Kóreumenn í gær um hið sama en sögðu að málið myndi ekki hafa áhrif á matvælaaðstoð við ríkið. 37.000 bandarískir hermenn eru í Suður- Kóreu en engir þeirra tóku þátt í átökunum. Útvarpið í Pyongyang sagði að norður-kóreskir hermenn hefðu verið á venjubundinni könnunar- ferð þegar hermenn Suður-Kóreu hefðu hafið skothríð á þá. „Nokkrir hermenn særðust og nokkrar varðstöðvar eyðilögðust í árásinni," sagði útvarpið. Saka hvort annað um alvarlega ögrun Fréttaskýrendur í Seoul telja að átökin séu liður í tilraunum kommúnistastjórnarinnar til að þjappa Norður-Kóreumönnum saman að baki Kim Jong-il, leiðtoga N-Kóreu, og afstýra upp- lausn í landinu vegna hungursneyðar og efna- hagshruns. Ennfremur vonist hún til að fá Bandaríkjastjórn til að beita sér fyrir frekari viðræðum milli kóresku ríkjanna um öryggismál. Tekist á í 50 mínútur Suður-Kóreumenn sögðu að átökin hefðu haf- ist þegar sjö norður-kóreskir hermenn hefðu farið yfir markalínu á miðju hlutlausa beltisins milli ríkjanna. Suður-kóreskir hermenn skutu upp í loftið eftir að hafa varað norður-kóresku hermennina við því að ráðist yrði á þá ef þeir sneru ekki við. Norður-Kóreumennirnir hófu þá riffilskot- hríð á tvær varðstöðvar og suður-kóresku her- mennirnir svöruðu í sömu mynt. Talsmaður herráðs Suður-Kóreu sagði að norður-kóresku hermennirnir hefðu síðan skotið fallbyssuskotum á varðstöð í suðurhluta hlut- lausa beltisins. Atökin stóðu í 50 mínútur og þeim lauk eftir að Suður-Kóreumenn lögðu til að skothríðinni yrði hætt. Ráðgert er að Kóreuríkin, Bandaríkin og Kína hefji viðræður í New York 5. ágúst til að greiða fyrir viðræðum um friðarsamning til að binda formlega enda á Kóreustríðið. ■ 80.000 börn taIin/22 Bergling frjáls maður Stokkhólmi. Reuter. SVÍINN Stig Bergling, sem hlaut lífstíðardóm árið 1979 fyrir njósnir í þágu Sovétmanna, var í gær látinn laus úr fangelsi. Hefur hann setið 11 'A ár bak við lás og slá. Árið 1987 flúði hann úr fangelsi og var á flótta í sjö ár en sneri þá aftur til Svíþjóðar vegna heimþrár. í gær gekk hann út fijáls maður og sagði við blaðamenn að lífið gæti ekki verið betra en á degi sem þessum en hann væri þreyttur eftir langa dvöl innan múranna. Bergling þjáist af Parkinsons-veiki. Reuter ÞESSI kanadíska kona var ein þeirra fjölmörgu sem höfðu samband við lögregluna á Miami í gær og kváðust hafa séð meintan morðingja Giannis Versaces. Sagðist konan hafa séð manninn skammt frá húsi tískuhönnuðarins tveimur tímum eftir morðið. Banna ETA- mótmæli Madríd. Reuter. HÉRAÐSSTJÓRNIN í Baskalandi á Spáni bannaði í gær fyrirhuguð mótmæli fylgismanna Herri Batas- una, stjórnmálaarms aðskilnaðar- hreyfingar Baska (ETA), um helg- ina af ótta við að þau kynnu að leiða til ofbeldis. Spenna hefur auk- ist mjög í Baskahéruðunum frá því um helgina er ETA-liðar myrtu ungan bæjarstjórnarmann og hefur atburðurinn orðið til þess að auka klofning innan raða ÉTA. Gífurleg reiði hefur gripið um sig um gervallan Spán í kjölfar morðs- ins á Miguel Angel Blanco, bæjar- fulltrúa í Ermua, og vildu stjórn- völd ekki hætta á að til átaka kæmi en fjölmargar árásir hafa verið gerðar á skrifstofur Herri Batas- una, frá því að Blanco var skotinn. Klofningur innan ETA Alls hafa fjórir fangar, meðlimir i ETA, og nokkrir félagar í Herri Batasuna, fordæmt morðið á Blanco. Þá hefur einn bæjarstjórn- arfulltrúi Herri Batasuna sagt af sér í mótmælaskyni. Þykir þetta benda til þess að ÉTA sé að klofna. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir morðið á Blanco, telja 87% Spánveija að baráttan við ETA muni standa lengi enn og 66% styðja þá stefnu stjórnarinnar að ganga ekki til samninga við ETA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.