Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 29 AÐSENDAR GREINAR Hestöflin í almættinu Árni Gunnarsson EITT er það íslenskt ritverk, sem höfundur þessa pistils hefir öðrum bókum flestum meiri mætur á, en það er fræðiritið ís- lenski bóndinn eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi á Jökuldal. Þarna er orðkynngin og stílsnilldin á slíkum þeytingi innan um „sagnfræðina“ (um hana má eflaust deila) að lesandinn þykist finna pennann kveinka sér undan því ofríki andans, sem knýr hann áfram af svo hamslausri óþreyju. Ljóst er að höfundur slíkrar bók- ar er ekki einungis gæddur óvenjulegum hæfileikum heldur á hann einnig traustar rætur í dýr- ustu menningararfieifð okkar. Reyndar er það löngu vitað að hvergi hefir íslensk menning staðið með meiri blóma en í snjóþungum sveitum innundir hálendinu þar sem frost og fannkyngi ríkir á vetrum en heiðríkja á sumrum. Benedikt býr á Jökuldalnum á fyrri hluta þessarar aldar, allnokkru eftir frostaveturinn mikla 1881-’82, en það ár fraus löður- mennskan í hel á íslandi eftir sögn Jóhannesar míns í Vallholti í út- varpsviðtali við Stefán Jónsson fréttamann og prentað er í ágætri bók hins síðarnefnda „Líklega verður róið í dag.“ Á bls. 229 í áðurnefndri bók skáldbóndans frá Hofteigi er samneyti bóndans við bújörð sína skilgreint með svofelld- um hætti. „Ef bóndi býr á jörð eingöngu í því augnamiði að græða á því peninga, er hann undir eins búinn að breyta öllum nytjum hennar í peninga og gera hana að flagi. En ef hann býr á jörð til þess að græða jörð bætir hann jörð sína alltaf í ábúð sinni og hún skilar honum alltaf meiri og meiri arði og þægindum í ábúðinni. Hann gerir hvorttveggja í senn, að búa í haginn fyrir eftirkomendur sína og helga sögu þeirra, sem á undan honum bjuggu. Mannkynssagan er ónýt ef mennirnir hætta að vera menn. Forfeður ónytjungsins hætta að hafa sögulegt gildi, hversu dugmikið fólk, sem þeir hafa verið. Sá sem selur land sitt gerir alla sögu forfeðra sinna ómerka, enda á hann enga afkom- endur í því landi." Þótt ljóst muni vera að misjafn- lega hafi íslenskum bændum geng- ið að rækja með fullum sóma þetta skilgreinda hlutverk í aldanna rás þykir mér ólíklegt að öðrum og þ.m.t. nútímafólki hafi verið eða sé, betur ljóst mikilvægi þessa boðskapar. „I túninu heima“ nefn- ist bókarkorn eftir Halldór K. Lax- ness. í þessari bók greinir höfund- ur m.a. frá lindinni Guddulaug, sem hann segir vera til útnorðurs í túnjaðri Laxnesstungu. Hann ber til þessarar lindar hlýjan hug og honum er uggur í bijósti því „Bráð- um kemur djöfull Hagvaxtarins eða eitthvert annað ófétiskvikindi síst betra og ræðst á þessa lind.“ í túninu heima, bls. 244. Ekki er ýkjalangt síðan við ís- lendingar stofnuðum ráðuneyti umhverfismála. Þessi stjórnsýslu- aðgerð gladdi mig, því í barnaskap mínum hélt ég að nú hefði landinu okkar verið skipaður tilsjónarmað- ur (svona líkt og umboðsmaður Alþingis eða umboðsmaður barna) með skyldur til að hamla gegn til- burðum hagsmunasjúkra fjár- magnseigenda í þá veru að „rista landið á hol og rífa út úr því pen- ingana“, svo notuð séu orð gamla indíánans um áráttu hvíta manns- ins. Ljóst er að reyndin varð önn- ur. Þarna höfðu trúboðar efna- hagsbatans og hagvaxtarins eign- ast sinn fulltingismann. Stjórn- skipaðan bakhjarl sem hafnar með vísindalegum tilburðum, ellegar sýnir fullkomið tómlæti öllu andófi gegn misþyrmingum á ásýnd þessa lands. í sjórnvarpsviðtali núna fyrir skemmstu leyfði hann sér þó að álykta á þá lund (eftir að hafa vitnað til um- mæla einhverra út- lendinga) að hin gróð- urlausu firnindi öræf- anna; þessi órofa hluti af ásýnd landsins og samgróinn sögu þess um aldir, voru jú líka verðmæti! Er hugsanlegt að við þurfum að biðja útlendinga liðsinnis við að varðveita þetta land fyrir okkur sjálf- um? Hernaðurinn gegn landinu nefnist pistill um umhverfismál á íslandi eftir H.K. Laxness og er prentaður í bók hans „Yfirskyggð- ir staðir.“ Ég leyfi mér að slíta út úr samfelldum texta þessarar greinar nokkrar setningar og máls- greinar, en vil jafnframt hvetja alla til að leiða augum umrædda grein alla. „Alþjóðleg samtök gegn nátt- úruskemdum héldu þing í London í september síðastliðnum og tjáðu sig reiðubúin að kosta líffræðilegar rannsóknir á þessari paradís ís- lands þar sem tíu þúsund heiðar- gæsahjón eru fulltrúar almættisins í norðlægri túndru umluktri eyði- mörk. Þingheimur lét í ljós þá von sína íslandi til handa að landið mætti halda þessum gimstein sín- um óspilltum um aldir“ (um fyrir- hugaða virkjun Þjórsárvera). „Á ofangreindu alþjóðaþingi náttúru- verndara í London kom aðeins einn maður fram sem andstæðingur ís- lands. Hann var sendur þangað af Orkustofnun í Reykjavík. Þessi maðug lagði í ræðu sinni áherslu á „að íslendingar væru enganveg- inn reiðubúnir að hætta við fram- kvæmdir í Þjórsárverum" (orðrétt úr Morgunblaðinu 24ða september 1970). Meiningin i þessu afundna svari íslendingsins er glögg: Orku- stofnun hefur aungvar skyldur við lífið í landinu. „Hestaflið í almætt- inu er verðlaust í Orkustofnun" bls. 139. „Hvað skyldu erlendir __ menn hafa hugsað um fulltrúa Islands þegar hann stóð upp í London og lýsti yfir því að þó allur heimurinn stæði með landi hans myndi hann sjálfur ganga gegn þessu landi“ bls. 140. Þessi grein er rituð á jól- um 1970 Sjást þess einhver merki að hagvöxturinn hafi aukið verð- gildi hestaflsins í almættinu síðan þetta var ritað? Hagvöxtur og efnahagsbati munu hér eftir sem hingað til verða ijármagnseigendum til huggunar, en ekki setjast að hjá fjölskyldum tómthúsmanna þessarar þjóðar. Og enda þótt mengun frá álveri við Grundartanga muni tæpast steindrepa nokkurn mann eða eyða með öllu lífríki í nánd við Hval- fjörð, er sú framkvæmd vafasöm í meira lagi. Hún er hranaleg og óskynsamleg skilaboð frá stjón- völdum þess efnis að þau sjái ekki ástæðu til þess að taka með ábyrg- um hætti þátt í mikilvægasta verk- efni samtíðarinnar þ.e. að setja verndun lífríkis ofar öðrum gildum. Né heldur hafi þau djörfung eða skilning til frumkvæðis í því hlut- verki að gera ísland að forystuþjóð í þeim efnum enda þótt öll vist- fræðileg skilyrði blasi þar við að mati náttúruvísindamanna ann- arra þjóða. Norður í Skagafirði er það fjall, sem Tindastóll heitir. Við rætur þess fjalls lifði ég mín bernsku- og unglingsár. Það herma munn- mæli að á einhveijum stað í þessu fjalli sé tjörn, sem öllum öðrum Löðurmennskan, segir Arni Gunnars- son, er nefnilega komin til íslands áný. tjörnum er dýrari af þeim fádæm- um að þar dansi á barminum hveija Jónsmessunótt þrír steinar og hver um sig mikillar náttúru. Heitir einn Óskasteinn, annar Huliðshjálms- steinn og sá þriðji Lausnarsteinn. Engum sögum fer af því að ennþá hafi neinn fundið þessa tjörn. Ég trúði þessari sögu og geri reyndar enn, og svo mun vera um fleiri. Fá slys eru verri íslendingi en það að missa trúna á þjóðsöguna. Og nú er ég með böggum hildar út af því ef ske kynni að einhver ólánsgarmur rækist á þessa tjörn og færi að hamast við að koma henni í peninga. Löðurmennskan er nefnilega komin til íslands á ný og hún býr við nútímaþægindi. Borin von að hún hætti sér út í þau veður sem aflað gætu henni feigðar. Höfundur er framsóknarmaður og fyrrum bóndi í Skagafirði. Verslunarmannahelgin 30. júlí Benidorm frá kr. 29.932 B°kaðu Við bjóðum nú ótrúlegt tilboð um verslunarmannahelgina til Benidorm 30. júlí, þar sem þú gemr notið þess besta fyrir ótrúlegt verð á góðum gististöðum Heimsferða. Og að sjálfsögðu nýtur þú nú öruggrar þjónustu Heimsferða allan tímann. Verð kr. Verð kr. 29.932 39.960 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. M.v. 2 í íbúð, La Era Park, vika, 30. júlí. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 SambajLidið * er m)ög f Þeir seldust allir upp en eru nú komnir aftur. Vegna mikillar eftirspurnar verða þessir tveir símar áfram í júlí á tilboðsverði - á meðan birgðir endast. ... með Siemens símtækjum! mzm GSM-FARSÍMI Einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og meöfærilegur farsími. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi. 29,900 kr. stgr. tlMi ÞRÁÐLAUST SÍMTÆKI Sérlega skemmtilegt, létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá og laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Svo þægilegur að þú skilur ekki hvernig þú komst af án hans. DECT-staðall. 19.900 kr. stgr. Umboðsmenn um land allt. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 Heimasíða: www.tv.is/sminor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.