Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 17 NEYTENDUR UM BORÐ í flugvélum Sviss Air er boðið upp á mat sem eldaður er úr lífrænt ræktuðu hráefni. BÖRNIN vi\ja helst kjúkling. Flugeldhús Flugleiða útbýr sex þúsund matarbakka á dag Fiskurinn vinsælastur og íslenska vatnið í tísku JULI er annasamur mánuður hjá starfsfólki Flugeldhúss Flugleiða í Keflavík og um 6.000 matar- bakkar eru útbúnir þar dag hvern. Aukningin hefur verið stöðug undanfarin fimm ár og framleiðslan farið úr 600.000 bökkum á ári i 1,3-1,4 milljónir bakka. „Við þurfum að vanda valið á hráefni og grundvallaratriði er að hafa það vel þekkt. Fiskurinn er eftirsóttastur bæði hjá útlend- ingum og íslendingum," segir Jón G. Sigurðsson, rekstrarstjóri Flugeldhúss Flugleiða í Keflavík. „Það má segja að Islendingar hafi tekið fiskinn í sátt. Það er afar sjaldgæft að flugfélög geti boðið upp á ferskan fisk í þeim mæli sem við gerum og reyndar eigum við heimsmet í neyslu fersks fisks um borð í flugvélum. Að minnsta kosti i helmingi tilvika bjóðum við upp á ferskan fisk.“ íslenska vatnið vinsælt Jón segir að matseðlinum sé breytt mánaðarlega, en annars séu matseðlar kynntir til heils árs í senn og þá eru valdir úr þeirri kynningu matseðlar sem ganga þijá hringi yfir árið. „Útlendingar eru forvitnir um íslenskar vörur og það er mikið beðið um íslenskt vatn um borð. Fólk ætlast einfald- lega til að það sé á boðstólum." Jón segir að fólk hafi dregið úr neyslu áfengra drykkja um borð og nú sé vatnið eftirsótt og ávaxtasafar. „Þetta hefur í raun snúist við og það er eins og fólk sé í auknum mæli að átta sig á því að hæfileg drykkja á öðru en áfengi er æskileg og skilar sér í betri líðan þegar lent er.“ Kanadamenn vilja íslenskt skyr Flugeldhúsið kaupir eftirrétt- ina sem boðið er upp á, bæði hér heima og erlendis. Að sögn Jóns á það reyndar við um annað hrá- efni líka. Hann segir að fólk sé áhugasamt um íslenska mat- reiðslu og nefnir sem dæmi að leigflugfélagið Canada 3.000 hafi sett fram þá kröfu í sumar að bjóða upp á skyr. „Farþegar Canada 3.000 fá skólaskyr á ákveðnum leiðum og forsvars- menn flugfélagsins hafa einnig beðið um íslenskar skyrkökur frá Búðardal þó þær séu tvisvar sinn- um dýrari en aðrir eftirréttir sem í boði eru. Þetta leiguflugfélag er með 17 lendingar í viku í Kefla- vík, að minnsta kosti i júlímán- uði, og við áætlum að selja þeim í kringum 140-150.000 máltíðir þetta árið. Þetta flugfélag virðist leitast við að hafa fæðuna sem heilsusamlegasta og íslenski fisk- urinn er númer eitt hjá farþegum Canada 3.000. Samkvæmt könn- unum sem gerðar hafa verið um borð komum við hjá Flugeldhúsi Flugleiða best út af öllum þeim stöðum sem Canada 3.000 flýgur til í heiminum. Þessar niðurstöður styrkja okkur í þeirri trú að við séum á réttri leið.“ Létt fæði þriðji valkosturinn á Saga Class Töluvert hefur aukist að far- þegar biðji um sérfæði, grænmet- isrétti, barnamat og nokkuð er um séróskir vegna ofnæmis. „Þetta eru í kringum 30-40.000 matarbakkar á ári. Frá og með 1. maí síðastliðnum fórum við að bjóða upp á þriðja valið á Saga Class þar sem boðið er upp á létt- ari mat þar sem minna er notað af salti, fitu og sykri í matreiðsl- unni,“ segir Jón. „Það hefur mælst vel fyrir hjá farþegum." Hann bendir á að það sé almenn stefna fyrirtækisins að stilla notkun salts, sykurs og fitu í hóf og ef til vill verði slíkt val einnig kostur fyrir farþega á almennu farrými þegar fram í sækir. „Þetta er hins vegar vandrataður vegur því farþegar eru í fríi og • FORRAÐAMENN leigu- flugfélagsins Canada 3.000 báðu sérstaklega um skóla- skyr og skyrtertur. Sam- kvæmt könnunum sem gerð- ar hafa verið um borð er ís- lenski fiskurinn í fyrsta sæti hjá Kanadamönnum. Svínakjöts- útsala í Bónus HAFIN er svínakjötsútsala í Bónus og nemur lækkunin á kjöti 25-35%. Sem dæmi um verð má nefna að svínakótilettur kosta nú 699 krónur kílóið, svínagrillkótilettur eru á 749 krónur kílóið og svínasnitsel á 757 krónur kílóið. Einnig verður kílóið af kartöflum selt á 19 krónur í lausa- sölu í dag. Lagerútsala Þá hefst einnig í dag lagerútsala í Bónus Holtagörðum. Útsöluvarn- ingurinn verður í gámi fyrir utan verslunina og allir hlutir þar eru seldir á 97 krónur. Þar má til dæm- is finna potta, peysur, nærföt, sokkabuxur, skó og plastvöru. 10-11 verslanirnar Kjúklingar á 489 krónur kílóið í DAG munu kjúklingar fást á tilboðs- verði hjá 10-11 verslununum. Kílóið af frosnum kjúklingum verður selt á 489 krónur og er um 10 tonn að ræða. Harbo furuhúsgögn Hartman plasthúsgögn SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Sími 5 I I 2200 HAGKAUP HÚSASMIÐJAN vilja margir hverjir ekki vera að spara við sig hitaeiningarnar í sumarleyfinu. Við höfum hins vegar trú á að þetta sjónarmið með hollustu um borð verði sí- fellt meira áberandi. Svissneska flugfélagið Swiss Air hefur til dæmis auglýst stíft að undanförnu að um borð sé framreiddur matur úr lifrænt ræktuðu hráefni.“ Þegar börn eru annars vegar segir Jón að kjúklingur sé ofarlega á vin- sældalistanum. „Við höfum leitað álits barna, heimsótt íslenska skólakrakka og borið undir þá ýmsa matseðla." - Hvað bjóðið þið oftast í morgunmat um borð? „Þar höfum við verið að breyta til og fært okkur frá eggjum í pönnukökur sem eru þá fylltar með skinku til dæmis. Þetta er okkar viðleitni til að draga úr notkun kólesterólríkra fæðuteg- unda. A hinn bóginn sýnist okkur sem farþegar vilji fá heitan morgunverð í flugi og egg séu ofarlega á vinsældalistanum, jafnvel þó þeir borði aldrei slíkan morgunverð heima hjá sér.“ Shellstöðvarnar FLUGLEIÐIR BIFREIÐASKOÖUN HF Tækniva! HansFetífíín mmim, mmm As+ t<S ® TOYOTA MEGASTORE ÚTILÍF ISLANDSBANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.