Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Laxveiði víða lakarí en í fyrra Smálaxagöngnr gefa von um betri laxveiði LAXVEIÐI hefur verið mun lakari víða, einkum á Norður- og Norðaust- urlandi, það sem af er sumri ef mið- að er við sama tíma í fyrra. Veiði víða á Vesturlandi er þó líf- leg og svipuð og var í fyrra. Best hefur veiði verið í Borgarfírði, allt frá Laxá í Leirársveit til Langár. í Úlfarsá, Leirvogsá og Laxá í Kjós hefur einnig verið líflegt eftir að kom fram í júlí og fyrir vestan Mýramar má nefna að vel hefur gengið í Haf- fjarðará og StraumQarðará. Ámar i Dölunum lenda einhvers staðar á milli í aflatölum og em yfírleitt ívið lakari heldur en á sama tíma í fyrra. Lakara í Vatnsdalsá „Það eru komnir eitthvað um 140 laxar á land úr Vatnsdalsá. Það er lakara en í fyrra, á svipuðum tíma þá vom komnir á þriðja hundrað laxar á land. Það hefur lifnað vel yfír veiðinni síðustu daga. Það hlýtur einnig að glæða vonir, að laxinn sem er að ganga er stór og fallegur, en ekki hálfgerður horfískur eins og við höfum stundum verið að sjá víða í ánum síðustu sumur. Það segir okk- ur að fæðuframboðið í hafínu hefur verið hagstætt," sagði Pétur Péturs- son, leigutaki Vatnsdalsár í gær. Böðvar Sigvaldason formaður Veiðifélags Miðíjarðarár sagði veið- ina nú um 130 laxa. „Þetta mætti vera meira, en er þó svipað og í fyrra. Hins vegar em smálaxagöng- ur vaxandi og við vonum það besta.“ Norðurá er að skríða í 1.000 laxa sem er svipuð veiði og á sama tíma í fyrra. Þar hefur verið mikill lax. Nágrannaámar Grímsá og Þverá eru nokkuð á eftir, veiði fór seinna í gang í þeim, en að undanfömu hef- ur veiði gengið vel og góðar göngur verið á ferðinni. í Langá er það sama sagan. Ingvi Hrafn Jónsson sagði veiði á annað hundrað löxum lakari heldur en á sama tíma í fyrra, en á móti kæmi að vaxandi kraftur hefði verið í göngum að undanfömu og fískur dreifði sér hraðar og betur um ána en í fyrra. „Eg hef verið á bökkum Langár í 23 ár og hef aldr- ei séð laxinn jafn feitan og fallegan. Hann er bókstaflega sílspikaður," sagði Ingvi Hrafn. I Rangánum er veiðin lakari en á sama tíma í fyrra að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka Ytri-Rangár. Stórar göngur hafa verið þar allra síðustu daga. „Þetta er 7-10 dögum seinna en í fyrra, en núna er mikill lax að ganga,“ sagði Þröstur. Andlát JENS GUÐMUNDSSON í KALDALÓNI JENS Guðmundsson bóndi í Kaldalóni lést á sjúkrahúsinu á ísafirði 15. júlí sl., 86 ára að aldri. Hann fæddist í Lóns- eyri í Kaldalóni 9. nóv- ember 1910 og var einn ellefu bama hjónanna Sigríðar Helgu Jens- dóttur og Guðmundar Engilbertssonar bónda í Lónseyri. Jens lifði öll systkini sín. Liðlega tvítugur tók Jens við búi föður síns í Lónseyri en fram að því hafði hann meðal annars stund- að trésmíðar og og byggingavinnu víða um land og sjómennsku frá Hnífsdal. Jens bjó í Lónseyri til ársins 1950. Þá flutti hann bú sitt að Hærribæ á Bæjum á Snæfjallaströnd. Þar bjó hann til 1989 er hann fluttist með bústofn sinn að Kirkjubæ í Skutulsfírði. Þar bjó hann enn fullu búi er hann Iagðist banaleguna í lok síð- asta mánaðar. Jens í Kaldalóni sat í hreppsnefnd Snæ- íjallahrepps í hartnær 30 ár og sat einnig árum saman í stjóm búnaðarfélags hrepps- ins. Eftirlifandi eigin- kona Jens er Guð- munda Helgadóttir. Þau giftust árið 1942, eignuðust 6 böm og ólu að auki upp ijögur fósturböm. Jens I Kaldalóni setti svip sinn á Morgunblaðið sem fréttaritari þess frá árinu 1963 til dauðadags og senda starfsmenn blaðsins eiginkonu hans, bömum og öðmm ástvinum samúðarkveðjur. Líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg GESTIR fylgdust grannt með Orra Páli Jóhannssyni, dýrahirði, gefa selunum. TRAMPÓLÍNIÐ þéttskipað strákum úr skólagörðum Kópavogs. ÞESSAR hnátur voru sælar með sig í sólinni. KLÁFURINN í tjöminni er vinsæll þjá krökkunum. 200 þús- und gestir koma á hverju ári VERIÐ var að gefa selunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í Laugardal þegar blaða- mann og ljósmyndara Morgun- blaðsins bar að í gær. Sólin skein í heiði og gestir fylgdust spenntir með Orra Páli Jó- hannssyni gefa selunum Ioðnu og síld í svanginn. Orri Páll er dýrahirðir í húsdýragarðinum og vinnur sitt fjórða sumar þar. Hann segir starf sitt vera fjölbreytt og skemmtilegt en það felst bæði í umhirðu dýra og fræðslu um þau. 125 þúsund það sem af er árinu Húsdýragarðurinn hefur starfað síðan 1990 en fjögur ár eru síðan Fjölskyldugarðurinn opnaði. Aðsókn að garðinum hefur verið mjög góð síðan. í ár hafa 125 þúsund gestir heim- sótt garðinn sem er ívið meira en á sama tíma í fyrra. Alls komu tæplega 200 þúsund manns í garðinn í fyrra. Að sögn Tómasar Guðjónssonar forstöðumanns hefur veðrið mest áhrif á aðsóknina en lang- flestir gestir koma yfir sumar- mánuðina. Þá er starfsfólki einnig fjölgað úr 20 í um 70 manns. Tómas segir stefnt að því að gera rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sjálfstæðari en verið hefur og skilja hann betur að frá Reykjavíkurborg. Til að ná þessu markmiði verð- ur yfirstjórn í höndum þriggja manna rekstarstjórnar. Hún hefur þegar verið skipuð til bráðabirgða. Tómas segir alltaf eitthvað nýtt um að vera í garðinum. Nú sé til dæmis verið að taka nýtt leiktæki í notkun í Fjöl- skyldugarðinum. Næstu stór- framkvæmdir sem ráðist verði í séu bygging Sagnabrunns og Mimisbrunns. Fyrmefnda byggingin verður nýtt til fræðslu á íslenskum þjóðsögum og sögnum. Sú síðarnefnda mun hýsa vísindasafn. Ekki liggur fyrir hvenær þessar framkvæmdir hefjast. I I ) i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.