Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhagsstaða rlkissaksóknara: Þarf að vera öllum óháður - segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra /6 -p-czo -5 97 3iGa44JO ÞAÐ hefur eitthvað klikkað, herra. Góðærið hefur ekki komið til Halla ... Smábátasjómenn áhyggjufullir vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar við sjálfvirka tilkynningaskyldu Kostnaður á milli 150 o g 200 millj. SMÁBÁTASJÓMENN hafa þungar áhyggjur af þeim kostnaði sem sjálf- virk tilkynningaskyida mun leggja þeim á herðar, en samkvæmt lögum er áætlað að hún verði tekin í notk- un í febrúar árið 1999. Að sögn Arthúrs Bogasonar, for- manns Landssambands smábátaeig- enda, er ætlaður kostnaður fyrir útgerðina um 150 þúsund krónur á hvert fley, en um 1.500 smábátar stunda nú útgerð hérlendis og yrði því heildarkostnaður um 225 millj- ónir króna. Einnig er reiknað með að einhver hluti stærri skipa myndi þurfa að festa kaup á sérstökum tækjabúnaði fyrir sjálíVirku tilkynningaskylduna. Rök um öryggi ekki skýlaus Arthúr segir að landssambandið hafi fráleitt lagst gegn sjálfvirkri tilkynningaskyldu, en jafnframt sett þann fyrirvara frá upphafi að kostn- aður yrði innan skynsamlegra marka. „Þær tölur sem nefndar hafa verið hingað til hafa verið of háar og ekki hægt að sætta sig við þær fyrir okkar litla flota,“ segir hann. Hann kveðst jafnframt þeirrar skoðunar að ekkert hafí komið í ljós sem renni stoðum undir fullyrðingar þess efnis að öryggi sjómanna auk- ist tii mikilja muna með tilkomu kerfisins. „Ég er þeirrar skoðunar að setja þurfí upp einhvers konar tilraunalíkan í t.d. tölvu þar sem líkt verði eftir raunverulegum slysum seinustu ára og athugað hvort sjálf- virka tilkynningaskyldan hefði breytt miklu um meðhöndlun þeirra. Málið er afskaplega viðkvæmt, en ef hægt er að sýna fram á að hald- ið hefði verið á björgunarmálum með öðrum hætti með sjálfvirkri tilkynn- ingaskyldu, eru sterk rök komin þvl til stuðnings," segir hann. Hallgrímur Einarsson, yfirverk- fræðingur hjá DNG sem framleiðir tækjabúnað fyrir sjálfvirku tilkynn- ingaskylduna, segir að óskað hafi verið eftir viðmiðunarverði fyrir bún- aðinn og hafi þá umrædd upphæð verið nefnd. Hins vegar sé verið að semja um lægra verð en 150 þús. krónur og telji hann víst að heildar- kostnaður fyrir smábátaflotann verði um 60 milljón krónum lægra en rætt hefur verið um. „Það er fullvíst að þær tölur sem eru til umræðu um þessar mundir eru lægri en þær sem nefndar hafa verið þau ár sem sjálfvirka tilkynninga- skyldan hefur verið á áætlun. Kerfíð verður þó vart tekið í gagnið fyrr en um það er sátt,“ segir Hallgrímur. Arthur segir að smábátasjómenn séu ekki andvígir tilkynningaskyldu vegna möguleika á fiskveiðieftirliti sem hún felur í sér. Hallgrímur bend- ir á í þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um málið hafi verið lögð áhersla á að ekki þurfi að byggja upp tvö kerfi, þegar og ef eftirlit með fiskveiðum er tekið inn í tilkynn- ingaskylduna. „Á vegum sjávarút- vegsráðuneytis hefur starfað svo- kölluð fjargæslunefnd sem skilaði fyrir skömmu skýrslu til ríkisstjórn- ar, þar sem viðraðar eru ýmsar leið- ir til fiskveiðieftirlits, en nefndar- menn lögðu einnig áherslu á að hægt verði að nota sama búnað í framtíðinni og notaður verður fyrir tilkynningaskylduna. Komi til kvaðir síðar meir varð- andi eftirlit, er talið mikilvægt að sjómenn þurfi ekki að íjárfesta í nýjum búnaði til að mæta þeim kröf- um,“ segir Hallgrímur. SVFÍ hafi forræði Hann kveðst hafa heyrt um tog- streitu um hvar forræði sjálfvirku tilkynningaskyldunnar verður, þ.e. hjá Landhelgisgæslunni eða SVFÍ. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að sjálfvirk tilkynningaskylda sé kerfi sem samgönguráðuneytið hafi yfir að segja og hann viti ekki betur en SVFÍ muni hafa rekstur þess með höndum. „Dómsmálaráðuneytið og sam- gönguráðuneytið koma að þessum stofnunum, en af minni reynslu er sú togstreita sem menn tala um ekki mikil og sennilega orðum aukin. Ég held líka að eindreginn vilji sjómanna sé sá að tilkynningaskyldan verði áfram í umsjá SVFI,“ segir hann. Island kynnt fyrir Islendingum Raðgöngur helsta nýjungin Kristján M. Baldursson ERÐAFÉLAGIÐ var stofnað 27. nóv- ember 1927 á því sður var Sveinn Björnsson sem þá var sendiherra í Kaupmannahöfn og síðar forseti íslands. Sveinn kvatti Björn Ólafsson stórkaupmann til að stofna félagið, en hann var mikill ferðaáhuga- maður. Síðan varð úr að stofnfundur var haldinn 27. nóvember 1927 og voru stofnfélagar 63. Fyrsti forseti félagsins var Jón Þorláksson, verk- fræðingur síðar forset- isráðherra. Núverandi forseti er Haukur Jóhann- esson jarðfræðingur. Ferðafélag íslands er til húsa að Mörkinni 6, Reykjavík, og þar er einn- ig samkomusalur fyrir fé- lagsstarfsemina. Úti á lands- byggðinni eru starfandi tíu útibú, það fjölmennasta á Akureyri. - Hvað er helst á döfinni hjá félaginu? „Ferðafélagið hefur beint kröftum sínum að því að kynna íslendingum ísland. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á útiveru og gönguferðum síðustu ár og teljum við að Ferðafélagið hafi átt sinn þátt í að efla hann. Meðal nýjunga hjá okkur eru svokallaðar raðgöngur í styttri ferðum. Dæmi um slíka göngu er Reykjavegurinn, leiðin milli Reykjanestáar og Þingvalla sem gengin er í tíu áföngum. En í lengri ferðum er lögð áhersla á nýjar leiðir. Gönguferðir um eyði- byggðir á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum hafa notið mikilla vinsælda, og með það í huga var keypt hús í Norðurfirði á Ströndum í fyrra. Húsið í Norð- urfíði er það nýjasta í eigu félags- ins og er það jafnt ætlað félags- mönnum sem öðrum. Einnig er unnið að endurbótum á gistiað- stöðu á öðrum leiðum, meðal ann- ars á hinum vinsæla Laugavegi. Það merkilegasta í starfí fé- lagsins er sennilega aukin fræðsla í ferðum og er hún oft í samvinnu við aðra aðila, t.d. Náttúrufræð- ifélagið og Skógræktarfélagið. Við reynum að efla samvinnu við þá aðila sem við getum fengið fræðslu frá og vonandi hagnast þeir á móti. Samhliða þessu á að efla útgáfu á fræðsluefni, meðal annars kom út fræðslurit um Hengilssvæðið. Eigi að síður hefur mest áhersla verið lögð á að gera ár- bók félagsins sem best úr garði, hvað snertir efni, kort og ljós- myndir. í árbókinni í ár er svæð- ið milli Mýra og Dala kynnt, og erum við með ferðir þangað. Um er að ræða svæði sem almenningur þekkir lítið, og hefur það uppá geysilega margt að bjóða varðandi göngu- ferðir og útiveru.“ - Þarf fólk alltaf að klöngrast með allan farangur á hakinu? „Það hefur aukist í ferðum þar sem gengið er á milli staða að séð er um að koma farangri á milli viðkomustaða ef hægt er að koma því við. Meðal annars er boðið uppá slíka þjónustu á Laugavegsgöngunni." - Hvaða ferðir eru vinsælast- ar, er breyting frá liðnu sumri? „Gönguferðin yfír Fimmvörðu- háls er vinsælust af helgarferðun- um og verður farið þangað um ► Kristján er fæddur í Hafn- arfirði 1955. Hann er stúdent frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og landfræðingur frá Háskóla Islands. Kristján hefur verið framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands síðan 1990. Hann er kvæntur Elínu Ýrr Halldórsdóttur húkrunar- fræðingi og eiga þau fjögur börn. hveija helgi í sumar. Fimmvörðu- hálsinn er mun vinsælli nú en í fyrra. Laugavegurinn er jafnan vinsæll en byijaði óvenju hægt. Ásókn á aðra staði eins og Lóns- öræfin er að aukast en getum við því miður ekki tekið við öllum þeim sem óska að fara þangað, vegna takmarkaðs skálapláss. I sambandi við styttri leiðir virðist mjög mikill áhugi vera á gömlum þjóðleiðum. Dæmi um það er Leggjabrjótur, leiðin á milli Þing- valla og Hvalfjarðar, og Selvogs- gatan, gamla þjóðleiðin frá Hafn- arfirði í Selvog.“ - Hvernig er starfsemi Ferð- afélagsins hátta? „Ferðafélag íslands er félag sem er öllum opið og viljum við fá sem flesta til að gerast félagar en félagsmenn eru nú um átta þúsund. Ársgjöld félagsmanna eru notuð til viðhalds á sæluhús- um, uppbyggingu gönguleiða, göngubrúa, útgáfu og ferðastarf- semi. Einnig hefur ferðafélagið séð til þess að koma upp útsýnis- skífum víða um land. Þetta eru þeir þættir sem starfsemin bygg- ist á og án félagsmannanna og árgjalda þeirra væri lítið hægt að framkvæma." - Hvernig á að halda uppá afmælið? „Ferðafélagið ætlar að reyna að vekja athygli á félaginu með ýmsu móti. Fyrst má nefna útgáfu afmæl- isrits sem er ferðabók Konrads Maurers. Hann var þýskur laga- prófessor sem ferðað- ist um Island sumarið 1858 og skrifaði bók um dvölina hér. Maurers ferðaðist víða og komst í nánari snertingu við alþýðu manna en aðrir ferðabókahöf- undar. Hann bæði talaði og skrif- aði íslensku. Ferðafélagið er nú að safna áskrifendum að bókinni sem kemur út í september. Af- mælisferðir verða nokkrar á ár- inu og haldin verður hátíð I kringum afmælisdaginn en þá verður meðal annars opnuð sögu- sýning.“ Aukin fræðsla I ferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.