Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Framkvæmdir við Auðunarstofu á Hólum Fyrsta skóflu- stungan tekin í dag MEÐ byggingu Auðunarstofu er minnst hinnar fyrri timburstofu er stóð á Hólum í yfir 500 ár auk þess sem brýn þörf var á að bæta vinnuaðstöðu fyrir vígslubiskups- embættið. Sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, segir timb- urgjöf Vestlendinga hafa mikið að segja fyrir byggingu stofunnar en auk þess hafi Eimskipafélag íslands lofað að flytja timbrið frá Noregi til Sauðárkróks á eigin kostnað og við það sparist enn verulegir fjár- munir. Kostnaðaráætlun við Auð- unarstofu nemur 28,4 milljónum og er þar innifalin sú gjöf sem Norð- menn færa til framkvæmdanna. Norskur maður, Auðun Þor- bergsson frá Niðarósi, nefndur Auðun rauði, var Hólabiskup á ár- unum 1313 til 1322. „Þó svo að Auðun hafí kosið að veija síðustu starfsárum sínum sem biskup á Hólum var vera hans hér fjarri því að vera hvíldartími því Auðun var mikill framkvæmdamaður," segir sr. Bolli. „Auðun flutti með sér til- höggvinn norskan trjávið og reisti mikla og vandaða timburstofu á Hólum. Stofan stóð í 500 ár eftir hans dag og hún gæti staðið ennþá ef hún hefði ekki verið rifín í ábata- skyni árið 1810.“ Þorsteinn Gunnarsson arkitekt gerði teikningar að nýrri Auðunar- stofu sem á að hýsa starfsaðstöðu Hólabiskups. Auðunarstofa er bjálkahús, gert úr þykkum tijábol- um með hlöðnum steinsteyptum sökkli og torfþaki. Stofan er gerð úr tveimur ferningslaga einingum sem eru jafnstórar Auðunarstofu hinni eldri. Göng verða milli stof- anna tveggja og þar verður stigi upp á aðra hæð hússins. Hugmynd- ir eru uppi um að kjallari verði undir húsinu sem nýta mætti sem geymslu fyrir gripi Hóladóm- kirkju auk þess sem þar gæti orðið safn bóka úr hinu forna Hólaprenti. Bjálkarnir koma hingað til lands tilhöggnir og merktir líkt og tíðkað- ist fyrr á dögum þegar hér voru reist hús sniðin úr norskum viði. kæmi úr einhverjum afskekktum dal í Vestur-Noregi. Hið rétta reyndist vera að Ferdínand kom frá íslandi, styrktur til utanfar- arinnar og náms við Bændaskól- ann og síðan menntaskólann í Voss af norsk-íslenska samband- inu. Vinskapur þremenninganna Ferdínands, Ole og Jons Helles- nes verður til þess að þeir Ole og Jon halda til íslands ásamt Ferdínand sumarið eftirútskrift frá menntaskólanum. Á íslandi vinna þeir hin margvíslegustu störf um sumarið og skemmta sér nú við að rifja upp að Jon Hellesnes rithöfundur og heim- spekingur við Háskólann i Tromso starfaði þetta sumar við skósmiði og í byggingarvinnu og Ole gerðist lærisveinn hjá raf- virkja. Ferdínand vann sem smið- ur við turn Hallgrímskirkju þetta sumar ársins 1959 áður en hann hélt aftur utan til náms við Land- búnaðarháskólann í Ás í Noregi. Hann gegnir nú starfi forstöðu- manns á Arnarholti, Sjúkrahúsi Reykjavíkur á Kjalarnesi. Ole Lærum talar lýtalausa ís- lensku og á meðan hann gegndi stöðu prófrektors í 6 ár og siðan rektors í önnur 6 ár voru sam- skipti Háskólans í Bergen við Háskóla íslands mikil og góður vinskapur er milli Ole og Svein- björns Björnssonar, fráfarandi rektors Háskóla Islands. Jon Hellesnes og Páll Skúlason, sem tekur við embætti rektors af Sveinbirni, hafa ræktað með sér vinskap í gegnum sameiginlegt starfssvið heimspekinnar en auk þess segir Jon marga íslendinga hafa verið við nám í fiskifræðum við Háskólann í Tromso. Fyrir um einu og hálfu ári lét Ole af störfum sem rektor Háskólans í Bergen og starfar hann nú að krabbameinsrannsóknum í Se- attle í Bandaríkjunum. Árið 1994 var Ole sæmdur stórriddara- krossi íslensku Fálkaorðunnar fyrir að vinna að eflingu sam- skipta þjóðanna á milli. „Umbi“ séra Bolla Það var fyrir milligöngu Ferd- ínands að sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, komst í kynni við Ole D. Lærum. Ole bauð sr. Bolla á fund með áhrifa- mönnum og íslandsvinum í Berg- en þar sem hann kynnti hug- myndir um byggingu Auðunar- stofu á Hólum. I framhaldi af þeim fundi var ákveðið að gefa norskt timbur til byggingar stof- unnar. Segja má því að gjöfin sé ávöxtur 40 ára vináttu skóla- bræðranna þriggja frá Noregi og íslandi. Morgunblaðið/Jim Smart GOMLU skólafélagarnir frá Voss í Noregi, myndin er tekin í kirkjugarðinum við Suðurgötu. F.v. Ole D. Lærum, Ferdínand Ferdínandsson og Jon Hellesnes. Minnast 40 ára vináttu ÁRIÐ1957 lágu saman leiðir þeirra Ole D. Lærum, Jon Helles- nes og Ferdínands Ferdínands- sonar, í menntaskóla í Voss í Noregi. Þeir Ole og Jon eru staddir hér á landi í tilefni 40 ára afmælis kunningsskaparins og í dag ætlar Ole að taka fyrstu skóflustunguna að Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Dr. Ole D. Lærum, læknir og fráfarandi rektor Háskólans í Bergen, hefur ásamt félagsskap fleiri Vestlend- inga og Islandsvina staðið að höfðinglegum gjöfum til gamalla biskupssetra á Islandi. Félags- skapurinn gefur nú timbur til byggingar Auðunarstofu á Hól- um i Hjaltadal. Ibúum Vestur-Noregs hefur ávallt verið annt um að viðhalda og efla tengsl íslendinga og Norðmanna og í Bergen er starf- andi fjölmennt og öflugt íslend- MYND tekin í Ósló á háskólaárunum fyrir rúmum 30 árum. ingafélag. 50 ár eru liðin síðan Vestlendingar gáfu styttu af Snorra Sturlusyni til Reykholts í Borgarfirði og nýverið afhentu þeir Ole D. Lærum og Hákon Randal, fylkismaður í Hörða- fylki, styrk til Snorrastofu í Skál- holti. íslenskan hljómaði eins og norsk mállýska Ole D. Lærum lýsir fyrstu kynnum sínum af Ferdínand á þann veg að þegar hann heyrði á tal Ferínands hefði ekki annað hvarflað að honum en að hann Covent Garden lokað vegna endurbóta Kostnaður nemur um 24 milljörðum London. The Daily Telegraph. MARGIR felldu tár fullir eftirsjár, aðrir voru bitrir og reiðir og svo voru þeir sem voru á höttunum eftir minjagripum á síð- ustu sýningu konunglegu bresku óperunnar og ballettsins í Covent Garden á mánudags- kvöld. Eftir að tjaldið féll að lokinni hátíðar- sýningunni og síðustu gestirnir voru farnir, hófust iðnaðarmenn handa við að rífa inn- réttingarnar úr húsinu en það verður lokað næstu tvö árin vegna gagngerra endur- bóta. Nánast allir innviðir hússins verða endurnýjaðir, aðeins ytra byrði þess verður látið vera. Kostnaður við endurbæturnar er áætlað- ur um 214 milljónir punda, um 24 milljarð- ar ísl. kr. en áætlanir um þær hafa verið með umdeildustu verkefnum í breska lista- heiminum undanfarin tuttugu ár. Ástæðan er fyrst og fremst kostnaðurinn, en auk þess má nefná uppsögn framkvæmdastjóra, gagnrýni formanns breska listaráðsins á áætlanir um lokun og hótanir rikisstjórnar Verkamannaflokksins um að lækka fjár- framlög til óperunnar, lækki hún ekki miða- verð. Var haft eftir einum stjómarmanna ópemnnar að líklega kæmi lokun hússins sér vel nú, því það gæfí stjórnendum henn- ar örlítið andrými. Sætisnúmerunum hnuplað Á lokasýningunni vom fluttar þekktar óperuaríur og brot úr ballettum en á meðal þeirra sem fram komu á lokasýningunni vora Placido Domingo, Sylvie Guillem, Darcey Bussell og Bryn Terfel. Tæplega 3.000 gestir vom á sýningunni en um 8.000 manns stóðu fyrir utan húsið og fylgdust með því sem fram fór á risaskjá. Höfðu sumir gestirnir ýmsa muni á brott með sér til minja um óperuhúsið, en á síðustu vikum hefur fjöldi hluta horfið úr húsinu, t.d. út- saumuð númerin á stólum hússins þar sem margir eiga sér eftirlætissæti. Þá stendur til að gefa allt það sem ekki verður notað við endurbæturnar, svo sem teppi, glugga- tjöld, sjálf sætin, stóla og hluta vélbúnaðar- ins, sem óhætt er að segja að kominn sé til ára sinna. Hluti hans fer raunar á safn og víst er að tæknimennimir munu ekki sakna hans, enda taldist hluti hans Iífs- hættulegur. Helmingi starfsfólks sagt upp En breytingar á húsinu eru ekki sárs- aukalausar og erfíðastar eru þær fyrir þá starfsmenn sem sagt hefur verið upp störf- um. Vegna endurbótanna hefur starfsfólki verið fækkað úr 1.000 manns í 580 og óljóst hversu margir fá vinnu eftir rúm tvö ár, þegar húsið verður opnað að nýju. Flestir eru þó sammála um að breytingar vom fyllilega tímabærar en húsið var byggt árið 1858. Skeifulaga salurinn, sem rúmaði 2.158 manns í sæti verður endurskipulagð- ur og sætum fjölgað um 80. Honum verður þó ekki umbylt og reynt verður að halda eins og kostur er í upprunalegt útlit hans. Byggð verða tvö lítil svið, salir sem rúma 450 manns og 300 manns í sæti. Mestar breytingar verða baksviðs en aðstæðum þar hefur verið líkt við kafbát úr heimsstyijöldinni fyrri; þar sé þröngt, skítugt og hættulegt. Vélarnar verða settar á safn og tölvur munu leysa þær af hólmi en ætlunin er að Covent Garden verði nú- tímalegasta leikhús heims þegar endur- bótunum er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.