Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Flamenco við sundin blá TONLIST Lislasafni Sigurjóns GÍTARTÓNLEIKAR Símon H. Ivarsson flutti flamenco-tónlist þriðjudaginn 15. júlí. FÉLAG flamenco-vina, mætti sjálfsagt kalla þá sem mættir voru í listasafnið í kvöld til að hlusta á Símon leika eingöngu flamenco- tónlist í rúman klukkutíma, og þessir voru aldeilis ekki fámennir þvi setið var frammi á göngum listasafnsins. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að leita að uppruna flamenco, svo margar kenningar eru þar að lútandi og svo margir tilkallaðir. Ekki er þó ólíklegt að annað en texti hafi mótað hin ýmsu form, en söngröddin var sterkur þáttur í flutningi þessarar tónlistar. Núna spyrðum við gítarinn og flamenco saman og víst finnst okkur þetta tvennt fari sem flís við rass, kannske þó fyrst og fremst vegna þess að við þekkjum of lítið heimaslóðir flamenco, sem fyrst og fremst eru suðurhluti Spánar. Flam- enco-tónlistin mun ekki hafa verið skrifuð niður á blað, heldur flust á milli einstakl- inga og staða og flutningurinn því verið frj áls og óbundinn og undir snilli flytjandans komið hver áhrifin voru, sem og raunar gildir um allan tónlistar- flutning. Því verður að líta svo á að endanlegar útsetningar laganna í kvöld hafi verið Símonar og seg- ir það mikið um þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúninginn. Höf- undar voru heldur engir tilkallaðir, aðeins fengu lögin heiti sem vísuðu til innihalds texta eða vísuðu til heimahaga lagsins. T.d. hét fyrsta lagið Colombiana, sem sagði manni jú alveg nóg um þá músik. Hægt væri að benda á tvær eins konar ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 - kjarni málsins! stíltegundir flamenco Cante jondo og Cante chico, sem fara ólíkar leiðir innan flamenco-söngva og -dansa. En hér er um slíkan frum- skóg að ræða að öruggast er að hætta sér ekki inn í þann skóg. Það var djarft gaman af Símoni að leggja í að flytja heila efnisskrá með flamenco-tónlist eingöngu, en Símon er mjög framsækinn gítar- leikari og virðist ráða yfir tölu- verðri tækni á hljóðfærið, en oft krefst flamenco-tónlistin brilljant spilamennsku, ef hún á að ná til áheyrenda. Símon leysti verkefnið með sóma. Að vísu fannst mér hann um of hlédrægur á stundum, en þessi tónlist hefur í sér miklar skapsveiflur og t.d. akkorðumar, sem slegnar eru gjarnan inn á milli, eins og til að halda áheyrand- anum vakandi, koma úr allt ann- arri átt en kannske róleg melódían sitt hvorum megin við þessa slegnu hljóma, en þarna brýst skaphiti Spánveijans skyndilega í gegn, eða skapofsi sígaunans, ef menn frekar vilja hafa það þannig. Eins vildi ég óska gítamum meiri söngs frá hendi Símonar, en að þessu tvennu viðbættu í leik Símonar, yrði klukkutíminn mun styttri. Ekki má þó skilja þetta svo að mér hafi fundist sextíu mínútumar lengi að Iíða, síður en svo, og sérstaklega vil ég þakka fyrir Rondena og Guajiras, sem var sérlega fallega spilað. Ragnar Björnsson -----»■■♦ -»---- Minningabók um bróður slær í gegn London. The Daily Telegraph. HVER barnabókahöfundurinn á fætur öðrum hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu og nú virðist nýr metsöluhöfundur ætla að líta dagsins ljós; framkvæmda- stjóri auglýsingastofu sem skrifaði barnabók til minningar um bróður sinn, sem framdi sjálfsmorð. Hann heitir Geoffrey Sundquist og er 44 ára. Hafði hann ekki sett niður staf á blað þegar vinnunni sleppti, frá því í skóla en eftir að bróðir hans kastaði sér fyrir lest, hóf hann að skrifa bók til minning- ar um hann. Hún heitir „Jóla- sveinninn og horfna hreindýrið“. Sundquist segist ekki vita hvers vegna hann skrifaði barnabók, seg- ir að sagan hafí einfaldlega fæðst þegar hann punktaði niður æsku- minningar um bróður sinn. Talið er að Sundquist muni hagnast um 200.000 pund, um 22 milljónir ísl. kr. á útgáfusamningi og samningi um gerð sjónvarps- þátta eftir sögunni. Þá hefur hann gert samning um röð barnabóka um Giggles-fjölskylduna en hann hefur nú þegar skrifað tíu stuttar bækur um hana. í DÓMNUM segir að Símon sé mjög framsækinn gítarleikari. „ÞAÐ er Jjóst að í Vestmannaeyjum hefur verið unnið frábært starf á tónlistarsviðinu,“ segir Sigríður Ella Magnúsdóttir sópran. Kraftur í kórum V estmannaeyj a „ÞÓTTI gott að fá Sinfóníuna á okkar forsendum og erum þakk- Iát fyrir skilning framkvæmdastjórans." Guðmundur H. Guðjóns- son, kórstjórnandi í Vestmannaeyjum, við flutning Pákumessu Haydns. í VETUR efndu kórarnir til sam- starfs og æfðu Pákumessu Haydns, sem einnig gengur undir nafninu Stríðsmessan, og fluttu á Sjómanna- daginn með undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Hvítasunnukirkj- unni fyrir á þriðja hundrað manns. Á undan lék Birkir Matthíasson trompetkonsert í Es-dúr eftir Haydn. „Það er sagt að Haydn hafí verið að hlusta á fallbyssur í stríðsvél Napóleons sem stóð rétt fyrir utan Vínarborg árið 1796,“ segir Guð- mundur H. Guðjónsson stjómandi kórs Landakirkju. „Pákurnar eru látnar túlka fallbyssurnar í síðasta kaflanum sem er ákall um miskunn og bæn um frið en hann nefndi messuna „Messa á tímum stytjald- ar“, þó hún hafi gengið undir gælu- nöfnum síðan.“ Bara hægt með vönu fólki Guðmundur hefur stjórnað kór Landakirkju síðan hann kom frá ítal- íu árið 1970 og segir hann að kórn- um hafi farið feikimikið fram síðan þá. „Það sem í þá daga tók um þrjár æfingar að ljúka gæti kórinn lesið af blaði á einni æfíngu í dag. Það er ákveðin menntun í því að syngja í kór,“ segir hann. Pákumessuna hófu kórarnir að æfa I febrúar og segir Guðmundur að það hefði verið ógerlegt á svo stuttum tíma nema með vönu fólki. Meðan á æfingatí- manum stóð hjálpuðust þau þijú að með að æfa kórana tvo, auk Guð- mundar Bára Grímsdóttir, stjómandi Samkórs Vestmannaeyja, og Michelle Gaskell, tónmenntakennari í Vestmannaeyjum. Samkórinn lagð- ist niður um 1980 en var endurreist- ur fyrir þrem árum af Báru Gríms- dóttur og hefur hann haldið nokkra tónleika síðan og ákváðu þau að syngja í Pákumessunni með kór Landakirkju. Segja má að tímamót hafí orðið hjá kór Landakirkju árið 1978, en þá tók kórinn þátt í alþjóðlegu kóra- móti í Wales. „Þar voru gefin stig fyrir frammistöðu og við lentum of- arlega,“ segir Guðmundur. „Það sem mestu máli skipti var þó að sjálfs- traustið jókst um allan helming og vitneskjan um að við værum hæf til að takast á við stærri verkefni varð okkur mikil lyftistöng." Eftir vel- heppnaða Wales-för hélt kórinn jóla- tónleika með fulltingi Sigríðar Ellu Magnúsdóttur sópran. Með kórnum hafa síðan sungið ýmsir þekktir söngvarar. Sigríður Ella hefur þó þeirra mest haft af kórnum að segja því hún hefur þjálfað kórfélaga á söngnámskeiðum. Hún kynntist Guðmundi skömmu eftir Vest- mannaeyjagosið þegar hún þjálfaði á námskeiði á vegum kórsins. Nú í Kórastarf í Vestmanna- eyjum hefur verið með miklum blóma undan- farin ár og hafa kórarn- ir tveir, Samkór Vest- mannaeyja og kór Landakirkju, sífellt klif- ið hærra í alllendi tón- •• bókmenntanna. Orlyg- ur Steinn Sigurjóns- son fékk Guðmund H. Guðjónsson kórstjóratil að segja sér tónlistar- fréttir eftir mikla tón- leika á sjómannadaginn. vor varði hún nokkrum dögum í Eyjum við að leiðbeina kórfélögum fyrir tónleikana og sagði í spjalli að kórinn hefði hljómað á við bestu kóra hérlendis. „Áhugi þeirra er slík- ur að eftir tónleikana voru allir með Pákumessuna í heimilistækjunum á geisladisk. Það er ljóst að á tónlist- arsviðinu hefur verið unnið frábært starf í Vestmannaeyjum," sagði Sig- ríður Ella. Sinfónían hingað á okkar forsendum Guðmundur segir að frá fyrstu æfingu hafi hann ætíð lagt áherslu á að fá kór sínum nótur í hendur og það hafí átt sinn þátt í góðu gengi hans. „Annars er þungi þess- arar vinnu kirkjustarfið og það er mjög bindandi. Eg tel það mjög gott að rúmlega sextíu manns skuli leggja sig alla fram um að setja upp söngverk af þessu tagi í ekki stærra sveitarfélagi.“ Tónleikarnir á sjómannadaginn voru ekki þeir fyrstu sem kirkjukór- inn hefur haldið í þessum dúr því hann hefur flutt tvær messur eftir Haydn, Zeller-messuna árið 1980 á tvö hundruð ára afmæli Landakirkju og Nelson-messuna á tíu ára gos- lokaafmæli Vestmannaeyja. „Þá keyptum við hljóðfæraleikara til okkar en það er afar dýrt vegna ferðakostnaðar og uppihalds. Það sem var sérstakt við tónleikana á sjómannadaginn var að Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sam- þykkti að hljómsveitin skyldi heim- sækja okkur á okkar forsendum. Niðurstaðan varð því sú að hingað kom ekki nema þrjátíu manna hljóm- sveit og tók þátt í þéssu verkefni. Það mun vera í verkefnaskrá Sinfó- níuhljómsveitarinnar að heimsækja staði á landsbyggðinni og það var liðið á sjöunda árið frá því hún hafði síðast komið hingað þannig að þetta gat farið saman og við erum Run- ólfi Birgi mjög þakklát fyrir hans skilning." Guðmundur segir að lokum að áhugi sé fyrir því að skella sér upp á land og flytja messuna og að eftir þessa velheppnuðu tónleika megi eiga von á að kór Landakirkju og . Samkór Vestmannaeyja fái góða aðsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.